Nýja dagblaðið - 25.08.1937, Page 1
Gerist kaupendur
Nýja dagblaðsíns
strax í dag!
ID/VilBILí'MÐIHÐ
5. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 25. ágúst 1937. 195. blað
Atburðírnír í Austuráliu
Kínverski herinn ver
Shanghai vasklega fyr
ir árásum Japana
LONDON:
Fimmtíu og fjórar þúsundir jap-
anskra hermanna standa nú and-
spænis 50 þúsundum kínverskra
hermanna á víglínu, sem nær frá
Woosung meðfram endilöngu
Whangpo fljóti til alþjóðahverfis-
ins í Shanghai. Ein kínversk her-
deild er einnig í Pootung, hinu-
inegin fljótsins, öndvert Shanghai.
Markmið .Tapana virðist vera
]>að, að lirekja Kínverja með öllu
út úr Shanghai. Hafa .Tapanir því
gert harðvítugar árásir í gær, bæði
a landi og úr lofti og af fljótinu,
cn hinar kínversku hersveitir virð-
ast hafa staðist árásirnar fulikom-
lega. .Tapönsk lierskip hafa og
lialdið venju sinni um það, að gera
eprengikúlnahríð á Pootung.
Tapanska herstjórnin telur sig
liafa sótt fram á viglínunni frá
Woosung til Shanghai, en það er
ekkert sem hendir til, að kínverski
herinn liafi hörfað á þessum slóð-
um.
Tapanskur tundurspillir var skot
inn í kaf á Yangtse-fljóti í fyrra-
dag, meðan lapanir voru að setja
her sinn á land.
Tapanski flotaforinginn, sem
stýrir flotadeildinni við Shanghai,
ber á móti því að nokkurt jap-
anskt skip hafi haldið uppi skot-
lirið um það leyti sem sprengikúl-
an féll á verzlunarhúsið í fyrra-
dag og olli hinu stórkostlega
manntjóni í alþjóðahverfinu.
Japanír telja sig geta
náð Nankowskarði á
sitt vaid mjög bráölega
í Norður-Kina telja Tapanir sig
hafa gjöreyðilagt kínverska her-
inn vestan við Kalgan og vera í
þann veginn að taka borgina. þeir
segjast einnig munu taka Nankow-
skarð og verði þeim þá í lófa lag-
ið að flytja til héraðsins umhverf-
is Peiping allan þann her frá Man-
chukuo, sem þeim er nauðsynleg-
ur.
Sérlega harðvítugar orustur urðu
í gær við járnbrautarlínuna milli
Pciping og Hanlcow og urðu .Tap-
anir að tefla fram varaliði á þessu
svæði.
Kínverjar fallast á
vopnahléstillögur
Breta
Kínvorski sendiherrann í Lond-
on hefir gefið brezku stjórninni til
kynna, að kínverska stjórnin fall-
ist i grundvallaratriðum á brezku
tillögurnaf um vopnahlé, að því
tilskyldu að japanska stjórnin fall-
ist einnig á þær.
Ásælni Japana hefir
hrint pessu strlði
af stað
það stóð til í fyrrakvöld, að
kona Chiang Kai Shek talaði í
utvarp frá Nanking til Bandaríkj-
anna, en það reyndist ógerningur
að koma þessu útvarpi á, vegna
sífelldra skotárása á stuttbylgju-
stöðina i Nanking.
þess í stað las kínverski sendi-
herrann í Washington boðskap
frá frúnni í útvarp, þar sem
hún sakar .Tapani um árás á Kína
af ráðnum hug og neitun á því að
jafna ágreininginn við Kína áfrið-
samlegan hátt. Segir hún, að það
sé augljóst, að þjóðernisleg yfir-
gangsstefna Tapana og ásælni
þeirra til landa hafi orðið þess
valdandi að Kína vai’ð ekki ann-
ars kostur en að grípa til vopna
til að verja sjálfstæði sitt.
Síðari fregnir herma,
að Japanir hafí pegar
tekið Nankowskarð
í seinni fréttum segir, að flota-
íoringi Tapana við Slianghai mót-
mæli því, að tundurspillir hafi ver-
ið skotinn í kaf fyrir Tapönum í
fyrradag. pá segja Tapanir enn-
fremur, að þeir hafi tekið Kalgan
og Nankowskarð. Aftur á móti játa
þeir, að sunnan við Peiping mæti
þeir öruggri mótspyrnu af kín-
verskum hersveitum.
þrjú hundruð manns eru nú
dánir af völdum sprengingarinnar
í vöruhúsinu í Shanghai í fyrra-
dag, með þeim sem látist hafa úr
sárum síðan í fyrradag.
Brezka stjómin er nú að láta
tlytja her frá Indlandi til Iíína og
Italía sendir her frá Abessiníu.
Japanska stjórnin ætl-
ar að heimta aukið
vald
Tapanska þingið hefir verið
kvatt saman til skyndisetu í fimm
daga, og hefjast fundirnir 3. sept-
cmber. Mun stjórnin fara fram á
að þingið veiti henni einræðisvald
til þess að framkvæma tillögur
sínar um ríkiseftirlit með iðnaði,
viðskiptum og fésýsluráðstöfunum.
Spánska stjórnín viður-
kennir sókn uppreisnar-
manna til Santander
Hverníg getur Reykjavík og
aðrír bæir á óþurkasvæðínu
líðsínnt bændum, er þurkur
kemur ?
Óþtirkarnir, sem verið hafa svo
að segja óslitið allan heyskapar-
timann, sem af er, einkum á Suð-
ur- og Vesturlandi, eru orðnar mik-
ið áhyggjuefni allra hugsandi
manna, líka þeirra, sem utan
íveitanna húa. Öll afkoma bænd-
anna má heita undir því komin,
hversu tekst til um heyskapinn.
Engin stétt landsmanna er svo liáð
veðráttunni sem þeir. Nú þegar er
tekið að síga svo á seinni hluta
heyskapartímans, að útlitið er '
geigvænlegt fyrir bændur, sérstak- ;
lega um Suður- og Vesturland.
Hvert það ráð, sem hugsanlegt er, |
1:1 að draga úr þeirri hættu, sem
fram undan er fyrir bændastétl- :
irmi, ber að hagnýta til bjargar,
þótt sýnt sé, að tjón það, er óþurk j
arnir hafa þegar gert, verður
aldrei bætt að fullu.
það má telja alveg víst, að ekki
finnist sá maður, sem ekki vill
voifa lið sitt á einhven? hátt til
þess að létta þær byrðar, er óþurk
arnir hafa nú lagt á herðar bænd-
um. þegar slíkt sumar, sem nú
hætist ofan á það ástand, er sauð-
fjárveikin hefir skapað fyrir, hjá
hændum í fjölmörgum sveitum
landsins, er öllum ljóst, hversu
ömurlegt er framundan í þeim
sveitum nú.
Ekki skal þó örvænta um að
þurkakafli komi enn. Sumir vænta
hans um næstu helgi. það getur
þó jafn auðveldlega brugðist eins
og um liðnar lielgar. En eitt er
víst: þótt þurkur komi nú 2—4
daga og síðan taki óþurkar við að
nýju, er það útilokað, að bændur
geti náð þurru því heyi öllu, er
þeir ciga nú úti. Til þess hafa þeir
allt of fátt fólk. En eru þá engin
ráð 1 i 1 að hjálpa bændum við hey-
þurkinn, svo að jafnvel 2—4 þurk-
dagar nægi til að hjarga mestum
oða ölluni heyjum þeirra, sem nú
< ru úti? Hvað gætu Reykvíkingar
og aðrir gert til hjálpar bændum í
nærsveitum, er þurkur kemur?
Með þvi að gera þegar í stað
ráðstafanir til þess, að mannafli sé
iii taks hér í Reykjavík og öðrum
bæjum á óþurkasvæðinu, tif að
stoðar bændum, hvenær sem þurk-
ru kemur, má miklum árangri ná.
Getur þar komið til greina
venjuleg vinna í 2—4 daga eða
'engur, sem kaup er greitt fyrir,
eða sjálfboðavinna þeirra, sem það
geta, eða hvorttveggja. Aðalatrið-
ið er það, að þurkun heyja, sem
úti eru, takizt fljótt, þar sem vel
getur farið svo, að þurkur standi
svo skamma stund, að bændur
megni ekki að bjarga nema litlu
einu af heyjum sínum. Með sam-
laka vilja þeirra hundraða og þús-
unda manna og kvenna í Reykja-
vík og öðrum bæjum á mesta
óþurkasvæðinu, rnætti miklu létta
af afleiðingum þess hallæris, er
]>etta sumar hefir þegar búið
hændum.
Sigurvin Einarsson.
Fregnir úr Húnaþingi
Flótlamenn úr borgínní leita vestur með
ströndínni
LONDON:
Brezlca skipið „Naomi Tulia“,
sem varð fyrir loftárás á Miðjarð
arhafi í fyrradag, er enn í höfn í
Pot Vendres og neitar skipstjórinn
að halda áfram til Barcelona,
nema liann fái brezkt herskip til
fylgdar. Honum hefir v.erið bent
á það, að það sé ekki venja að
fylgja kaupförum milli hafna.
Brezka herskipið, „Hostile", sem
var í liöfn í Vendres, hefir aftur
snúið til Barcelona.
Brezlca flotamálaráðuneytið bíð-
ur ennþá eftir nákvæmri skýrslu
um árásina, og hefir það ekki enn
lagt fram nein mótmæli.
Uppreisnarmenn neita því, að
íyrirskipanir hafi verið gefnar um
það, af þeirra liálfu, að skjóta öll
skip í kaf, sem hefðu vopn í flutn-
ingi sínum.
pá telja uppreisnarmenn, að her
þeirra hafi miðað talsvert í áttina
til Santander, og er það játað af
stjórninni. Telja uppreisnarmenn,
að þeim hafi miðað svo áfram, að
þeir séu nú ekki nema fimm míl-
ur frá Torrelavega.
Jtað cr sagt, að straumur flótta-
manna sé á leiðinni vestur með
ströndinni frá Santander.
Framsókn uppreisnarmanna í
áttina til Santander sýnist hafa
rnætt mjög lítilli mótstöðu upp á
síðkastið. í Asturia segjast upp-
íeisnarmenn hafa unnið dálítið á,
og eru að búa sig undir að hefja
nýja sókn þar, eftir að hafa tekið
Santander.
Eitt þúsund flóttamenn voru í
gær fluttir frá Frakklandi yfir
iandmærin til austur Spánar. FU.
V erkamannailokkur-
inn í Englandi krefst
ráðstafana, sem knýi
Japani til pess að
virða alpjóðalög
Framkvæmdaráð verkamanna-
flokksins brezka gaf í fyrralcvöld
út álitskjal stílað til brezku stjórn-
firinnai' um styrjöldina í Kína.
Framkvæmdaráðið sakar Tapan um
tilefnislausa árás og heldur því
fram, að Tapan hafi vakið upp
þessa styrjöld. Ennfremur segir,
að verkalýðurinn geri sér ljósa þá
stórkostlcgu ófriðarhættu, sem yfir
vofi, og skorar á brezku stjórnina
að leitast við að koma til leiðar
sameiginlegum átökum þeirra
þjóða, sem eru meðlimir þjóða-
bandalagsins, með það íyrir aug-
um að knýja Tapani til þess að
virða alþjóðalög og samninga.
Viðtal við Karl Helgason símstjóra á Blönduósi
Karl Helgason símstjóri á |
Blönduósi er um þessar mundir j
gestui' hér í bænum. Nýja dag-
blaðið hefir hitt hann að máli og
spurt hann tíðinda úr Ilúnaþingi.
— Hvernig hefir heyskapur
gengið nyrðra?
— Sláttur byrjaði með seinna
móti og spretta á túnum var lé-
íeg. Óþerrar hafa gengið og töður
velkzt, en ekki hrakizt tii muna.
Um miðjan ágúst gerði nokkra
þurkdaga og náðu menn þá al-
mennt heyjum sínum.
Fyrri hluti sumarsins var kald-
ur og orsakaði það hinn trega
grasvöxt, en með votviðrunum brá
til meiri hlýinda og hefir sprettu
miðað vel áfram siðan og mun
nú vera orðin í meðallagi. pó er
vfirleitt útlit fyrir lítinn heyfeng
i sumar vegna tafa af völdum veð-
urfarsins.
— Hvað getið þér sagt um borg-
íirzku veikina og útbreiðslu henn-
ar?
— pað er mikill geigur í mönn-
um við þann faraldur, sem von er
iil. Vii’ðist veikin sifellt vera að
breiðast.
— Hefir verið söltuð sild á
Skagaströnd í sumar?
— Síldarsöltun hófst á Skaga-
strönd í fyrra sumar og var þeim
atvinnurekstri haldið áfram í ár.
pó hefir engin síld borizt til sölt-
unai' síðustu þrjá vikurnar, enda
þótt, óvenjulega mikil síld hafi
verið fyrir Norðurlandi á þeim
tíma. Vöntun á síldarbræðslustöð
a Skagaströnd veldur sennilega
mestu þar um. Bygging slíkrar
stöðvar væri þýðingarmikil, ekki
einasta fyrir kauptúnið heldur og
héraðið umhverfis, síldaiútveginn
og atvinnulífið í heild.