Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Blaðsíða 2
2 N Y J A DAGBLAÐIÐ Hvað er stríkið langt? Bifreiðastöð Steindórs Símí 1580 (4 línur) Bífreíðastöð Steíndórs w Agætt nautakjöt írosið og nýtt oítast íyrírlíggjandí. íshnsið Herðnbreið Sími 2678. Bökiinardropar Á. V. R. IRomdropar V anilludropar CÍtrondropar Möndludropar Cardemommudropar Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi Öll glös eru með áskrúfaðri hettu. Álengísverzlun ríkisins. Klæðaverksmíðjan Gefjun heiír lengí veríð brautryðjandi í íslenzkum ullaríðnaðí. Síðasta nýhreytnin eru kambgarnsdúkarnír sem pegar hafa hlotið almenna viðurkenningu og fer sala peirra hraðvaxandi. Geíjunar kambgarn lilupJ' prjónagarn í fjöldamörgum er á góðri leið með að útrýma erlendu prjónagarni .hér á landi. Spyrjisl lyrir um verdið hjá umboðsmönnum vorum Klæðaverksmiðjan GEFJUN, Akureyrí. Baskar munu írekar kjósa að íalla en geiast upp Sá, sem þekkír lundarlag þjóðar mínnar efast ekkí um það, segír iðnaðarmálaráð- herrann í stjórn Baska Aznar Sarachaga, iðnaðar- , málaráðherra Baskastjómar- ' innar, var nýlega á ferð 1 Par- is. I viðtali, sem fréttaritari , eins sænska blaðsins náði af j honum, lét hann m. a. þannig um mælt: — Við höfum á að skipa 60 —70 þús. vel æfðra hermanna. Verksmiðjur okkar framleiða vélbyssur, sem er engu lakari en þýzku vélbyssumar, okkur vantar heldur ekki fallbyssur eða skotfæri. Það, sem okkur vantar, eru flugvélar. Að Franco hefir undanfarið stefnt árásum sínum og liðsafla gegn Böskum, er samkvæmt óskum og fyrirmælum Þjóð- verja. Eftir ósigurinn við Gua- dalajara var líka búizt við að hjá okkur myndu uppreisnar- menn mæta minnstri mót- etöðu. Það hefir heldur enga þýðingu fyrir úrslit borgara- styrjaldarinnar, þó uppreisnar- menn vinni Bilbao, en fyrir Þjóðverja er það þýðingarmikill sigur. Þegar borgarastyrjöld- in hófst, bannaði Baskastjórn allan útflutning til Þýzkalands á járnmálmi, sem er mjög bagalegt fyrir þýzka hergagna- iðnaðinn. Hvað Bilbao snertir er her- ferð gegn spánska kommún- ismanum næsta hlægileg. Hjá okkur finnast tæplega kommún- istar eða anarkistar. í stjórn- inni eiga sæti fjórir menn úr baskiska sjálfstæðisflokknum, tveir lýðveldissinnar, einn full- trúi frá vinstri þjóðemisflokkn- um, þrír jafnaðarmenn og einn kommúnisti. Verksmiðjur og námur eru áfram í einkaeign, flestir eigendurnir eru búsettir í landinu og hljóta sama arð af atvinnurekstrinum og áður. Forstjórar og verkfræðingar gegna stöðum sínum eins og ekkert hafi í skorizt. Aðeins þau fyrirtæki, sem voru í eign manna, er hafa flúið úr land- inu, hafa samkvæmt fyrirskip- un Madridstjórnarinnar verið sett undir ríkiseftirlit. Það rík- ir hjá okkur fullkomin regla. En við höfum verið kjörnir til þess að vera fórnardýr á altari hinnar þýzku yfirgangsstefnu. Ætla vinir og stuðningsmenn lýðræðisins í Evrópu að láta það óátalið? Allir Baskar, án tillits til hvaða lýðræðissinnuðum flokki þeir tilheyra, eru ákveðnir í því að láta fyr lífið en semja frið við fjandmennina. Það skal verða barizt, ef á þarf að halda, um hverja götu, hvert einasta hús. Sá, sem þekkir lundarlag okkar Baska, þarf ekki að efast um það. Fyr og nú Fyrir meir en þrjátíu árum voru þeir nemendur í mennta- skólanum Þorsteinn Briem, Jón í Stóradal og Eiríkur Einarsson starfsmaður í Landsbankanum. Þá byrjaði uppreisn og skemmd arvérk í skólanum og var upp- þotinu stefnt gegn Bimi Ólsen skólameistara, hinum nafn- kunna fræðimanni. Skemmdar- verkin voru af ýmsu tægi. Stundum var laumast í ein- kunnabækur skólans og skorin úr þeim stykki. Lengst komst þó skemmdarandinn þegar sprengiefni var sett í ofn í skólastofunni. En til allrar bamingju sprakk ofninn þegar stofan var mannlaus og varð því ekki skemmd nema á hús- inu, þó að öðruvísi hefði getað farið. Nokkrir piltar urðu sannir að sök um meiri eða minni þátttöku í uppreisninni, en aldrei sannaðist hver hafði lagt sprengiefnið í ofninn. Meðal þeirra, sem reknir voru úr skóla, voru Jón og Eiríkur og er helzt að sjá sem Jón hafi ekki átt afturkvæmt. En um einn nemanda var vitað, að hann stóð sérstaklega að þess- um undirróðri, þótt honum væri hlíft, að líkindum vegna , ættarnafnsins. Þessi piltur hét Þorsteinn Briem og er nú prestur á Akranesi. Auk þess er hann nú í Dalasýslu það barlómshöfuð, sem á að auka höfuðveiki og hringlandaskap í landsmálum til framdráttar stórkaupmannastéttinni í Reyk. javík.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.