Nýja dagblaðið - 24.09.1937, Page 1

Nýja dagblaðið - 24.09.1937, Page 1
Geríst kaupendur Nýja dagblaðsins strax í dag! ár. Reykjavík, föstudaginn 24. sept. 1937. 221. blað Norræna garðyrkjusýning- in var opnuð í gær íslemzka deildín vek- ur mikla athyglí EINKASKEYTI FRÁ KBH. Við opnun garðyrkjusýningar- innar i Kaupmannahöfn í gœr voru viðstaddir allir sendiherrar Norðurlanda í Kaupmánnahöfn, og þúsundir áhorfenda. Blöðin í Kaupmannahöfn tala af mikilli hrifningu um islenzku deildina. Politiken segir, að ís- lenzka sýningin sé stórmerkileg og fögur, og muni draga að sér fiesta áhorfendui’. Sérfrœðingar, sem skoðað liafa sýninguna, fara líka mjög lofsam- logum orðum um íslenzku deild- ina og telja hana einna fegursta. Er þar byggt uþp íslenzkt lands- iag með gróðurhúsi, þar sem sjó má meðal annars vínber og pálmajurtir og annan suðrœnan gróður. Goshver hefir verið komið fyrir á sýningarsvæðinu. Var hann reyndur í fyrradag og gaus ágæt- lega. í gærkvöldi átti að verða fjöl- menn samkoma í Moltkes Palm og átti Bjarni Ásgeirsson að tala þar af hálfu íslendinga, en í dag flytur Ragnar Ásgeirsson erindi um íslenzka garðyrkju á fjöl- mennu móti Norrænna garð- yrkjumanna. — FÚ. Kin verfar munu ekki láta hugSallast LONDON: Sendiherra Bandaríkjanna í Kína skýrir frá því, að Kínverjar muni ekki láta hugfallast þrátt fyrir á- rásirnar á Nanking. I einni kínverskri fregn er á- œtlað að 50 kínverskir menn hafi farizt, i árásunum á Nanking í gær, fyrir utan þá 100, sem fór- ust, oi' ráðizt var á flóttamanna- luoli utan borgarinnar. I Norður Kína ráðast Japanir á varnarlínu Kínverja, og beina höfuðárás sinni á Paotingfu. Telja þci r sig- liafa rofið þessa varnar- línu, og séu nú komnir í örfárra kílómetra fjarlægð frá Paotingfu, og goti borgin fallið hvenær sem er. Kínverjar segja, að aðal vamar- lína þeirra liggi sunnan við Pao- tingfu, og- sé því ekki í beinni hættu. 1 dögun í gærmorgun hættu Japanir í 10 mínútur skothríðinni á Shanghai, i tilefni af því, að í gœr var hausthátíðin fyrir for- foður keisarans. Snéru hermenn- irnir andlitum sínum í átt til Tokio, í virðingarskyni við keis- arunn, en því næst var aftur tekið til bardagans. — FÚ. Stjórnmálabaráttan í næstu löndum Bretar eru helsta stoð lýðræðisíns og smápjóðirnar líta á þá sem vini sína og verndara Víðtal víð Jónas Jónsson Nýja dagblaðið hefir hitt Jónas Jónsson að máli og spurt liann tíðinda úr utanför hans. — Eg var á tveim fundum, öðrum í Kaupmannahöfn og hin- unr í París. Auk þess kom ég víða við í Englandi og kynnti mér ýmislegar nýjungar i samgöngumálum. Á síðustu 30 ár- um hafa Englendingar breytt öllum gömlu malbornu vegunum í steinSteypu- eða asfaltvegi. Með lrinni gífurlegu bifreiðaum- ferð er óhjókvæmilegt að hafa vegina svo vandaða, þó að það sé dýrt. í Svíþjóð og Noregi er meginhluti þjóðveganna malborinn enn- þá, en miklu meira vandað til heldur en við getunr gert. Bretar hafa fundið upp ýmislegar nýjungar til að varna slvs- um, ekki sízt á fjölförnum vegamótum. Sumt af því getur vel átt við hér á landi. í Skotlandi sá ég bílferju við fjörð einn, sem ég hygg að geti verið fvrirmynd fyrir okkur, þegar gerð verður bílferja yfir Hvalfjörð, sem ekki má dragast lengi. Skil- yrðin í Skotlandi eru að því leyti lík og hér, að munur flóðs og fjöru er mjög mikill, en í því liggja einna mestir erfið- leikar við Hvalfjörð. Hvaða stjórnmála- Slokkum farnast bezt? — Hvað er að frétta af stjóm- málaástandinu í þessum löndum? — Mér virðist að ef litið er á lýðræðislöndin, sem okkur skiptir mestu, þá komi það í ljós, að þjóðmálastarfið gangi bezt fyrir þeiin flokkum, sem í mestri ein- lægni vinna að því að atvinnulífið blómgist, án þess að setja banka oða ríki á höfuðið. Tíðindamaðurinn óskaði eftir til- teknum dæmum þessu til skýr- ingar. — Ef litið er á Norðurlönd, Eng- land og Fralckland, þá sést þessi munur glögglega. Á Norðurlönd- um, í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku, eru verkamannaflokkamir mest skapandi. Enginn þeirra lítur við kommúnistum nema með góðlátlegu meðaumkvunarbrosi. Allir þessir flokkar fordæma mannslátrunina í Rússlandi. Eng- inn af þessum flokkum leggur meiri stund á að efla þjóðnýtingu hcldur en borgaraflokkar annara landa. En þessir þrír verkamanna- ílokkar em sterlcustu umbóta- flokkarnir 1 þessum löndum, en gæta þó hófs í hverri grein. Er þess skammt að minnast að Stauning felldi krónuna um 20%, án þess að kaup liækkaði, af því hann só, að með því eina móti gat hann tryggt almenna atvinnu- aukningu. Dagana sem ég var í Kaupmannahöfn, liöfðu nokkur hundruð smiðir í stærstu skipa- ! smiðju landsins brotið löglega gerðan starfssamning. Ekkert blað tók harðara á þessu lieldur en j stjórnarblað Staunings, og allir ] leiðtogar verkamanna utan þess- : arar verksmiðju lögðu hina mestu j áherzlu á að fá félaga sína til að hlýða lögum landsins og standa við gerða sanminga. Bar sú við- leitni tilætlaðan árangur, en nokkra sekt urðu verkamenn að borga fyrir frumhlaup sitt. Ef komið er til Englands, er í- haldsflokkurinn lang sterkasti og afhafnamesti flokkurinn. Leiðtog- ar hans líta að vísu á málin fró sjónarmiði efnastéttanna, en þeir eru vel menntir og framsýnir menn. þeir taka hin sjálfsögð- ustu umbóta- og mannúðamiál á dagskró og framkvæma þau. Verkamannaflokkurinn situr eftir með sárt ennið og sinnir helzt kaupstreitumálum. Blaðakostur enska verkamannaflokksins er lítill og lélegur, og um ófyrirsjá- anlegan tíma verður flokkurinn í vonlausum minnihluta. En í Frakklandi veltur allt nú sem stondur á frjálslynda flokkn- um, en liann er í stjórnarsam- vinnu við jaínaðarmenn og kom- múnista. í andófi eru þar ihalds- flokkarnir, sem mjög eru gegn- sýrðir af ofbeldisstefnu nazista. Hversvegna iéll Leon Blum? — Hversvegna misstu jafnaðar- menn tök á stjórninni, sem þeir höfðu átt svo mikinn þátt í að mynda, eftir kosningasigurinn í fvrra? — því er fljótsvarað, Kommún- istar eyðilögðu forsætisi’áðherrann Leon Blum og flokksbróður hans, fjármálaráðherrann. Frakkland er eina land í heimi, utan Austur- Evrópu, þar sem flokkur kom- múnista hefir nokkur áhrif á stjórn þjóðmála. Ber þar tvennt til. Fyrst það, að skömmu eftir heimsstríðið tókst Rússum að kaupa stærsta og áhrifamesta blað íranskra verkamanna og eiga það síðan. Með áróðri þess hafa þeir snúið mörgum verkamanni til öfgastefnunnar. Á hinn bóginn eru Frakkar örlyndir og gæta oft lítils hófs í félagsmálum, þó að þeir séu allra þjóða fremstir í mörgu, sem snertir listræni og smekkvísi. Jónas Jónsson. Franska þjóðin hefir þess vegna orðið fyrir því óláni, að þar hefir myndazt allstór þjóðmálaflokkur, sem stendur beint undir stjórn Slalins og hlýðir boðum og banni frá Moskva. Samhliða því að verkamenn Frakklands hneigðust að rússnesku ofbeldi, urðu efna- stéttir Frakka gegnsýrðar af ít- ölsku og þýzku móteitri. Fyrir ári síðan lá við borð að auðmannaof- heldið yrði ofan á í Frakklandi. Og þegar Leon Blum myndaði róðuneyti í fyrra, þá þáði hann stuðniug kommúnista, því að Stalin vildi umfram allt ekki fá nazistastjórn í Frakklandi. —■ Og hversu gafst a lþýðuflokkn- um franska samfylkingin við kommúnista? — Svo illa sem við mátti hú- ast. Kommúnistar byrjuðu með hamslausum verkföllum um leið og Blum tók við völdum. Og þessi verkföll voru með sérstökum upp- reisnarblæ, því að verkamennirnir settust að inni í verksmiðjunum, svo sem væru þær vígi þeirra. Fengu þeir framgengt með þessu móti stórfelldum ívilnunum, sem knúðar voru fram með valdi þings og stjórnar. Ekki linnti upphlaups- kenndum verkföílum fyrir þessu. Reyndi Blum með hógværð og fortölum að koma á friði, en varð lítið ógengt. Só hann þó að stjórn hans myndi fljótt falla í mola, ef slík upplausn héldi áfram og lét hart mæta hörðu. Sennilega hefir Stalin skipað sínu liði að gæta meira hófs um stund, því að friður varð meiri er frá leið. En fjórmólaráðherrann átti í hinni mestu vök að verjast. Tekjurnar voru hvergi nærri fyrir útgjöldum. Verzlunarjöfnuðurinn varð óhag- stæður og frankinn féll. Nýja stjórnin í Frakklandi Hvað sögðu Frakkar þá? — þeir sögðu að slíka stjórn vildu þeir ekki hafa. Og Blum varð að segja af sér stjórnarfor- Frh. á 4. síðu. Hryllileg loflárás Japanir drepa púsundir manna i fátækrahverfunum í Kanton með stórfelldrí loftárás LONDON: Cahlon, stærsta horg í Suður Kína, varð í gær fyrir hinni stór- kostlegustu loftárás sem átt hefir sér stað í Kína síðan styrjöldin hófst. Hinir dauðu og særðu eru j sagðir skipta þúsundum. Frétta- ritari Reuters þar í borg lýsir ó- ; rásinni og afleiðingum hennar , þannig: j Tiu risavaxnar sprengjuflugvél- , ar flugu yfir þéttbýlasta liluta ; Canton, þar sem hinir fátækustu Kínverjar búa, og létu rigna yfir hvcrfið sprengikúlum í 15 mínút- ur viðstöðulaust. Kínverjar reyndu að veita þeim viðnám með hern- aðarflugvélum sínum og loftvarn- arbyssum, en sú tilraun varð al- gerlega árangurslaus. Árás þessi olli engu tjóni í útlendingahverf- inu. Sprengikúlurnar tættu allt að því fimmtíu metra skörð í húsa- ' raðirnar, og heil stræti eru alveg í rústum. Lík lógu í hrönnum ó götunum, og þegar árósinni létti, sóust lconur og börn æðandi um valinn, til þess að leita að ætt- ingjum og vinum. Fólkið limlestist þúsundum saman, þar á meðal fjöldi barna. í gær var ólitið, að tilgangur Japana með árósunum á Canton væri sá, að eyðileggja jórnbraut- arlínuna, en nú er helzt haldið að Japanar miði að því að brjóta nið- ur viðnámsþrótt kínversku þjóð- arinnar. í gær réðust japanskar flugvél- ar einnig á vígi, sem eru miðja vegu milli Shanghai og Nanking. Tóku 30 flugvélar þótt í þeirri órás. En á þessum stað hafa Kín- verjar lokað fljótinu til þess að liindra óvinaherskip í að komast til Nanking. Uni árangur þessarar árósar hefir ekki frétzt. — FÚ

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.