Nýja dagblaðið - 17.07.1937, Page 3

Nýja dagblaðið - 17.07.1937, Page 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 3 HnBinoBnffiBnnsaBnwi NfJA DAGBLAÐH) Útgefandi: BlaBaútgófan h.f. Ritstjóri: þórarinn pórarinsson. Ritstjómarskrifstofurnar: Hafnarstr. 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr/2,00 ó món. f lausasölu 10 aura aint Prentsm. Edda h.í. Simi 3948. Vítnísburður Morgunblaðsíns um Eysteín Jónsson. Grein um gjaldeyrismálin í Mbl. í gær er að sumu leyti eftirtektarverð. Því að þar kem- ur greinilega í ljós, að aðstand- endur blaðsins eru búnir að gera sér ljóst, hvaða álit þjóðin hefir á árangri þeim, sem náðst hefir fyrir forgöngu fjármála- ráðherrans í þessum málum. Það gægist sem sé upp úr hjá blaðinu, aði almenningí ;finn!ist að Eysteini Jónssyni hafi tekizt það í gjaldeyrismálunum, sem „galdramenn“ hafi þurft til áð- ur fyr. Er þetta lof svo ríflegt, að ráðherrann má þykjast full- sæmdur af, ekki sízt úr þessari átt. En þessi viðurkenning Mbl., sem raunar mun í ógáti gefin, sýnir það bezt hversu rótgróin sú skoðun er orðin jafnvel í innstu herbúðum íhaldsins, að Eysteinn Jónsson hafi í raun og veru unnið þrekvirki í því að koma • á greiðslujöfnuði við útlönd — þrekvirki sem líkja megi við „galdra'M Ekkert nema flokkshagmunir og póli- tískt ofstæki veldur því, að for- ráðamenn S j álf stæðisf lokksins fást ekki til að viðurkenna þetta berum orðum opinber- lega. Það er þessvegna ekki von, að vel fari, þegar þessir menn, í trássi við allar staðreyndir og gegn sinni eigin sannfæringu, eru að burðast við að halda því fram. að þessum málum hafi verið illa stjórnað í ráðherra- tíð Eysteins Jónssonar. Sýnishom af þeirri mál- færslu er síðari hluti áður- nefndrar Mbl.-greinar í gær. Þar segir m. a. á þessa leið: „Væri það nú rétt hjá Fram- sókn, að hagstæður verzlunar- jöfnuður síðastl. ár sé Eysteini að þakka, er það augljóst mál, að óhagstæður verzlunarjöfnuð- ur þetta ár yrði Eysteini að kenna“*). Þetta mun nú vera einhver sú aumasta „hundalogik“, sem sést hefir á prenti hér á landi, og ber málstaðnum sannarlega vitni. Takmörkun innflutnings í landið er vitanlega að miklu leyti undir því komin, með hve mikilli ástundun, útsjón og dugnaði innflutningstakmörk- unin er framkvæmd. Ef þessi *) Auðkennt hér. Hvert stefnir Alþýðuflokkurmn? Framsóknarflokkurinn á tvo rábúa, íhaldið og Alþýðuflokk- inn. Báðir hafa þessir flokkar óviðkunnanlega fylgihnetti. 1- haldið hefir nazistana og hefir haft við þá opinbert bandalag í undangengnum kosningum, og samneyti um mörg ár. Al- þýðuflokkurinn hefir haft kom- múnistana í eftirdragi. Að vísu barizt við þá í kosningum og það oft all harkalega. En síð- ustu dagana virðist vera að byrja þar samstarf, sem getur erðið jafn innilegt eins og bandalag íhaldsins við nazist- ana. Framsóknarflokkurinn lýsti glögglega yfir á flokksþingi sínu í vetur, í viðbót við alla sögu flokksins og eldri sam- þykktir, að hann vill ekkert samstarf við ofbeldis- og bylt- ingarmenn. Framsóknarmenn eru þess vegna í varanlegri andstöðu bæði við kommúnista og nazista, af því að báðir flokkamir eru yfirlýstir bylt- ingaflokkar og standa auk þess báðir undir stjóm erlendra stórvelda og eru þess vegna meðan þau sambönd haldast, hættulegir frelsi og sjálfstæði íslendinga. Viðhorf Framsókn- armanna til Alþýðuflokksins og Mbl.-manna miðas't alveg sér- innflutningstakmörkun ber árangur, er því alveg réttilega framhaldið, að sá árangur sé þeim að þakka, sem fyrir henni bafa staðið. Og um það er auð- vitað engin vafi, að ef innflutn- ingstakmarkanirnar hefðu ekki verið framkvæmdar með þeirri einbeitni, sem raun var á, þá hefði alls ekki náðst greiðslu- jöfnuður á s. 1. ári. En jafn auðskilið er hitt, •jafnvel sauðarhöfðum Morgun- blaðsins, að svo miklir óviðráð- anlegir örðugleikar geta verið fyrir hendi, að innfltunings- takmarkanir, þó áhrifamiklar séu, nægi ekki til að skapa fullan greiðslujöfnun. Um það er engum að „kenna“. Hverj- um er hægt að kenna um það hér á landi, þó að erlendar vör- ur hækki á heimsmarkaðinum eða ef afla bregst eins og á síðustu vetrarvertíð. Um það er engum hægt að „kenna“ hvorki ríkisstjórninni né öðr- um. íslenzki fiskiflotinn hefir löngum verið fengsæll. Enginn er í vafa um, að það sé a. m. k. að talsverðu leyti að þakka okkar duglegu sjómannastétt. En halda gáfnaljósin við Mbl., að það sé á sama hátt hægt að kenna sjómannastéttinni um það, þó að árangurinp verði rýr eitt og eitt ár, þegar ekki fæst bein úr sjó. Það gerir enginn. Og enginn meðalgreindur maður gengur heldur inn á „hundalogik" Morgunblaðsins. staklega við það hversu þessir tveir flokkar haga samneyti sínu við flokka, sem vilja vinna mál sín með ofbeldi og hlíta íorustu erlendra valdamanna. Eins og ég hefi áður tekið fram, álíta Framsóknarmenn mjög óheppilegt að gera fjár- lög fyrir árið 1938 nú í sumar og hafa verið færð gild rök fyrir því. Við álítum, að heppi- legast sé að gera áætlun fyrir næsta ár á síðustu mánuðum þessa árs. Við álítum þess vegna nauðsynlegt, að núver- andi ríkisstjórn haldi áfram ó- breyttum störfum þar til Al- þingi getur komið saman í október i haust. Þann tíma viljum við nota til að undirbúa meðferð hinna mest aðkallandi mála, og jafnframt athuga hvort grundvöllur sé fyrir á- framhaldandi samstarfi með núverandi stjórnarflokkum. Ó- mögulegt er að segja, hver niðurstaða verður á slíkum at- hugunum. Þó álíta flestir Framsóknarmenn, að slikt sam- starf ætti að geta tekizt a. m. k. um stundarsakir, ef hinir gætnari og framsýnni Alþýðu- flokksmenn ráða stefnu og framkvæmdum flokksins. Tveir straumar eru í Alþýðu- flokknum, „rólegur“ og „óró- legur“. Mestallt undangengið kjörtímabil var „rólegi“ straumurinn yfirsterkari, enda tókst núverandi stjórnarflokk- um þá að leysa saman til ómet- anlegs gagns fyrir alla þjóðina mörg hin vandasömustu stór- mál. En í vetur varð „órólega“ deildin yfirsterkari um stund, svo sem kunnugt er orðið af Kveldúlfsmálinu. Leiddi það til kosninga í vor sem leið. Sjó- mennirnir kunnu illa aðferðum þeim, sem Alþýðuflokkurinn tók þá upp og yfirgáfu flokk- inn á mjög áberandi hátt. Kveldúlfsmálið átti að verða kosningamál, en varð hið mesta erfiðleikamál þeirra, sem vak- ið höfðu upp öfgastefnuna í þeim aðgerðum. Kosningarnar hlutu ótvírætt að benda Al- þýðuflokknum á, að honum væri sú vinnuaðferð happa- drýgst, að vinna með ró og gætni að framförum lands og lýðs, svo sem verkamannaflokk- ar gera í löndum frændþjóð- anna. Enginn vafi er á því, að inn- an Alþýðuflokksins eru og hljóta að verða um stund all- mikil átök um hvort flokkur- inn eigi að starfa að rólegum framförum eða framkvæmdum hliðs'tæðum uppgjöri Kveldúlfs með alþingissamþykkt. Allra síðustu dagana hefir stjóm Alþýðuflokksins starfað að því með þingmönnum Fram- sóknarmanna að styrkja að- stöðu núverandi ríkisstjórnar fram á næsta þing og undirbúa skynsamlega athugun aðkall- andi vandamála. En á sama tíma virðast einstakir menn í Alþýðuflokknum hafa far- ið sínar eigin leiðir, án þess að hafa um það samráð við valdamenn flokksins og lagt út í tvennskonar æfintýri: Annarsvegar að samþykkja stórfellda kauphækkun og liinsvegar að taka þátt í sam- íylkingar-„makki“ við kom- múnista. Kommúnistar höfðu verið málgefnir og til lítilla vinnu- drýginda á fundum verka- mannafélagsins Dagsbrún. Varð það ástæðan til þess að Dags- brún gerði í vetur þýðingar- mikla lagabreytingu, með því að vald venjulegra félagsfunda var falið trúnaðarmannaráði 100 fulltrúa. Var vel séð fyrir ! góðum friði í þessu fulltrúa- ráði, því að enginn kommún- isti náði þar kosningu. Dagsbrúnarmenn höfðu í vetur uppi kröfur um kaup- hækkun, samfara stytting vinnudagsins, en féllu frá að leggja út í baráttu í það sinn. Nú leið vorið og fram á mitt sumar. Þá er krafan ‘tekin upp að nýju, að því er virðist án þess að stjóm Alþýðuflokksins hafi verið um það spurð eða höfð í ráðum. Málið er rætt með nokkrum hita í Alþýðu- blaðinu af formanni Dagsbrún- ar og síðan borið undir 100 manna fulltrúaráðið og fellt þar. Að vísu má telja víst, að 100 fulltrúamir, sem nálega allir eru verkamenn, hafi í sjálfu sér bæði óskað eftir hærra kauþi og styttri vinnu- tíma. En þeim hefir ekki þótt tíminn hentugur til átaka um málið, og þess vegna neitað að leggja út í baráttuna eins og nú stendur á með afkomu at- vinnuveganna. Nú mátti þykja sjálfsagt, að málið yrði lagt á hilluna. Hin- ir völdu trúnaðarmenn höfðu sagt sitt orð. Enginn kommún- isti var viðstaddur til að hafa 'truflandi áhrif á ráðagerðir þeirrar samkundu. En nú skeður það ótrúlega. ITið milda vandamál er tekið úr höndum írúnaðarmannanna og flutt til kommúnistanna í Dagsbrún. Þar er haldinn al- mennur fundur um málið. Eng- inn vafi er á, að kommúnistar hafa fjölmennt á þennan fund, enda höfðu þeir ástæðu til þess. Þeim hlaut að finnast það ekki alllítill „trúnaðarauki“, að vera nú settir skör hærra en sjálfir trúnaðarmennirnir, sem höfðu verið skapaðir með svo mikilli baráttu fyrir nokkrum mánuðum, í því skyni að vera hinir gætnu og ráðdeildarsömu íorráðamenn verkalýðsins. Dagsbrúnarfundurinn sam- þykkti síðan kauphækkunina, og að tilkynna skyldi öllum atvinnurekendum i bænum, að kaupið yrði hækkað um 10%, en vinnudagurinn ekki styttur að sinni. Hækkunin gengur í gildi í dag, en tveim dögum seinna gagnvart bænum og rík- inu. Erfitt er að sjá tilefni þeirrar undanþágu. Ómögulegt er að spá um endalok þessarar deilu. Láta at- vinnurekendur undan eða leggja þeir út í varnarstríð? Hvor aðilinn er sterkari, at- vinnurekendur eða verkamenn? Verðu r þetta nýtt Kveldúlfs- mál, fullt'af sársauka og erfið- leikum fyrir þá, sem fram- kvæmdina hefja, eða verður það augnablikssigur, þar til önnur verðhækkun hefir gert „sigurinn“ að engu? Enginn getur séð fyrir úr- slitin. En ef deilan stendur meir en örstutta stund, verður hún þjóðarböl, sem bætist ofan a fjárpestina, grasleysið í þrem af fjórðungum landsins, og ó- gæftirnar við Norðurland. Frá sjónarmiði Framsóknar- manna hefir 100 manna trún- aðarráðið réttlætt tilveru sína með því að ráðleggja varasemi og hóf í þessum efnum. Við Framsóknarmenn munum fúsir til að vinna með verkamönn- um og sjómönnum að því að minnka dýrtíðina í bænum og landinu og gætum þar bent á margar leiðir. En til okkar hef- ir ekki veyið leitað, þegar þessi styrjöld var hafin. Sennilega verður eins og stundum fyr, leitað til okkar, þegar að því kemur að verkamenn og at- vinnurekendur eru þreyttir á stríðinu og vilja semja frið. Á þessum sama verkamanna- fundi kom kommúnisti nokkur með tillögu um bræðralag milli Alþýðuflokksins og kommún- ista. Héðinn Valdimarsosn kom þá með breytingartillögu, sem virtist ganga í sömu átt, en gat þó þýtt það, að kommún- istar ættu að ganga inn í Al- þýðuflokkinn, afneita bylting- areðli sínu og ganga undan er- lendri áþján. Eftir því sem Al- þýðubl. segir, var þessi tillaga samþykkt af fundarmönnum með miklum fagnaðarlátum. En þó að slík tillaga sé sam- þykkt á einum fundi í einu verklýðsfélagi, er hún ekki þar með orðin stefna Alþýðuflokks- ins. Þvert á móti er Alþýðu- flokkurinn enn sem komið er, í opinberu stríði við kommúnista, og hefir svift þá öllum völdum, metorðum og tiltrú. Ef kom- múnistar eiga að renna inn í Alþýðuflokkinn verður eitt af tvennu að gerast: Kommún- istar að afneita stefnuskrá sinni og segja Rússum upp allri hlýðni og hollustu, eða Alþýðu- ílokkurinn verður að opna hlið sín fyrir kommúnistum eins og þeir eru nú. Og til þes þarf lagabreytingu í Alþýðuflokkn- um, sem ekki verður gerð nema á sambandsþingi, sem í fyrsta lagi getur orðið snemma i vet- ur. — Ég hefi áður bent á að Fram- sóknarflokkurin beiti hinni varfærnu og umburðarlyndu aðferð Englendinga í skiptum við nábúana. Þess er full þörf nú á órólegum tímum í landi, þar sem kommúnistar og naz- istar sækja á að hátta ofan í hvílurúm Jóns Baldvinssonar og Ólafs Thors, og þykjast eiga þar löglegan griðastað. Framsóknarmenn hafa gert sitt til að vinnufriður héldist, og að afrakstur sumariðjunnar gæti bætt upp hallæri vertíðar- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.