Nýja dagblaðið - 22.10.1937, Blaðsíða 1
AÐAL
Astasaga
ársíns er
MELEESA
rv*i/\
ID/\G»IBIL/\OIHÐ
5. ár.
Reykjavík, föstudaginn 22. október 1937.
245. blað
ANN ÁLL
Úrslitasígur
uppreisnar-
Ihaldíð ielldí þær tíl-
lögur að raímagn tíl
suðu yrðí á 8 aura
og rafmagn tíl hítun-
ar á 3 aura
295. dagur ársins.
Sólarupprás kl. 7.34. Sólarlag kl. 4.42.
Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 6.55.
Veðrið.
Allhvasst horðaustan, úrkomulaust.
Kaldara.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 5.15 að kvöldi til kl. 5.10 að
morgni.
Næturlæknir
er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfs-
stræti 14, sími 2161. — Næturvörður er
í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur
Apóteki.
Útvarpið.
19.20 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan. 20.55
Tónleikar Tónlistarskólans. 21.35
Hljómplötur: íslenzk lög. 22.00 Dag-
skrárlok.
Skipafréttir.
Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í
gærmorgun. Goðafoss kom að vestan
og norðan í gærmorgun. Brúarfoss fór
frá London í gær. Dettifoss er á leið
til Vestmannaeyja frá Hull. Lagarfoss
fór frá Djúpavogi í gærmorgun áleiðis
til Bergen. Selfoss kom frá útlöndum í
gærkvöldi. — Esja var á Djúpavogi kl.
5 í gær. Súðin var á Reykhólum á
sama tíma.
Guðspekifélagið.
Sameiginlegan fund halda Reykja-
víkurstúkan og Septíma, föstudaginn
22. þ. m. kl. 8%. Fundarefni: Rætt um
breytingu á fundardegi.
Bifreiðarstjórinn
á RE. 1228 kom í gærkvöldi á lög-
reglustöðina og tilkynnti að drengur á
hjóli hefði orðið fyrir bifreið sinni og
hefði drengurinn verið fluttur á Lands-
spítalann. Málið er í rannsókn.
Höfnin.
Kári kom frá Englandi í fyrrinótt og
fór aftur á veiðar í gær. Brimir var
væntanlegur frá Norðfirði í nótt.
Vetrarstarfsemi
íþróttaSélaganna
íþróttafélög bæjarins hafa nú hafiö
vetrarstarfsemi sína og verða íþróttir
og leikfimi iðkaðar af miklu kappi í
ár, ekki síður en í fyrra.
Ármenningar munu stunda leikfimi
sína í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
og fimleikasal Menntaskólans, í 8
flokkum alls. Auk leikfiminnar verða á
vegum Ármanns iðkuð glíma, frjálsar
íþróttir, handknattleikur, sund, róður,
hnefaleikar og loks skíðaferðir, þegar
snjóa tekur og skíðafæri kemur. Skíða-
kennari félagsins í vetur verður Ketill
Qlafsson frá Siglufirði. Alls munu hátt
á 6. hundrað manns stunda leikfimi
og íþróttir á vegum Ármanns í vetur.
íþróttafélag Reykjavíkur æfir 9 leik-
fimisflokka í húsi sínu og verða um 30
í hverjum flokki. Sömuleiðis æfir það
Badminton og senn verður byrjað á
handknattleik. Ennfremur er lögð
stund á sund og skíðaferðir verða að
sjálfsögðu teknar upp þegar færi gefst.
Á vegum Knattspyrnufélags Reykja-
víkur æfa 9 flokkar leikfimi í húsi þess,
alls um 200 manns.
40—50 menn leggja stund á frjálsar
íþróttir og innanhúss-knattspyrnuæf-
ingar verða teknar upp eftir nýár.
Sund iðka um 30 manns úr K.R. Skíða-
göngur hefjast þegar snjór fellur.
íþróttafélag kvenna, hefir leikfimi og
Badminton og er hvorttveggja vel sótt
og mikill áhugi.
Úr Fram munu 35—45 iðka leikfimi
og innanhúss-knattspyrnuæfingar og
um 40 manns úr Val.
Alls leggja því um 1300 manns úr
þessum sex félögum stund á leikfimi
og íþróttir hér í bænum í vetur, en vit-
anlega iðkar fjöldi fólks leikfimi í
skólum.
matma á Norður-
Spáiti
Háttsettir menn
í stjórnarhernum
ásakaðir Syrir
samsæri
LONDON:
Uppreisnarmenn á Spáni segjast nú
vera komnir inn í úthverfi Gijon-borg-
ar og muni hún falla fljótlega. Innan
borgarinnar er sagt að ríki hið mesta
stjórnleysi, og að hvítir fánar blakti
þar víðsvegar við hún.
í Madrid er einnig búizt við falli Gi-
jon-borgar á hverri stundu. Munu þá
uppreisnarmenn hafa náð á sitt vald
öllum hafnai'borgum á Norður-Spáni,
sem nokkra þýðingu hafa, og má því
gera ráð fyrir að þeir sendi þann her-
afla, sem þar hefir barizt, til annarra
vígstöðva.
í frétt frá Valencia er sagt, að þar
hafi verið handteknir þrír háttsettir
embættismenn innan hersins, og er
þeim gefið að sök, að hafa tekið þátt í
samsæri gegn stjórninni og bera á-
byrgð á því, að Malaga féll í hendur
uppreisnarmönnum. Einn þessara
manna er Ascensio hershöfðingi, sá er
var aðstoöar-hermálaráöherra í stjórn
Caballeros og veitti forustu suðurher
stjórnarinnar. Annar hinna handteknu
er fyrrverandi forseti hei'foringjaráðs-
ins, og sá þriðji herforingi úr her
spönsku stjörnarinnar á Suður-Spáni.
— FÚ.
Umrædur í enska
þmgínu um utan-
ríkísmál
Stjjórnarandstœð-
infiur tortryfifíja
ítali.
LONDON:
Fundir hófust í báðum deildum
enska þingsins í gær og voru utanríkis-
málin þegar tekin á dagskrá.
í framsöguræðu sinni sagði Eden m.
a. að ítalir hefðu á fundi hlutleysis-
nefndarinnar í fyrradag lagt fram góð-
an skerf til að fá samkomulag um
brottflutning sjálfboðaliðanna.
Attlee, foringi 'Verkamannaflokksins,
taldi samkomulagið í hlutleysisnefnd-
inni gagnslaust, ef ítalir 'hættu ekki
alveg afskiptum af Spánarstríðinu.
Hvað ætlar stjónin sér að gera? spurði
hann, ef ítalir halda áfram að flytja
liðsauka til Spánar meðan hinar fyrir-
huguðu rannsóknir fara fram?
A. Sinclair, foringi frjálslynda
flokksins, tók í sama streng. Hann
kvaðst ekki trúa öðru, en að ítalir ætl-
uðu sér ekkert annað með þessari
málamiðlun, en að tefja málið, meðan
þeir væru að flytja aukið lið til Spán-
ar. Hann lagði til, að landamæri Frakk-
lands og Spánar yrðu þegar opnuð, ef
ítalir hættu ekki öllum hersendingum
til Spánar. — FÚ.
Gunnar Gunnarsson
fasr JifízU bóUmennta-
verðlaun.
EINKASKEYTI FRÁ
KAUPMANN AHÖFN
í gær voru Gunnari Gunnarssyni
skáldi afhent á háskólanum í Hamborg
hin svonefndu Henrik Steffens verð-
laun, 10 þúsund krónur að upphæð. FÚ.
Aðalmálið á bæjarstjórnar-
fundinum í gær var að taka
endanlega ákvörðun um raf-
magnsverðið. Fyrri umræða um
frumvarp undirnefndarinnar
sem bæjarráðið kaus til að at-
huga málið, fór fram á síðasta
bæj arstj órnarf undi.
Urðu um málið talsverðar
umræður, en endanleg niður-
staða varð sú, að frumvarpið
var samþykkt óbreytt og allar
breytingartillögur felldar.
Samkvæmt því verður verð á
ljósarafmagni 40 aurar á kwst.,
suðurafmagni 10 aurar og hit-
unarrafmagni 4 aurar. Til eru
þó nokkrar sértaxtar, sem menn
geta valið um, en verðið getur
þó samkvæmt þeim varla orðið
lægra en þetta.
Aðalbj. Sigurðardóttir hafði,
samkvæmt tillögum fulltrúa-
ráðs Framsóknarfélaganna bor-
ið fram tillögu um það að verðið
á suðurafmagni yrði 8 aurar og
verðið á hitunarrafmagni 3 aur-
ar.
í ræðu, sem frú Aðalbjörg
hélt, sýndi hún fram á að þrátt
fyrir hækkað verð á ljósaraf-
magni, mætti ekki búast við
neitt verulega aukinni notkun
rafmagns til lýsingar. Notkun
rafmagns til suðu og hitunar
myndi hinsvegar aukast veru-
lega, ef verðið yrði hagstætt
fyrir kaupendur. í þeim efnum
mætti ekki eingöngu miða við
verð á kolum. Þá myndi notk-
unin ekki aukast verulega, því
stofnkostnaðurinn við að taka
upp rafmagnssuðu væri það
mikill, að menn leggja ekki í að
fá sér tækin, án þess að hafa
einhverja von um hagnað í
framtíðinni. Sama mætti segja
um hitunina. Þess vegna væri
það óhjákvæmilegt, að hafa
verðið á suðurafmagninu og hit-
unarrafmagninu það lágt, að
neytendum væri það tvímæla-
laust hagkvæmara að nota raf-
magn heldur en kol og gas.
Báðar þessar tillögur voru
felldar. Jafnaðarmenn greiddu
atkvæði með þeim, en íhaldið
allt á móti.
í sambandi við þetta mál urðu
talsverðar umræður um verðið á
rafsuðutækjunum og komu
ýmsar tillögur fram í sambandi
við það. Verður þeirra nánar
getið síðar.
Hitaveitan.
Sú fyrirspurn var lögð fyrir
borgarstjóra, hvernig boranirn-
Anthony Eden.
Utanríkismálastefna ensku
stjórnarinnar varð fyrir hörðum
árásum frá stjórnarandstæð-
ingum í enska þinginu í gær.
Sjá á öðrum stað.
ar á Reykjum hefðu heppnazt í
sumar. Sagði borgarstjóri að
ekki hefði verið grafin nema ein
hola og væri hún nú orðin 240
m. djúp. Þegar komið var ofan í
50 m. dýpi, var vatnsmagnið
orðið 10 lítrar, en síðan hefir
það ekki orðið meira. Borgar- {
stjóri sagði að verkfræðingarnir :
gerðu sér góðar vonir um, að ]
vatnið yrði meira, þegar komið
væri lengra niður, en holan ætti
að vera 350 m. djúp. Þá sagði
hann að nú ætti líka að fara að
grafa með gamla bornum og þá
mætti búast við að meira vatn
fyndist!
Borgarstjóri sagði að alls væri
vatnsmagnið á Reykjum orðið
160 lítrar á sek. og væri það
helmingur þess vatnsmagns, er
áætlað væri a§ þyrfti til að hita
upp Reykjavíkurbæ eins og
hann er nú.
Atvinnubótavinnan.
Borgarstjóri skýrði frá því á
fundinum, að 100 manns hefðu
byrjað í atvinnubótavinnu í
gærmorgun. í tilefni af fram-
kominni fyrirspurn skýrði hann
frá því, að af þeim 450 þús. kr.
(Vá frá ríkinu), sem áætlað
hefði verið að verja til atvinnu-
bóta á árinu, væru ekki nema
50 þús. kr. eftir. Bærinn hefði
heimild í fjárhagsáætlun til að
taka 100 þús. kr. að láni í þessu
skyni og myndi það verða gert.
Ríkisstjórnin myndi sennilega
leggja fram jafn mikið fé á
móti.
Fulltrúi kommúnista bar
fram þá tillögu að fjölga skyldi
þegar • í atvinnubótavinnunni
upp í 200 manns. Þegar sú til-
laga kom fram, lagði Jón Axel
fram þá tillögu að fjölgað skyldi
upp í 250 manns. Báðum tillög-
um var vísað til bæjarráðs.
RefíUjaviUurbar.
í tilefni af þeim úrskurði lög-
manns, að eiganda Reykjavík-
urbars væri heimilt að opna
hann aftur, endurnýjaði bæjar-
stjórnin þá samþykkt sína, að
Barinn skyldi vera lokaður.
T í Ð I N D I
úr Vesim.eyjitm
Netagerðin.
Síðan í júníbyrjun hefir verið unnið
með tveimur vöktum á sólarhring.
Framleidd eru daglega um 50 þorska-
'net. Netin eru unnin úr ítölsku neta-
ígarni, og eru að gæðum og verði sam-
:bærileg erlendri framleiðslu.
Olíusamlagið.
Olíusamlag Vestmannaeyja er nú að
láta reisa olíugeymi, sem á að taka 800
tonn af olíu. Verkinu miðar vel áfram
og verður geymirinn tilbúinn í næsta
mánuði og mun þá Samlagið fá olíu
og hefja starfsemi sína.
Almenn þátttaka er í félagsskap
þessum, sem er með samvinnusniði, og
gera útgerðarmenn sér vonir um að
með þessu muni hvorttveggja takast,
að lækka söluverð olíunnar og að koma
í veg fyrir frekari verðhækkun hring-
anna hér, en orðið er.
Hraðfrystihús.
Ráðagerðir eru frammi í Vestmanna-
eyjum, um að bæta úr vöntun hrað-
fystihúss þar, á þann hátt, að auka
og endurbæta húsakynni ísfélags Vest-
mannaeyja og koma þar upp hrað-
frystitækjum í sambandi við aðrar end-
urbætur. Gert er ráð fyrir, að Fiski-
málanefnd veiti lán að einhverju leyti
til þessara framkvæmda.
Fisksölusamlagið.
Aðalfundur Fisksölusamlags Vest-
mannaeyja var nýlega haldinn. End-
urkosnir voru í stjórn með 9 atkvæöum
þeir Ársæll Sveinsson, Jóhann Þ. Jó-
sefsson, Jónas Jónsson, Gunnar M.
Jónsson og Guðlaugur Brynjólfsson.
Endurkosnir voru með 5 atkvæðum til
þess að mæta á aðalfundi Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleiðenda, þeir
Ólafur Auðunnsson, Guðlaugur Bryn-
jólfsson, Eiríkur Ásbjörnsson, Ársæll
Sveinsson og Jónas Jónsson.
Úrslit kosníng-
airna í Noregí
Nazistai* töpiiðu
51 fulltrúa
kommiínistar 29
EINKASKEYTI FRÁ
KAUPMANN AHÖFN.
Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
inganna í Noregi hafa orðið þau, að
Verkamannaflokkurinn fékk 4224 full-
trúa, en hafði áður 3882. Hægri flokk-
urinn fékk 808 fulltrúa, en hafði áður
706. Borgaralegir listar minni flokka,
sem slegið höfðu sér saman, fengu
1677 fulltrúa, en höfðu áður 1755. Þjóð-
ernissinnaflokkurinn fékk 7 fulltrúa,
hafði áður 58. Bændaflokkurinn 1043
fulltrúa, en hafði áður 1031. Vinstri
flokkurinn fékk 1234 fulltrúa, hafði áð-
ur 1230. Kirkjulegir flokkar 95 fulltrúa,
höfðu áður 90. Kommúnistar 101, höfðu
áður 130. Smábændur og fiskimenn
fengu 61 fulltrúa, höfðu áður 65 og ó-
pólitískir flokkar og flokksleysingjar
885 fulltrúa, höfðu áður 1139. Verka-
mannaflokkurinn fékk 40% af öllum
greiddum atkvæðum. — FÚ.