Nýja dagblaðið - 06.04.1937, Qupperneq 3
N * J A
DAGBLAÐIÐ
8
' ^ .......................
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgeíandi: BlaÖaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
JJórarinn pórarinsson.
Rilstjórnai'skrifstofumar:
Tr"iínarst.r. 16. Sími 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
f lausasölu 10 aura ednt.
Prentsm. Edda h.f.
Sími 3948.
Síldarverðíð og
ríkísverksmíðjurnar
Ólafur Thors og bræður
hans hafa stjómað Kveldúlfi
og’ gert það með þeim endem-
um að meiri þekkjast ekki í
sögu íslenzkra fjármála. Þeir
liafa ausið úr fyrirtækinu stór-
fé bæði til eigin þarfa og ann-
ara, án þess að fyrirtækinu
væri það kleift og afleiðingin
hefir orðið sú, að það skuldar
orðið margar mlljónir króna.
En Ólafi og fylgismönnum
lians nægir ekki að hafa fylgt
þessari stefnu í fjárreiðum
Kveldúlfs. Þeir vilja gera hana
að ófrávíkjanlegu boðorði í öllu
fjármálalífi landsins.
Glöggt dæmi þess er barátt-
an um síldarverð ríkisverk-
smiðjanna. Framsóknarmenn
vilja fylgja þeirri reglu að síld-
arverksmiðjurnar séu reknar
eins og þær væru eign útvegs-
rnanna. Verksmiðjurnar fengu
þá það fyrir störf sín, sem
rekstur þeirra kostaði að með-
töldum endurbótum á tækjum
þeirra og fyrningar- og vara-
sjóðsgjaldi. Útgerðarmenn
fengu allan afrakstur þeirra að
öðru leyti.
Socialistar og íhaldsmenn
standa sameinaðir á móti
þessu. Þeir vilja gera verk-
smiðjurnar að áhættufyrirtæki
fyrir ríkissjóð og láta þeir
borga fast verð, ákveðið fyrir-
íram. í góðum árum geta verk-
smiðjumar hagnast á þessu,
í vondum árum aftur á móti
tapað miklu meiru en því, sem
gróði góðu áranna nemur.
En ólafur Thors og félagar
hans geta ekki sætt sig við, að
verksmiðjurnar græði á góðu
árunum. Það skilur stefnu
íhaldsins og socialista og að því
leyti eru þeir síðarnefndu
skárri. 1 áframhaldi af síldar-
verkfallinu í sumar flytja
íhaldsmenn í sam. þingi tillögu
um að ríkisverksmiðjurnar
greiði kr. 0,70 í uppbót á hvert
síldarmál, sem þær tóku á móti
síðastl. sumar. Afleiðing af
slíkri ráðstöfun yrði sú, sam-
kvæmt Reykjavíkurbréfi Morg-
unblaðsins 4. þ. m., að rekstr-
arhalli verksmiðjanna á síðastl.
ári yrði alltaf 30 þús. kr.
Stefna íhaldsins um rekstur
síidarverksmiðjanna er því
samkvæmt ofangreindri þings-
ályktunartillögu þessi: Ríkis-
verksmiðjurnar borgi hátt fyr-
iifram ákveðið verð fyrir síld-
ina. 1 erfiðum árum tapa verk-
smiðjumar á þessu. I góðu ár-
unum græða þær, en þá eiga
þær að greiða í uppbót meira
en það, sem gróðinn nemur.
Með þessu er alltaí tryggður
taprekstur á verksmiðjunum.
Þannig yrði ríkisverksmiðj-
unum stjórnað, ef íhaldið fengi
að ráða, Endurtekin taprekstr-
arsaga Kveldúlfs, í þetta sinn á
ábyrgð ríkissjóðs.
Stefna flokkanna um rekstur
síldarverksmiðjanna er glöggt
dæmi fyrir kjósendur landsins
til að átta sig á því, hvaða
fJokknum sé bez't treystandi til
gætni og hagsýni í fjármálum
og atvinnurekstri þjóðarinnar.
Socialistar vilja reka verk-
smiðjurnar eins og algeng
áhættufyrirtæki braskara, í-
haldsmenn vilja hafa s'töðugan
taprekstur, Framsóknai*menn
vilja láta reksturinn vera
hallalausan og láta viðskipta-
menn verksmiðjanna fá það á
hverjum tíma, sem þeim rétt-
látlega ber, og það sama, sem
þeir myndu fá, ef þeir ynnu
úr síldinni hjá sjálfum sér.
Landsbankaneindín
og eltírgjafirnar
Á öðrum stað í blaðinu er
getið frv. Framsóknarflokksins
um breytingar á Landsbanka-
lögunum. Fylgir frv. rökstudd
greinargerð og fer hér á eftir
sá hluti hennar, sem fjallar um
eftirgjafir bankans og hið
aukna vald Landsbankanefnd-
ar í þeim efnum:
„Samkvæmt 3. gr. laga nr.
10 15. apríl 1928, um Lands-
banka Islands, er yfirstjórn
bankans í höndum Landsbanka-
nefndar og ráðherra þess, sem
fer með bankamál. Bankaráð
og framkvæmdarstjórar fara
þó með hina daglegu fram-
kvæmd, og er starfsvið þeirra
nánar ákveðið í lögunum. 1 41.
gr. c-lið nefndra laga er ákveð-
ið, eftir að sérverkefni lands-
bankanefndar hafa verið skýrð,
að nefndinni beri að taka álykt-
un um önnur mál. sem lögð
verða fyrir nefndina sam-
kvæmt lögum þessum eða eftir
ósk bankaráðs eða ráðherra.
Samkvæmt þessu er það ljóst,
að Landsbankanefndin ræður
úrsli'tum þeiri’a mála, sem
þannig er til hennar vísað, og
það enda þótt þau séu meðal
þeirra mála, sem bankaráði og
framkvæmdarstjórunum er ann
ars ætlað að ráða fram úr.
Nefnd sú, sem undirbjó þessi
ákvæði Landsbankalaganna,
skýrir afstöðu Landsbanka-
nefndarinnar þannig, að hún sé
nánast hliðstæð hluthafafundi
í hlutafélögum, þar sem hún
sé í raun réttri fulltrúi Alþing-
is 'um stjórn bankans, en bank-
inn sé ríkiseign (sbr. nál.
banlcanefndar 1925, bls. 30 og
bls. 59).
Nú verður það hinsvegar að
viðurkennast, að þessi ákvæði
gefa ekki næga 'tryggingu
fyrir eðlilegri íhlutun Lands-
bankanefndarinnar um hin
stærstu mál. Þetta hefir reynsl-
an sýnt áþreifanlega, málum
Framh. á 4. síðu.
Á að veita áfengfi
án takmarkana ?
Eftir Guðlaug Rósinkranz yfirkennara.
Fyrir nokkru skrifaði ég
giein í Nýja dagblaðið um
drykkjumannahæli og þörf á
stofnun slíks hælis. Út af þess-
ari grein hefir einn af forvígis-
mönnum templara, Helgi
Sveinsson æðstitemplar, ritað
grein í Alþýðublaðið, þar sem
hann er mér sammála um þörf-
ina á drykkjumannahæli og um
flest þau atriði, er ég benti á
í grein minni. Á einu 'telur
hann þó mikil vandkvæði, en
það er á því, að templarar geti
nokkuð af mörkum látið til
þess að koma upp þessari þörfu
stofnun. Þykir mér það heldur
ótrúlegt, um svo gamlan og
fjölmennan félagsskap, þar sem
um áhugamál þessa félagsskap-
ar er hér að ræða. Hinsvegar
er það að vísu gleðjandi, sem
H. S. segir að tillögur mínar,
ásamt fleiri ‘tillögum muni
verða teknar til rækilegrar at-
liugunar á næsta Stórstúku-
þingi. Vonandi geta bindindis-
mennimir komið þessu góða
málefn í framkvæmd áður en
allt of langt líður. Skal svo ekki
meira rætt um þetta mál að
sinni.
Það var annað áfengismál,
sem ég vildi gera að umræðu-
efni hér, en það er sala áfeng-
isins. Síðan bannið var afnum-
íð haustið 1934, er hverjum
manni, sem kunnugt er, frjálst
að kaupa eins mikið áfengi og
hann vill og getur greitt. Þá
um haustið, þegar rætt var um
afn'ám bannlaganna, skrifaði
ég grein í Nýja dagblaðið, þar
sem ég benti á hættu þá, er af
því stafaði, að allir gætu
keypt ótakmarkað magn af
áfengi, og myndi það vafalaust
hafa aukinn drykkjuskap og
cg launsölu i för með sér, og
hefir þetta reynzt rétt. Jafn-
framt benti ég á þá leið, sem
Svíar hefðu farið í áfengismál-
unum, með hinu svokallaða
„Brattsystemi“ og sem hefði
reynzt mjög vel.
Þeir, sem leið eiga framhjá
áfengisútsölunni hér í bænum,
hafa tæpast komizt hjá því að
taka eftir þeirri ös sem þar er,
sérstaklega á laugardags-
morgnana. Út úr búðinni koma
menn með fullt fangið af
„Svarta dauða“ og bera út í
bíla, sem standa fyrir utan
dyrnar. Sumir þurfa jafnvel að
fara margar ferðir svo miklar
eru birgðirnar, síðan fer bíllinn
með farminn. Engum dettur í
hug að sá, sem kaupir ætli að
drekka þetta allt einn. Nei,
þetta eru leynisalarnir að
kaupa forðann fyrir laugar-
dagskvöldið og sunnudaginn.
Þá selja þeir þetta með mikilli
álagningu og græða stórfé.
Þetta er opinbert leyndarmál.
Þá sér maður oft fátæka menn,
sem ekki eiga garmana utan á
sig, koma þarna út með eina og
tvær flöskur. Þeir hafa kann-
ske verið að kaupa fyrir síð-
ustu aurana, en fjölskyldan líð-
ui af skorti. Eiga þessir menn
að fá að kaupa ótakmarkað
áfengi? Nei, það er ekki vit í
því. Hér verður að grípa í
taumana.
Skal ég hér í stuttu máli
gera grein fyrir minni skoðun
i þessu efni, og styðst ég þar
nokkuð við reynslu Svía. Það
á að vera takmarkað, hve mik-
ið hver maður fær keypt af
áíengi. Enginn ætti að fá keypt
áfengi nema út á nafn, eða við-
skiptabók, sem þarf að sýna
„Má ég ekkí
Svartíl Eínars
Þegar ég las grein Einars í
Lækjarhvammi um leið og ég
var að ljúka við að lesa grein
Eyjólfs Jóh., sem átti að vera
svar til mín, — duttu mér í
hug þessi orð gamallar konu,
þegar hún fann í prófi, að bam-
ið gat engu svarar! — Vitan-
lega fer Einari álíka fimlega að
svara fyrir „barnið“, þegai'
hann fær leyfi til þess í Mbl.,
— eins og gömiu konunni
fórst. Og víl ég aðeins benda
á þetta, — ég þakka Einari í
Lækjarhvammi „áréttinguna“,
sem hann fann að þurfti að
gera fyrir „bamið“.
Ég var búinn að ákveða með
sjálfum mér, að svara Eyj. Jóh.
ekki oftar, því að ég fann að
þess þurfti ekki. Og satt að
segja er ég orðinn dauðleiður
á, að vera að svara greinum,
sem ég og allir, sem standa að
þessum mjólkurmálum, vitum
að eru vitandi vits byggðar á
ósannindum.
Nú skrifar Eyj. Jóh„ og
byggir alla grein sína á því, að
Flóabúið hafi gefið út „falska
ávísun“. — Jafnvel lætur hann
skína í gegn, að bændurnir eigi
eftir að fá uppbótina, sem
reikningarnir sýndu þar. Um
leið og hann er að hlaupa á
milli lögfræðinga til að fá ein-
hvern til að taka að sér mál-
sókn á hendur „Mjólkursamsöl-
unni“, til að ná rekstursafgang-
inum handa þeim, sem fengju
26—30 aura á líra írá hinum,
sem fengu 18—19 aura, — læt-
ur hann í greininni eins og
hann viti ekki af, að þessi
í ekstrarafgangur sé til, — eða
honum hafi verið ráðstafað til
öð bæta upp það, sem vantaði í
\ e rð j öf nunars j óðinn.
Vitanlega er það alveg rétt
lijá Eyjólfi, að bændur, sem
senda mjólk sína til vinnslu-
búanna, — hefði vantað 2—
2i/o eyrir úr verðjöfnunarsjóði
'til að fá það verð, sem þeir
fengu fyrir mjólk sína, ef
„Samsalan“ hefði elcki verið
rekin svo vel, eins og raun bar
vitni um. Þær 165 þús., sem
alveg eins og sparisjóðsbók um
leið og áfengið er keypt. Slíka
viðskiptabók ættu engir að fá
fyr en þeir væru myndugir, eða
21 árs, en þó því aðeins að þeir
Lafi á engann hátt orðið brot-
legir við áfengislögin eða önn-
ur lög. Ef eigandi slíkrar við-
skiptabólcar misnotar rétt sinn
annaðhvort með því að selja
áfengið, lána bók sína, eða
hegða sér ósæmilega eða verð-
ur eitthvað á sökum áfengis-
‘ nautnar, missir hann bókina, og
þar með réttinn til þess að
kaupa áfengi. Hve mikið hver
| fengi að kaupa, færi eftir á-
stæðum hvers og eins og væri
leyfið miðað við það, hvað telj-
ast mætti að hann gæti leyft
Frh. á 4. síðu.
svara
íyrír barníð?“
í Lækjarhvammí
fengust af milliliðagróðanum,
til að greiða þetta læzt Eyj.
ekki vita um, — jafnframt því
að hann er að undirbúa mál-
sókn til að ná í þessa aura frá
þeim aftur.
j Aurasjúkir menn, eins og
t Einar í Lækjarhvammi, sem
hefir viðurkennt, að hann hafi
aldrei haft eins góða mjólkur-
sölu og nú, — láta blekkja sig
al' slíkum tálvonum svindlar-
anna.- — Þeir eru búnir að láta
þá leiða sig allt of lengi áður
með slíku tali, til þess, að þeir
geti hætt að hugsa á þessa
vísu. — T. d. er það ágætt
dæmi um Einar þennan, þegar
hann lét nota sig í sumar af
Eyj. Jóh. til þess að svíkja fé-
laga sína, sem hann var trún-
aðarmaður fyrir í Nautgripa-
i æktunarfélagi Reykjavíkur, .—
og hækka stöðvarkostnaðinn
um 0.8 aura á hvern mjólkurl.
félaga sinna, sem landbúnaðar-
ráðherra var búinn að vinna
handa þeim, með miklu erfiði
og dugnaði. Þetta hljóp Einar
í og „hans nóta“, af því ein-
hver persónuleg fjárgróðavon
var dregin upp fyrir honum af
„barninu“. —
Vitanlega veit Einar í Lækj-
arhvammi, ef hann horfir í
gegnum spegil bóndans, að það
lilýtur að draga að því, hver
sem fer með völd í landinu, að
allir fái sama verð fyrir sömu
vöru á sama stað í mjólkursölu
eins og öðru. Og það er aðeins
þegar hann horfir undir hand-
arjaðar fjársvindlaranna, —
sem hann sér þær draumsýnir
inn í framtíðina, að hann með
um 20 kýr fái sem næst 2000
kr. á mánuði um leið og starfs-
bróðir hans með sömu áhöfn
úti á landsbyggðinni fær 5—600
eða minna. Þetta eru leifar
gamallar ómenningar, sem
hljóta að hverfa, — og hver
sem gerist málsvan þess að
halda slíku við hlýtur að fara
sömu leiðina og „barnið“ í vit-
und bændanna — sem sest í
gleymsku skammarkróksins, ef
drengskap og réttsýni er beitt.
Sveinbjörn Högnason.