Nýja dagblaðið - 24.09.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVlK, 24. SEPT. 1937
|Gamla Bió|
,Aðeíns eína nótíÉ
Listavel leikin amerísk
talmynd, gerð eftir leik-
ritinu
„ONLY YESTERDAY
Aðalhlutverkin leika, hin
fagra leikkona
Mai’garet Sullavan
og hlaut hún heimsfrægð
fyrir leik sinn í þessu
hlutverki,
JOHN BOLES
og drengurinn
JIMMY BUTTLER.
NYI Ai D AGBLAÐIÐ
aðeins Loftur*
,Lo!tárás( á Gautaborg
Framh. af 2. síðu.
gegn friðsömum borgurum,
kvenfólki og börnum, jafnt sem
fullorðnum karlmönnum. jÞess
vegna er það, að mjög mikil á-
herzla er nú á það lögð að
kenna almenningi að verjast
og bjarga sér í stríði.
Mér þótti, að vonum mjög
merkilegt að sjá þessar stóru
varnaræfingar, ég gat ekki
annað en dáðst að hugdirfsku
og leikni flugmannanna, snar-
leilc brunaliðsmannanna og
skipulagi lögreglunnar. Bak við
þennan „leik“, ef svo mætti
kalla það, er því miður kaldur
veruleikinn. Svo sem ólgan er
nú í heiminum, veit raunar
enginn, hvenær ófriðareldurinn
getur brotist út, svo sá „leik-
ur“ sem fram fór þarna í
Gautaborg getur orðið bitur
veruleiki, jafnvel á hinum frið-
sælu og fögru Norðurlöndum.
Guðl. Rósinkranz.
AimáJl
Veðurspá fyrir Reykjavík og ná-
grenni: Suðvestan átt fyrrihluta
dags, en léttir til með norðanátt
er á daginn. líður.
Næturlæknir er í nótt Alfred
Gíslason, Ljósvallagötu 10, sími
3894. — Næturvörður er í Reykja-
víkur apóteki og lyfjabúðinni Ið-
un.
ÚtvarpaS í kvöld: 19,20 Hljóm-
plötur: Harmoníkulög. 19,55 Aug-
lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út-
varpssagan. 21,00 Hljómplötur: a)
íslenzk lög; b) Valsar (til kl. 22).
Trúlofun. Opinberað hafa trúlof-
un sína ungfrú Sigrún Ingólfsdótt-
ii frá Fjósatungu og Kristján
Karlsson skólastjóri á Hólum.
pýzkubók eftir Dr. Max Keil er
nýlega komin út. Útgefandi er
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar. pað mun tilætlunin að ann-
að bindi komi síðar og þessi bók
sé aðeins notuð til kennslu li/2—2
fyrstu námsárin.
Stefán Guðmundsson söng í
Gamla Bíó i gærkvöldi fyrir fullu
húsi. Seldust aðgöngumiðarnir á
örskömmum tíma á laugardags-
kvöldið.
ísfisksalan. Nýlega hafa selt
Geir í Wesermunde 72 tonn fyrir
17.100 mörk og Hafsteinn í Cux-
i haven 95 tonn fyrir 18.900 mörk.
] Nokkrir togarar eru nú á leið til
j þýzkalands.
j Siglfirðinyar töpuðu. í fyrradag
kom hingað til bæjarins knatt-
spyrnuflokkur frá Siglufirði, og
eru þeir gestir K. R. þetta er 2.
aldursflokkur. Kepptu þeir í gær
við 2. flokk K. R. og lauk þeim
leik með sigri K. R.-inga með 2:1.
í dag keppa Siglfirðingamir við
2. flokk Víkings.
Hraðkeppni í knattspyrnu. —
Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefir
ákveðið að stofna til hraðkeppni í
knattspyrnu fyrir alla aldursflokka
uú næstu sunnudaga. Hafa verið
gefnir bikarar til að keppa um. Á
sunnudaginn kemur keppa I.
flokkur og III. flokkpr. Hefst III.
flokks keppnin kl. 10 f. h. og I.
flokks keppnin kl. 2 e. li. Keppni
í II. flokki fer fram sunnudaginn
3. október. — Knattspyrnufélögin
í bænum taka öll þátt í þessari
keppni. Hver leikur er aðeins 30
Stjórnmálabaráttan í næstu löndum
F'ramh. ní 1. slðu.
mennskunni og fjármálaráðherr-
ann að hverfa frá sínu starfi.
Ráðir voru viðurkcnndir hæfileika-
menn. En atvinnulífið þoldi ekki
kröfur kommúnista í framkvæmd.
Vinnuvikan var orðin 40 stundir,
•öng- frí með fullu kaupi, og al-
menn kauphækkun.
Frjálslyndi flokkurinn tók nú
við forustunni, breði í ráðuneyt-
inu og fjármálastjórninni. Alþýðu-
flokkurinn og kommúnistar styðja
þessa stjórn ennþá. Vita, að ef
hún fellur, þá er stutt yfir í of-
1 >o 1 d i auðmannastéttarinnar.
- Og hvað er að segja af Leon
Blum?
— Hann játar hreinskilnislega,
að margar af þeim umbótum, sem
hann kom ái, liafi komið 20 árum
of fljótt. Hann veit, að ófram—
kvæmanlegar kröfur kommúnista
hafo orðið honum að falli. En
hann styrkir frjálslyndu leiðtog-
ana, sem nú stýra landinu. Fjár-
málaráðherrann er talinn mjög
mikilhæfur maður. Hann hefir
mín. í I. og II. flokki og 20 mín. í
III. flokki. Með því að hafa leik-
ann svona stutt má ljúka keppn-
inni innan hvers flokks í einni
lotu.
í fyrradag löyðu á land síldar-
afla sinn á Akranesi 5 bátar. Voru
344 mál lögð í bræðslu, 200 tunn-
ur frystar og 25 saltaðar. Mestan
afla hafði Bára eða 127 mál. f
gær komu til Akraness af rek-
netaveiðum fyrir Norðurlandi vél-
bátarnir Óskar og Álftin, og eru þá
allir síldveiðibátamir komnir til
Akraness. — FÚ.
Jónas Thoroddsen cand. jur.
hefir verið settur af dómsmála-
ráðuneytinu til þess að þjóna
bæjarfógetaembættinu í Neskaup-
stað fyrst um sinn.
Nokkur síld og millisíld hefir
aflazt í Mjóafirði í þessari viku.
I-Iafa bátar frá Seyðisfirði lagt í
Iiræðsluna þar 443 mál og bátar frá
Mjóafirði 200 mál. — Frá síðast-
liðnum áramótum lil dagsins í
dag hafa síldarbræðslunni í Seyð-
isfirði borizt alls 46000 má). Er
dálítið af því óbrætt enn. — FÚ.
tekið upp gamla lagið, að spara,
sýna ráðdeild og- útsjón og reynir
að hlynna að framleiðslunni.
Stjórnin gerir nú sitt til að ldifra
niður stigann aftur. Ráðuneytið
hefir snúið sér til verkamanna og
beðið þá að lengja vinnuvikuna
aftur úr 40 tímum. Frakkar gætu
ebki keppt við nábúaþjóðirnar,
nema með samræmi í kaupi og
starfstíma. Ekki er auðvelt að
spá liversu þeim málum lýkur,
en í’eynsla Frakka sýnir hvílík
eyðilegging það er, að láta
stjórnmálablöð og flokka vera
handbendi útlendra þjóðhöfðingja.
Hvað er að frétta af nazist-
um í þessum löndum?
— A Norðurlöndum eru þeir á-
litnar broslegar gerfifígúrur. í
Englandi reyndi æfintýramaður að
nafni Sir Mosley, að efla slíkan
ofbeldisflokk, en verður ekki á-
gengt. Helzta draumsjón lians er
að fá áð halda æsingaræður og
kröfugöngur móti Gyðingum í
fátækrahverfi Lundúnaborgar. En
hann fær ekki að leika þar listir
sínar.
— Hver .er helzta stoð lýðfrels-
isins í heiminum?
Vitaskuld Bretland. þangað
hta nllar hinar frjálsu smáþjóðir
oftir forustu og vernd. Svissar,
Belgar, Hollendingar, Norðui'-
landabúar, Finnar og jafnvel hin-
ar litlu þjóðir, sem búa milli
Rússa og Eystrasalts, líta á Breta
sem vini sína og vemdara. En
þetta á þó alveg sérstaklega við
um okkur íslendinga. Bæði í
Napoleons-styrjöldinni og heims-
strfðinu mikla lifði íslenzka þjóðin
í skjóli brezka flotans. Og það
verður íslendingum sjálfum að
kenna, en ekki Bretum, ef sú
vörn verður ekki nægileg frelsi
landsins og sjálfstæði á ókomn-
um öldum. Hin mikla hervæðing
Breta er að vísu sorgleg nauðsyn
en óhjákvæmileg til þess, að sú
hin mikla forgönguþjóð frelsis og
lýðstjórnar geti enn sem fyrr
lagt þyngsta lóðið á metaskál-
arnar, þar sem skipað er örlög-
um þjóðanna.
— Eru flokkadeilur um hinar
miklu hervarnir Breta?
5. ÁRGANGUR — 221. BLAÐ
Nýja Bíó
Svarta
herbergið
Efnismikil og óvenju-
lega áhrifarik ameríak
kvikmynd, er gerist í
gömlu sloti í Auaturríki
á tímpbilinu frá 1740
til 1775. Tvö aðalhlut-
verkin De Berghman-
bræðurna leikur:
Borís KarlofS.
Aukamynd:
Gullgraíarínn
amerísk skopmynd.
Böm fá ekki aögang.
TtlkpUBÍBfAf
nm
Menn teknir í þjónuptu á
á Lokastíg 20 A, niðri.
— Nei. Ihaldsflokkurinn gengst
fyrir hervæðingunni, en verka-
menn fylgja stefnunni í öllum að-
alatriðum. Englendingar auka nú
hæði flota sinn og' loftflota alveg
gífurloga. Á hverri nóttu eru
flugvélar og Ieitarljós í nánd við
stóvhorgir Englands að búa þjóð-
ina undir að hrinda sókn aðkom-
andi fjandmanna.
— Hverju sætir slík samstilling
flokkanna?
í því liggur yfirburður Eng-
londinga. íhaldsmennirnir verja
liina fornu menningu, en þeir eru
jafnframt hugsýnir framfaramenn.
Verkamennirnir sækja fram til
að fá bætt kjör sín. En þeir vilja
lika vernda heimsveldið, flotann,
Parlamentið og kónginn. þeir eru
ílialdsmenn að hálfu leyti. Ef
nokkuð ibjargar menningu vest-
rænna þjóða, verður það hin sterka
forusta Englendinga.
ÖRI.AGAFJÖTRAR 49
gott við Blanche, ef maður hefir bara rétt lag’ á
henni.
— Heldur þú að þessi Courtney muni hafa það
lag’?
— Nei, hann er of þreklaus. Auk þess virðist hon-
um vera ánægja að því að vera þjónn hennar, en það
er röng aðferð við jafn hégómlega stúlku.
— Ég býst við því.
— Mér hefir stundum dottið í hug, hvílíkt óhapp
það muni hafa verið, að Frank Farfax lifði það ekki
að erfa móður sína.
— Frank Farfax, tók ,Kit upp eftir henni. Hver
var það?
— Hefir þú ekkert heyrt um það ? Frank var son-
ur síðari konu bróður míns. 1 erfðaskrá sinni eftir-
lét hún honum allar eignir sínar; en hann dó áður an
hann gat gert kröfu til eignanna, og þá var Luke
næsti erfingi. Systkinin hafa aldrei getað fyrirgéfið
stjúpmóður sinni að hún skyldi ætla að setja þau
hjá, en hvað sem því líður, þá var hún einhver sú
allra bezta kona, sem ég hefi kynnzt. Hún vissi jafn-
vel og ég, að Bluehayes þurfti að fá áreiðanlegri um-
ráðamann heldur en Luke, ef allt átti ekki að fara
út í veður og vind. I bréfinu sem fylgdi erfða-
skránni, sézt hver ætlun hennar var. Hún biður son
sinn að vera örlátan við stjúpsystkini sín, og láta
þeim í té það sem þau þurfi. Ilún biður hann jafn-.
framt íið stjórna búskapnum, felur honum umráð
eignarinnar, og segist treysta því, að honum takist
að lifa í sátt og samlyndi við þau, og sýna þeim
fram á, að þetta verði þeim öllum fyrir beztu. Þann-
ig hafði hún hugsað sér það. — Jæja, ég er farin
að segja þér af einkamálum fjölskyldunnar, en það
er víst alltaf svo með þessar gömlu konur, að þær
þurfa að leysa frá skjóðunni við einhvern sem vill
hlusta á þær.
Kit var henni þakklátur fyrir trúnað þann, er hún
sýndi honum, en honum varð, að hugsa hvernig
henni yrði við, ef hún vissi undirferli og sviksemi
bróðursonar síns, og hitt, hve kunnugur hann vav
þessum málum öllum.
— Hvernig er það með yngrí bróðurinn, Cyril?
Er hann ekki trúlofaður Rose Delany? spurði Kit.
— Það álitum við að væri einusinni, en það er víst
búið að vera, því miður.
Margaret horfði yfir til Blanche. Courtney sat við
hlið hennar, og virtist vera við því búinn að gleypa
hvert orð er kom frá vörum hennar. Litlu síðar
stóðu þau upp, og komu þangað, er Kit og Margaret
sátu.
Kit var í fersku minni skilnaður þeirra fyrir fá-
um dögum, þá er hún hafði verið gestur hans, og
átti hann fastlega von á að mæta frá hennar hálfu
drembilegu fálæti. En honum til mikillar undrunar,
leit hún til hans með vingjarnlegu brosi, eins og þau
væru beztu kunningjar, og fas hennar var alúðlegt,
er hún settist hjá honum og ávarpaði hann.
— Veturinn er að koma, mælti hún og horfði út
um gluggann á gulnað trjálaufið úti fyrir.
— Vetrarveðráttan hér á Englandi er fjarska
þreytandi. Ég geri ráð fyrir að herra Springville
muni taka sig upp og yfirgefa þessar slóðir, eins og
svo margir aðrir, og flytja til hlýrri og betri landa.
— Ég hefi ekki tekið neina ákvörðun um það enn-
þá.
— Það fer ekki að verða seinna vænna að ákveða
það. Annars átt þú á hættu að verða einn eftir.
Courtney gerði sitt ýtrasta til að bæla niður
geispa.
— Hvenær búist þið við að fara? spurði Kit.
— Eftir þrjár vikur. Luke hefir leigt smáslot í
Cannes, en við verðum í París til nýárs.
— En hvaða ákvörðun hefir lierra Courtney tek-
ið, — mælti Kit.
Courtney leit fyrst á Margareti og síðan á
Blanche, eins og hann væri að leita álits þeirra um
hvort hann þyrfti að svara spurningunni.
— Ja, — ég hef--------ég er satt að segja alveg
óráðinn í því, hvert ég fer. Ég hugsa að ég fari til
Cannes. Það er skemmtilegur staður.
Margaret hleypti í brýrnar án þess að mikið
bæri á. Henni hafði ekki tekizt að fella sig viö
Courtney. Henni virtist hann vera jafn veiklyndur,
— en þó sjálfbyrgingslegur, — og bróðursystkin
hennar. Hún óttaðist að Blanche kynni að taka hon-
um, út úr leiðindum, þegar minnst vonum varði, og