Nýja dagblaðið - 11.11.1937, Blaðsíða 1
AÐAL
ÁSTASAGA
ársins er
MELEESA
ID/^GflBIL^iÐIMÐ
5. ár. ; Reykjavík, fimmtudaginn 11. nóv. 1937. 262. blað
ANNÁLL
315. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 8,45. Sólarlag kl.
3,38. — Árdegisháflæður í Reykjavík
kl. 10,30.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 4,20 síðdegis til kl. 8,05 að
morgni.
Næturlæknir
er í nótt Kristján Grímsson, Hverfis-
götu 39, sími 2845. — Næturvörður er
í Ingólfsapóteki og Laugavegs apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veð-
urfr. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Skýrsla
um vinninga í happdrætti Háskólans.
15,00 Veðurfr. 18,48 Þýzkukennsla. 19,10
Veðurfr. 19,20 Lesin dagskrá næstu
viku. 19,30 Þingfréttir. 19,40 Augl.
19,50 Préttir. 20,15 Erindi: „Mennskir
menn“, I (Grétar Fells rithöfundur).
20,40 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guð-
mundsson). 21,00 Frá útlöndum. 21,15
Útvarpshljómsveitin leikur. 21,45
Hljómplötur: Danslög. 22,15 Dagskrár-
lok.
Veðurútlit í Reykjavík:
Minnkandi NV-átt. Bjartviðri. Held-
ur kaldara.
Veðrið.
í gær var lægð fyrir norðan land, er»
hæð fyrir sunnan. Ný lægð nálgaðist
S.-Grænland. Vindur var hvass V og
NV hér á landi með lítilsháttar skúr-
um eða éljum á Norður- og Vestur-
landi. Hiti var 1—5 st. um allt land.
Mannslát.
Jóhann Jóhannesson bóndi í Króki
í ÍGrafningi, lézt aðfaranótt 9. þ. m. á
sjúkrahúsi Hvítabandsins eftir þunga
legu.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir gamanleikinn „Þorlákur
þreytti" í kvöld kl. 8.
Aflasölur.
í gær seldu afla sinn í Grimsby tog-
aramir Hafsteinn, 663 vættir á 610
sterlingspund, og Garðar 1620 vættir
á 820 sterlingspund.
Þeir nemendur
sr. Magnúsar Helgasonar fyrv. skóla-
stjóra, sem óska að skrifa undir ávarp
til hans, eru beðnir að gera það í
dag eftir hádegi í bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar eða hjá skólastjóra
Miðbæjarskólans eða Austurbæjarskól-
ans.
Háskólafyrirlestur á ensku.
Ungfrú Grace Thornton flytur fyrir-
lestur í kvöld í háskólanum um Rudy-
ard Kipling. Fyrirlesturinn hefst kl.
8 og er öllum heimill aðgangur.
Matvörukaupmenn breyta
verzlunarháttum sínum.
Yfir 80 verzlanir, sem eru í Félagi
matvörukaupmanna í Reykjavík, aug-
lýsa hér í blaðinu í dag þá breytingu
á verzlunarháttum sínum, að fram-
vegis verður enginn afsláttur gefinn
á verði varanna. Jafnframt því. að
þessi regla er upptekin, þá hafa þess-
ar verzlanir fært verð á vörunum nið-
ur í það sem þær treysta sér framast
til, t. d. sykur um 10% og ýmsar aðrar
vörur meira. Sérstaklega hefir verið
lögð áhersla á það að lækka sem mest
allar mestu nauðsynjasörur. Annar
þáttur þessara breytinga á verzlunar-
háttum matvörukaupmannanna er sá,
að reyna að koma á staðgreiðslu og er
verðið bundið við það að vörurnar sé
greiddar við móttöku; þó geta menn
haft mánaðarviðskipti við þessar
verzlanir áfram með því skilyrði, að
greitt sé mánaðarlega að fuilu, eftir
á, 1.—10. hvers mánaðar, en ef út af
ber þá verður kostnaður við innheimtu
svo og vextir lagðir á og því bætt við
vöruverðið. Matvörukaupmenn þessir
telja, að með þessari reglu komist á
meira réttlæti í viðskiptunum, því að
oft muni það hafa komið fyrir, að
kaupandinn, sem greiddi við búðar-
borðið, fékk ekki afslátt, en hinn, sem
borgaði á eftir og stóð illa í skilum
íékk töluverðan afslátt.
Ramsey MacDonald
látinn
Strandferðasjóður
Jones Ramsey MacDonald, fyrv. for-
sætisráðherra Englands andaðist í
fyrrinótt um borð á skipi, sem var á
leið til Suður-Ameríku, en þangað
ætlaði hann til þriggja mánaðar dval-
ar sér til hressingar. Hann var 71 árs
að aldri.
MacDonald var þrisvar forsætisráð-
herra. Hann var kominn af fátæku
sveitafólki, en hófst tiltölulega ung-
ur til áhrifa hjá jafnaðarmönnum,
Á stríðsárunum missti hann þó flest
sln völd hjá flokknum, vegna pess að
hann snerist öndverður gegn því að
Bretar færu f stríð. Féll hann þess-
vegna tvisvar við þingkosningar. 1918
og 1921. Vegur hans tók þá að vaxa
að nýju. 1924 myndaði hann fyrstu
jafnaðarmannastjóm f Englandi, w
sú stjórn varð ekki langlíf. 1929 mynd-
aði hann áftur stjórn og var þrotlaust
forsætisráðherra þangað til 1935.
Klofningur reis á þeim árum milli
hans og jafnaðarmanna, sem endaði
með þvi að MacDonald og nokkur hluti
flokksins mynduðu þjóðstjórn með
íhaldsmönnum.
Ýms tíðindi
— Fréttaritari Reuters í Tokio álít-
ur að komið geti til mála að Japanir
sendi fulltrúa á níuveldaráðstefnuna.
Japanska stjórnin hefir ákveðið að
fresta ákvörðun um það þangað til
á stjórnarfundi 12. nóv.
— Spanska stjórnin hefir flutt að-
setur sitt frá Valencia til Barcelona.
— Franska stjórnin hefir ákveðið
að kalla þingið saman 16. þ. m.
— Fimm Gyðingar voru skotnir í
gærmorgun utan við Jerúsalem af
arabiskum óaldarflokki.
Jón Axel Pétursson gerir vanmátt-
uga tilraun í Alþýðubl. í gær til að
svara grein Jóns Árnasonar um kaup
verkafólks í verksmiðjunum á Akur-
eyri.
J. Á. hafði sannað lið fyrir lið hve
verksmiðjur samvinnumanna þola
samanburð um kaup við sambærileg
fyrirtæki. Jón Axel getur ekki hrund-
ið einni einustu af röksemdum J. Á.
Grein Jóns Axels er þess vegna full-
komin uppgjöf algerður flótti á þeim
vettvangi, þar sem deilan er háð.
Samanburður Jóns Axels á sam-
vinnufélögunum og verklýðssamtökun-
um eins og Iðju, verður honum sízt
til meiri gleði. Bændur hafa byggt upp
sín félög af eigin ramleik, eigin fórn-
fýsi og eigin elju. Aldrei hefir eitt
einasta samvinnufélag beitt ofbeldi við
nokkurn andstæðing eða keppinaut. Á
Akureyri hafa samvinnumenn komið
upp mörgum myndarlegum verksmiðj-
um, allt af eigin ramleik. Þeir hafa
veitt atvinnu í tugatali fólki, sem
annars hefði verið atvinnulaust á göt-
unum eða í enn meiri vanda. En allt
í einu koma snáðar eins og Jón Axel,
Jón Sigurðsson og fleiri gersamlega
óviðkomandi menn, og stöðva vinnu í
þessum fyrirtækjum með ofbeldi.
Rétt hafa þeir engan til þess laga-
legan eða siðferðilegan, annan en
þann, sem stigamaðurinn hefir, er
hann stöðvar ferðamanninn, setur
skammbyssu fyrir brjóst honum og
Frumvarp frá Þor-
bergí Þorleífssyní
Þorbergur Þorleifsson flytur
frv. til laga um strandferða-
sjóð.
Stofna skal sjóð, er nefnist
strandferðasjóður. Tilgangur
hans er að stuðla að bættum
samgöngum á sjó meðfram
tröndum landsins með því að:
a. að styrkja strandferðirnar
með fjárframlögum, og einkum
i því augnamiði að fjölga skipa-
'hðkomum á þær hafnir, sem
annars verða útundan í því efni.
b. Með því að leggja fram fé
fcil kaupa á hentugum skipum
ti. starndferða.
Tekjur sjóðsins eru:
i. 10% af öllum far- og farm-
gjöldum með skipum milli hafna
i.nnanlands.
b. Afgangur, sem kann að
i erð'a af því, sem veitt er í fjár-
tögum til strandferða á hverj-
vim tíma.
c. Hverskonar aðrar tekjur,
seni sjóðnum kunna að áskotn-
ast eða ákveðnar kunna að
■ e 'i a síðar.
Kú verður fé það, sem veitt
er fjárlögum, ekki nægilegt til
rekslrar starndferða, og ber þá
strandferðasjóður, ef fé er fyrir
hendi af árstekjum sjóðsins,
segir: „Peningana eða lífið!“
Bezt sýnir það hinn auma málstað
Jóns Axles, þegar hann reynir að sví-
virða forstöðumenn Sís með því að
þeir vilji ekki semja við viðurkenndan
félagsskap verkamanna. Eins og
mönnum er kunnugt af þeirri deilu,
sem stendur yfir á Akureyri, er hér
um fullkomnustu ósannindi að ræða.
Samningar hafa strandað þar í meira
en viku, ekki vegna þess, að það stæði
á S. í. S. að taka upp samninga,
heldur vegna þess að Alþýðusamband-
ið hefir ekki gefið nein svör við þeim
skilyrðum, sem S. í. S. setti fyrir
samningsumleitunum. Það er sannar-
lega ekki S. í. S. heldur Alþýðusam-
bandið, sem þar sýnir styrfni og
þjösnaskap í viðskiptum.
Jón Axel ætti ekki að reyna að
senda forráðamönnum Sambandsins
hnútur eða kesknisyrði. Fyrir sumt af
álygum sínum eins og um kúgum við
verkafólkið á Akureyri, fær hann
sennilega að þola sektardóma. En ef
hann heldur lengra út á þeirri braut
að bera sjálfan sig, Jón Sigurðsson og
Jón Hinriksson saman við. forráða-
menn samvinnufélaganna, má hann
búast við að sá leikur endi á þann
hátt, að þessir þrír Jónar í alþýðu-
samtökunum, óski þess að þeir hefðu
aldrei reynt að bera sitt algerða um-
komu- og þýðingarleysi saman við
menn, sem í mannsaldur hafa staðið
í fararbroddi um hinar þýðingarmestu
framfarir hér á landi.
ÞORBERGUR ÞORLEIFSSON.
hálfan hallan móti ríkissjóði“.
„Eins og samgöngumálum
okkar er nú komið, er ekki mikil
hætta á, að þau héruð, sem
liggja að stærri höfnunum, sem
millilandaskipin koma á, séu
ekki nokkurnveginn tryggð með
að hafa ábyggilegar samgöngur.
En fólkið í þeim héruðum, sem
liggja að smærri og lakari höfn-
Frh. á 4. síðu.
MacDonalds
mmnst í enska
þínginu
LONDON:
Leiðtogar allra flokka í brezka
þinginu minntust Ramsay Mac-
Donald, þegar þing kom saman í gær,
og síöan var fundi slitið. Chamberlain,
forsætisráðherra dáðist aðallega að
tvennu í fari hins látna leiðtoga:
í fyrsta lagi hugrekki hans, er kom
meðal annars fram í því, að hann
hikaði ekki við að taka þá stefnu,
sem hann taldi rétta, þótt það kost-
aði hann bæði vini og hylli almenn-
ings; og í öðru lagi, af hve mikilli
snilld hann stjórnaði alþjóðlegum
fundum, og sagði Chamberlain það
hafa verið merkilegast vegna þess, að
hann kunni ekkert tungumál utan
ensku.
Attlee sagði, að þjóðin myndi sakna
þess manns, sem um rúmlega 30 ára
skeið hafði verið meðal merkilegustu
og glæsilegustu manna á þingi. Hann
minntist á atburði ársins 1931, er
myndað hefðu djúp milli MacDonalds
og meginhluta þess flokks er hann
hafði fram til þess tíma veitt for-
ystu, djúp, sem aldrei var brúað, „og
vér verðum að fela sagnriturum ó-
kominna tíma, að dæma um þá
atburði“„ bætti Attlee við. Attlee
dvaldi í ræðu sinni aðallega við þann
skerf, sem MacDonald hafði lagt til
myndunar flokksins og vaxtar, og
lagði áherzlu á forystuhæfileika hans.
Sir Archibald Sinclair, leiðtogi
frjálslynda flokksins, sagði m ,a. „lát-
um oss vera sameinaða um að viður-
kenna þá miklu hæfileika, sem
Ramsay MacDonald hafði til að bera,
sem leiðtogi og sem ræðumaður, fyrst
og fremst vegna þess, hversu heill
hann var. Hann hikaði aldrei við að
fórna þjóð sinni kröftum sínum,
og hann tók vinsældum og óvinsældum
með sömu stillingunni“. FÚ.
r
Islenzkukennsla víð
háskólann í Mel-
bourne
Ástralskur próiessor,
dr. Lodewyckx, ræð-
ir við Nýja dagblaðíð
Hér í Reykjavík hefir dvalið
um stund lærður gestur frá
yngstu heimsálfunni. ÞessiÁstr-
alíumaður, dr. A. Lodewyckx,
prófessor í germönskum mál-
um við háskólann í Melbourne,
annarri milljónaborg Ástralíu,
er nú hingað kominn i annað
sinn. Fyrst kom hann hingað
1931, og var þá hér 4 mánuði;
tvo mánuði í Reykjavík, 3 vikur
hjá sr. Ófeigi í Fellsmúla, en
notaöi hinn tímann til mikillar
yfirferðar, fór landleiðina til
Hornafjarðar, þaðan austur um
land og norður, um Möðrudal til
Akureyrar, en þaðan til Siglu-
fjarðar og Vestfjarða, en síðan
til Borgarfjarðar og Reykholts.
— Ég fór þetta til þess að fá
dálitla undirstöðu í íslenzku
máli, sögu og menningu, segir
dr.Lodewyckx í viðtali, sem Nýja
dagblaöið á við hann, heimahjá
honum, í húsi Jóns Sigurðssonar
frá Kaldaðarnesi, skrifstofu-
stjóra Alþingis, — og er nú kom-
inn aftur, til nánari kynna og
þá um leið til þess að heilsa upp
á gamla kunningja og vini. Ég
verð hér eitthvað fram yfir há-
tíðir og hlýði á fyrirlestra hjá
prófessorunum Sigurði Nordal og
Alexander Jóhannessyni.
— Þér eruð að búa yður undir
íslenzkukennslu við Melbourne-
háskóla þegar þér komið heim
aftur. Hefir þá enginn kostur
verið á norrænunámi við háskól-
ana í Ástralíu?
— Nei, og þeir, sem hafa lesið
germönsk mál, hafa aðeins átt
kost á forn-háþýzku, mið-há-
þýzku og engilsaxnesku námi.
Nú er ætlun mín að bæta við ís-
lenzku.
— Þetta er merkilegt nýmæli.
Þvi ekki heldur gotnesku?
— Já, við ættum auðvitað að
hafa gotnesku á námsskrá há-
skólans, en frá málfræðilegu
sjónarmiði má íslenzkan kallast
nálega jafnmerk gotneskunni en
tekur henni langt fram sem bók-
menntamál, og þess vegna vona
ég að geta komið íslenzkunni að
við háskólann næsta ár, i stað
gotneskunnar. Stúdentunum er
Framh. á 3. síðu.
Flóttínn Srá staðreyndum
VarnarskriS Jóns Axels í Alpýðublaðinu í gær