Nýja dagblaðið - 07.10.1937, Page 3
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjöii:
pórarinn jþórarinsson.
Ritstjómarskriístofumar:
Hafnarstr. 18. Simi 2323.
Afgr. og auglýsíngaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura aint,
Prentsm. Edda hJ,
Simi 3943.
Kommúnís!a-»línan«
Tilraunin til a‘ð sameina Al-
þýðuflokkinn og Kommúnista-
flokkinn, er nú, eins og kunnugt
er, farin út um þúfur.
Samningarnir hafa, eftir því
sem Alþýðublaðið og Þjóðviljinn
skýra frá, strandað á ágreiningi
um undirstöðuatriði í væntan-
legri stefnuskrá hins sameinaða
„socialistiska" flokks. Ágrein-
ingsatriðin virðast vera þessi:
Kommúnistar neita að skuld-
binda sig til að starfa „á grund-
velli laga og þingræðis". Al-
þýðuflokkurinn neitar að taka
upp varnarafstöðu fyrir stjórn-
skipulagið í Rússlandi og lýsa
yfir fullum fjandskap við svo-
kallaða „Trotskyista“! Þá bar
það enn milli, að Alþýðuflokk-
urinn vildi láta sér nægja, að
skilgreina nýja flokkinn sem
„socialistiskan" flokk, en
kommúnistar vildu lýsa yfir því,
að flokkurinn væri „marzistisk-
ur“!
f þeim tveim atriðum, sem
síðast eru nefnd, kemur hin
nafntogaða kreddufesta komm-
únista fram á mjög svo áberandi
hátt. Með bezta vilja verður ekki
séð, að Trotsky eða stefna sú,
sem hann kann að hafa, komi
íslenzkum málefnum nokkurn
skapaðan hlut við, og það er
ekki vitað, að hann eigi einn
einasta fylgismann hér á landi.
En Trotsky er nú einu sinni jafn
nauðsynlegur í öllum stefnu-
skrám kommúnista og djöfullinn
í munni klerkanna á galdra-
brennuöldinni. Og hinar úreltu
skræður Karls Marx, sem fáir
eða engir lesa nú á dögum, eru
hjá kommúnistum álíka óvé-
fengjanleg sannleiksuppspretta
og sköpunarsaga gamla testa-
mentisins í augum ströngustu
heimatrúboðsmanna.
En bak við endurlausnarann
Marx og myrkrahöfðingjann
Trotsky gæfir svo hið sannheil-
aga Rússland, sem á aö vera
hafið yfir alla mannlega gagn-
rýni. Það var þessi kommúnist-
iska barnatrú á Rússland, sem
Alþýðuflokkurinn varð að skír-
ast til, svo framarlega«sem
nokkurt samstarf átti að geta
orðið um hagsmunamál ís-
lenzkra verkamanna. En Al-
þýðuflokkurinn neitaði að verja
blóðdómana í Rússlandi, og mun
heldur ekki hafa séð, aö það
hefði afgerandi þýðingu fyrir
verkafólk hér norður á íslandi.
Og loks er svo stærsta ágrein-
ingsatriðið, og það sem fyrst var
nefnt hér að framan.
Kommúnistaflokkurinn hefir
neitað að semja um það að
vinna á „grundvelli laga og
þingræðis". Hann vill með öðrum
orðum geyma sér réttinn til að
beita ofbeldi gegn lögum lands-
ins og gera byltingu gegn hinu
þingræðislega stjórnskipulagi.
Þessi afstaða er glögg. Og það
er gott, að hún er svo greinilega
fram komin.
Það eru foringjar og forráða-
menn Kommúnistaflokksins,
miðstjórn hans og samninga-
nefnd, sem lýst hafa yfir þessari
greinilegu afstöðu.
En það er alveg víst, að þessi
Sogsvirkjunmní er að
og byrjað að taka verkíð
Þó að rafmagnsnotkunm aukist að mun, verdur
verða lokíð
út
samt
vígslu og Hafstein kemur því að,
að
„Hér á landi þarf svo margt
að brúa.
Jökulár á landi og í lundu,
lognhyl margan, bæði í sál
og grundu.“
öll orka Elliðaárstöðvarinnar ónotuð
í fyrramorgun kl. 9.30, lögðu
40 manns af stað úr Reykjavík
í 8 bifreiðum. Var þetta bæjar-
stjórn Reykjavíkur, blaðamenn
og ýmsir fleiri svo sem tveir
fyrrverandi borgarstjórar og
rafmagnsstjóri. Ferðinni var
heitið austur að Ljósafossi og
var farið að boði rafveitu
Reykjavíkur og Sogsvirkjunar.
Við Ljósafoss.
Veðrið var yndislegt og alveg
tilvalið til að ferðast yfir Hellis-
heiði, því Hellisheiði er falleg á
haustin, þegar sólin er lágt á
lofti; mosagróðurinn á heiðinni
gefur henni þá sinn svip, sem
ekki sézt eða nýtur sín á öðrum
tímum. í lofti var blá móða, svo
skyggni var ekki gott, en útsýn-
ið var æfintýralegt, enda var
þess hópur manna á leið til að
skoða eitt æfintýrið. Eftir tæpra
tveggja stunda ferð var komið
austur að Ljósafossi, Sogsvirkj-
uninni. Tóku menn nú að skoöa
mannvirkin austur þar, sem svo
mikið hefir verið rætt um hin
síðari ár.
Það, sem fyrst vekur eftirtekt
manns, er garðurinn yfir Ljósa-
foss. Ef til vill hefði mörgum
ferðamanni úr Reykjavík og
víðar að þótt það ótrúlegt fyrir
nokkrum árum, að þarna væri
yfirleitt hægt að byggja garð,
því flestum mun hafa litizt
Ljósafoss óárennilegur, og lík-
legastur til að fara sínu fram
og menn hafa litið á hann sem
tröllslegan jötun, er ekki yrði
heftur í bönd af manna hönd-
um, en mannshöndin er sterk,
ef hún beitir þeirri tækni, sem
hún hefir lært að nota sér.
yfirlýsing, að Kommúnista-
flokkurinn viðurkennir ekki lög
og þingræði, kemur alveg á óvart
mjög mörgu því fólki, sem greitt
hefir kommúnistum atkvæði, eða
er a. m. k. alveg í ósamræmi við
þess eigin skoðanir.
Enginn þarf að láta sér detta
í hug að þeir ca. 5000 kjósendur
sem sl. sumar fylgdu kommún-
istaflokknum, séu allir andstæð-
ingar „laga og þingræðis" í land-
inu.
Það er enginn vafi á því, að
margt fólk hefir kosið Kommún-
istaflokkinn eingöngu af því að
það „stóð í þeirri meiningu" að
hann væri róttækasti umbóta-
flokkurinn í landinu og bæri kjör
lítilmagnanna mest fyrir brjósti
— en alls ekki vegna andstöðu
við lög og þingræði eða af ein-
hverri sérstakri trúartilfinningu
gagnvart hinum blessaða Marx,
hinum álíka bölvaða Trotsky eða
hinu óviðjafnanlega stjórnar-
fari Stalins austur í Rússlandi.
Fyrir þetta fólk verður hin
nýja afhjúpun kommúnistaleið-
toganna mjög nytsamur lær-
dómur.
Alþýðuflokkurinn hefir unnið
þarft verk með því, að knýja
þessar staðreyndir fram í dags-
ljósið. En fyrir kommúnistaleið-
togana íslenzku mun nú vera sá
einn kostur, að bíða þess að þeim
renni upp nýtt ljós úr austri,
sem beini þeim inn á vegu heil-
brigðrar skynsemi. Og eftir þeim
fréttum að dæma, sem frá Rúss-
landi berast, er þess e. t. v. held-
ur ekki langt að bíða.
Stíflugarðurinn.
Og svona er þetta. Yfir Ljósa-
foss liggur nú 190 metra garður
úr járnbendri stensteypu; þessi
garður er 9.5 metra breiður að
neðan og 6.75 metra að ofan.
Neðst fláir garðurinn mikið. Það
er sú hliðin, sem að straumnum
veit, en efst er hann beinn. Hæð
garðsins er 8.5 metrar. Á garð-
inum vestantil eru þrjú vatns-
hlið (flóðgáttir) 3 metra breið
og 4 metra há hvert. Austar á
garðinum eru vatnspípuopin 3
og frá þeim liggja vatnspípurn-
ar til stöðvarhússins. Þessar píp-
ur eru 39 metra á lengd og 3.5
metra í þvermál. Fyrir þessum
opum eru ristarhlið 3 metra
breið og 4 metra há.
Mestallur stíflugarðurinn er
holur innan. Eru í garðinum
einskonar herbergi, 3—4 metra
breið og ca. 5 metra löng. Er
þannig hægt aö ganga um allan
stíflugarðinn og fylgjast með
því hvort nokkuð bilar.
Stöðvarhúsið.
Næst er stöðvarhúsið. Það er
57 metra langt, 689 kvaðrat-
metrar að flatarmáli. Þar er
vélasalur 37 metra langur og 10
metra breiður og hefir verið
komið þar fyrir tveimur aflvél-
um, sem hafa 6250 hestöfl, en
rúm er fyrir þá þriðju.
Þá er þarna íbúðarhús úr
steini, fyrir starfsmenn virkj-
unarinnar og svo eru þar mörg
verkamannahús, en þau mun
eiga að flytja burt.
Þegar fossinn hvarf!
Þegar menn höfðu gengið
þarna um og skoðað þessi
mannvirki og meðal annars
horft á það, að járnhlerarnir
sigu hægt og hægt niður fyrir
vatnshliðin, að Ljósafoss var
stíflaður af tveimur mönnum,
— hingað og ekki lengra, og
fossinn smáminnkaði, svo að nú
er hann í raun og veru ekki til,
— ef til vill mætti segja, að
honum hefði verið veitt í nýjan
farveg. Sem sagt, þegar menn
höfðu. skoðað þetta allt, var
mönnum boðið til matstofu
verkamanna að Llósafossi og
þar beið matur framreiddur.
Pétur Halldórsson borgarstjóri
bauð menn velkomna á staðinn
en undir borðum flutti Steingr.
Jónsson Rafmagnsstjóri ræðu
um Sogsvirkjunina.
2800 kw. afgangs.
í ræðu sinni gat rafmagns-
stjóri þess, að Berdal verkfræð-
ingur hefði komið með Lyra síð-
ast, til þess að taka út nokkurn
hluta Sogsvirkjunarinnar. Eig-
inlega yrði hún tekin út í þrennu
lagi og myndi þessari úttekt
lokið síðari hluta þessa mánaö-
ar, en ekki væri gott að segja,
hvenær þessu verki væri í raun
og veru lokið. Þetta kæmi smám
saman. Allt verkið hefði, sagði
rafmagnsstjóri, gengið eftir
beztu vonum, og mætti búast við,
að ekki þyrfti að auka afl stöðv-
arinnar fyrr en eftir 4—5 ár, en
eins og kunnugt væri, þá væri nú
aðeins iítill hluti orku Sogsins
tekinn til afnota. Elliðaárstöðin
framleiðir nú 2500 kw., eða allt
að 2800 kw„ og ef rafmagns-
neyzlan eykst 1000 kw. í vetur,
þá verður ónotað sem svarar því I
er Elliðaárstöðin framleiðir nú.
Er þá reiknað með því, að ekki
gangi nema önnur vélasam-
stæðan við Sogið, en hin sé til
vara.
Er menn höfðu lokið snæðingi
og voru mettir, tilkynnti borgar-
stjóri, að ferðinni mundi haldið
áfram upp að Þingvallavatni,
sökum þess, hvað veður væri
bjart og skemmtilegt.
Upp við Sog rifjaðist það upp
fyrir mönnum, að upphaflega
hét það eitt Sog, þar sem vatn-
ið fellur úr Þingvallavatni, en
áin sjálf hét Ölfusá ofan við
Hvítá, en Hvítá eftir það, og
Þingvallavatn hét Ölfusvatn, en
héðan af mun nöfnunum varla
verða breytt.
Þegar ekið var fram hjá
Ljósafossi til baka, þá var þar
nú að myndast stórt vatn, en
er að Álftavatni kom, hafði það
minnkað og taldist mönnum svo
til, að vatnsborðið hefði lækkað
um 30—40 cm.
Straumnum hleypt í leiðsluna
til Reykjavíkur.
Á heimleiðinni var komið við
í Elliðaárstöðinni, og skyldu
menn nú verða áhorfendur að
því, er Sogsrafmagnið kæmi
þar. Þegár þar var komið, var
spurt: „Er rafmagnið komið?“
Já — og nú kemur það bráðum,
og menn röðuðu sér andspænis
veggnum sem mælarnir eru á.
Eftir nokkra stund heyrist ofur-
lítill niður, ekki fossniður, held-
ur vélrænn niður og nálarnar á
mælunum stigu hærra og hærrra,
upp í 60 þús. volt. Nú, hér var
það þá komið, og eftir ca. 10
daga taldi rafmagnsstjóri að
hægt mundi að taka það í notk-
un í bænum.
Þegar til Reykjavíkur kom,
var haldið að Hótel Borg og var
veitt þar kaffi. Skildu menn
þar glaðir og reifir, eftir
skemmtilegan dag.
Fyrir 46 árum.
Allir munu kannast við það,
að hér á landi hefir verið sá
siður að „vígja“ öll stærri
mannvirki, þegar byggingu
þeirra er lokið. Þessar vígslur
eru einskonar hátíðir, þar sem
allir er til ná, koma saman.
og gleðjast saman yfir unnum
sigri. Fyrir 46 árum fór fram sú
stærsta vígsluhátíð, sem haldin
hafði verið hér á landi, og var
sú vígsla bundin við þetta sama
vatnsfall. Það var þegar Ölfus-
árbrúin var vígð 7. sept. 1891.
Við þá vígslu var fyrst sungið
kvæði Hannesar Hafsteins, er
byrjar á þessum orðum:
„Þunga sigursöngva
söng hér elfan löngum.“
Síðar segir Hannes: „Nú er
vort að syngja sigurljóðin.“ En
þetta kvæði var ort við brúar-
Enn mun það svo, að margt
sé óbrúað og annað verði aldrei
brúað, nema þá örstutt augna-
blik.
Sogsvirkjunin er svo stórt
skref stigið fram á veg, að það
verður að álítast fullkomlega
réttmætt, að sem flestir komi
saman og gleðjist yfir unnum
sigri, þar sem því er gleymt, er
á milli bar um leiðir að mark-
inu.
Síðar sker svo sagan úr því,
hver hafi mestan þátt átt í því
að þessi sigur vannst, en menn
halda áfram að skapa nýja
sögu.
Þýðing Sogsvirkjunarinnar
fyrir Reykjavík.
Hér hefir þá, í örstuttu máli,
verið sagt frá þessari Ljósafoss-
för, auðvitað er það margt fleira
sem freistandi er að drepa á í
sambandi við ferðina. Þó verður
hér nú litlu við aukið.
Almenningur í Reykjavík hef-
ir beðið þess með nokkurri ó-
þreyju, sem vonlegt er, hvað það
mundi kosta, að verða aðnjót-
andi aflsins frá Ljósafossi til
ljósa, suðu og hitunar. Hver og
einn hefir verið að geta sér þess
til, hvort hann gæti hitað húsið
sitt, soðlð matinn o. s. frv., og
það er deilt um það, hvað þetta
eigi að kosta. Að þessu sinni
blanda ég mér ekki í þá deilu,en
vil aðeins leggja áherzlu á það,
að rafmagnsverðið verði svo lágt
að sem allra flestir geti notað
það í stað olíu og kola. Sogsraf-
magnið á að færa borgara
Reykjavikur hvern nær öðrum,
þannig að sem flestir geti setið
við sama borð, en að ekki mynd-
ist tvær stéttir manna, þar sem
aðeins önnur geti notið þeirra
gæða, sem Sogsrafmagnið veitir,
sem svo dýru verði hefir verið
keypt, en hin sé lokuð úti frá
því ljósi og þeim yl, sem Sogs-
virkjunin á að geta leitt yfir
Reykjavík.
Þegar við, sem fórum austur
að Sogi í fyrradag, vorum að
skilja á Hótel Borg, þá lét borg-
arstjóri þá ósk í ljósi, aö bæjar-
stjórn og blaðamenn færu ekki
að metast um það, hverjum að-
ila góöa veðrið þá um daginn
væri að þakka, en legðust held-
ur á eitt um það, að vinna að
velferð Sogsvirkjunarinnar, og
til að útiloka að metnaður kæmi
upp um það, hverjum góða veðr-
ið væri að þakka, þá sagði hann
það vera sitt álit, að þetta væri
göldrum að kenna. Eg efast ekki
um það, að allir, sem þarna voru,
vildu að velgengni Sogsvirkjun-
arinnar verði sem mest, — en
mundu það ekki vera galdrar,
ef allir þessir aðilar yrðu sam-
mála um, hvaða leið ætti að fara
til þess, að þessu marki yrði sem
bezt náð? Ef einhver kynni að
efast um þetta, þá ætti hann að
kynna sér það, sem hefir verlð
ritað um Sogsvirkjunina i blöð-
in, síðustu árin.
Magnús Stefdnsson.
Jarðarför frú Helgu Björgvínsdóttur
frá Efra-Hvoli fer fram frá Stórólfshvols-
kirkju priðjudaginn 12. okt. Athöfnin hefst
að Efra-Hvoli kl. 12 á hád.
Vandamenn.