Nýja dagblaðið - 19.09.1937, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgeíandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
pórarinn pörarinason.
Ritstjómarskrifstofumar:
Hafnarstr. 16. Simi 2323.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint
Prentsm. Edda h.f.
Sirni 8048.
Sjávarútvegsmál
á næsta Alþingí
Hin góða afkoma síldarver-
tíðarinnar í sumar, hefir vafa-
laust gert ýmsa bjartsýnni um
hag sjávarútvegsins en þeir
áður voru. En hinu skyldu
menn þó ekki gleyma, að það
er um síldina eins og saltfisk-
inn, að hvorugt er einhlítt. Og
þó að vel hafi gengið í síldinni
að þessu sumri, er full ástæða
til að hafa augun opin fyrir
því, að á sumum öðrum sviðum
ftendur sjávarútvegurinn hall-
ari fæti en nokkru sinni fyrr.
Það er staðreynd, seni ekki
verður fram hjá gengið, að
framleiðendur saltfisks hér á
landi eru nú sem stendur sú
stétt landsins, sem einna erfið-
ast á með að halda starfsemi
sinni áfram. Fyrir þeim, sem
hafa saltfiskinn að aðalfram-
leiðslu, er nú mjög svipað á-
statt og var fyrir bændum
landsins á árunum 1932—1933,
þegar verð landbúnaðarafurða
var í mestu hraki.
Aðalmarkaðurinn, sem áður
var fyrir þessa vöru, er nú að
mestu leyti lokaður og það sá
markaðurinn, sem ávalt greiddi
hæst verðið. Og sjón er líka
sögu ríkari í hrörnun skipaflot-
ans og samdrætti saltfisksút-
gerðarinnar víðsvegar um land.
Hér er tvímælalaust aðgerða
þörf í einni eða annari mynd,
af löggjafarvaidsins hálfu.
Af hálfu Framsóknarflokks-
ins var yfir því lýst oftar en
einu sinni, á Alþingi síðastl.
vetur, að flokkurinn væri
reiðubúinn til samstarfs í þess-
um málum, meðal annars um
það, að útflutningsgjaldi ríkis-
sjóðs af sjávarafurðum yrði að
meira eða minna leyti varið í
þágu sjávarútvegsins sjálfs. Til
slíks samstarfs mun flokkurinn
verða reiðubúinn einnig á Al-
þingi því, er nú fer í hönd.
Á ■ meðan sala saltsfisks
gengur svo erfiðlega sem nú er,
sýnist eðlilegast, að ríkis-
stjórninni væri veitt heimild
til að fella alveg niður inn-
heimtu útflutningsgjalds . .á
saltfiski, en síðan yrði veru-
legur hluti þess útflutnings-
gjalds, sem þá er eftir, látinn
renna 1 Fiskimálasjóð og því fé
va.rið til að hrinda áfram ný-
breytni og nýjum framkvæmd-
um (t. d. endumýjun skipa-
stólsins eða aukningu á hrað-
írystimöguleikum, eftir því sem
þörf krefur) í framhaldi af
þeirri starfsemi, sem verið hef-
Framsóknarflokkurinn
og
Á Alþingi fyrir þrem árum
var af ríkisins hálfu hafin
nokkur viðleitni til styrlct-
ar fiskframleiðslu landsmanna.
Var sú viðleitni hafin með sam-
þykkt laganna um „Fiskimála-
nefnd, útflutning á fiski, hag-
nýtingu markaða o. fl.“ Til
þeirrar starfsemi, sem þar með
var komið á fót og aðaliega átti
að vera tilraunastarfsemi, hefir
verið lagt nokkurt fé frá ríkis-
sjóði eða alls framundir 900
þús. kr. Auk þessa var svo síð-
ar á Alþingi,, með lögum settur
á stofn svonefndur Fiskimála-
sjóður, og rennur í hann %%
af andvirði útfluttra sjávaraf-
urða, sumu af þessu fé hefir
verið varið í styrki til einstakra
útgerðarmanna eða annan bein-
an kostnað vegna nýrra til-
rauna, en sumt hefir verið veitt
sem lán til nýrra framkvæmda
á sviði fiskframleiðslunnar.
Á síðasta flokksþingi Fram-
sóknarmanna, sem haldið var
dagana 12.—19. febr. sl., flutti
Runólfur Sigurðsson fram-
kvæmdastj óri Fiskimálanefndar
langt og ýtarlegt erindi um
sölu sjávarafurða og um þá
starfsemi, sem hið opinbera
hefir haft með höndum í þágu
sjávarútvegsins. Á flokksþing-
inu starfaði 25 manna sjávar-
útvegsnefnd og skilaði hún á-
liti, er lagt var fyrir flokks-
þingið. Niðurstaða var yfirlýs-
ing sú, um stefnu flokksins í
ir. Hitt þarf naumast að taka
fram, að þjóðnýting fiskfram-
leiðslu í sambandi við slíka op-
inbera aðstoð við sjávarútveg-
inn, kemur alls ekki til mála nú
fremur en áður, frá sjónarmiði
Framsóknarflokksins.
En aðferð sú, til aðstoðar
sjávarútveginum, sem hér hef-
ir verið um rætt, er þó vitan-
lega ekki nema annar þáttur
þessa merkilega máls. Hinn
meginþátturinn, og raunar sá,
sem fyrst þarf að hefjast
handa um, er að afla ríkis-
sjóðnum nýrra tekna til að
mæta því, sem eftir verður gef-
ið eða fram iagt. Því að það út
af fyrir sig, er létt verk og
löðurmannlegt, að bollaleggja
um ríkisfi'amlög til þessa at-
vinnuvegar og annarra, án
þess að geta bent á, hvar eigi
?ð taka peningana. Slíkar til-
lögur hafa stjórnarandstæð-
ingar borið fram hvað eftir
annað á undanförnum þingum,
og sömu ábyrgðarleysisafstöð-
una tók Alþýðuflokkurinn því
miður, á síðasta þingi. Fram-
sóknarflokkurinn mun aldrei
taka þátt í þeim leikaraskap.
Um leið og hann beitir sér
fyrir fjárframlögum í þessu
skynimun hann einnig teljasér
skylt að taka á sig ábyrgðina
á því, að fjár verði aflað til að
gera ríkissjóðnum þau möguleg.
fjávarútvegsmálum, er flokks-
þingið samþykkti og birt hefir
verið.
Þar segir svo: „Flokksþingið
álítur brýna nauðsyn bera til
þess, að ráðstafanir verði gerð-
ar til þess að bæta rekstursaf-
komu sjávai’útvegsins.“ Þá er
i samþykktinni lögð áherzla á
nauðsyn þess að „auka og
tryggja tekjur af útveginum“.
Ályktar Framsóknarflokkur-
inn að beita sér fyrir því, að
unnið verði að þessu, m. a. svo
sem hér segir:
„1. Haldið sé ötullega áfram
tilraunum í þá átt að gera
fleiri fisktegundir að mai'kaðs-
vöru, en hingað til hafa verið
fluttar út, t. d. grálúðu, stein-
bít, háf, hákarl, leturhumar,
smásíld o. jfl. Ennfremur sé
aukin framleiðsla og nýting
þeirra sjávarafurða, sem nú
þegar hafa verið fluttar út
með árangri, t. d. karfa, ufsa,
hvalaafurða og rækja.
2. Haldið sé áfram tiiraunum
um nýjar verkunaraðferðir á
þeim tegundum fisks, sem
hafa verið útflutningsvörur,
svo sem með aukinni niðursuðu
og reykingu, og lyft undir
framleiðslu með þeim nýju
verkunaraðferðum, sem þegar
hafa gefið góða raun, svo sem
fiskherzlu og hraðfrystingu,
með styrkjum og hagkvæmum
lánum til hraðfrystihúsa, kæli-
útbúnaðar í flutningatæki og
harðfiskshjalla.
3. Áfram sé haldið leit að
nýjum fiskimiðum á djúpmið-
um og leit að nýjum, hagnýt-
um fisktegundum á grunnmið-
um. Ennfremur sé komið á
leglubundnum ferðum kæli-
skipa kringum landið strax og
við verður komið og þörf kref-
ur, þannig, að sem flestar ver-
stöðvar geti komið frystum
fiski á markað.
4. Keppt sé að því að selja
allar sjávarafurðir sem mest
unnar út úr landinu, til at-
vinnuaukningar og aukningar
á verðmæti afurðanna. Verði
styrktar rannsóknir og tilraun-
ir í þessu skyni.
5. Haldið sé áfram markaðs-
leitum fyrir sjávarafurðir, m.
a. með því að senda unga menn
til markaðslandanna og stuðla
að því að þeir setjist þar að og
starfi að sölu íslenzkra afurða
__U
Flokksþingi Framsóknar-
manna lauk, eins og áður var
sagt, þann 19. febr. Alþingi
var þá nýlega sezt að störfum,
og ýms þeirra mála, er flokks-
þingið hafði afgreítt, þar á
meðal sum viðkomandi sjávar-
útvegi, voru síðar borin fram
sem frumvöi’p eða tillögur frá
þingmönnum flokksins. En
þinginu lauk, svo sem kunnugt
er, á óvæntan hátt, með því að
Alþýðuflokkurinn sagði stjórn-
Jarðarför konunaar mínnar Eirnýjar
Jónsdóttur £er fram þriðjudagínn 21. p,
m, og hefst með húskveðju á heimilí
hennar Garðastræti 49 kl. 1 e. m. frá Frí-
kirkjunni.
Guðmundur Sigurðsson.
Rannsóknarstofnun
háskólans atvinnudeildín
verður til sýnis fyrir almenn-
íng sunnudaginn 19. þ. m. kl.
2—5 síðdegis
Forstjórinn.
nni bólnsetningn.
Mánudag, þriojudag, miðvikudag og fimtudag, 20, 21, 22 og
23. þ. m., fec fram opinber bólusetning í barnaskólum bæjarins,
sem hér segir:
Mánudaginn kl. 1—3 e. h. í Miðbæjarbarnaskólamim og skal
þangað færa börn, sem heima eiga vestan Ægisgötu og Blóm-
vallagötu. Sama dag kl. 4—G e. m. á sania stað. Skal þá færa
þangað börn af svæðinu frá þessum götum og austur að Þing-
holtsstræti og Laufásvegi.
Þriðjudaginn kl. 1—3 e. h. á sama stað, og skal þá færa ti!
bólusetningar börn þau, *er heirna eiga milli Þingholtsstrætis og
Laufásvegar að vestan og Klapparstígs, Týsgötu, Óðinsgötu,
Nönnugötu og Fjölnisvegar að austan.
Börn, sem heimia eiga fyrir sunnan loftskeytastöð, skulu færð
til bólusetningar þriðjudaginn kl. 4—5 e. h. í Barnaskólann við
Baugsveg.
Miðvikudaginn verður bóluseít í Austurbæjarskólanum. Kl. 1
—3 e. h. skal færa til bölusetni ngar börn, senr heima eiiga aust-
an Klapparstígs, Týsgötu, Óðinsgötu, Nönnugötu og Fjölniisvegar
og austur að Vitastíg og Eiríksgötu. Kl. 4—fi e. h.isama dag börn,
sem heima eiga austan þessara takmarka og .austuir að Defeusor-
vegi og Vatnsgeymi.
Börn þiau.. sem heima eiga austian þessara takmarka skal
færa til bólusetningar í Laugarnesbarnaskólanum fimmtudag-
inn kl. 11/2—3 e. h.
Skyldug til frumbólusetningar em öll börn fullra tveggja
ára, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett með full-
um árangri, eða þrisvar án árangurs.
Skyldug til endurbólusetningar eru öll börn, sem á þessu ári
verða fullra 13 ára eða eru eldri, ef þau ekki eftir að þau voru
fullra 8 ár,a hafa haft bólusótt, eða verið bólusett með fullum ár-
angri eða þrisvar án árangurs.
Héraðslækmrinn í Reykjavík, 18. sept. 1937.
Magnús Pétursson.
frsamvinnunni við Framsókn-
ai'flokkinn slitið.
En Framsóknarflokkurinn er
enn sömu skoðunar og hann var
á flokksþinginu í febrúar og
síðar á Alþingi í vetur og vor,
að þörf sé áframhaldandi op-
inberra aðgerða til stuðnings
framleiðslunni við sjóinn og að
þennan stuðning þurfi að auka
frá því sem nú er.
Ráðskona óskast
á aveifcaheimili
Nauðsýnlegt er að konan
só vön allri algengri sveita-
vinnu.
Tilboð leggist inn á afgr.
Nýja dagblaðsins merkt:
Ráðskona.