Nýja dagblaðið - 19.09.1937, Side 4
REYKJAVlK, 19. SEPT. 1937.
5. ÁRGANGUR — 217. BLAÐ
[Gamla Bióg
,Aðeíns eína nóttfi
Listavel leikin amerísk
talmynd, gerð eftii' leik-
vitinu
„ONLY YESTERDAY
Aðalhlutverkin leika, hin
fagra leikkona
Margaret Sullavan
og hlaut hún heimsfrægð
fyrir leik sinn í þessu
hlutverki,
JOHN BOLES
og drengurinn
JIMMY BUTTLER.
Sýnd í kvöld kl. 9
og á alpýðusýningu
kl. 7.
Barnasýning kl. 5:
Uppnámið
í óperunni
■■"--iniTn'r ■■■■i i i
Saumastofu hafa undirritað-
ar opnað í Þingholtsstræti 24.
Saumum allskonar kven- og
barnafatnað.
María Einarsdóttir.
Sigríðui- Bergmann.
Góð stofa t.il leigu. Eldhúsað-
gangur gæti komið til greina. —
Upplýsingar í síam 2323.
Áheit til Siysavarnafélags ís-
iands. Frá p. B. Reykjavík kr.
10,50 D. kr. 20,00 M. A. Reykjavík,
kr. 10,00. N. N. kr. 50,00. Elin Jóns- |
úóttir, Hólmavík, kr. 5,00. E. K. ;
kr. 50,00. H. F. J. Reykjavík kr. j
5,00. Ónafndur Reykjavík, kr.
10,00. Ónefndur Eyrarbakka, kr. I
2,00. S. S. Reykjavík, kr. 10,00. j
M. Reykjavík, kr. 5,00. — Kærar
j akkir. — J. E. B.
NYJA DAGBLAÐIÐ
Ánn&ll
Næturlæknir er í nótt Ólafur
Ilelgason, Baugsgðtu 22, sími 2128.
Sunnudagslæknir er Páll Sig-
v.rðsson, Hávallagötu 15, sírni 4959.
Næturlæknir aðra nótt er Ólafur
porsteinsson, D-götu 4, sími 2255.
Næturvörður er í Reykjavíkur
apóteki og lyfjabúðinni Iðunn.
Veðurútlit fyrii' Reykjavík og
nágrenni: Norðangola og bjart-
iðri.
Útvarpið í dag. Kl. 9.45 Morgun-
tónleikar: a) Symlónía nr. 8, h-
moll, eftir Schubert; b) Pianó-kon-
sert, i a-moll, eftir Schumann
(plötur). 10,40 Veðurfreknir. 11.00
Messa í Dómkirkjunni (Prest-
vígsla). 12,30 Hádegisútvarp. 14,00
Messa í Frík. (sr. Árni Sigurðs-
son). Miðdegistónleikar frá Hótel
Jsland. 17.40 Útvarp tid útlanda
i'24.52 m). 19.10 Veðurfregnir. 19.20
ílljómplötur: Danslög eftir Chopin.
19.55 Auglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Keyrt út af þjóð-
veginum", eftir Ragnar Jóhannes-
son (Friðfinnur Guðjónsson, Anna
Guðmundsdóttir, Vilhelm Norð-
fjörð). 20.55 Hljómplötur: Norður- ■
landasönglög. 21.20 Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur. 21.45 Danslög
(lil kl. 24).
Útvarpið á ínorgun: 10.00 Veður-
fregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00
Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Lúðrasveitir.
19.55 Auglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.30 Um daginn og veginn. 20.55
Útvarpshljómsveitin leikur alþýðu-
'ög. 21.30 Hljómplötur: Stravinsky:
,.Saga hermannsins" (til kl. 22).
Athygli loreldra skal vakin á
auglýsingu um bólusetningu, sem
l'irt er á öðrum stað í blaðinu.
Prestsvígsla. í dómkirkjunni í
úag kl. 11 f. h. vígir biskup dr.
Jón Helgason, Gísla Brynjólfsson
guðfræðikandidat, en hann hefir
verið settur prestur í kirkjubæj-
arklaustumprestakalli ii Vestur-
Skaptafellssýslu. — Sr. Eiríkur
Brynjólfsson að Útskálum, bróðir
vígsluþega, lýsir vígslu.
Leynivinsali einn, Hjálmtýr
Guðvarðsson, var dæmdur í lög-
leglurétti í gær. Hlaut hann 1000
kr. sekt og 30 daga einfalt fang-
elsi við venjulegt fangaviðurværi.
Fer „GranaÍÉ í dag?
Skipstjórinn á „Grana“ sendi í
gær fyrirspurn til útgerðaríélags-
ins, hvort hann ætti að fara héðan
án þess að hafa fengið fulla af-
greiðslu. Svar var ókomið seint í
yærkvðldi, en skipstjórinn gerði
eins ráð fyrri, að skipið myndi
iátið fara héðan í dag eða á morg-
un ef ekki væri hægt að eiga við
frekari affermingu þess fyrir þann
tíma.
Á ráðstefnu þoirri um ferða-
mannamál á Norðurlöndum, sem
staðið hefir yfir undanfarna daga
í Kaupmannahöfn, hefir verið
famþykkt ályktun, þar sem látin
er í ljós gleði yfir því, að Islan
sé nú orðið þátttakandi í hinni
norrænu samvinnu um ferða-
mannamál, með því að gerast
meðlimur í hinni svonefndu
,.Nordisk-turist traffik komité", en
ferðaskrifstofa íslands hefir nú
gerst þátttakandi í störfum þess-
arar nefndar. — FÚ.
Norræn garðyrkjusýning. Á
íimmtudaginn kemur verður nor-
ræna garðyrkjusýningin opnuð í
Kaupmannahöfn. Sjálfri athöfn-
inni verður útvarpað og flytja
ræður fulltrúar þeirra landa,
nem taka þátt í sýningunni. ÚL
varpið frá garðyrkjusýningunni
hefst kl. 1 e. m., eftir íslenzkum
tima. — FÚ.
Stauning á batavegi. Danska
þingið hefir verið kvatt saman
5. október næstkomandi, það er
tilkynnt að Stauning forsætisráð-
lierra tmuni sjálfur halda ísetn-
mgarræðu þingsins, enda er hann
nú á hröðum batavegi eftir áfall
það er hann fékk í sumar. —
Stjórnin boðar ýms ný lagafrum-
vörp. þar á meðal ný gjaldeyris-
lög. — FÚ.
Sendinefnd er nýfarin til Bret-
'ands lrá Noregi til að semja um
‘vukinn fiskútflutning. Formaður
nefjndarinnar er verzluharmáJlar
i áðherra Norðmanna og auk hans
margir þingmenn og útgerðar-
:nenn. — FÚ.
Erlendar
bmdmdisfrétlir
Stúdentar við háskólann í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum
liafa með atkvæðagreiðslu sam-
þykkt, að ekki skuli áfengis-
sala leyfð á nokkurn hátt í
sambandi við skólann eða í um-
hverfi hans.
Ríkið Georgía í Bandaríkjun-
um hefir ákveðið á ný að halda
bannlögunum, sem nú eru 26
ára gömul. Atkvæðagreiðsla,
sem fram fór fyrir skömmu um
þetta, fór þannig, að 93.762
greiddu atkvæði móti bannlög-
unum, en 103.108 með þeim.
Hin votu ríkin hafa auðsjáan-
lega ekki orðið freistandi fyrir
Georgia.
Kennari í fótboltaleik við
Colgate háskólann í Bandaríkj-
unum, Andrew Kerr að nafni,
hefir sagt: „Okkar fyrsta boð- ;
orð er; neyttu aldrei áfengis,“
Hann segist heldur vilja vita j
íþróttamann brjóta allar aðrar |
reglur íþróttamannsins, heldur
en þessa, sem banni áfengis-
neyzluna.
Dryggjureikningur Finnlands
árið 1936 var þrjár milljónir,
sex hundruð tuttugu og sjö
þúsund sterlingspunda, og er
það meira en ríkið veitir til
landvarna, barnaskóla og vega-
gerða.
Pétur Sigurðsson.
Skipafréttir. Gullfoss kom til
Kaupmannahafnar í gærmorgun.
Goðafoss kom að vestan og norð-
an í gærmorgun. Brúarfoss fór
vestur og norður í gærkvöldi.
Dettifoss fór írá Hull í gærkvöldi
áieiðis til Vestmannaeyja. Lagar-
foss fór frá Kaupmannahöfn ■ í
gær áleiðis til Leith. Selfoss fór
frá London í gærkvöldi.
Nýja Bló Hi
Glæpur
og reísíng
Stórfengleg ameríek
kvikmynd frá Columb.
film. samkvæmt sam-
nefndri sögu eftir rúss-
neska stórskáldið
Fedor Dostojefskí.
Aðalhlutverkin leika:
Peter Lovre,
Marian Marsh,
Edward Arnold o.fl.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9.
Lækkað verð kl. 5.
Á barnasýnfngu
kl. 3
verður sýnd hin bráð-
skemmtilega mynd
Ærsladrósin
leikin af
Jane Wíthers.
Leon Blum
um hjónabandíð
Framh. af 2. síðu.
hefi hugsað með góðum ásetn-
ingi um efni þessarar bókar og
hún er skrifuð af einlægri
sannfæringu.
En samt er hann þó ekki
sannfærðari um kenningar sín-
ar en það, að hann segir á ein-'
um stað:
Ef ég ætti dóttur, myndi ég
þá ala hana upp samkvæmt
þessum kenningum?
Fáar spurningar hafa legið
mér þyngra á hjarta en þessi,
og ég veit enn ekki hvernig ég
myndi svara henni!
ÖRLAGAFJÖTRAR 45
að kaupa vinfengi fólksins, svaraði Luke.
— Ég get ekki séð að það sé neitt athugavert við
hann, sagði Margaret. Mér líkar ágætlega við hann.
Hann er svo karlmannlegur og áreiðanlegur. Mér
þykir verst að hann skuli vera svona fíkinn í fjár-
hættuspil.
Cyril hló góðlátlega og sagði:
— Því fer fjarri að svo sé. Hann gefur bara pen-
ingana í burtu. En hafið þið veitt því eftirtekt,
hvemig hann horfir á Blanche? Ég er viss um, að
hann er að verða skotinn.
Blanche leit reiðilega á bróður sinn.
— Þetta á víst að vera fyndni?
— Þetta er satt, hvort sem þér mislíkar það eða
ekki. Hefir þú ekki tekið eftir því, frænka?
— Ég held að hann sé aðeins að virða hana fyrir
sér, svona hinsvegin.
— Hvernig vogar þú þér að segja svona hluti!
Margaret kom mjög á óvart reiði bróðurdóttur
sinnar. Hún færði nefklemmurnar betur upp á nefiö,
og leit upp á Blanche með nokkrum þótta.
— Hvað er því til fyrirstöðu, að ungur maður
verði hrífinn af fallegri stúlku?
— Það, að ég vil ekki, — að ég kæri mig ekki um
að herra Springville dáist að mér.
Luke gerði tilraun til þess að leiða talið að öðru.
Skap hans var mjög farið að batna upp á síðkastið,
og hann var til með að miðla fólki s,nu af þeirri á-
nægjulegu vissu, er kalla mátti að fest hefði rætur
í hugskoti hans. Það var að vísu satt, að Tyson var
horfinn, en það hafði ekki sakað hann neitt. Árlega
töpuðust fleiri þúsundir manna í London, og Tyson
gat verið einn þeirra. Auk þess vissi enginn, að
hann, Luke, hefði staðið bak við hvarf Kits, svo þó
svo færi að hann slyppi út, þá var ekki hægt að
sanna neitt á Luke, og erfðaskráin var sjálfsagt
horfin, jafn örugglega og athugasemdalaust og
herra Tyson. Samt sem áður þótti Luke vissara, að
koma öllum verðbréfum eignarinnar í peninga, og
það var hann að undirbúa. Eftir það yrði ekki auð-
velt fyrir neinn að sækja sök á hendur honum.
Cyril veitti því fljótt eftirtekt, að skapgæði bróð-
ur hans voru í afturbata, og hafði hann notao fyrsta
tækifæri er gafst til að knýja dyr náðarinnar á nýj-
an leik. En það bar lítinn árangur. Luke gaf honum
að vísu hundrað punda ávísun, sem Cyril reif í tætl-
ur fyrir augum hans.
— Þetta verður í síðasta sinn, sem ég bið þig um
peninga, hafði hann sagt. Ég skal fá þá upphæð, sern
mig skortir annarstaðar.
— Ég hélt að víxlararnir væru orðnir þreyttir á
þér, sagði Luke stríðnislega, en ef svo er ekki þá
er það skynsamlega athugað að nota sér það, og biðja
þá um hjálp.
Það mun Cyril hafa gert, því hann fór til London
degi síðar, en kom til baka aftur, eftir tvo daga, föl-
ur og ergilegur. Hann mwtti Blanehe og Rose úti
fyrir húsinu, og Blanche hafði hertekið hann og lát-
ið hann fylgja Rose heim til sín. Sú heimfylgd varð
á þann hátt, að hvorugt þeirra fýsti að endurtaka
hana.
Morguninn eftir að þetta skeði, hafði komið kvöld-
veizluboð frá Hiram Springville. Luke gretti sig er
hann opnaði bréfið, yfir morgunverði, og rétti svo
hið skrautprentaða spjald til systur sinnar.
— Er það þessi maður aftur, sagði Blanvhe önug-
lega. Ætlar þú að fara?
— Það geri ég ráð fyrir. Það verða allir þar.
— Hvað er á seyði? spurði Margaret.
— Boð í kvöldveizlu til Barton Manor.
Ég fer, sagði Margaret. Ég hef aldrei komið til
hans, en mér er sagt, að það sé vel þess virði.
Blanche fitlaði við boðskortið og reyndi að taka
ákvörðun. Hiram Springville hafði dálítið einkenni-
leg áhrif á hana, og hún gat ekki gert sér giögga
grein fyrir, á hverju þau byggðust. Hann var svo
óhefðaður í háttum og tali að það mátti kalla full-
kominn skort á mannasiðum, en hún var satt að
segja orðin þreytt á sífelldu smjaðri. Henni fannst
að hún eiga að hata hann fyrir það, hve hann var
algjörlega tillitslaus gagnvart fegurð hennar og
framkomu, en í stað þess virti hún það við hann, í
aðra röndina. En þrátt fyrir það, hefði hún heldur
viljað láta pína sig til dauða, en að viðurkenna að
það var kveneðlið, hið gamla og sínýja, er þessum
þróttmikla, glæsilega, en fremur ruddalöga og frum-