Nýja dagblaðið - 11.11.1937, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
3
íslenzkukennsla við háskóiann
í Melbourne
RÍÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritst j órnarskrf stof urnar:
Lindargötu 1). Símar 4373 og 2353
Afgr. og augiýsingaskrifstofa:
Hafnarstræti 16. Simi 2323.
kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði.
í .lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Sími 3948.
Tvennskonar
verksmiðjurekstur
Mbl. lætur í ljósi nokkra
undrun yfir því, að Framsókn-
arflokkurinn skuli sýna Alþýðu-
flokknum talsvert langlundar-
geð, þar sem ástæður séu marg-
ar til annarar framkomu, þeg-
ar litið er á hina ofbeldisfullu
framkomu erindreka Alþýðu-
sambandsins við verksmiðjurn-
ar á Akureyri. En Mbl. þarf
ekki að undrast þetta. Flokkur
þess hefir orðið fyrir ekki minna
umburðarlyndi. Mbl.-menn hafa
á baki sér stórar syndir í verk-
smiðjumálum ríkisins á Siglu-
firði. Mbl. hefir haft sinn Svein
Benediktsson eins og Alþýðufl.
hefir sinn Jón Sigurðsson.
Framsóknarmenn vilja unna
Mbl.-mönnum að hafa fulltrúa
í stjórn síldarbræðslanna á
Siglufirði, þrátt fyrir eldri á-
virðingar fulltrúa flokksins.
Framsóknarmenn gera ráð fyr-
ir að bæði í Mbl.-flokknum og
Alþýðuflokknum verði vaxandi
ábyrgðartilfinning um hin þýð-
ingarmestu mál, og að Fram-
sóknarmenn þurfi ekki til lengd
ar að líða önn fyrir að hafa
sýnt báðum þessum flokkum
nokkra tiltrú um framkomu í
þjóðmálum. Þetta viðhorf hindr
ar vitaskuld ekki Framsóknar-
menn frá að beita fullkominni
gagnrýni í báðar áttir gagn-
vart þessum nábúum, þegar
þeir fara yfir eðlileg landamæri.
Munu nægileg tilefni gefast á
báðar hendur, ekki sízt ef óvið-
kunnanlegur kunningsskapur
verður milli manna úr þessum
flokkum við erlend stórveldi,
sem eru kunn að því að reyna
að hafa áhrif á innanlandsmál
í öðrum ríkjum.
En út af deilunum á Akureyri,
þykir rétt að benda Alþýðu-
flokknum á einn mjög hættu-
legan samanburð. Það er hinn
háskalegi rekstur Alþýðuflokks-
manna á síldarverksmiðjunum á
Seyðisfirði og hinn heilbrigði
rekstur samvinnumanna á Gefj
un og Iöunni á Akureyri. Jafn-
framt verður að gæta þess að
samvinnumenn koma sínum
verksmiðjum upp, einir og ó-
studdir, vegur þeirra fer vax-
andi meö ári hverju, unz alger-
lega óviðkomandi menn ráðast
þar að, eins og stigamenn, og
stöðva hinn daglega rekstur
með ofbeldi og án nokkurs til-
efnis. En verksmiðjan á Seyðis-
firði kemst því aðeins upp, að
Framsóknarmenn veittu til þess
úrslitahjálp, en síðan stöðvast
sú verksmiðja eftir nokkurra
vikna rekstur með 60—70 þús.
kr. tekjuhalla, eingöngu fyrir
vöntun á forsjá og drengskap,
af hálfu þess fólks, sem verk-
smiðjan átti að hjálpa.
Seyðisfjörður hefir verið at-
vinnulítill og illa settur bær um
langan tíma. Haraldur Guð-
mundsson setti sér það takmark,
sem mannlegt var, að rétta við
atvinnuiífið í bænum. Þar var
fullgerð í vor sem leið síldar-
verksmiðja, frystihús og beina-
mjölssmiðja. Ríkið gekk í ábyrgð
fyrir 350 þús. kr. til verksins, en
40—50 þús. mun hafa verið lagt
fram annarsstaðar. En verk-
smiðjan átti að vera sjálfstætt
fyrirtæki, rekið af Seyðfirðing-
um, en stutt af landsmönnum
öllum með framlagi á mestöllu
stofnfénu.
Hér var af Framsóknarmönn-
um og raunar öllum landsmönn-
um brugðizt með miklum
drengskap við nauðsyn og erf-
iðleikum Seyðisfjarðar.
En hvernig kunnu Alþýðu-
flokksmenn þeir, sem hlut áttu
að máli að taka á móti þessari
miklu hjálp?
Verkamenn þeir, sem þar
fengu vinnu, heilsuðu verk-
smiðjunni fyrsta starfsdaginn
með verkfalli. Þeir notuðu sér
neyð fyrirtækisins og bæjarins.
Þeir heimtuðu að fá 13 kr. í
kaup í stað 11 kr. fyrir 8 tíma
vinnu. Og verksmiðjustjórnin
gekk að þessu. Síðar um sumar-
ið tók íshúsið fisk til „flökun-
ar“. Konur unnu að því og fengu
þar lengi þráða atvinnu. En þá
lögðu þær líka niður vinnu og
heimtuðu hærra kaup. Verk-
smiðjan gat ekki borgað hærra
kaup. Hún átti minna en ekk-
ert til. Vinnan féll niður. Allur
rekstur er þar stöðvaður, en
reksturshallinn svo sem að
framan segir. Ef verksmiðjan
fær ekki óvænta hjálp, sem fáir
búast við, lendir hún í vetur
undir hamarinn.
Foringjum Alþýðuflokksins er
nauösynlegt að átta sig á þess-
um samanburði. Og af honum
geta þeir lært eitt. Þeir geta lært
það, að þeir þurfa með mikill-
ar aöstoðar og umburðarlyndis,
ef verksmiðjur þeirra á Norð-
firði og Seyðisfirði eiga að geta
starfað áfram. Þeir þurfa um-
fram allt að breyta sjálfir um
viðhorf og vinnubrögð gagn-
vart þessum fyrirtækjum, sem
þeir standa sjálfir að og hafa
talið vera byggðar fyrir sitt fá-
tæka fólk. Við endurreisn þess-
ara fyrirtækja er þeim engin
leið önnur opin en taka rekst-
ur Gefjunar og Iðunnar til
fyrirmyndar. Samhliða því hlýt-
ur það að verða alveg eðlilegt
fyrir þá að sleppa kverkatakinu
af Gefjuni og Iðunni og gera
þeim kleift að starfa í friði og
ró framvegis, að því að vera fyr-
irmynd um allan iðnrekstur í
landinu, um mikla þróun, sjálf-
bjarga starfsemi, vöruvöndun,
ódýrleika gagnvart viðskipta-
mönnum og umhyggjusama að-
búð að verkafólki.
Forkólfum verkamanna hlýt-
ur að vera það ljóst, að ef Gefj-
un og Iðunn og önnur slík fyrir-
tæki, sem standa á eigin fótum
um allan rekstur, fá ekki að
starfa, svo að þau beri sig. Þá
Framh. 4. síðu.
Framh. af 1. síðu.
líka stóraukinn gróði í því, vegna
þess sambands, sem er milli eng-
ilsaxneskrar og norrænnar
tungu, bókmennta og þjóðsiða.
íslenzk og ensk tunga eru miklu
skyldari en enskumælandi menn
gera sér ljóst. Þess vegna álít ég
að nauðsyn beri til að enskumæl-
andi stúdentar kynnist jöfnum
höndum norrænu og engilsax-
nesku. Við það öðlast þeir langt
um fullkomnari skilning á skap-
ferli og lífsspeki sinna forn-
brezku forfeðra, sem urðu fyrir
svo miklum áhrifum frá norræn-
um mönnum — og höfðu líka
aftur mikil áhrif á þá.
— Farið þér beint heim héð-
an?
— Nei, ég fer kynnisferð til
enskra, þýzkra, belgiskra og hol-
lenzkra háskóla og sit svo al-
þjóðaþing landfræðinga, sem
verður haldið í Amsterdam 18.—
28. júlí 1938. Þaðan fer ég svo
heimleiðis undir vorið.
— Já, vorið hjá ykkur í Ástra-
líu; þar er háskólaárið auðvitað
öfugt við það sem hér er.
— Já, þ. e. a. s. að fyrirlestrar
byrja hjá okkur snemma i marz
og enda í október; síðast í októ-
ber og í nóvember hefjast vor-
prófin hjá okkur og jólin eru um
hásumarið, í steikjandi hita.
— Jólasiðirnir eru þá senni-
lega ekki samir og hér.
— Nei, þeir eru býsna frá-
brugðnir um margt. Þó borða þá
allir „plum-pudding“, jólaþjóð-
réttinn enska, og nokkrir hafa
jólatré, aðallega Þjóðverjar og
Norðurlandabúar.
— Eru þeir f jölmennir í Ástra-
líu?
— Þýzkir innflytjendur eru
langflestir, líklega um 80.000
alls; þar af um 16.000 fæddir í
Þýzkalandi. Norðurlandabúar
eru miklu færri, aðeins um 1300
fæddir á Norðurlöndum, en
kannske rúmlega helmingi fleiri
af norrænu foreldri.
— Það eru ekki margir. Og nú
eru fólksflutningar hættir til
Ástralíu?
— Já, síðan kreppan hófst hef-
ir ekki verið talið verjandi að
hleypa útlendingum inn í land-
ið. En þangað til var mest sótzt
eftir Norðvestur-Evrópumönn-
um, auk Breta.
— Þið hafið aldrei leyft nema
hvítum mönnum bólfestu í land-
inu, ekki einu sinni þótt brezkir
þegnar væru?
— Nei, að vísu geta náms-
menn og kaupsýslumenn fengið
dvalarleyfi um tíma, þótt þeir
séu ekki hvítir, en þess er vand-
lega gætt, að þeir setjist þar ekki
að.
— Það er líklega ekki mikið
um íslendinga í Ástralíu, úr því
að Norðurlandaþjóðirnar eru þar
ekki fjölmennari?
— Nei, ég veit ekki af einum
einasta íslendingi búsettum
þar. Enda vita menn þar ákaf-
lega lítið um ísland.
— Bjuggust þér nú ekki líka
við hryssingslegri náttúru og
frumstæðara þjóðlífi en raun
varð á, fyrst þegar þér komuð
til íslands?
— Nei, ég hafði lesið það mikið
um land og þjóð, að ég vissi
nokkurn veginn á hverju ég átti
von. Og satt að segja varð ég að
ýmsu leyti meira hissa nú, þegar
ég kom aftur eftir 6 ár, en ég var
þá. Ég segi þetta ekki sízt vegna
þeirra framfara og stakkaskipta,
sem mér virðist sérstaklega að
byggingarnar hafi tekið.
Prófessor Lodewyckx lítur út
um gluggann, á einkahúsahverf-
ið austan og sunnan við Landa-
kotstúnin.
— Tökum til dæmis þessi hús
hér, heldur hann áfram, sem
þá voru ekki byggð. Ég stór-
furða mig á þeim framúrskar-
andi þægindum, sem þau hafa að
bjóða, — auk þess hve falleg þau
eru flest,—miðstöðvarhita, gas og
rafmagn. Ég slæ enga gullhamra
þótt ég segi, að þessi nýtízku-
heimili hér eru bæði nýtízkari og
notalegri en samsvarandi hús í
Melbourne, þar sem óhætt mun
t. d. að segja, að varla muni eitt
af hverjum tveim hundruðum
samsvarandi húsa hafa mið-
stöðvarhitun. Að vísu er loftslag
þar óliku hlýrra en hér, en á vet-
urna er oft svipað veður og í dag,
8—10 stig á daginn og alhéluð
jörð á nóttunni. Og þá er okkur
kalt við okkar opnu eldstæði,
sem við notum eins og Englend-
ingar. — Og sama er að segja
um verkamannabústaðina hér,
að þeir eru betri og hagkvæmari
að öllu en verkamannabústað-
irnir hjá okkur — að undan-
skildum görðunum. Þar stönd-
um við langtum framar, ekki
einungis vegna loftlagsins, held-
ur líka af því, að hér þykir mér
alltof lítill grasflötur ætlaður
hverju húsi. Þeir ættu að vera
miklu stærri. Nóg er landrýmið.
Og háskólinn. Mér líður ekki
úr minni hve steinhissa ég varð
þegar ég sá háskólabyggingarnar
nýju, bæði þær sem fullgerðar
eru og þær sem eru í smíðum. Ég
er nú auðvitað ekki sérfróður,
en mér virðist t. d. að vinnustofa
próf. Dungals standi fyllilega
á sporði hverri slíkri vinnustofu
i Melbourne. Og sjálf háskóla-
byggingin hér er stærri en nokk-
ur háskólabyggingin í Melbour-
ne, og þó að þær séu auðvitað
langtum fleiri þar, þá verður
bókhlaða háskólans hér betri,
stærri en háskólabókasafnið í
Melbourne.
— Úr því að við minnumst á
opinberar byggingar — hvernig
lízt yður á Þjóðleikhúsið?
— Þar gefur á að líta mjög
svipmikla byggingarlist, með
glöggum, þjóðlegum einkennum,
það þyrfti aðeins að rýma í
kringum það. En annars verð ég
að játa, að ég varð fyrir mjög
miklum vonbrigðum í sambandi
við Þjóðleikhúsið.
__ ?
— Jú, ég hafði séð mynd af
þessari glæsilegu byggingu — ég
held í Eimreiðinni — og hélt að
það væri fullgert, svo að ég gæti
notið leiksýninga þar strax og
ég kæmi, og svo þegar ég fór aö
skoða það að innan, þá var þar
ekkert nema eitthvaö af hús-
gögnum (húsbúnaði) og tjald-
rennivélar.
— Munduð þér annars nokkuð
tJTLÖND:
Helmíngí fleírí Spán-
verjar í liðí stjórn-
arínnar
Fréttaritari Göteborgs Hand-
els- og Sjöfarts-Tidnings í París
hefir nýlega sent blaðinu yfir-
litsgrein um herina á Spáni —
Fréttaritari þessi þykir mjög á-
reiðanlegur og er talinn hafa
góða aðstöðu til að afla sér
sannra heimilda.
Alls telur hann að í her upp-
reisnarmanna séu 375 þúsund
manns, sem skiptist þannig: ít-
alir séu a. m. k. yfir 90 þús., Þjóð-
verjar 5000—6000, Frakkar 1000
(Jeanne d’Arc-deildin), Márar
80 þús. og innfæddir Spánverjar
um 200 þúsund.
í liði stjórnarinnar telur hann
að muni vera 450 þús. manns og
séu um 15 þús. þeirra erlendir
sjálfboðaliðar.
Ef tölur þessar eru réttar, sýna
þér að meira en helmingi fleiri
Spánverjar berjast í liði stjórn-
arinnar en í liði Francos. Virðist
það styrkja fullkomlega þá rök-
semd, að styrjöldinni væri nú
lokið með sigri stjórnarinnar, ef
Spánverjar hefðu einsamlir
fengið að eigast við.
til nefna, sem yöur hafi fundizt
til um hérlendis?
— Tvennt helzt. Fyrst hina
framúrskarandi íslenzku gest-
risni, í borg sem bæ, sem hvergi í
veröldinni á sinn líka. Og svo i
öðru lagi hve frjálsmannlegir ís-
lenzkir bændur eru í umgengni
við ókunnuga, jafnvel útlend-
inga.
— Það er skrítið, að amerísk
menntakona sagði alveg nýlega
þetta sama svo að ég heyrði. Og
þó eru amerískir landnáms- og
nýlendubændur fullkomlega
upplitsdjarfir við útlendinga og
ástralskir stéttarbræður þeirra
sjálfsagt ekki síður.
— Jú, það er satt. Okkar bænd-
ur eru líka frjálsmannlegir, en
það er kannske einhver stig-
munur — íslenzki bóndinn er
miklu betur menntur, með þús-
und ára bókmenntir að bak-
hjarli.
Nú er kallað til síðdegiste-
drykkju. Yfir borðum kemur í
ljós, að prófessor Lodewyckx
skilur prýðilega talaða íslenzku
og talar hana með hreinum
hljóðum og raddstöfum, sem er
sjaldgæft um útlendinga eftir
svo stutta dvöl. Manni skilst, að
það sé ekki hending, að hann
hefir tekið sér þarna herbergi
og með því óbeinlínis fengið Jón
Sigurðsson frá Kaldaðarnesi að
læriföður um daglegt íslenzkt
málfar. Og því lengur sem maður
talar við dr. Lodewyckx, því
sannfærðari verður maður um
það, að til þeirrar kynningar,
sem þjóð okkar fær ókeypis með
þeim fyrirlestraflokkum, sem
hann ætlar að flytja um ísland
þegar heim kemur, hafi valizt
góður maður; þar hafi íslandi
bætzt vinur, sem treysta má, í
þeirri heimsálfu hvítra raanna,
sem minnst kynni hefir af okk-
ur haft.