Nýja dagblaðið - 01.07.1937, Page 2

Nýja dagblaðið - 01.07.1937, Page 2
2 N t J A DAGBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Keppní míllí Norðmanna og Dana í frjálsum íþróttum Íslendíngar myndu hafa unnið Dani í spjótkasti og hástökki Dagana 20. og 21. þ. m. fór fram landskeppni í frjálsum íþróttum milli Norðmanna og Dana í Oslo. tírslitin urðu þau, að Norðmenn unnu með 322,36 stigum. Danir fengu 298,45 stig. Til fróðleiks fyrir íslenzka íþróttamenn verður hér á eftir tilgreindur bezti árangurinn hjá keppendum hvorrar þjóðar- innar um sig. Má síðan bera það saman við árangurinn á íþróttamótinu hér 17. júní síð- astl., ef menn vilja gera sam- anburð á íþróttaafrekum okkar og beztu manna í Noregi og Danmörku um þessar mundir. í 100 m. lilaupi var fyrs'tur Vagn Rasmussen (D) á 11 sek., annar Brandvold (N) á 11,1 sek. og þriðji Skrydstrup (D) á 11,2 sek. — Á íþróttamótinu hér varð Sveinn Ingvarsson (K.R.) fyrstur á 11,4 sek. I 800 m. hlaupi varð fyrstur Per Lie (N) á 1 mín. 55,2 sek., annar Lehne (N) á 1 mín. 55,4 sek. og þriðji Rose (D) á 1 mín. 56,4 sek. Á íþróttamótinu hér varð Guðmundur Sveins- son (Í.R.) fyrstur á 2 mín. 9,8 sek. í langstökki varð fremstur Hougland (N) með 6,94 m., annar Fr. Ilansen (N) með 6,85 m. og þriðji Gunnar Christensen með 6,64 m. Á íþróttamótinu hér varð fremst- ur Sigurður Sigurðsson (K.V.) með 6,55 m. í stangarstökki sigraði Ernst Larsen (D) með 4,00 m. Næstir voru Norðmennimir Vold og Kaas, báðir með 3,75 m. — Á íþróttamótinu hér var elcki keppt í stangarstökki. í 10. km. hlaupi varð fyrst- ur Rollnes (N) á 32 mín. 21,2 sek., annar Gundhus (N) á 32 mín. 22 sek., og þriðji H. An-. dersen (D) 32 mín. 56,8 sek. Á íþróttamótinu hér var ekki keppt í þessu hlaupi. í 1000 m. boðhlaupi sigruðu Danir á 1 mín. 59 sek. Norð- menn voru 2 mín. 00,2 sek. — Hér sigraði sveit K. R. á 2 mín. 11,6 sek. I 110 m. grindahlaupi urðu fyrstir tveir Norðmenn (See- berg og Albrechtsen) á 15,3 sek., þriðji Schjelderup (N) á 16,1 sek. og fjórði Pre- ben Nielsen (D) á 17 sek. Hér varð fyrstur Ólafur Guðmunds son (K.R.) á 18,1 sek. í 400 m. hlaupi varð fyrstur Vagn Rasmussen (D) á 50,2 sek., annar Nesset (N) á 50,4 sek. og þriðji Gunnar Christen- sen (D) á 50,6 sek. Ilér var ekki keppt í þessu hlaupi. í 1500 m. hlaupi varð fyrst- ur Lehne (N) á 4 mín. 03 sek. og annar Per Lie (N) á 4 mín. 04,4 sek. Bezti maður Dana, Klysner, var 4 mín. 07,4 sek. — Hér var ekki keppt í þessu hlaupi. í kringlukasti varð beztur Sörlie (N) með 46,65 m., ann- ar Sollid (N) með 41,62 m. og þriðji Einar Jensen (D) með 39,96 m. Næstbezti maður Dana kastaði 37,83 m. Hér varð fremstur Kristján Vattnes (K. R.) á 37,34 m. í hástökki urðu jafnir Norð- mennirnir Stai og Harbitz Ras- mussen, stukku báðir 1,90 m. Bezti maður Dana, Ernst Lar- sen, stökk 1,75 m. Hér stökk Sigurður Sigurðsson (K.V.) l, 79 m. og er það 4 cm. betra en stökk bezta Dana í þessari landskeppni. í 5000 m. hlaupi varð fyrst- ur Rasdahl (N) á 14 mín. 59,4 sek og annar Rolf Hansen (N) á 15 mín. 24,4 sek. Bezti mað- ur Dana, Hemming Larsen, var 15 mín. 54.8 sek. Hér varð fyrstur Haraldur Þórðarson (U. M. F. S. Dölum) á 17 mín. 4,3 sek. I spjótkasti varð fremstur Olav Sunde (N) með 63,16 m., annar Soma (N) með 60,30 m. og þriðji Ib Andersen (D) 51,08 m. Hér sigraði Kristján Vatt- nes (K.R.) með 55,67 m. og Jens Magnússon (Á.) kastaði 52,74 m. Er kast þeirra beggja mun betra en bezta Danans i landskeppninni. Með tilliti til frammistöðu Dana í þessari landskeppni geta íslendingar verið ánægðir með íþróttamótið, sem háð var hér 17. júní. í tveim íþróttum, hástökki og spjótkasti, ná okk- ar beztu menn betri árangri en beztu menn Dana, og í 100 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi, langstökki og kringlukasti kom- ast okkar menn talsvert nálægt þeim. íþróttamenn okkar vantar vitanlega bæði kennslu og aðra aðstöðu til að geta staðið félög- um sínum á Norðurlöndum jafnfætis. Þeir verða því að leggja þeim mun meiri rækt við íþróttaiðkanir sínar, þegar tíminn er hentugur, eða um hásumarið. Nú er því sá rétti tími til þess og vonandi sjást merkin um áhuga þeirra og dugnað á íþró'ttamótinu, sem háð verður seint 1 sumar. Verður gaman að sjá, hvemig þeir standa sig þá, samanborið við Dani og Norðmenn. aðeíns Loftur. M o r 8 ö Míðstöðvar-eldavél er bezfa áhaldið til suðu og upphitunar. Verzlunin Guðm. H. Þorvarðss. Óðinsgötu 12 Sími 4132. M. L. Vatnsdælur og Varahlutir Útvegum V atnshrúta. Verzlunin Guðm. H. Þorvarðss. Óðinsgötu 12 Sími 4132. REYKJAVÍK « Borgarffördur. Frá Borgarnesi til Reykja- víkur föstudaga. Frá Reykjavík til Borgar- fjarðar laugavdag*,. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Nýjubílastöðinni, Sími 1216 Finnbogi Guðlaugsson Borgarnesi. Sjálfbiekungasett 1,50 Sjálfblekungar m. glerpenna 2,00 Sjálfblekungarm. gullpenna 5,00 Litakassar barna 0,35 Teiknibólukassar 0,15 Vasahnífar, drengja, 0,50 Skæri, margar stærðir, frá 1,25 Skeiðar og gafflar frá 0,25 Smíðatól frá 0,50 Barnafötur frá 0,25 Barnaskóflur frá 0.25 Kúlukassar barna frá 0,25 Kubbakassar, bygginga 2,25 Bílar, margar teg., frá 0,85 Shyrley Temple myndir 0,10 K. Einarssora & Björxisson9 Bankastræti 11. Hraðferðír Akranes - Akureyri fimmtudaga. Hægferðir Reykjavík - Akureyri mánudaga. Bífreíðastöð Steíndórs Sími 1580 (4 línur) ___ Kjötverzlanir Seljum hreinsaðar kindagarnir. Garnastöðin, Reykjavík. Sími 4241. Þrastalundur Laugarvatn FERÐIR ALLA DAGfA ÚR REYKJAVÍK KL 10. — FRA LAUGARVATNI KL. 6. — FRÁ ÞRASTALUNDI KL. 7. BIFREIÐASTÖÐÍSLANDS Sími 1540 prjár línur Tilkynniné. Vegna langvarandi og mikiilar liækkunar á innkaupsverði erlendis á olíum og* á farmgjöldum verðum vér að hækka verðlag á olíum vor- um frá og með 1. julí n.k., hvarvetna á landinu, eius og hér segír: Á benzín 2 aura lítrann - Ijósaolíu 1% eyri kílóið - hráolíu 2 aura kílóið Oll hráolía verður framvegis ein> göngu seld gegn staðgreiðslu, en staðgreíðsluafsláttur fellur níður. Afslættír af árskaupmagni af olíum og benzíni haldast óbreyttir. Olíuverzlun Islands h.f. H.S. Shell á Islandi. <4 ÚTBREIDID NÝJA DAGBLAÐID

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.