Nýja dagblaðið - 25.08.1937, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Athyglí kartöílu-
framleiðenda
er hér með vakin á því, að útsöluverð vort
er nú kr. 40,00 kver 100 kg. JaSnframt er á
pað bent, að framleiðendum er heimilt að selja
kartöflur beint til verzlana og neytenda á allt
að 3 kr. lægra verð hver 100 kg. en útsöluverð
vort er á hverjum tíma.
Grænmetisverzlun
ríkisins.
Verðlækktm.
Garnir
Kaupum saltaðar, vel verkaðar garuir og
langa úr kindixm, kálfum, nautum og
svínum
• \
Garnastöðin, Reykjavík,
Sími 4241.
Nýtt dilkakjöt og svið.
Kjötdeild
Kaupfélagsins
Vesturgötu 16
sími 4769.
Meleesa
2—3 herbergi óskast
fyrir blaðaafgreiðslu.
víH vera með yður
í öllum ferðalögum.
Upplýsingar geSur Magnús Stefánsson
Sími 2323, og 2429 heima.
Fæst í bókaverzlunum
og á afgr. Nýja dagbl.
Tíl Akureyrar
alla daga nema mánudaga.
HraliierÍtír alla miðvikudaga> föstudaga,
1II CtvlCI Ull lauga daga og sunnudaga.
2ja daga ferðir þriðjudaga og fimmtudaga,
Afgreiðsla í Reykjavík: Bifreiðastöð lslaods, sími 1540.
Biireiðastöð Akureyrar.
Akureyrarhraðíerð
Næsta hraðferð tíl Ákureyrar um Akra-
nes er á morgun (Fimmtudag). — Lagt af
stað kl. 7 árd með m.s. Laxfoss.
Steindóa*. sími 1580.
iim heim
Hallur Hallsson
tannlæknir.
Ég hefi orðið þess var, fyr-
ir langan lestur íslenzkra
blaða meðal annars, að Islend-
ingar semja háttu sína meir
og meir eftir fyrirmyndum úr
hinum víða og volduga ensku-
mælandi heimi. Ensk orð mæta
auganu í kvæðum og sögum
hínna yngri skálda, svo að
maður nefni nú ekki dálka blað
anna. Innisetumenn borgarinn-
ar stofna golfklúbb með ærn-
um kostnaði, eins og enginn
væri víðavangur fyrir almenn-
ing að hreyfa sig; kaupmemi
innleiða mæðradag að dæmi
vesturheimskra „business“-
manna, sem eins og kunnugt
er, hafa verið öllum mönnum
fundvísari á ráð til að hafa
aura út úr almenningi, bæði
með réttu og röngu. Annars
vjrðjst mér nú að ístenzflrir
kaupsýslumenn hefðu með
betri árangri getað gripið til
hinna gömlu íslenzku tyllidaga:
hóndadagsins og konudagsins í
byrjun þorra og góu, og svo
piltadags og yngismeyja í
upphafi einmánaðar og hörpu
(— en þeir gerðu nú reyndar
barnadag úr sumardeginum
fyrsta). Ég sé ekki betur en
sð þeir hafi tapað hér tveim
tækifærum, fyrir þetta eina,
sem amerísk-enski mæðradag-
urinn bar þeim upp i hendur.
En fjarri sé mér að fárast
um það, þótt landar mínir api
eftir „enskum“ úr því þeir eru
rú svo blessunarlega hættir að
„dependera af þeim dönsku“.
Dr. Sftefán Efnarsson:
Tíl dagblaðanna í Reykjavík
. Hitt er, þvert á móti, ætlun
mín með línum þessum að
hvetja blaðamenn til að taka
, sér ensk og amerísk blöð til
fyrirmyndar í einu atriði, sem
1 mörgum kann að þykja lítil-
1 vægt, en hefir þó þótt svo
' mikils virði í þeim enska heimí
‘ að jafnvel stærstu blöðin,
’ Times á Englandi og New
í York Times í Ameríku, ganga
I þar á undan öðrum með góðu
. eftirdæmi.
j Þetta er í stuttu máli: að
i láta efnisskrá fylgja blöðunum
árlega.
Ég sagði að jafnvel stærstu
blöðin í hinum enska heimi
gengi hér á undan öðrum með
góðu eftirdæmi. Á Islandi er
þetta öfugt. Smáblöðin láta sig
ekki muna um að flytia efnis-
i skrá um áramótin. Dagblöðin
hirða svo lítið um efni sitt,
að þau hafa enga skrá um það.
Þykir þeim efnið í raun og
veru svo lélegt, að ekki sé þess
vert, að menn geti flett því
upp að árinu loknu? Eða þykj-
ast þau svo aum, að þau hafi
ekki efni á að láta skrásetja
efnið? Ég veit ekki hvort held-
ur er, nema hvorttveggja sé.
En þótt ég segði, að þetta væri
hínn mesti misskilningur, ef
ekki skrælingjaháttur, þá hefði
ég enga von um að mér yrði
trúað, nema af því, að ég hefi
lýsandi dæmi hinna stóru
heimsblaða til þess að bera
sannleikanum vitni með mér.
Þessi blöð vita sem er, að
þau geyma sögu heimsins í
dálkum sínum. Og þau eru
nógu samvizkusöm til þess að
skilja mönnum eftir lykilinn að
þessum fjársjóðum. Registur
þessara blaða er í raun og veru
eitt af merkilegustu og nauð-
synlegustu tækjum, ekki að-
f ins sagnaritara nútímans,
heldur allra manna, sem fylgj-
ast vilja með málum á ein-
hverju sviði mannlífsins.
j Ég get hugsað mér að ein-
hver pólitískur skriffinnur,
sem metið hefir meira augna-
bliksþörf en hreinan sannleik-
ann, kærði sig ekki um að
halda sumum greinum sínum
á lofti. En þess ber að gæta,
að það er ekki líklegt, að and-
stæðingum hans sæist yfir
slíkar greinar, enda þótt þeir
hefðu ekkert registur. Þáð
i kostaði aðeins aukna fyrii’höfn
að leita hana uppi. Og eins og
pólitísku skrifunum er háttað,
þá virðist mér að öllum flokk-
um ætti að geta komið saman
um það, að létta hver öðrum
aoganginn að sínum skrifum,
það mundi borga sig þegar öll
kurl koma til grafar.
Hins vegar á ég bágt með
að trúa því, að blaðamennirn-
ir sjálfir meti starf sitt svo
]ágt, að þeir vilji engu til
kosta að halda því á lofti. Enda
væri það ranglátt. Svo áfátt
sem íslenzkum dagblöðum kann
að vera, þá eru þau þó yfir-
gripsmesta og á margan veg
merkasta safnið til sögu þjóð-
arinnar. Þetta er ekkert fleip-
ur eða gaspur frá minni hálfu,
enda sæti illa á mér að viður-
kenna ekki gildi þeirra, þar
sem flest blöð landsins hafa
rejmzt mér ómetanlegar heim-
ildir að verki því, sem ég hefi
nú haft með höndum í tíu ár
í sumarfríi mínu hér í íþöku.
Ég hefi leitað að upplýsingum
um íslenzka rithöfunda, og mér
er óhætt að segja, að það er
naumast sá blaðsnepill til, eldri
og yngri, að ég ekki hafi fundið
í honum einhverjar upplýsing-
ar um þá. Þau munu fá blöðin,
sem ekki hafa einhverntíma
flutt grein, eða kvæði, eða út-
drátt úr fyrirlestri eftir Guð-
mund Friðjónsson. Og í einu
ntkjálkablaði fann ég grein
eftir Jóhann Sigurjónsson, rit-
aða rétt áður en hann kvaddi
ísland í síðasta sinn. Ég get
, þessa til þess að undirstrika
! þann sannleika að jafnvel
„auðvirðilegustu blaðsneplar"
utan af landi, eru eða geta
reynzt merkar heimildir, sem
ekki er rétt að ganga fram
hjá, ef skráð er saga liðna tím-
ans á hvaða sviði sem er. En
ef svo er um smáblöðin, hvað
c'kal þá segja um dagblöðin.
Það væri mikill fengur, ef ís-
lenzkir blaðamenn létu sér skilj
ast þetta ómetanlega gildi blað-
anna. Kannske myndu þeir þá
vanda til þeirra betur en orð-
ið er. Og varla myndu þeir þá
telja eftir sér að láta registrið
fylgja þeim í árslokin.
Þá er kostnaðarhliðin. Man
ég það, að ég vék að þessu
registursmáli við ritstjóra eins
merkasta dagblaðsins í Reykjar
vík 1933 og taldi hann kostn-
aðinn aðalþránd í götu þess.
Þetta getur vel verið rétt, en
þó á ég bágt með að trúa því
að blaðamennirnir gætu ekki
gert registrið daglega sér að
kostnaðarlitlu, ef viljinn væri
til; og varla mundi þá útgáf-
an í árslokin sliga blaðið.
sjálfsagt væri að gera eitthvert
Framh. á 4. síðu.