Nýja dagblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 03.11.1937, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 Er rádlegi að reísa nýja síldarverksmiðju á Raufarhöfn ? Eitir Hólmsteín Helgason \ÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskrf stof urnar: Hafnarstræti 16. Simi 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Gefjun íær ekki að vinna Þau tíðindi gerðust í gær- morgun norður á Akureyri, að verkamannafélagsskapur í bænum sendi 30 menn að verk- smiðjum Sambandsins við Glerá, og krafðist þess að tæp- lega 200 menn, sem hafa þar fasta vinnu, legðu þegar niður starf. Jafnframt hótuðu þessir menn að leggja flutningabann á Sambandið á Akureyri og starfsemi þess þar og Kaupfé- lags Eyfirðinga. Hér eru að gerast atburðir sem vel geta orðið þýðingar- miklir í atvinnusögu landsins. Samvinnumenn landsins eru með margra ára þrautseigri og framsýnni vinnu búnir að koma upp nokkrum stórmerki- legum iðnfyrirtækjum: Gefjun til að vinna fullkomna dúka úr íslenzkri ull, sútunarverk- smiðju til að verka skinn og húðir og skógerð til að gera skó á íslendinga úr framleiðslu- vinnu landsmanna. Sambandið á allar þessar verksmiðjur, og auk þess nokkr- ar um land allt. Nálega 10 þús. heimili um land allt eru eig- endur þessara fyrirtækja. Og miklu fleiri landsmenn njóta verksmiðjanna. Þaðan hafa tugir þúsunda af íslenzku þjóð- inni fengið fatnað sinn á und- angengnum árum. Og þaðan vænti þjóðin að fá meira og meira af skófatnaði sínum og skjólfötum úr íslenzkum skinn- um. Þessar verksmiðj ur Sam- bandsins á Akureyri eru lang- dýrasta, langfullkomnasta og langbezt starfrækta iðnfyrir- tæki á landinu. Alþýðuflokkur- inn hefir sjálfur reynslu um það, að það er miklum erfið- leikum bundið að láta iðnfyrir- tæki bera sig og gera gagn. Allra nýjustu dæmin um slíka erfiðleika eru síldarbræðslurn- ar á Seyðisfirði og Norðfirði. Ríkið hefir hjálpað báðum þessum iðnfyrirtækjum stór- lega. En nú eftir hið mesta sildarsumar, er talið meir en ólíklegt um bæði þessi fyrir- tæki, að þau taki aftur til starfa nema ríkið veiti þeim enn meiri hjálp. Vitneskjan um þessa og aðra erfiðleika nýrra iðnfyrirtækja hefði átt að gera leiðtoga verkamanna mjög varfærna í aðbúð að slíkum fyrirtækjum. En reynslan sýnir að svo er ekki. Starfsfólkið í verksmiðjum Sambandsins var betur sett en nokkurt annað verkafólk á Ak- I. Þegar litið er til baka yfir sildarvertíðir síðustu tveggj a ára, og þó einkum þá síðustu, sl. sumar, hlýtur hver hugsandi maður að gleðjast yfir því, hversu náttúran hefir verið gjöful á þessu sviði, þegar allar aðrar bjargir virtust bannaðar, til að halda verulega uppi af- komu þjóðarinnar, og gera henni kleyft að halda áfram að lifa sjálfstæðu menningarlífi. En „það er engin rós án þyrna“, og svo er einnig um þessa gleði yfir hinum gjöfulu síldveiðum síðustu vertíða, og ætla ég þar, að ég tali ekki síður fyrir munn síldveiðimanna en fyrir mig, sem hefi aðeins verið áhorfandi. En ég verð að segja það, að mig hefir ekkert tekið sárara um atvinnumál og af- komu, einstaklinga og heildar, en að sjá fjölda af skipum og bátum liggja dag eftir dag við bryggjurnar, í mestu blíðviðr- um hásumarsins, full af sild, og bíða löndunar. Og sjá hina hraustu sjómenn okkar, aðgerð- arlausa í kös, í hinum þröngu í- búðum smáskipanna, eða vera að slæpast, daga og nætur í landi, og þá jafnvel stundum að sumir einstaklingar þeirra taka ýmis- legt það fyrir, til að dreifa tíma og leiðindum, sem öll- um aðilum væri betra að ekki væri aðhafzt. En eitt- hvað þarf iðjulaus hönd og hugur að vinna. Og á meðan grotnar síldin niður í skipunum, og verður léleg og nálega ónýt vara stundum, auk þess sem hún tefur stórkostlega fyrir vinnuafköstum verksmiðjanna, og skapar jafnframt lakari framleiðsluvörur. En utan við höfnina og hvar- vetna á miðunum veður síldin í stórum torfum, og þegar eitt- hvað af skipunum losnar, til að veiða hana, og kemur með full- ureyri. Húsakynni og vinnu- skilyrði eru hin beztu. Verk- stjórar og yfirmenn sanngjarnir og mannúðlegir. Frá hálfu Sambandsins var gert fjölmargt til að verkamenn i þessum verk- smiðjum hefðu hlýlegri og betri aðstöðu á margan hátt, heldur en tíðkast hjá gróðamönnum. Reynslan er líka sú, að megnið af starfsfólkinu fann ekki neina þörf til að ganga í kröfufélög móti húsbændum sinum, og er algerlega mótfallið verkfalli því, sem hér er hafið. Og allra mest er það þó mótfallið ofbeldi og ofsa þeirra manna, sem hafið hafa þessa deilu. Framkoma Jóns Sigurðssonar erindreka og félaga hans er því einkennilegri, þar sem að það eina, sem Akureyri vantar, er atvinna handa óbreyttum verka- mönnum. Starfsfólk Sambands- ins á Akureyri er eins og gróður- sæl eyja í stóru sandhafi. Þetta fermi af nýrri síld á vinnslu- staðinn, eru þar fyrir skip sem eru að losa, og bíða eftir að losa, meira og minna skemmda vöru, en þau sitja fyrir. Hin, sem koma með nýja og óskemmda vöru, eru dæmd til að biða, og láta sína síld verða eins, eða neyðast til að sigla langar leið- ir, eins og úr Þistilfjarðarflóa til Siglufjarðar eða lengra, til að losa, og eyða í það tíma, sem þau gætu notað til að ná 2—3 hleðslum af síld, auk þeirrar áhættu, sem því fylgir, eins og skipin eru venjulega hlaðin og með báta í eftirdragi. Þannig er fullnægt öllu rétt- læti um þessi mál, og er fátt annað en gott hægt um það að segja, með þeirri aðstöðu, sem fyrir hendi er, þótt bágt sé til að vita. II. Eins og vænta má, þegar um vandamál er að ræða, verða menn ekki á eitt sáttir um hvernig bezt verði fram úr ráðið, svo þær framkvæmdir, sem gerðar eru til að bæta úr yfirstandandi þörf, verði ekki síðar til að skapa nýjan vanda. Mál síldveiðanna og síldar- iðnaðarins, sem eitt af þessum stóru uppvaxandi málum í okk- ar þjóðfélagi, sem krefjast mik- illa og kappsamlegra átaka til f ramkvæmda og j afnframt mikillar forsjár, ef vel á að fara. Framsóknarflokkurinn lagði hornstein að byggingu þessara mála og framkvæmdum, með byggingu sildarverksmiðjunnar á Siglufirði 1930, og þótti sum- um þá í mikið fyrirtæki ráð- izt, og jafnvel tvísýnt. Síðan er ekki langur tími og ríkið þó eignazt 4 aðrar verksmiðjur, svo það hefir nú 5 í rekstri, eða réttara sagt fyrirtækið „Síldar- verksmiðjur ríkisins", sem nú vinna úr, þegar vel gengur, fólk er vel bjargálna og býr við róleg og örugg lífskjör. í hendur þess streyma um 500 þúsund krónur í kaup árlega frá Sam- bandinu. En allt í kring er eyði- mörk atvinnuleysisins. Sívaxandi fjöldi fólks leitar til Akureyrar og fær enga vinnu. Jón Sigurðs- son og félagar hans gera ekkert og geta ekkert gert fyrir þessa menn, nema ef þeim skyldi tak- ast að koma allt að 200 fjöl- skyldufeðrum út í atvinnuleysið, í viðbót við þá, sem fyrir eru. Forráðamenn verksmiðjanna á Seyðisfirði og Norðfirði ættu að skilja það, að alveg eins og þeir geta ekki komið sínum fyrir- tækjum áfram, ef þau eru rekin með töpum, þá muni svo fara á Akureyri með iðnfyrirtæki Sam- bandsins, að þau verði að hætta störfum, nema fullkominnar framsýni verði gætt í framtíðinni um að ofbjóða ekki gjaldþoli þeirra. hartnær 11,000 málum síldar á sólarhring. Auk þess hafa kom- ið í gang á þessum tíma all- margar síldarverksmiðjur, hjá einstaklingum eða félögum, sem munu vinna úr nálega eða al- veg eins miklu samanlagt. En þetta virðist þó langt frá því að vera nægjanlegt, a. m. k. í betri síldarárum, og með vax- andi þátttöku þjóðarinnar í þessari atvinnugrein, síldveið- unum. Eins og við er að búast, koma því fram háværir raddir um það, að ríkið láti enn bæta við og byggi nú fyrir næstu vertíð stóra síldarbræðsluverksmiðju, eða fleiri smáar, svo frekar verði komizt hjá hinum miklu og tilfinnanlegu stöðvunum veiðiflotans á vertíðinni. Hefir þegar komið fram frumvarp á Alþingi um heimild til að byggja eina stóra verksmiðju, og að taka til þess erlent lán, allt að iy2 milljón króna. Þetta virðist alveg sjálfsagt mál, þótt ekki sé gott að þurfa að auka skuldir ríkisins erlend- is umfram það sem þegar er orðið, og engin vissa er fyrir því, aö það sem til er af verk- smiðjum nægi ekki á næsta ári, þótt mikið vantaði til í ár.’ Við vitum enn of lítið frá okkur um síldina og ferðir hennar, og hvenær henni þóknast að vera í sjávarskorpunni, og hvenær ekki, og komum líklega aldrei til með að vita sumt af því. Það hafa komið síldarleysisár eins og síldargönguár, og þetta hvorttveggja endurtekur sig, en hvenær og hvernig veit enginn. En þegar síldin „slær ekki til“ er reksturshalli fyrirtækisins auðvitað því stærri, sem það er risavaxnara, og þarf því meiri varúðar að gæta í stjórn þess. En fyrir því virðist ekki hafa farið mikið ennþá. En það dugar ekki að sjá í alla hluti. Kapp er auðvitað bezt með forsjá. En þörfin er brýn fyrir þjóðina að afla þeirra framleiðsluvara, sem hægt er að selja á erlendum markaði, á yfirstandandi tíma. Og það virðist engin búhyggni að eyða erlendum gjaldeyri, sem er þó svo mjög takmark- aður, til kaupa á dýrum veiði- tækjum, sem svo er ekki hægt að hálfnota vegna vöntunar á vinnslutækjum, til að breyta veiðinni í gjaldeyri. III. En hvar á að byggja verk- smiðjuna? Það munu ekki nú frekar en áður allir verða sammála um það hvar eigi að reisa þessa verksmiðju. Það hafa, að því er ég veit, aðeins tveir menn rætt um þessi mál opinberlega á þessu ári, hr. Óskar Jónsson Hafnarfirði, varaformaður Síld- arútvegsnefndar, í Alþýðublað- inu s. 1. sumar, sem skrifaði um málið á dreif, og að því er virt- ist, einungis til að hefja máls á þessu og sýna fram á þörfina; og hr. Gísli Guðmundsson al- þingismaður í Reykjavík, sem ræddi þetta nokkru nánar frá sjónarhól almennra hagsmuna. Sjómenn og útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hafa nú með opinberri fundarályktun óskað að verksmiðjan verði byggð hér á Raufarhöfn, og sömu óskir hafa komið frá skipstjórum í Reykjavík og Hafnarfirði. í samræmi við óskir þessara að- ila, er frumvarp það, sem nú er fram komið á Alþingi, um byggingu nýrrar verksmiðju á Raufarhöfn, flutt. Ég get verið hr. Gísla Guð- mundssyni mjög sammála um flest það, er hann segir í grein sinni í N. dbl. 7. sept. þ. á. Þar á meðal um að auka þurfi síld- arvinnsluna hér á Raufarhöfn. En skoðun mín er sú, að hér eigi að byggja nýja verksmiðju, en ekki að stækka gömlu verk- smiðjuna, sem fyrir er. Ég er, sem heimamaður hér, mjög vel kunnugur verksmiðj- unni, og verð hiklaust að telja stækkun á henni og miklar frekari endurbætur óráðlegar. Verksmiðjan hefir á síðustu þremur árum, og þó einkum á s. 1. vori, verið endurbætt, svo sem föng voru á, eftir húsrými og öðrum ástæðum, svo þar er ekki hægt miklu við að bæta, og hefir það þegar kostað nokk- urt fé. Til þess að afköst verksmiðj- unnar gætu aukizt nokkuð sem um munaði, þyrfti að setja í hana a. m. k. nýtt suðuker, nýj- an þurkara og jafnframt nýja pressu, auk ýmsra smærri hluta. Þessum hlutum, sem eru enn nothæfir, það sem þeir ná, þyrfti þá að fleygja, sem ónýt- um. Sumt af þessu var sett inn á s. 1. vori, eins og t. d. gufu- ketill og kolakynding á þurk- arann. Auk þess hefðu nýjar og stærri vélar ekki pláss í verk- smiðjuhúsinu nema að rífa það að miklu leyti og stækka, því eins og er, er fullþröngt um þessa hluti, eins og þeir eru. Með þessu væri því eyðilagt það fé og sú fyrirhöfn, sem þarna hefir verið til kostað, án þess að út úr því hafi verið notað; þótt óhætt muni að full- yrða að þessar umbætur hafi þegar svarað kostnaði. Verksmiðjan getur gengið eins og hún er, með skaplegri keyrslu og viðhaldi, í nokkur, og ef til vill mörg sumur enn, og borið margfaldan ávöxt. Ég tel því sjálfsagt að reisa heldur hér nýja verksmiðju, þó ekki verði hún svo stór, sem til er tekið í frumvarpinu, en auð- vitað með stækkunarmöguleik- um. Þótt tvær verksmiðjur verði starfræktar hér á Raufarhöfn, er ekki mikil hætta á að þær skorti verkefni, þegar síld veið- ist á annað borð, því eins og kunnugt er nú orðið, munu ein- hver tryggustu og beztu síldar- miðin vera frá Rauðanúp • og suður fyrir Langanes. Menn hafa ekki almennt komið auga á þetta, fyr en nú á síðustu ár- um, eða einkum síðan farið var að leggja aðaláherzluna á síld- veiðar til bræðslu. En þetta hefir alltaf verið svo. Ég hefi náinn kunnugleik af þessum miðum, á hverju sumri síðan 1903, eða um 34 ára skeið, og ég man aðeins eftir þrem árum, sem lítið sást af síld á þessu svæði. En að líkindum hefir hún þá einnig gengið, því um hið Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.