Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Síða 3

Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Síða 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 8 Kveinstafir heildsala og hálaunamanna NÝJA DAGBLAÐH) Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: pórarinn þórarinsson. Ritstjórnarskrifstofurnar: Hafnarstr. 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsm. Edda h.í. Sími 3948. Miðflokkur í Reykjavik Ég hefi áður bent á það, að Framsóknarmenn búast við, að: sækja bæjarstjórnarkosningar næsta vetur með talsverðu kappi, í því skyni að fá mið- flokksaðstöðu í bæjarstjórn- inni, að tryggja bænum allt öðru vísi stjórn heldur en hann liefir nú og hefir haft um langa hríð. Jakob Möller hélt því fram í Vísi nýlega, að 20. júní n. k. ætti að þurka Framsóknar- flokkinn út úr Reykjavík. J. M. vonast ef til vill eftir að svo verði, en hann veit betur. Hann veit, að Framsóknarfiokkurinn hlýtur að eflast hér í bænum af því að bærinn þarfnast þess og finnur þörf sína. Það má taka Jakob Möller eins og dæmi um venjulegan íhaldsmann J. M. er búinn að sitja á Alþingi og í bæjar- stjórn um langa stund. En það liggur ekkert eftir hann. Verk hans tala hvergi. Hann hefir haldið 4 klukkutíma ræðu á Al- þmgi til að hindra það, að böm landsins fengju betri og ódýr- ari bækur, heldur en Pétur Halldórsson telur sér hag í að láta í té. En málið gengur fram engu að síður. Verk Jakobs og allra samherja hans er aðeins að stritast blint á móti straumi tímans, sem þeir ráða hvergi við. íhaldið kann ekki að stjóma félagslega. Það kann í hæsta lagi að nurla persónulega eða að spekúlera í eiginhagsmuna- skyni. Það er fyrir vöntun á stjómarviti að hinar mörgu stórverzlanir og útgerðarfélög íhaldsmanna eru hrunin í rúst. Það er fyrir samhaldsvöntun að Claessen setti fslandsbanka á höfuðið og Jensenssynir hafa komið Kveldúlfi í það öngþveiti sem kunnugt er. Framsóknarflokkurinn hefir haft áhrif á Reykjavík sem ráðamesti landsmálaflokkurinn síðustu 20 árin, án þess að hafa úrslitaáhrif í bæjarstjórn- inni. En ef litið er yfir bæinn, þá sjást mjög mörg handtök Framsóknarmanna, sem bera vott um skapandi afl flokks- mannanna og stingur þar mjög í stúf við hið neikvæða starf íhaldsins. Það á ekki ráðhús og ekki stað undir ráðhús. Það hefir afnumið skipulagslögin að því er Reykjavík snertir til að geta byggt óskipulega og grætt meira á lóðum. íhaldið hefir ekki byggt bæjarspítala, ekki gagnfræðaskóla, ekki iðn- skóla, ekki skýli fyrir geymslu- íanga, ekki kirkju, og í stað þess að styðja háskólann, hefir orðið að pína undan blóðugum nöglum bæjarstjórnarinnar ó- byggðan landskika handa þeirri stofnun. Meðan íhaldið hefir sukkað fé bæjarbúa í óþarft starfs- mannahald, og illa gerða fá- tækraframfærslu, hafa Fram- sóknarmenn með áhrifum á Al- þingi og í stjóm landsins sett á Reykjavík þann svip, sem er að byrja að gera bæjarbúum fært að líta með nokkru sjálfs- trausti á tilveru sína við strendur Faxaflóa. Árið 1923 kom íhaldið með frv. um landspítalabákn, sem átti að kosta 3 miljónir. Þingið vildi ekki líta við þessu. Þá settu Framsóknarmenn málið á nýjan grundvöll. Minnka skyldi húsið að mun og hita það með vatni úr Laugunum. Þá var málið viðráðanlegt og síðan var það , leyst á grundvelli þeim, sem flokkurinn lagði. Árið 1928 kom Framsóknarflokkurinn á löggjöf um sundhöllina og 1937 var verkinu lokið. Á Alþingi 1923 lögðú Framsóknarmenn grundvöil að leikhúsbygging- unni og 1930 lét Framsóknar- stjórnin byrja að byggja feg- ursta húsið, sem enn hefir ver- ið reist á íslandi. Um sama leyti lét Framsóknarflokkurinn byggja Arnarhvol, og símahús- ið með sjálfvirkri stöð, reisa útvarpsstöðina og kaupa lóð- irnar milli menntaskólans og stjórnarráðsins til að tryggja að á þessum beztu lóðum í bæn- um kæmu síðan stórbyggingar þær, sem þjóðin þarf að reisa handa Alþingi, stjórnarráði, söfnum landsins o. s. frv. Flokkurinn, sem á þennan hátt hefir gripið inn í örlög bæjar, sem annars liggur á margan hátt í svefnrofunum hefir á- stæðu til að taka því með jafn- aðargeði, þó að Jakob Möller, fyrverandi eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum sé úr- i!lur út af lista Framsóknar- flokksins hér í bænum. Þar er fyrst og fremst sótt fram í þessum kosningum, og bæjar- búum gefinn kostur á að hefja lífræna pólitík frá þingbekkj- um höfuðstaðarins. En hér er jafnframt verið að undirbúa aðra sókn á liendur hinu sof- andi liði bæjarstjómarmeiri- hlutans, þar sem hinn innan- tómi og aðgerðalausi ritstjóri Vísis er fremstur í hópnum. J. J. aðeins Loftur. S a n p i ð Mbl. birtir í gær eina af lang- | lokum sínum um „tolla- og skattahækkanir rauðliða", og á það þar við breytingar þær á tolla- og skattalögum, sem orð- ið hafa í tíð núv. ríkisstjórnar. Enginn maður hefir neitað því, að sumir einstakir tollar og skattar hafi verið hækkað- ir á þessum síðustu árum. Þeg- ar útflutningur og innflutning- ur landsmanna lækkar um tugi miljóna og sérstaklega sá hluti innfluttra vara, sem hæsta tolla bar, þá er það auðskilið bverjum meðalgreindum manni, að eitthvað verður að koma í staðinn fyrir þá tekjurýmun, sem slík lækkun vöruumsetn- ingarinnar hefir í för með sér — nema því aðeins að hægt sé að færa stórlega niður útgjöld ríkisins eða stofnað til nýrra ríkisskulda. Ennþá hefir Morg- unblaðsliðið ekki bent á neina leið til útgjaldalækkunar, sem að neinu gagni kemur. Og hina leiðina, að safna nýjum ríkis- skuldum vegna reksturshalla, hefir Framsóknarflokkurinn ekki viljað fara. Og þrátt fyrir alla mælgi og upptalningar Mbl. stendur það enn óhrakið: Að heildarupphæð tolla- og skatta til ríkissjóðs*) stendur að miklu leyti í stað frá ári til árs, þrátt fyrir fólksfjölgun í landinu, og hefir lækkað úr 120 kr. á íbúa í stjórnartíð Jóns Þorlákssonar niður í 105 kr. á ibúa árið 1937 eða um 12%%. Að á brýnustu nauðsynjum til framleiðslu og neyzlu hefir engin tollhækkun átt sér stað í tíð núverandi stjórnar, sbr. skýrslu, sem nýlega var birt hér í blaðinu. Og það hefir ver- ið hægt að undanþiggja nauð- synjavörurnar þessari toll- hækkun, vegna þess, að há- tekjuskatturinn var hækkaður og ríflega bætt við tollinn á þeim vörum, sem miður eru þarfar. Að kaffi- og sykurtollurinn hefir verið lækkaður í tíð núv. stjóm og sömuleiðis útflutn- ingsgjald af síld og af landbún- aðarafurðum hefir verið af- numið. Að tollar og skattar eru lægri hér á landi að meðaltali á íbúa en nokkursstaðar ann- arsstaðar á Norðurlöndum og lægri en að meðaltali í Norður- álfunni. Þá er Mbl. að þvæla um það, að „tekjur ríkissjóðs árin 1934 —1936“ hafi verið mun hærri en á „valdatímabili samsteypu- stjórnarinnar“ og á „valdatíma- bili Sjálfstæðismanna 1924— —1927“. *) Á fjái'lögum 1937 er húp áætl- uð 12,6 millj. (var s. 1. ár 12,4 millj.). Árið 1925 var hún rúml. 12 millj. Virðist það síðasta furðuleg fjarstæða hjá blaðinu að telja árið 1934 með þeim tíma, sem núv. stjórn ber ábyrgð á, þar sem það í sömu andránni telur árið 1927 með „valdatímabili Sjálfstæðismanna“ í fjármál- um. En af þessu ósamræmi verður allur samanburðurinn hjá Mbl. meira og minna út í bláinn. Auk þess er það náttúr- lega ekki til fyrirmyndar að láta ríkissjóð vanta tekjur og lialda áfram reksturshalla og skuldasöfnun ár eftir ár eins og samsteypustjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gerði. En það er þó auðséð á þessu samanburðarfálmi Mbl., eftir hverju er verið að seilast. Það er verið að telja eftir þann gróða, sem ríkið á seinni árum hefir haft af verzlunarfyrir- tækjum sínum. Sá spónn er líka tekinn úr aski heildsal- anna, sem á bak við „breið- fylkinguna“ standa. En Mbl. birtir aðra eftir- verða skýrslu í þessu tekju- skattsmáli. í þeirri skýrslu stendur m. a. að sá maður, sem hefir 10 þús. kr. skattskyldar tekjur hafi í stjómartíð Jóns Þorlákssonar komizt af með 462 krónur 1 tekjuskatt, en þurfi nú að greiða 1530 krónur. Að maður með 15 þús. kr. verði að greiða 3230 kr. í stað 1062 kr. Að maður með 20 þús, kr. verði að greiða 5140 kr., í stað 1912 kr. Að maður með 28 þús. kr. verði að greiða 8460 kr. í stað Alþýðublaðið segir í fyrra- dag, að flokkur þess hafi átt mestan þátt í aukningu iðnað- arins á undanfömum árum. Hvaða ráðstöfunum má fyrst og fremst þakka þá aukningu? Innflutningshöftunum. Var það Alþýðuflokkurinn sem barðist fyrir innf lutningshöf tunum ?: Reyndi Alþýðufl. að verja inn- flutningshöftin, þegar þau voru sett, fyrir hinum illvígu árás- um heildsalanna? Hvað segir í Alþýðublaðinu frá þeim tíma? Þann 24. okt. 1931 segir í Alþýðublaðinu m. a.: „Alþýðusamband íslands er á móti innflutningshöftunum. En einmitt vegna þess, að þessi verzlunargróði, sem ann- ars hefði runnið í vasa fárra kaupsýslumanna, rennur nú í ríkissjóðinn, hefir það verið mögulegt að láta heildarupp- hæð skatta og tolla á lands- fólkið svo að segja standa í stað, þrátt fyrir fólksfjölgun og vaxandi kröfur til hins opin- bera vegna kreppunnar — og lækka þessa skatta og tolla um 15 krónur að meðaltali á íbúa síðan árið 1925 í stjórnartíð Jóns Þorlákssonar. En þessi stefna er vitanlega ekki heildsölum Morgunblaðs- ins að skapi. Og svo er tekjuskatturinn. Mbl. segir í gær, að hann hafi verið hækkaður „tiltölulega mest á lágum tekjum“!! Þessi. . „tiltölulega mesta hækkun á lágum tekjum“ er þannig, að t. d. hjón með 3 börn utan Reykjavíkur greiddu 3487 kr. í stjómartíð íhalds- flokksins. Auðvitað eru þetta launa- lækkanir, sem koma niður á þeim, sem svona háar tekjur hafa, þegar þeir eru búnir að draga frá persónufrádrátt sinn, opinber gjöld fyrra árs og ann- an löglegan frádrátt. Það er oft um það talað, og kannske með réttu, að laun erf- iðismanna séu of há fyrir at- vinnureksturinn í landinu. En hver vill þá taka undir kveinstafi Mbl. út af því, að laun þess manns, sem hefir 28 þús. kr. skattskyldar tekjur, séu lækkuð um ca. 8 þús. kr. með tekjuskatti til ríkissjóðs? Verzlunarráð íslands er á móti innflutningshöftunum. Landsbanki Islands er á móti innflutningshöftunum". Ekki óglæsileg þrenning, sem Alþýðublaðið teflir þar á móti innflutningshöftum og iðnaðin- um. Við iðnaðarmenn vitum að það er Framsóknarflokkurinn, sem hefir komið á innflutnings- höftum og séð um framkvæmd þeirra og hefir með því unnið mikilvægt starf fyrir fjárhags- legt sjálfstæði þjóðarinnar og aukningu atvinnunnar í land- inu. Við vitum það líka að Framsóknarflokkurinn er milli- Framh. á 4. síðu. af 3000 kr. tekjum áður kr. 3,00, nú kr% 3,00 af 3500 kr. tekjum áður kr. 7,00, nú kr. 8,00 af 4000 kr.‘ tekjum áður kr. 20,30, nú kr. 16,00 af 4500 kr. tekjum áður kr. 30,80, nú kr. 28,60 af 5000 kr. tekjum áður kr. 44,80, nú kr. 46,20 Innílutningshöftín og íðnaðurinn

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.