Nýja dagblaðið - 06.04.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 06.04.1937, Blaðsíða 1
KAFFIÐ er IjúiSengt - hressandí KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR. ^ ID/^GflBIL^OIHÐ 5. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 6. apríl 1937. 77. blað Skíðaierðir um helgína Landsbankinn má ekki veita stórar eftir- gjafir nema með samþykki bankanefndar þótt veður væri ekki fullkomlega ákjósanlegt um helgina, fór margt bæjarmanna á skíði. Á laugardagskvöldið fóru um 50 Ármenningar til gistingar í skála sínum, en morguninn eftir hættist við um 50 manns. Skíða - færi var þungt í Jósefsdal, en gott í Bláfjöllum síðari hluta dagsins. Ekkert hamlaði gleði fjallafaranna nema að einn mað- ur fór úr liði inn ökla. Var það vogaður skíðamaður, er fór í heinni rennslu niður háa fjalls- hlíð. Efst í hlíðinni var frost á snjó og skotfæri, en blautur snjór neðar. par sem um skipti datt maðurinn á hraðaferð, valt fjórum sinnum og hentist um 40 metra vegalengd. Maður, sem var við- staddur, kippti þegar í lið, og er líðan sjúklingsins nú góð. En vogun hans skyldi vera öllum skíðamönnum til varnaðar. í. R.-ingar fóru 60 í hóp að Kol- iðarhóli á sunnudaginn og æfðu sig þar á skíðum í þremur flokk- um. Var æfingum háttað eins og á skíðanámskeiði Tryggva þor- sleinssonar skíðakennara frá ísa- firði. Er slíkt líklegt til að geta orðið fólki að verulegu liði til að nema íþróttina. Um 30 K.-R,- ingar voru í Skála- félli og gistu 8 í skálanum. Ars- hátíð félagsins var á iaugardags- kvöldið og mun hafa dregið úr skíðaferðum félagsmanna. Um 90 manns voru með Skíða- iélaginu í Hveradölum og gistu um 20 í skálanum á laugardags- nóttina. í sambandi við þetta þyk- ir rétt að geta þess, að Skíðafélag- ið mun að öRu forfallalausu efna lil skíðaferðar yfir Kjöl næsta sunnudag. Verður farið með skipi inn að Fossi i Hvalfirði, gengið yfir Ásbrandsfjall, faiáð yfir Kjöl, niður Stíflisdal að Svanastöðum. þaðan á að fara í bifreiðum til Reykjavíkur. Slys í ÞorlákshöSn Tveir piltar drukkna. ]Jað slys vildi til í porlálcshöfn á sunnudaginn laust fyrir hádeg- ið, að tveir seytján ára gamlir piltar drukknuðu. Bar það að með þeim hætti, að kajak hvolfdi undir þeim, skammt undan landi. Piltarnir voru báðir úr Hafnar- firði og stunduðu sjóróðra í þor- lákshöfn. Hétu þeir Haraldur H. Jónsson og Pálmi porbjörnsson. Haraldur, sem var syndur, lagði þegar í áttina til landsins, er ka- jaknum livolfdi, en sökk skyndi- lega, þegar hann átti ófarinn ör- ítuttan spöl. Náðist hann þó bráð- lega, en var þá meðvitundarlaus. Kom læknirinn frá Eyrarbakka á vettvang og gerði á honum lífg- unartilraunir, en án árangurs. Fmmvarp frá Framsóknarflokkraum lögum um Landsbanka íslands Bernharð Stefánsson flytur eftir beiðni fjármálaráðherra frv. til laga um breyting á lögum um Landsbanka íslands. Er frv. þetta framkomið vegna samþykkta, sem gerðar voru á flokksþingi Framsóknarmanna, í bankamálum um breytsngar á um og er því réttur aðili sam- kvæmt ákvörðun flokksþingsins til að hafa aðhald og eftirlit með eft- irgjöfunum. — Greinargerð frv., þar sem breytingar þessar eru nánar rökstuddar, er birt á öðrum stað í blaðiuu. I Eins og kunnugt er, samþykkti flokksþingið að öll bankastarf- semi landsins skyldi tekin til ná- kvæmrar athugunar og í sam- ræmi við þær niðurstöður sett ný bankalöggjöf. Gerði flokksþingið onnfremur ályktanir um höfuðat- riði hinna nýju laga. Til fram- kvæmdar þessum samþykktum hefir Framsóknarflokkurinn borið fram þingsályktunartillögu um skipun milliþinganefndar til að cndurskoða bankastarfsemina. Jafnframt þessu samþykkti í'okksþingið að þegar yrðu sett á- kvæði í löggjöfina um „að bank- arnir veiti ekki eftirgjafir á stór- um fjárhæðum nema eftir ráð- stöfunum löggjafarvaldsins". í beinu áframhaldi af þessu er ofangreint frv. flutf. Aðalatriði frv. eru tvö. Hið fyrra cr um það, að fundur í Lands- bankanefnd sé löglegur, ef ein- faldur meirihl. eða 8 menn mæta (15 menn eru í nefndinni). Sam- kvæmt núgildandi lögum þurfa 10 menn að mæta og getur minni- hlutinn því gert fundina ólögmæta með því að sækja þá ekki. Hitt höfuðatriði frv. er að inn í 43. gr. laganna komi svohljóðandi j ný málsgrein: „pó má bankaráðið ekki, án þess , samþykki Landsbankaneíndarinn- ar komi til, gela einstökum aðilja, I hvort sem um einstakling eða íé- J lag er að ræða, eftir skuldir við bankann, er nemi yfir .krónum ! 100000,00. Gildir þetta um allar ' eftirgjafir, þar á meðal um heim- ild bankans til að greiða atkvæði með tillögu til .nauðasamninga, ei cftirgjöf bankans nemur téðri ' fjárhæð. Nú telja a. m. k. tveir af banka- ráðsmönnunum, að ákvörðun , meiri hluta bankaráðsins feli i | sér eftirgjafir þær, er getur hér að ! framan, og geta þeir þá áfrýjað ákvörðun bankaráðsins til Lands- hankanefndarinnar. Kemur á- kvörðun bankaréðsins þá ekki til framkvæmda, nema Landsbanka- nefndin leggi samþykki sitt á hana“. Landsbankanefnd er kosin af Al- þingi til að stjórna Landsbankan- Seínasta skákkeppn- ín víð Engels verður á morgun Fjölteflinu í Kaupþingssainum á sunnudaginn lyktaði þannig, að Engels vann þrjár skákir, fjórar urðu jafntefli, en einni skák tapaði hann. pað var Ás- mundur Ásgeirsson, sem sigraði Engels. Engels hafði jafnlangan tíma til þess að tefla á sínum átta borðum og hver andstæðinga hans við sitt oina borð. — pað hefir verið ákveðið, að Engels tefli enn á ný «■' morgun, þá við 6 af þeim sömu mönnum og tefldu við hann á sunnudaginn, og verður þannig hagað, að teflt verður á tveim borðum og verða þrír íslendingar i1 móti honum um hverja skák. Taflið fer fram í K.-R.-húsinu kl. rúmlega 8 að kvöldi. petta er síð- asta tækifæiáð, sem islenzkir tafl- menn fá til hefnda. Ætlar Alþýðuflokkurinn að svíkja stefnu sína í mjólkurstöðvarmálinu og gera banda- lag víð Eyjólf Jóhannsson? Fyrir Alþingi liggja til staðfest- ingar bráðabirgðalög þau, sem landbúnaðarráðherra gaf út síð- astliðið sumar um licimild fyrir ríkisstjórnina til að taka mjólkur- vinnslustöð á leigu. Hefi.r land- búnaðarnefnd efri deildar haft, þau til athugunar undanfarið og var í gær lagt fram nefndarálit frá Páli llermannssyni einum, sem leggur til að þau veröi samþykkt. Pétur Magnússon leggur til, eins og vænta mátti, að þau verði felld, en þriðji maðurinn, Jón Baldvins- son, hefir lýst því yfir, að hann „vilji ekki taka afstöðu tll méls- ins að svo stöddu". pessi afstaða Jóns Baldvinsson- ar mun koma mönnum mjög á ó- vart, því það er enn í fersku minni, að málgagn Alþýðuflokks- ins deildi á landbúnaðarráðherr- ann fyrir að hafa ekki fyr grip- ið til slíkrar ráðstöfunar en raun varð á. Og daginn áður en bráða- lúrgðalögin komu út, birtist mjög gleiðletruö grein í Alþýðublaðinu um það, að stefna flokksins liefði sigrað í þessu ináli og var þar sagt m. a.: „Með þessu er loksins orðið við þeirri sjálísögðu kröfu, sem Al- þýðuflokkurinn hefir haldið frarn frá því Samsalan tók til starfa, að hún hefði sjálf umráð yfii' , mjólkurhreinsunarstöð, er annað- ist, gerilsneyðingu á allrí þeirri mjólk, sem hún selur". Um likt leyti segir biaðið: „peim sem með mjólkurmálin fara, ber að taka yfirráðin yfir mjólkur- lireinsunarstöðinni úr höndum þeirra manna, sem meina bænd- um aðgang að henni. petta verk ætti að vera unnið fyrir löngu; en betra er seint en aldrei". Mætti telja upp fjölmörg slík ummæli, ef þurfa þætti. En þessi ummæli sýna, ef marka má Al- þýðublaðið nokkuð, að það var fullkomlega með vilja og sam- j ykki Alþýðuflokksins, að bráða- liirgðalögin um leigunámið voru sett. En framkoma Jóns Baldvinsson- ar nú bendir til þess, að Alþýðu- flokkurinn sé ekki jafn heill í þessu máli bændanna og hann þóttist þá vera. Hvort það stafar af einhverjum samdrætti milli Eyjólfs Jóhannssonar og sumra foringja Alþýðuflokksins eða hvort Uokkurinn liyggst með þessu að hefna fyrir ófarirnar í Kveldúlfs- ínúlinu, skal látið ósagt. Hvað sem veldur, þá mun fráfall Alþýðufl. I'rá sinni fyrri stefnu í þessu máli \ erða lionum sjálfum að mestu ijúni. Kjósendur flokksins sýndu það í mjólkurverkfallinu, að þeir vílja lieldur hafa samstarf við bændur en Eyjólf Jóhannsson og Úlaf Thors og það verður þvi eng- inn auðnuvegur fyrir Alþýðu- flokksforingjana að ganga þannig á mála hjá íhaldinu og hafa jafn- framt gert tilraun til að verðlauna Jensenssonu með einni milljón króna fyrir óstjórn þeirra og ó- sæmilegan fjárdrátt úr Kveldúlfi. Spánarstyrjöldin Mestu orustunum við Madrid hætt í bili. — Aðal-bardagarnir við Bilbao og i Cordoba- béraði LONDON: Aðalorusturnar á Spáni þessa daga virðast vera á Baska- og Cordoba-vígstöðvunum. Á Baska- vígstöðvunum virðist ástandið litlum breytingum hafa tekið. Stjórnin segir að hersveitir henn- ai í Cordoba héraði ógni nú bænum Penarroy, en það er mik- iisverð járnbrautarskiítiátöð og námubær. (Penarroy er um 60 kilometra fyrir norð.vestan Cor- dobaborg). prjú beitiskip stjórnarinnar gerðu í fyrradag árás á Ceúta. I- húarnir í Gibraltar voru sjónar- vottar að árásinni og það er sagt, að liún hafi valdið miklu tjóni. I Estramadurahéraði á Vestur- Spáni hafa stjórnarliðar náð járn- brautarstöð einni á sitt vald. PARÍS. I opinberri tilkynningu, sem stjórnin i Valencia gaf út í gær, kemst hún svo að orði, að merki- 'egasti viðburðurinn sem skeð iiafi í borgarastyrjöldinni síðast- liðinn hálfan mánuð, sé sá, að uppreisnarmenn hafi með því að ráðast á Pozo Blanco ætlað sér að komast yfir mjög dýraxætar námur á því svæði, en nú hafi skift svo gjörsamlega um, að þess- um námum, sem voru á valdi stjórnarinnar, sé engin hætta bú- in. Hinsvegar hafi her stjórnar- innar sótt svo fram, að námum, í'em uppreisnarmenn höíðu í hönd- um sínum, sé nú hin mesta hætta liúin og það úr fleiri en einni átt. — FÚ. Kristján skraddari i „Systumar írá Prag“. Operan verður sýnd í kvöld. Hún hefir verið sýnd þrisv- ar, alltftf við mikla aðsókn.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.