Nýja dagblaðið - 07.10.1937, Page 4

Nýja dagblaðið - 07.10.1937, Page 4
REYKJAVÍK, 7. OKT. 1937. NYJA DAGBLAÐIÐ 5. ARGANGUR — 232. BLAÐ JGamla Bfó| Gímsteínaráníð míkla Afar spennandi amerísk leynilögreglumynd. Aðalhlutverkin leika: GERTRUDE MICHAEL, Sir GUY STANDING og RAY MILLAND. Aukamyndir: Skipper Skræk teiknimynd og Jazzmynd. „ÞORLÁKIJR ÞREYTT I!“ Skopleikur í 3 þáttum eftir Neal .. og Ferner, í staðfærslu .. Emils Thoroddsen. Aðalhlutverkið leikið af hr. Haraldi Á. Sigurðssyni. Leikstjóri: Indriði Waage. Frumsýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Kftt&p «g saSb Fallegur fermingarkjóll á kr. 25.00. Satínkjóll á 12 ára, kr. 15.00. Matrósablússa og plysser- að pils ódýrt til sölu. Til sýnis í verzlun Guðrúnar Heiðberg. ÁÍYÍHÐA Stúlka, með þriggja ára barn, óskar eftir ráðskonustöðu í Reykjavík. Afgreiðslan vísar á. D Kennsla íslenzku, dönsku, ensku, verzlunarreikning, bókfærslu og vélritun, kennir Hólmfríður Jónsdóttir, Lokastíg 9. Viðtals- tími 8—9. Sími 1698. Kenni í vetur íslenzku, dónsku ensku og þýzku, Garðar Svavarsson Til viðtals í síma 3726 kl. 12—2 og 8—9. SALTKJ0T frá bezfu sauðfjárhéniðunum. Geríð pantanir sem fyrsf. Okaupfélaqið Skemmtikvöld Framsóknarmanna að Hótel Borg í kvöld, Samkoman heist kl. 8,30 með sameiginlegri kaffidrykkju. Til skemmtunar verður: Ræður, söngur, danz. Aðgöngumíðar seldir á afgreiðslu Nýja dagbl. í dag og við innganginn. Fjolmenníð! - Takíð með ykkur gestí, ---- Sækið aðgöngumiðana tímanlega. - Nýja Bló Hín ódauðlega Indíánasaga Síðastí Mohíkanínn eftir J: F. Cooeer, sem amerísk stórmynd frá United Artists fél. Aðalhlutverkin leika: Randolph Scott, Billie Barnes, Henry Wiicoxon o.fl. Börn fá ekki aðgang. Aðeíns 3 söludagar eitir í 8. flokki - Happdrættið. ÖRLAGAFJÖTRAR 55 — Hvernig vogar þú þér að koma með svona get- sakir? svaraði hún reiðilega. — Halt þú þér í skefjum. Mig langar bara til að vita hvað það er sem að mér er. Eru það fötin, orðfærið eða hátternið? Hún var orðin óþolinmóð, og stærilæti hennar mót- mælti því harðlega að hún léti spyrja sig út úr á þennan hátt. — Finnst þér nokkuð einkennilegt við það þó að stúlkur játist ekki fyrsta manninum, sem kann að koma og biðja þeirra? — Fyrsta manninum. Það er þó ómögulegt. — Þú ert dóni, þú ert gjörsneiddur öllum manna- siðum. Þú breiðir úr þessum peningum þínum fyrir framan mig, eins og ég væri betlari. Jafnvel þó að ég væri það, þá myndi ég ekki giftast þér. Farðu svo f burtu. — Þakka þér fyrir. Þetta var það sem mig langaði til að vita. Adieu. Hann snerist á hæli og gekk til dyranna. Þar mætti hann Margareti. — Ert þú að fara strax aftur? — Já, en ég kem í veizluna til yklcar. Ég gæti bezt trúað að það yrði einhver sú allra eftirminnilegasta veizla, sem haldin hefir verið hér. Hann þrýsti hendi hennar og hljóp niður tröpp- urnar. Rétt í því heyrði hann ógnarlegt gelt og há- vaða hinumegin við húsið. Hann þekkti strax að það var Gyp, er var að gelta, en furðaði þó á því, þar eð hann var óáleitinn og friðsamur. Þegar Kit kom fyrir húshornið, sá hann hverskyns var. Luke Cavan- dish sat á hesti sínum, álútur, og lét hina löngu svipu sína ríða yfir Gyp. En Gyp, er var slíku óvanur, var að gera tilraun til að stökkva að hestinum og bíta í fætur Lukes. Svipuólin small á trýni hundsins, og hann fann til mikils sársauka. Gyp stökk að hestinum og náði í tána á stígvéli Lukes, og hékk á því þrátt fyrir þó að svipan riði hvað eftir annað yfir bak hans og höfuð. — Kastaðu svipunni! hrópaði Kit. Gyp! Komdu hérna! Hundurinn heyrði rödd húsbónda síns og sleppti takinu á skkótá Lukes, — en i sama vetfangi hafði Luke endaskipti á svipunni, og keyrði hið þunga svipu- skaft ofan í höfuð hundsins. Gyp féll um koll án þess að gefa frá sér hljóð, og það fór titringur um líkama hans. Luke veifaði svipunni og formælti hundinum. — Hann var rétt að segja að fæla fyrir mér hestinn, óþokkinn sá arni. Þetta ætti að------- í sama bili náðu tvær sterkar hendur tökum á honum, og honum var kippt úr söðlinum. Svipunni var svipt úr höndum hans, og Luke fann sér til mik- illar undrunar að hann stóð á jörðunni, andspænis Kit, er hélt á svipu hans, — og andlit Kits var dökkt af reiði og fyrirlitningu. Svo stökk Kit á Luke. Hann greip utan um hann áður en hinn hafði getað lyft handleggjunum frá síðunum, — og hóf hann á loft. Svo kastaði Kit Luke ofan í þröngan en blautan skurð er lá með gang- stéttinni. Að því búnu tók Kit Gyp í fang sitt og stikaði í burtu í grátþungu skapi, en eftir honum fylgdu böl- bænir og heiftaryrði hins sárreiða og mjög illa út- leikna Lukes Cavandish. XV. KAFLI. Höggið ríður. Eftir átökin milli þeirra Kits og Lukes, varð opin- bert stríð á milli heimilanna. Luke stóð í þeirri mein- ingu að hann hefði verið beittur ofbeldi af Kit, — og hann skrifaði honum og krafðist þess að Kit bæði sig formlega afsökunar. Kit reif bréfið í sundur með kuldahlátri, og virti hinn ekki svars. Atburður þessi varð aðalumræðueínið í nágrenninu, og Luke fékk fjölda samúðarbréfa, en Kit var yfirleitt ekki virtur viðlits, þar sem hann sást á mannamótum. Kit þótti sem þetta væri hæfilegur undanfari þess er von bráðar átti að ske, og fannst að eftir þetta ætti hann enn auðveldara með að gera svik Lukes uppská, en áður. Dagarnir liðu og það var kominn sá dagur, er næstur var á undan hinum tilvonandi veizludegi á Bluehayes. Þennan dag var hringt í símann á Blue- hayes ,og beðið um Cyril til viðtals. Var það frú Newcome og beiddi hún Cyril að finna sig samstundis. — Hann hefir komizt að öllu saman, sagði hún er hann var kominn til hennar. — Komizt að hverju? — Þessu á milli okkar. Hann náði í bréf frá þér og las þau. Það var hræðilegt, — En það var ekkert athugavert í bréfunum. Ég hefi aðeins skrifað þér kunningjabréf. — Já, það getur verið, en hann les miklu meira út úr þeim. Hann var fokreiður og hótaði að skjóta þig. Ég grátbað hann að gera það ekki, og ég varð að sverja það að sjá þig aldrei framar. Hann horfði á hana fullur undrunar. — Já, en nú er ég hér. — Auðvitað. En ég mátti til að sverja. Ilvað átti ég að gera annað? — Segja honum sannleikann. Því sagðirðu honum ekki að þú elskaðir mig, og að þú ætlaðir ekki að þola kaldlyndi hans og ónærgætni lengur? Það er bezt, að hann fái að vita sannleikann. — Nei, það er það ekki. En það er enda orðið of seint nú, Cyril. Hann ætlar að fara í ferðalag núna eftir þrjá daga til Madeira, og ég á að fara með honum. En ég hata hann, og ég get ekki lifað með manni sem ég hata. Eg get ekki hugsað til þess, að eiga að skilja við þig, Cyril. Mér er það ómögulegt. Hún þerraði tár úr augunum og snökti á mjög hjartnæman hátt. Eg get ekki gert að því, en mér finnst ,Cyril, að þú

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.