Nýja dagblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 4
5. ÁRGAINGUR — 88. BLAÐ
RETKJAVlK, 23. MABZ 1937.
Tarzan
strýkur
sýnd kl. 9.
Bandalag
Framh. af 1. síðu.
menn sína sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna og tillagan yrði því
samþykkt með atkvæðum íhalds-
ins gegn Framsóknarmönnum.
En Héðni heppnaðist þó ekki
þetta fólskuverk gagnvart bænd-
u.m og samvinnufélögum landsins,
því nokkrir íhaldsmenn voru
fjarverandi og tveir sósíalistar,
Ásgeir Ásgeirsson og Emil Jóns-
son, létu ekki að stjóm hans að
þessu sinni. Rauk Héðinn líka úr
sæti sínu og hélt á dyr, þrútinn
i andliti og fasmikill, þegar hann
sá hvað verða vildi.
Er verkamönnum i Reykjavik,
sem óska eftir samstarfi við bænd-
ur, það áreiðanlega ekkert gleði-
efni, að einn foringi þeirra skuli
þannig ganga á hönd spekulönt-
um og gróðabröskurum bæjanna í
mikilvægu hagsmunamáli bænd-
anna.
Atvinna við siglingar '
Framh. af 3. síðu,
skipum, sem krafizt er í VI. •
kafla laganna, er sjávarú'tveg- ;
inum ofviða, eins og nú er
komið fjárhag hans, og enn- I
fremur er eigi kostur nægra
réttindamanna til þess að full-
nægja ákvæðum fyrrgreinds
kafla.
aðeins LoStur.
NYIA PAGBLAÐIÐ
AnnáJLi <
Veðurútlit í Reykjavik og ná-
grenni: Norðvestan kaldi. Léttir
iieldur til síðdegis.
Næturlæknir er í nótt Alfreð
Gíslason, Ljósvallagötu 10, s. 3894.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunn og Reykjavikur apóteki.
Útvarpað í dag: Kl. 10.00 Veður-
íregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 14,00
Opnun sundhallarinar i Rvík. 15,00
Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Létt lög. 19,30
þingfréttir. 19,55 Auglýsingar. 20,00
Fréttir. 20,30 Erindi: þroskaleiðir
manna (Grétar Fells rithöf.j 20,55
Hljómplötur: Létt lög. 21,00 Hús-
mæðratími. 21,10 Symíóníu-tón-
leikar: a) Manfred-forleikurinn,
eftir Schumann; b) Pianó-konsert
í d-moll, eftir Brahms; c) Sym-
fónía í d-moll, eftir Schumann. —
(Dagskrá lokið um kl. 22,30).
Höfnin. Indiau Star og franskur
togari, sem kom að rétta áttavita,
fóru. Belgaum kom af veiðum í
gærmorgun. Norskt flutningaskip I
kom með saltfarm.
Fiskmarkaðurinn i Grímsby
mánudag 22. marz: Bezti sólkoli
90 sh. pr. box, rauðspretta 75 sh.
pr. box, stór ýsa 28 sh. pr. box,
miðlungs ýsa 30 sh. pr. box, frá-
lagður þorskur 16 sh. pr. 20 stk.,
stór þorskur 6/6 sh. pr. box, smá-
þorskur 6 sh. pr. box. (Tilk. frá
Fiskimálanefnd. — FB).
Hfnarfjarðarhöin. Sviði býst á
saltfiskveiðar. Brimir kom með
100—120 smál. af ufsa.
Skíðaferðir Ármanns um pásk-
ana. Farið verður frá íþróttahús-
inu kl. 9 alla hátíðisdagana, (skír-
dag, föstud. langa, páskadag og
annan í páskum). Sala farmiða
verður sem hér segir: Fyrir skír-
dagsferðina kl. 7—9 á miðvikudag,
fyrir föstudagsferðina kl. 5—7 á
skírdag, fyrir páskadagsferðina kl.
7—9 é laugardag og fyrir annan í
páskum kl. 5—7 á páskadag. Far-
miðamir verða seldir á skrifstof-
unni, og eru menn áminntir um
að sækja farmiða á þessum til-
teknu tímum. þeir sem hafa
pantað gistingu í skálanum yfir
hátíðisdagana, og enn ekki hafa
vitjað miða sinna, eru áminntir
um að sækja þá á ski ifstofu fé-
lagsins í dag kl. 5—7, annars eiga
'htí&HMsXÍóCL ÁJÚb h&McffA,
oa er Kra+t+^di r^auas^
og það kaupið þið auðvitað í
Pðntan xrfélaglnu,
Grettisgðla 46. Skólsv5rðast(i§ 12.
Sfmi 4671. Sfmi 2108.
þeir á hættu að þeir verði seldir
öðrum.
Háskólafyrirlestrar á þýzku. Dr.
W. Iwan flytur í kvöld háskóla-
fyrirlestur með myndasýningu.
Efin: „Eisen und Stahl als Grund-
lage unserer Wirtschaft". Fyrir-
lesturinn hefst kl. 8,05 í háskólan-
um, og er öllum heimill aðgangur.
Skipafréttir. Gullfoss er á leið
fil Leith frá Vestmannaeyjum.
Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss
fer frá Kaupmannahöfn í kvöld.
Dettifoss er í Reykjavík. Lagarfoss
ei á leið til Hamborgar frá Aust-
fjörðum. Selfoss fór frá Grimsby
i nótt. Lyra var væntanleg til
Reykjavikur í nótL Esja er i Rvík.
Súðin var væntanleg til Reyðar-
fjarðar í gærkvöldi. Drottningin er
væntanleg í dag. ísland fór frá
Akureyri í gærmorgun.
þýzki skáksnillingurinn L. Eng-
els tefldi sunnudaginn 21. þ. m.,
að tilhlutan Skákfélagsins „Fjöln-
ir“, við 34 menn í K. R. húsinu.
Hann vann 20 skákir, fékk 8 jafn-
lefli en tapaði 6 skákum. Hann
liefii' því unnið 70% af þessum
Ein hæð, 3 herb. og eldhús með
þægindum, í Vesturbænum, til
leigu' 14 maí, fyrir fámenna, barn-
lausa fjölskyldu. Tilboð merkt
„Samvinna" leggist inn á afgr.
blaðsins l'yrir laugardag 27. þ. m.
34 skákum. — þessir menn unnu
Engels: Otto Guðjónsson, Haf-
steinn Gíslason, Brynjólfur Jóns-
son, þórir Tryggvason, Bolli Thor-
oddsen, Vilhjálmur Bjömsson.
íþróttafélagið Völsungur í Húsa-
vík hélt skíðamót í fyrradag. þátt-
iftkendur voru 36. Keppt var i
skíðagöngu og brekkuhlaupi í
tveim flokkum undii- og yfir 15
ára. í skíðagöngu urðu fljótastir í
c-ldra flokki: Hallgrímur Stein-
grímsson, Jökull Helgason og þor-
geir Kristjánsson og í yngra flokki
Einar Guðjohnsen, Dagur Jónsson
og .Tóhannes Sigfússon. — f
brekkuhlaupi voru beztir Birgir
Lúðvíksson, Lúðvík Jónasson og
39 þrep
spennandi og skemmti-
leg ensk kvikmynd um
dularfull njósnaramál.
Aðalhlutverkin leika:
Medeliene Carrol
og Robert Donat.
Börn fá ekki aSgang.
Úr verstöðvunum
Afli hefir verið yfirleitt mjög
góður í Faxaflóaverstöðvunum
undanfarna daga. Frá Akranesi,
Keflvík og Sandgerði hefir blaðið
iiaft fregnir um það, að afli- hefði
verið mjög góður til jafnaðar og
sumir bátarnir hefðu fengið meiri
afla i einum róðri en þeir hafa
fengið um langt skeið.
í Vestmannaeyjum er afli heid-
ur að glæðast í net, en er mjög
iítill á línu. Atta bátar lögðu net
sín fyrir helgi austur við Hjörleifs-
höfða, en svo langt hafa bátar úr
Vestmannaeyjum aldrei áður sótt
með net sín. Mestan aíla þeirra
báta hafði vélbáturinn Már. Kom
hann í fyrrakvöld með um 1900 af
stórþorski og nokkuð af ufsa. Um
2000 lítrar lifrar fengust úr aflan-
um og 1700 lítrar af hrognum.
íhaldið tapar
Framh. af 1. síðu.
imi — voru tilkynnt siðdegljs í
gær. Kosningu hlaut írambjóðandi
Independent Progressives (óháðra
íiamsóknarmanna) dr. Harvey. —
Fyrri þingmaður var ihaldsmaður
og- fór kosningin fram vegna frá-
falls hans. — FÚ.
Stefán Kristjánsson. Veður var
gott og fjöldi áhorfenda. — FÚ.
UPPREISNARMENN 46
— Hann gerði það. — Ég sá hann! svaraði
hún. En í guðs bænum segið honum ekki frá þessu
.... hann myndi hálf drepa mig! Hún þagnaði og
leit vandræðalega í kringum sig. Þeir eru aftur hév
í kveld! hvíslaði hún óttaslegin.
— Þeir, hverjir eru það?
— Ég veit það ekki .... og ég ætti ekki að vera
að segja neitt. En þeir líkjast djöflum — og ég veit
að þeir eru það, þar eð þeir eru í sambandi við
h’a n n. Það eru þeir, sem fara út um bakdyrnar,
bætti hún við.
Þeir eru auðvitað vinir hr. Saunders, og ég býst
við því að þeir hafi einhverja ástæðu til að fara út
bakdyramegin, frú Dipper. Hún gerði þessa athuga-
semd eins og af tilviljun.
Ráðskonan reyndi að brosa.
— Það er ég viss um. Ef þér gætuð séð þá, ung-
frú-----það fer hrollur um mig! Þessi Burger er
ekki sá versti. Það er annar, sem kallaður er Tibor;
mér verður óglatt í hvert sinn sem hann horfir á
mig! Það er ef til vill vel gert, að hann læsir dyr-
unum; ef einhverjir þessara manna sæju yður ....
Hún endaði ekki setninguna, en bætti svo við: Hann
er ástfanginn í yður, ungfrú. Ég hefi séð það. En
þér megið ekki gefa yður honum á vald. Hún var
búin að búa um rúmið og leggja fram náttfötin og
fór nú ú't, án þess að gefa nokkra skýringu.
En orð hennar urðu eftir: „Þeir, sem fara út um
bakdymar". Jafnvel þótt konan hafi verið tauga-
veikluð og þunglynd, þá vissi Mary, að þessi orð
höfðu mikla þýðingu. Hvaða menn voru þetta? Og
hvers vegna notuðu þeir bakdyrnar? Það var skylda
hennar að komast að því. Henni var það full ljóst.
Þetta var Miðvikudagskveld. Samkvæmt venju
áttu gestir Mark Saunders að koma aftur á laugar-
dagskveldið. Þá um eftirmiðdaginn tók Mary lykil
inn að setustofu sinni úr skránni, þegar hún fór á
sína venjulegu göngu. Hún beygði fljótt fyrir horn,
svo að maðurinn, sem eftir venju veitti henni eftir-
för, gæti ekki séð hana. Þá lét hún lykiiinn detta
varlega inn um grindahlera í gangstéttinni. Hún
heyrði hann detta, og hljóðið ómaði sem hljóðfæra-
slát’tur í eyrum hennar.
Eftir miðdegisverð á laugardaginn fékk Saun-
ders henni skjalapakka.
— Mig vantar nú strax þrjú vélrituð eftirrit af
þessum skjölum, ungfrú Manners, mælti hann.
Hann talaði hratt og ákveðið, eins og hann væri
önnum kafinn, og hún svaraði í sama tón; Já, hr.
Saunders. Á ég að vinna í mínu herbergi?
— Ef þér getið. Hann fylgdi henni.
Mary var að taka hlífina af vélinni, þegar hún
heyrði að Saunders bölvaði í hljóði. Hann var að
leita að lyklinum, sem hún lét detta niður um
grindina!
En hann gekk rétt s'trax á braut, án þess að
spyrja Mary um lykilinn, eins og hún hafði búizt
við.
Hún vann af krafti í hálftíma, en svo hætti hún.
Tíminn vai' kominn. Það, sem hún ætlaði að gera,
varð að gerast áður en ráðskonan kæmi með kveld-
verðinn.
Hún tók upp eitt skjalið, sem hún hafði verið að
vinna að og fór út úr herberginu. Hún gekk eftir
illa upplýstum ganginum og upp stigann. Það var
þögn yfir húsinu. En þegar hún nálgaðist lesstofu
Saunders, þá heyrði hún vaxandi óm af mannarödd-
um.
Hún stóð á öndinni fyrir utan dyrnar. Hún heyrði
að maður var að tala með ás'triðufullri rödd. Hún
heyrði greinilega orðaskilin; „Við megum ekki bíða
lengur. Lokafundurinn verður að standa þann tutt-
ugasta og fyrsta — og því næst t i 1 starfa ! “
Hann æp'ti síðustu orðin.
Mary opnaði dyrnar.
Hún gekk inn í herbergið og sýndi dásamlega
vandræði og undrun, er hún leit á þessa mörgu gesti,
sem líktust meira villidýrum en mönnum.
— Af sakið ... þér hafið þá gesti, hr. Saunders!
... Það er atriði hér, sem ég skil ekki ... Ég kom
til að spyrja yður ... Mér þykir leitt að hafa ruðst
inn ... Ég barði á dyrnar!
Ungur maður, með draugalegt andlit spratt upp
úr sæti sínu og glápti á hana.
— Hvað viljið þér ... ? Hann gerðist dýrslega
ókurteis.
— Dóni! Svín! Mary sló hann beint í andlitið með
flötum lófanum.
— Hví líðið þér, að þessi skepna sé svo ósvífin