Nýja dagblaðið - 17.07.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 17.07.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVlK, 17. JÚLÍ 1937. 5. ÁRGANGUR — 163. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÖ IGamla Bíól BEN HUR Hin heimsfresga kvik- mynd er gerist á dög- um Krists. Aðalhlutverkið leikur: RAMON NAVARRO. Stórienglegust o g fegurst allra kvik- mynda. Annáll Blaðinu hafa borizt skýrslur embættismanna Stórstúkunnar. — Samkvæmt. þeim hefir verið selt áiengi hér á landi fyiir 150 þús. kr. minni upphæð siðastliðið ár heldur en 1935. Er lækkunin mest . Hafnarfirði 110 þús. kr. í Vest- mannaeyjum er hún 25 þús. kr. og i Reykjavík 50 þús. kr. Aftur á móti hefir útsalan á Seyðisfirði selt fyrir 12 þús. kr. meira árið 1936 en 1935 og útsalan á ísafirði fyrir 25 þús. kr. meira. — f skýrslu um áfengislagabrot, kærur og fleira árið 1936 segir, að lög- reglan hafi 698 sinnum verið köll- uð á opinbera staði og 488 sinn- um i heimahús, 13 konur hafi ver- ið kærðar vegna ölvunar, en auk þess liefir 635 aðrar kærur borizt vegna ölvunar, þar af befir í 34 ■ilfellum verið um menn við bif- reiðaakstur að ræða og i 34 til- fellum hafa ýmsar fleiri sakir ver- ið. — Fyrir smygláfengissölu, bruggun og fleira hafa 38 menn gerzt sekir. 24 árásir hafa verið framdar á götu á árinu. Veðurútlit í Reykjavík og ná- grenni: Hægviðri. Smáskúrir. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Útvarpað í dag: kl. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. i9,20 Útvarpstríóið leikur. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur: „Einn dagur á Horn- bjargi". Gullpennaritgerð Mennta- skólans í Rvík 1937 (Áskell Löve stúdent). 21,00 Hljómplötur: Kór- lög. 21,30 Harmóníkuleikur (Pétur •lósepsson). 21,55 Danslög. Húsmæðraskólinn að Hallorms- stað og hússtjórnarskólinn á ísa- firði auglýsa báðir eftir væntanl. nemendum. H al 1 o r m s t a ð a s kó 1 i nn starfar í tveimur ársdeildum frá 20. sept. til aprílloka, en hús- stjórnarskólinn á ísafirði starfar með tveimur námskeiðum frá 1. október til 1. júni. Samtíðin, 6. hefti, er nýkomin út. í henni eru tvö allmerk viðtöl, annað við Hannes Guðmundsson iækni um kynsjúkdóma, en hitt við Jóhann Briem um málaralist. Kvæði er í ritinu eftir Gunnar Arnason frá Skútustöðum og heitir það Strandafjöll. Margra fleiri grasa kennir þar. Um þessar mundir er verið að gera umbætur ~á hinum frekar ó- glæsilega trjáreit fyrir neðan Bjarkargötuna við sunnanverða tjörnina. Hefir verið rist ofan af dálitlum bletti og þökunum hlað- io upp í garð norðan við blettinn til skjóls plöntum, sem gróður- settar verða þar. Er um þennan skjólgarð það að segja, að hann rr fjarri því að vera fallegur- eða smekklegur og ýmsum mun þykja ósparlega farið með þökurnar, þar sem skortur er á þeim i bænum, cg' hefði enda skjólgarður . úr jmbri getað verið snotrari og komið að svipuðu gagni. En manni kemur jafnvel í hug, að umbæt - urnar í trjáreitnum við Bjarkar- götu verði álíka röggsamlegar og þær, er gerðar voru á tjamar- bólmanum í vctur. Ostavikan. O S T U R er holl Sæða, sem Sólk ætftí að borða sem allra mest aS. Hann þarS því að vera ódýr lengur en eína viku á ári. Þeir sem haSa viðskiSti sín við Pönt- unaríélagið vita að par er osturinn altaS seldur með lítilli álagningu og núna i ostavikunni á heildsöluverði. PöntunarSélagið, Skólavörðustíg 12. — Grettisgötu 46. Vesturgötu 33. í Hafnarfirði, Strandgötu 28, Hvert steSnir AlþýðuSlokkurinn ? Framh. á 3. síðu. j itinar. Ef mistök eru í því efni ' þá er það annarra sök, Við höfum gert okkar til að ríkis- stjómin gæti líka haft vinnu- frið og þingflokkarnir tækifæri , til að búa sig undir erfiðleika þá, sem bíða allra þingmanna, með ábyrgðartilfinningu á Al- j þingi í vetur. Alþ.fl. hefir ekki nema um tvo vegi að velja Annaðhvort að fylgja hinni gömlu stefnu Staunings, Per ! Albin Hanson, Nygaardsvold og Jóns Baldvinssonar, eða að kasta sér út í æfintýri með 1 forsjárlausum yfirborðsmönn- 1 um. Forlög íslenzku verka- ' mannastéttarinnar ánæstu ára- rugum geta verið komin undir því, hversu leiðtogum íslenzka Alþýðuflokksins tekst að halda á málum sínum. Framsóknarmenn hljóta af mörgum ástæðum að óska þess, að gifta og manndómur megi verða yfirsterkari í þróun verkamannaflokksins. 1 tutt- ugu ár hafa Framsóknarmenn og umbótafúsir verkamenn starfað saman um hin þýðing- armestu mál. Þar hafa að vísu stundum komið til greina deil- ur og hörð átök og hörð orð. Sameiginlegu og þýðingar- miklu átökin hafá þó verið miklu fleiri, heldur en kapp- raunirnar. Og svo getur enn íarið um mörg ókomin ár, en þó því aðeins að flokkarnir nái því jafnvægi og þeirri samstill- ingu um stjórn og framkvæmd- ir, sem hann hefir of oft vant- að nú í ár. Framsóknarmenn geta ekki óskað nábúunum til hægri og vinstri betri óska en að þeim megi takast á vikunum þar til Alþingi kemur saman, að kveða niður ólánsfylgjur sínar, naz- ista og kommúnista, eins og Nýja Bló Kósakka- höíðíngínn Tarass Bulka FrönBk stórmynd sam- kvæmt samnefndri sögu eftir rússneska skáldsnillinginn M. Gogal, gerð undir stjórn rússneska leik- stjórans Alexanders Granowsky. Aðalhlutverkin leika: Harry Baur Danielle Darricux o. II. Börn fá ekki aðgang. við höfum gengið frá sams- lionar leiðindaveru, sem lædd- ist í slóð okkar. Við munum ekki láta í ljós nein undrunar- merki, þó að skipti nábúanna kunni að verða nokkuð öfga- kend og með þverbrestum þar til vetrar að. Islenzkir kjósend- ur munu smátt og smátt kenna hinum skammsýnu umbrota- mönnum landsins, að dagar þeirra eru liðnir að kveldi. — Framundan er hið mikla starf að gera þjóðina aftur fullkom- lega frjálsa, að endurreisa at- vinnulífið úr fangbrögðum heimskreppunnar, að skapa at- vinnu handa hverri manneskju, sem hefir dáð til að vinna fyrir daglegu brauði. Með hinni gætilegu og þolinmóðu mála- miðlunarstefnu, sem læra má af Englendingum munu Fram- sóknarmenn bera giftu til að lægja öldugang þann, sem nú virðist líklegur til að granda snekkjum samferðamannanna. J. J. ÖRLAGAFJÖTRAR. 3 — Ég á gamla móður heima í Englandi Kit. Það eru tólf ár síðan ég fór að heiman, og sex ár síðan ég hefi fengið fréttir að heiman. Kit horfði á hann undan hvössum dökkum brún- um. — Hún hefir líklega ekki fengið glöggar fregnir frá þér heldur, mælti Kit þurlega. Farfax varð vandræðalegur. — Nei, það er satt. Ég hefi oft ætlað að skrifa, en geymt það, til þess að ég gæti skrifað einhverjar góðar fréttir. Ég leitaði að gulli í Kaliforníu áður en ég kom til Klondyke, en ég hefi aldrei fengið neitt teljandi handa á milli. Ég hefi ekki haft kjark í mér til þess að skrifa henni sannleikann, — að ég væri ónytjungur, eins og hún óttaðist og hélt. En ekki gat ég frekar sagt henni ósatt, og þá var þögnin máske bezt. Ég sendi henni örfáar línur frá Dawson í fyrra. Sagði að mér liði vel og ég ætlaði einhverntíma að koma heim til gamla landsins aftur. Alltaf síðan hef- ir mér fundizt að hún þarfnast nærveru minnar, — og nú er ég að fara heim. Líklega hefði ég aldrei átt að skilja við hana, en ég gat aldrei liðið manninn, sem hún giftist. — Áttu við föður þinn? — Nei, ég á við manninn, sem hún átti síðar. Fað- ir minn dó þegar ég var smástrákur, og hún varð að ala mig upp og sjá um menntun mína. Það varð víst nokkuð dýrt alltsaman. Svo þegar ég var átján ára, þá giftist hún aftur, auðugum kauphallarbraskara. Hann var ekkjumaður með þrjá krakka, og það nær gjörsamlega ómöguleg börn. Það var eins og þau héldu að þau ein ættu allan heiminn. Eldri strákur- inn, sem hét Luke, hafði það sér til dægrastyttingar að minna mig á, að ég væri betlari, sem lifði á pen- ingum pabba síns. Einu sinni tók ég hann og barði hann ærlega, en rétt í því kom gamli Cavandish, faðir hans heim af veiðum. IJann stökk af baki, þeg- ar hann sá til mín og sló til mín af afelfi með svip- unni. Ólin hitti mig þvert yfir andlitið, og sársauk- anum reyni ég ekki að lýsa. Ég sleppti mér alveg. Ég stökk á hann, fleygði honum um koll, þreif af honum svipuna og lét ólina ganga yfir hrygginn á honum þangað til ég var orðinn lúinn í handleggn- um. í því kom móðir mín að, og hún skammaði mig með þeim niðrunarorðum og gremju, að það dró úr mér allan mátt. Um nóttina fór ég að heiman. Ég tók ekkert með mér nema það allra nauðsynlegasta. Ég komst til Plymou'th, leyndist þar í skipi, og ég fannst ekki fyr en komið var á þriðja sólarhring í haf. Skipið var að fara til New York. Fyrstu árun- um héma vestra ætla ég ekki að reyna að lýsa, en einhvernveginn lifði ég þau af. Að lokum skrifaði ég móður minni, og fékk frá henni innilegt og gott bréf aftur, en þó voru í því duldar ásakanir um mína fyrri hegðun. Þá ákvað ég að fara alls ekki heim, fyr en ég gæti borgað Cavandish hvern eyri, sem ég og móðir mín hefðum þegið af hans fé. En nú er ég loksins að fara heim aftur. Vasarnir eru tómir, en hugurinn fullur af lítillæti. — Hann hló við. — Það er erfitt, Ki't, en móðir mín er að verða gömul, og ég er þó alltaf eina bamið hennar. Hann sneri sér hvatlega frá Kit og fjarlægðist hann. Það var eins og hann hefði séð eftir því að hafa sýnt Kit inn í fortíð sína. Kit varð hugsi. Hann vorkenndi Farfax. Farfax hafði marga góða kosti, þrátt fyrir- hvatvísi sína og skjótlyndi. Hann fékk sér stundum dálítið í staup- inu, og hafði gaman af peningaspilum, en sam't sem áður var hann tryggur og áreiðanlegur. Kit Carew, sem var góður mannþekkjari, hafði við fyrstu sýn verið þess fullviss, að Farfax hefði ærlegan mann að geyma, og árslöng vinátta þeirra hafði staðfest þann dóm. Kit leit til hliðar, þangað sem stór og loðinn eski- móa-hundur lá og hringaði sig upp á þilfarinu. Kit blístraði, og þegar hundurinn heyrði það stökk hann á fætur og flaðraði upp um Kit. Þetta var máske allra nánas'ti félagi Kits. Þeir voru búnir að reyna saman margt sætt og sárt og höfðu oítsinnis verið hver öðrum til ómetanlegs gagns. Nafn hundsins var Gyp. Kit fór ofan í úlpuvasa sinn og tók upp stóra kexköku, sem hann henti á þilfarið við fætur hunds- ins. Gyp sat á afturfótunum, framlöppunum dingl- aði hann vonarlega og horfði á kökuna, er lá við fætur hans. En ekki gerði hann neina tilraun 'til þess að taka kökuna. ' — Tatku það Gyp, mælti Kit .Og að vörmu spori stökk Gyp á bráð sína og fljótlega hvarf hún inn milli sterklegra skolta hans. Kit hló og klappaði Gyp, en fljótlega þagnaði hlát- urinn á vörum hans. Honum varð litið fram á þilj- urnar, þar sem spilamennirnir sátu. Farfax var sezt-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.