Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 21. MAÍ 1937. 5. ÁRGANGUR — 113. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÐ Mæðradagurínn. Búðír okkar verða opnar á sunnudagínn (23. p. m.) frá kl. 10—4 síðdegis. 10°lo ai sölunní renna tíl Mæðrastyrks- nefndarínnar. Blóm & Ávextír Lítla Blómabúðin Hafnarstræti 5. Skólavörðustíg 2. Flóra Austurstræti 7. BIFREIÐASTOÐIN G E Y S I R Sími 16 3 3 við Arnarhólstún. Sími 16 3 3 í heildsölu: Frosið dilkakjöt úr beztu sauðfjárhéruðum landsins, s. s. Þingeyjarsýslum, Strandasýslu, Dölum og víðar. Samband isl. samvinnufélaga Simi 1080 UPPBOÐI ■HGamla BíóBMBifi ZIEGFELD revýkonungurínn Mikilfengleg og skraut- leg amerísk tal- o g söngvamynd í 20 þátt- um, tekin af Meíro-Goldwyn-Mayep fólaginu, og lýsir hinu æfintýralega lífi, fræg- asta leikhússtjóra Áme- ríku, Florenz Ziegfeld Aðalhlutverkin eru meistaralega leikin af Wílliam Powell Myrna Loy og Luise Rainer. Innflutningshöftin og iðnaðurinn Framh. af S. síðu. flokkur og við iðnaðarmenn er- um millistétt. Þess vegna eig- um við heima undir merkjum hans og hvergj annarsstaðar. Það mun líka koma í Ijós í næstu kosningum. En Alþýðublaðið ætti ekki að vera að herma það eftir íhald- inu að eigna sínum flokki verk annara flokka. Ungur iðnaðarxnaður; Gróðursetning Framh. af 1. síðu. gröðursetja hér nokkra tugi þús- únda af harðgerðum trjplðntum á hverju einasta ári í framtið- inni. Fyrst um sinn verður að bjargast við erlendar plöntur, en >egar fram líða stundir, má vænta þess, að unnt verði að nota ein- göngu plöntur, sem aldar eru upp innanlands. Anná.11 Næturlæknir er i nótt Axel Blön- dal, D-götu 1, sími 3951. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur apóteki. Útvarpið í dag: kl. 10,00 Veður- íregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir, 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Sönglög. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út- varpssagan. 21,00 Hljómplötur: ís- lenzk lög. 21,15 Bækur og menn (Vilhj. p. Gislason). 21,40 Hljóm- plötur: a) íslenzk lög; b) Danslög (til kl. 22). Kosningaskriístoía Framsóknar- tlokksins í Sambandshúsinu er opin kl. 8—12 f. h. og 1—10 e. h. Símar 1029 og 1529. Fimleíkamótinu lauk í gær- kvöldi og hefjast nú æfingar að nýju í íþróttahúsinu. Yiirkjörstjórnin í Reykjavík hélt fund í gær kl. 5 e. h. til þess að rannsaka framboðslistana í Rvík fyrir næstu alþingiskosningar. — Kommúnistar fengu tveggja sólar- liringa frest til þess að ganga lög- íormlega frá sínum lista. í vetur þegar íþróttasamband ísiands átti 25 ára afmæli, lögðu ílest íþróttafélög bæjarins eitthvað af mörkum til þess að gera hátíð- legt þetta afmæli. En þar sem ekki var unnt að láta knattspyrnu fara fram í vetur, var það ráð tek- ið, að hún skyldi fara fram síðar. Hefjast nú þessir afmæliskappleik- ar á íþróttavellinum kl. 8% í kvöld, ef veður leyfir. þar sem hin góðkunnu knattspymufélög Valur og Fram — en milli þeirra er leikurinn —, tefla fram úrvalsliði sínu, er ekki að efa að fjörugt verður á vellinum og af kappi sótt og varið frá beggja hálfu. Allir þátttakendur í fimleika- móti Islands eru beðnir að mæta i íþróttabúningum til hópmynda- töku í íþróttahúsinu kl. 9,45 í kvöld. Mæðradagurinn er á sunnudag- inn kemur. þá verða að tilhlutun mæðrastyrksnefndarinnar seld blóm á götum bæjarins og ættu mæður að hvetja böm sín til að leggja fram liðveizlu sína. við biómasöluna. Ágóðanum af blóma- sölunni verður varið til að kosta vikudvöl þreyttra og fátækra mæðra, sennilega að Laugarvatni. það er varla að efa, að fólk, sem ekki ei' í beinni peningaþröng, telji það skyldu sína að kaupa oina af þcssum litlu nellikum. því sem auglýst var að Minna-Mosfelli ld. 22. þ. m. er hér með aflýst. G. Kr. Guðmundsson. BHH Nýja Bió fiHHB Svartar rósír mikilfengleg og fjörug kvikmynd frá Ufa með hljómiveit eftir finnska tónskáldið Jean Sibe- lius, þar á meðal: Valse Triste, og kafli úr tón- verkinu Finlandia. Aðalhlutverkin leika eftirlætisieikarar allra kvikmyndavina: Liliam Harvey og Willy Fritsch Síðasta sinn. „GoðaIossc< fer í kvöld kl. 11 veatur og norður. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 i dag — verða annars seldir öðrum, „Brúarloss*1 fer á þriðjudagskvöld 25. maí vestur og norður. Aukahöfn: Bíldudalur. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag — verða annars seldir öðrum. UPPREISNARMENN 85 skeggjaða menn, sem báru á sér merki taumlausra ástríðna. Næst honum sat maður, sem auðsjáanlega var forseti þessarar samkundu. Þessi maður var slík áberandi andstæða við alla hina, að Van Loan blístraði lágt. Orðin bárust út um gluggann, sem Van Loan sá nú, að var opinn um nokkra þumlunga. —... Forsætisráðherrann . .. Ég hefi gert undir- búning að því, að hann fari sömu leiðina og sumir starfsbræðra hans .. . nokkrir klukkutímar enn, og þá verður landið, sem haldið er, að þessi stjórn- málamaður ráði, í okkar höndum ... Nú skulum við snúa okkur að síðasta undirbúningnum. 1 nótt verða send út skilaboð með dulmálslykli, út til allra umboðsmanna okkar. Eftir hálftíma frá því að skila- boðin eru farin héðan---- Van Loan beygði sig. Ræðumaðurinn, sem honum fannst auðkennilegur, en þó óskiljanlegur í þessum ruddalega en hjákátlega hóp, stóð á fætur. Ef til vill hefir súgurinn frá glugganum ónáðað hann. Að minnsta kosti sneri hann sér við og lokaði ekki að- eins glugganum, heldur dró líka gluggatjöldin fyrir. Frekari rannsókn var þannig ómöguleg fyrir Van Loan. — Fjárans óheppni, umlaði hann. Hann hugsaði ekki um hve hurð hafði skollið nærri hælum hjá honum. Hugur hans var upptekinn af einhverju ennþá þýðingarmeira. Þetta var mjög umfangsmik- ið — næstum óviðráðanlegt. Það er engin furða, að Stevenson fyndi þetta vel. Það var heldur engin furða, að þeir sæju um, að hann kæmist ekki á burt, úr því hann var svo óheppinn að komast í hendur þessara þrælmenna! Vesalingurinn, ef til vill höfðu þeir drepið hann .... Fyrst varð hann að komast niður á jörð. Er hann stóð þarna í þessari ískyggilegu stöðu og starði i myrkrið fyrir neðan sig, heyrði hann hávaða rétt fyrir ofan sig. Það var eins og maður væri að tala í hálfum hljóðum. Hann horfði upp og varð þá gripinn af nýrri taugaæsingu. Stórt flykki var að síga niður. Ef hann hreyfði sig ekki, þá myndi það lenda ofan á honum. Þetta veltist til og seig hægt en stöðugí niður á við. Hann færði sig með ítrustu varkárni til hliðar. Þetta var svo óviðfeldið, að hrollur fór um hann. Að hugsa til bardaga á þessari níu þumlunga breiðu brún var fráleitt, en þó . . . en þ e 11 a hafði kom- ið út úr kastalanum og hann varð að vita, hvað það var . . . . . . Hvert í þreifandi! Þetta var maður! Nú sá hann það greinilega. Þetta var maður, sem seig nið- ur í kaðli! Nú gat hann séð fölt andlit mannsins, en í sömu svifum var hann horfinn niður fyrir brúnina. Þá var að elta hann . . . en hvernigiitti hann að kom- ast niður? Hann bjóst við, að hann væri fimmtíu fet yfir jörðu — að stökkva úr þeirri hæð var sama og að mölva í sér hvert bein. Kaðallinn! Þarna kom það! Þetta var mikil heppni. Ef hann slitnaði, myndi hann að líkindum detta ofan á manninn og þannig varna honum að komast á burt. Þarna var hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Fyrirtaks hugmynd! Nú voru hugsanir hans mjög skýrar og hann þyrsti eftir viðburðunum. Með fullri gætni gekk hann til, náði í reipið og fór af stað niður eins og æfður sjómaður. Honum heyrðist eitthvað sagt fyr- ir ofan sig, en það gat hafa verið þyturinn í vind- inum. Hvort sem það var eður ei, þá herti hann á ferðinni. Skyndiíega var hann leiðarenda. Hann fann að kaðallinn lá laus í höndum sínum. Á næsta augna- bliki féll hann eins og steinn í gegnum loftið. Fyrir neðan heyrði hann undrunaróp og svo fannst hon- um, sem allt loft þrýstist úr lungunum, er hann rakst á eitthvað svo harkalega, að hann heyrði nið- urbælt vein. Hann var ruglaður og sviptur allri skynsemi, en ósjálfrátt greip hann um kverkarnar á hinum. Hann ætlaði að neyða svínið til að segja sér eitthvað. Ef hann gerði það ekki . . . Nú barðist hann upp á líf og dauða. Ókunni maðurinn barðist eins og sært dýr, stundi og blés. Þeir veltust fram og aftur í faðmlögum. Einu sinni fékk Van Loan tækifæri til að slá hinn í rot — eitt snöggt högg og svo var það búið. En hann gaf aldrei höggið — hann sá, að ekki var hægt að tala við meðvitundarlausan mann.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.