Nýja dagblaðið - 18.07.1937, Qupperneq 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: Blaöaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
þórarinn þórarinsson.
Ritstjómarskrifstofurnar:
Hafnarstr. 16. Simi 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Haínarstr. 16. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura oint.
Prentsm. Edda h.f.
Simi 3948.
Hvað er að gerast
í Alþýðuflokknum?
Tillagan, sem samþykkt vav
í Dagsbrún í fyrradag um að
sameina socialista og kommún-
ista í „einum pólitískum lýð-
ræðissinnuðum flokki, hinum
sameinaða flokki alþýðunnar",
er nú eitt aðal umtalsefni
manna í bænum.
Það var að vísu vitað, að
talsverð „stemning“ hefir verið
fyrir því hjá ýmsum, að eðli-
legt væri fyrir fylgismenn þess-
ara flokka að sameinast í hinni
pólitísku baráttu. Á það hefir
verið bent, að ldofningur sá,
sem verið hefir innan verka-
mannastéttarinnar væri óeðli-
legur, og að sú yfirboðspólitík,
sem flokkarnir hafa rekið,
hvor gagnvart öðrum í barátt-
unni um atkvæði verkamanna,
væri í alla staði ólioll og hvim-
leið. En kommúnistar hafa und-
anfarin ár leikið svipaðan leik
í þessu efni gagnvart Alþýðu-
flokknum og „Bændaflokkur-
inn“, sem svo var nefndur, lék
gagnvart Framsóknarflokknum.
Munurinn aðeins sá, að Fram-
sóknarflokkurinn lét yfirboðin
tngin áhrif á sig hafa og tók
á eigin ábyrgð þá eina afs'töðu
til málanna, er hann taldi
frambærilega, enda má nú
telja, að Bændaflokkurinn svo-
kallaði sé úr sögunni. Hinsveg-
ar hafa forráðamenn Alþýðu-
flokksins oft á tíðum verið
helzt til veikir fyrir yfirboðum
kommúnista, og þá naumast
haft sig uppi með að segja
meiningu sína um hina réttu
lausn málanna, af ótta við að
missa traust í verklýðsfélögun-
um. En þetta hefir gefizt Al-
þýðuflokknum illa, sem við
má'tti búast, því að til fram-
búðar dafnar flokksstarfsemi
.yfirleitt þv-í aðeins, að hún sé
rneð nokkrum heilindum rekin.
Það er því raunar ekkert
undur, þó að sameiningartil-
laga eins og sú, er áður var
nefnd, hafi komið fram í verka-
mannafélaginu Dagsbrún og
jafnvel hlotið samþykki þar.
Það er hin sltiljanlega löngun
verkamannanna til einingar,
sem þar kemur fram. Hitt
kemur meir á óvart, hver til-
lögumaðurinn var. Héðinn
Valdimarsson hefir alltaf inn-
an Alþýðuflokksins barizt
manna harðast gegn því að
nokkur samvinna væri höfð við
kommúnista. Og það er talið, að
hann hafi, auk kommúnistanna
sjálfra, átt manna mestan þátt
Aðsóknin er mínní heldur en þegar sterkír
útlendíngar koma tíl að sýna kraita sína
Víðlal við Ríkarð Jónsson, inyndhöggvara
List fslendingsins hefir ávalt
verið orðsins list. í gamla daga
gátu íslenzkir menn sér frægð-
ar orð við hirðir erlendra kon-
unga fyrir skáldskap sinn, og
sagnaritunin er eitt af því, sem
gert hefir nafn fslands þekkt- i
ast meðal fjarlægra þjóða. Og
þessi orðsins list hefir verið
nær eina list íslendinga allt
fram á síðustu áratugi.
Tréskurður, ísaum og rímna-
kveðskapur var viðleitni til að
skapa nýjar listgreinar, sem
þegar í upphafi var svo þröng-
ur rammi markaður, að það
tæpast gat orðið miklu meira !
en viðleitnin ein.
En á síðustu árum hafa ís- i
lendingar eignast sína eigin
hljómlist, málaralist, mynd-
böggvaralist, jafnvel bygging-
ar, sem telja má til listaverka,
eru að rísa upp.
Það er svo að sérhver ís-
lendingur ber meira eða minna
skynbragð á ritað mál, bundið
og óbundið, en smekkur alls al-
mennings fyrir myndlist er
liarla óþroskaður og er slíkt að
vonum. Menn, sem tilheyra
elztu kynslóð isl. listamanna,
eru aðeins fimmtugir eða sex-
iugir og af núlifandi málurum
er Ásgrímur Jónsson einhver
Ríkarður Jónsson.
sá elzti. Flestir eiga þess líka
kost að afla sér einhverra bóka
til lesturs en málverk eru of dýr
til þess að bændur eða algengir
verkamenn geti eignast þau.
Þessvegna er listsýning slík og
þessi, sem nú er haldin í Mið-
bæ jarbarnaskólanum, einhver
])ezta leiðin ‘til þess að gefa
fólki almennt kost á að sjá þessi
listaverk og eini möguleikinn
til að gefa yfirlit yfir íslenzka
málaralist, enda þótt ekki nái
það til allra.
Listsýningin í Miðbæjarskól-
í því, að Alþýðuílokkurinn
klofnaði á sínum tíma. Auk
þess er ITéðinn varaformaður
Alþýðuflokksins, og raunar for-
maður hans nú um hríð í for-
föllum Jóns Baldvinssonar. Það
væri því eðlilegt, að hann með
tilliti til þessarar stöðu sinnar,
bæri ekki fram tillögur svo
þýðingarmikils efnis, nema í
umboði flokksins, sem falið
hefir honum þessa trúnaðar-
stöðu. En Nýja dagblaðið hefir
fengið þær upplýsingar frá
ráðamönnum í Alþýðuflokkn-
um, að tillaga Héðins sé flokkn-
um algerlega óviðkomandi, og
að í stjóni flokksins hafi það
aldrei komið til orða að bera
neitt slíkt fram. Manni lcoma
ósjálfrátt í hug tillögurnar
frægu, sem brezkur trúnaðar-
maður gerði á bak við stjórn
sína í Abessiníudeilunni, og á.
sínum tíma voru taldar „takt-
iskt“ varhugaverðar í mesta
máta, þó að eigi séu þær að
efni til dæmdar eins hart nú og
í upphafi.
En er það þá kleift að sam-
eina socialista og kommúnista í
einn „lýðræðissinnaðan" flokk?
Það mun ýmsum þykja vafa-
samt. Og auðvitað er það því
aðeins hægt, að kommúnistam-
ir hætti að vera kommúnistar.
Þeir yrðu að slíta sambandi
sínu við Moskva og ganga úr
„III. Internationale", Því að
menn, sem hlýða fyrirskipunum
frá Alþjóðasambandi ltommún-
ista í Moskva, geta ekki talizt
lýðræðissinnar. Hinsvegar geta
þeir, sem áður voru andstæðir
lýðræðinu og vinnuaðferðum
þess, vitanlega snúizt til fylgis
við það, og um það er ekkert
nema gott að segja. En sú
breyting verður þá að vera
meira en nafnið tómt.
Eins og frá var skýrt hér í
blaðinu í gær, hefir Framsókn-
arflokkurinn nú afráðið að
! reyna samninga við Alþýðu-
| flokkinn um áframhaldandi
| stjórnarsamvinnu og styðja
! núverandi ríkisstjórn, meðan
þær samningatilraunir fara
< fram. Sumir hafa gizkað á, að
hreyfingunni fyrir sameiningu
við kommúnista hafi verið
komið af stað á sama tíma,
einmitt af þeim öflum í Alþýðu-
flokknum, sém kynnu að láta
sér fátt um finnast, að slíkir
samningar tækjust. Engin vissa
er þó fyrir því, að sú skýring
sé rétt. Og vitanlega skiptir
það ekki aðalmáli fyrir Fram-
sóknarflokkinn hvaða menn eru
i þeim flokki, sem hann semur
við, ef afstaða hans til höfuð-
mála getui- orðið sú, sem
Framsóknarflokkurinn telur
viðunandi og tryggt er að hann
styðj i áfram lýðræðið í land-
inu. Heimilisráðstafanir Al-
þýðuflokksins í einstökum at-
riðum, skipta Framsóknar-
fiokkinn ekki aðalmáli.
anum hefir nú verið opin í tvær
vikur, en þar eru sýnd sem
kunnugt er listaverk þau, er
voru á íslenzku sýningunum í
Bergen og Þrándheimi og vöktu
þar mikla athygli.
Fréttari'tari Nýja dagblaðs-
ins hefir átt tal við Ríkarð
Jónsson myndhöggvara um list-
sýningu þessa.
Ríkarður er nýlega kominn
ofan úr Borgarfirði. Var hann
þar að gera mynd af Sigurði
Fjeldsted í Ferjukoti, og ný-
lega hefir hann einnig lokið við
myndir af Laugarvatnshjónun-
um Böðvari Magnússyni og Ing-
unni Eyjólfsdóttur konu hans.
Er það vel að ísl. list smá-
dreifist út um sveitir landsins,
engu síður en að safnast fyrir
í borgum eingöngu.
Um sýninguna fórust Rík-
arði þannig orð:
— Þetta er fyrsta listsýning-
in, sem Bandalag íslenzkra lista-
manna gengst fyrir og fjöl-
breyttasta samsýning, er hald-
in hefir verið hér á landi, segir
Ríkarður. Eru á henni rúmlega
100 málverk og 9 höggmyndir.
Þessi verk eru úrval úr því
bezta, sem listamenn þeir, er
að sýningunni standa, höfðu
fyrir hendi. Ilún er nokkuð
gott sýnishorn af tilbreytni ís-
lenzkrar málaralistar eins og
hún er nú. En því miður voru
þó margir íslenzkra listamanna,
sem ekki sáu sér fært að taka
þátt í sýningunni og þar á með-
al Kjarval og flestir mynd-
höggvaranna, og var það þó
mjög óheppilegt, vegna heildar-
yfirlits sýningarinnar. Út á við
hafa slíkar sýningar mjög
mikla þýðingu. Þær kynna hina
uýjustu list og eru stórvægi-
legt menningaratriði.
— Hvernig’ hefir sýningin
verið sótt það sem af er?
— Á 7. hundrað manna hefir
þegar sótt sýninguna. Við lis'ta-
menn verðum að vísu að viður-
kenna, að aðsóknin hefir ekki
verið jafn ör eins og ef hingað
kemur útlendingur og spilar á
harmoníku eða þykist vera
sterkari en aðrir menn. En
samt sem áður erum við alltaf
svo bj artsýnir að vona að þetta
lagist og okkur finnst alltaf
að við séum að vinna fyrir
meira en daginn í dag.
— Iivað mun sýningin standa
lengi enn?
— Að minnsta kosti fram að
mánaðamótum. í framtíðinni
gerum við ráð fyrir, að slík
sýning verði haldin á hverju
sumri, en þá er okkur mjög
nauðsynlegt að koma upp okk-
ar eigin sýningarsölum.
ísland á nú þegar orðið marga
mjög góða listamenn, og
er því meiri ástæða til að hafa
fvambærilega sýningarsali til
að kynna verk þeirra bæði ís-
lendingum sjálfum og erlend-
um ferðamönnum- Höfum við
því ákveðið að verja ágóðan-
um sem verða kann af slíkum
sýningum, til sýningarhúss.
Kosníngasögur,
Árni Ingvarsson á Miðskála
flutti ræðu á landsmálafundin-
um á Stórólfshvoli og deildi m.
a. hart á öfgaflokkana og í-
haldið fyrir samband þess við
nazistana. Áhugasöm íhalds-
kona varpaði þessari spurningu
til ræðumannsins: „Hvað er
langt bilið milli Framsóknar-
ílokksins og Kommúnis'ta-
ílokksins?“ — „Það er heill
stjórnmálaflokkur“, svaraði
Árni.
* * * .
Stefán frá Fagraskógi hafði
hent það einhverju sinni á
landsmálafundi í Eyjafirði fyr-
ir kosningarnar, meðan á ræðu
Einars Árnasonar stóð, að
grípa fram í með óvenjulítið
prúðmannlegum munnsöfnuði.
Finar veitti Stefáni stundar-
hlé, en spurði síðan brosleitur:
„Er.kastið liðið hjá.“
* * *
íhaldskona í Rangárvalla-
sýslu sagði við oddvitann í
sveitinni sinni, sem er Fram-
sóknarmaður, rétt fyrir kosn-
ingarnar, að hún vildi óska að
börnin sín væru öll dauð.
— Hversvegna? spyr oddvit-
inn.
Þetta var þá út af ríkisfjár-
hagnum og ástandinu í lands-
málunum.
— Jæja, viltu kannske að
allt væri eins og þegar við vor-
um ung, engir vegir, engar
brýr, engir skólar, sárfáir
læknar, engin sjúkrahús, engin
skip, enginn sími, ekkert út-
varp. En hinsvegar allt það
hungur, harðrétti og menning-
arleysi, sem við urðum þá að
þola?
Nei, ekki vildi konan að allt
væri eins og þegar þau voru
ung.
En nú komst hún að þeirri
niðurstöðu, að líklegast hefði
það verið mikil yfirsjón þegar
konum hefði verið veittur
kosningaréttur.
Ekki var oddvitinn á sama
máli um það, en hvatti konuna
hinsvegar til þess að sýna al-
vöru sína um þetta atriði með
því að láta kosningarnar 20.
júní afskiptalausar.
— Það ætti ég bara að gera!
Daginn fyrir kjördag frétti
oddviti, að þessi umrædda kona
hefði gert sér erindi á nágranna
heimili til þess að freis'ta að
hafa áhrif á hversu fólkið þar
ráðstafaði kosningarrétti sín-
um.
Og á kjörstaðnum hafði odd-
vitinn, sem jafnframt var odd-
viti kjörstjórnarinnar, ánægj-
una af því að afhenda konunni
kjörseðilinn.
Svo get ég sagt yðui dálitla
sögu. Það kom hingað maður í
gær, sem spurði um leið og
hann kom: „Kemur annars
nokkur kjaftur hingað inn“.
En ég get sagt yður það, að
jafnvel svona orðljótir náung-
ar eru vel komnir á sýninguna,
ef þeir bara borga sína krónu
í inngangseyri og styrkja þann-
ig málefnið, hvaða gagn, sem
þeir sjálfir kunna að hafa af
sinni hingaðkomu.
Framh. á 4. síðu.