Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 10.12.1937, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 10.12.1937, Qupperneq 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 NÍÝJA DAIiBLAIÍIÐ Útgefandi: BlaSaútgáfan h.f. I Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. I Ritstj ómarskrif stof umar: Lindargötu 1.1. Símar 4373 og 2353 j Afgr. og auglýsingaskrifstofa: I Hafnarstræti 16. Sími 2323. áskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. PrentsmiSjan Edda h.f. Sími 3948. •»!»—o—o—o—o—o— Hitaveítumálíð og lánstraust ríkísíns Morgunblaðið skrifar mikla langloku í gær um „hagstæða lánið“, sem Reykjavíkurbær geti fengið til hitaveitunnar. Segir blaðið að þaö sé raunverulega yfirlýsing enskra fjármála- manna um að fjárhagur Reykja- víkurbæjar sé í bezta lagi. Jafnfram' þessu segir blaðið, að lánstrausti íslenzka ríkisins sé þann veg komið erlendis, að útilokað sé að það geti fengið þar nokkurt lán. Að svo stöddu skal ekki rætt um það, hversu hagstætt hita- veitulánið er. Enn svifur allt i lausu lofti með afföllin. Mun það hingað til hafa verið talinn fullkominn afglapaháttur í fjár- málum, að næstum þvi fastsetja stór lán, áður en nokkuð er sam- ið um afföllin. En um það og lánið sjálft gefst tækifæri til að ræða síðar. Fjarri fer því, að þetta lán geti á nokkurn hátt skoðast sem traust á fjárhag bæjarins. Allt lánið rennur til fyrirtækis, sem á að verða fjárhagslega sjálf- stætt. Geti það hinsvegar ekki staðið í skilum, hefir lánveitandi forgangsrétt í tekjum bæjarins. Hann fær sinn hlut, þó bærinn verði þá orðinn svo illa stæður fjárhagslega að geta ekki kostað starfrækslu barnaskóla og lög- regluhald. Það kemur lánveit- andanum ekki við, svo lengi sem bærinn getur nurlað inn útsvör frá skattþegnunum. Hinsvegar sýnir þetta lán bezt að Morgunblaðið fer með full- kominn óhróður og ósannindi um lánstraust íslenzka ríkisins erlendis. Ef það hefði verið álit erlendra fjármálamanna að fjárhagur ríkis og þjóðar hefði farið versnandi á undanförnum árum og ríkisgjaldþrot væri yf- irvofandi, eins og Morgunblaðið vill vera láta, myndi hvorki Reykjavíkurbær eða annað bæj- arfélag hér, hversu vel sem það væri stætt, geta fengið eins eyr- is lán erlendis. Þaö má líka ó- hœtt fullyrða, að hefði jafnmik- ill halli verið á verzlunarjöfnuð- inum við úilönd á stjórnarárum núv. ríkísstjórnar og var á sein- asta stjórnarári Ásg. Ásgeirsson- ar og heildsalanna (1934) myndi hvorki hafa verið kostur á að fá þetta lán eða annað erlendis af neinum aðila hér innanlands. Sannleikurinn var sá, að ís- lendingar voru að missa allt traust erlendis, þegar núv. stjórn kom til valda, sökum hins Ömurleg meðferð á góðum málstað Hagnýtíng jarðhítans hér á landi og aðdragandi hítaveitunnar Ekki voru það verkfræðingar, sem hér á landi uppgötvuðu notagildi jarðhitans. Það voru tveir bændur, Er- lendur Guðnason á Sturlu- Reykjum i Borgarfirði og Stefán B. Jónsson á Reykjum í Mos- fellssveit. Þegar Sigurjón á Álafossi hugðist að geta notfært sér heita vatnið frá Reykjum til upphit- unar á Álafossi, leitaði hann á- lits verkfræðinga, og þar á með- al hinna fremstu í þeirri stétt, sem jafnframt voru áberandi stjórnmálamenn í liði íhaldsns, þá komust þeir að þeirri niður- stöðu, að þetta væri óframkvæm- anlegt. Vatnið myndi kólna við leiösluna niður i 12 gráður Fyrsti íslenzki stjórnmála- maðurinn, sem skildi til hlýtar nytsemi jarðhitans, var Jónas Jónsson. Fyrsta frumvarpið sem hann flutti á Alþingi, var byggt á notagildi jarðhitans. Það var frumvarpið um Sundhöll Reykjavíkur. Þetta var árið 1923. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við völdum 1927, hófst hag- nýting þessara dásamlegu nátt- úrugæða fyrir alvöru, og þá sér- staklega undir forustu þessa sama stjórnmálamanns. Landið keypti Reykj atorfuna í Ölfusi fyrir verð, sem nú mun ekki talið nema brot af sann- virði, einmitt vegna hinnar miklu jarðhita-auðlegðar. Sundlaugum var komið upp á fjölmörgum stöðum við heitar laugar víðsvegar um land og þær ríflega styrktar af framlögum úr ríkissjóöi. Tvö sjúkrahæli voru j óhagstæða verzlunarjöfnuðar á undanförnum árum. En undir forystu fjármálaráðherra hefir verið tekið svo rösklega í taum- ana, að traustið hefir vaxið aft- ur. Þeir erlendu fjármálamenn, sem fylgzt hafa með íslandi, hafa séð að hér var fyrir hendi svo sterkur og ákveðinn vilji um að vernda landið frá fjárhags- legu hruni, að þeim hefir aukizt trú að nýju á áframhaldandi sjálfstæði þjóðarinnar. Glöggt dæmi um þetta er það, hversu illa Jóni Þorlákssyni gekk að fá Sogslánið eftir stjórnartíð Ásgeirs og íhaldsins, en að Pétri Halldórssyni, sem er áreiðanlega helmingi óslyng- ari en Jón var, skuli heppnast það, sem Jón gat ekki. Það er ekki vegna þess, að fjárhagur Reykjavíkur hafi batnað síðan. Þvi mun Morgunblaðð ekki einu sinni þora að halda fram. Það er vegna þess, að traustið á landinu hefir vaxið síðan, sökum hinnar ákveðnu framkomu rík- isstjórnarinnar í gjaldeyrismál- unum. reist í skjóli jarðhitans. Hver héraðsskólinn öðrum veglegri risu upp á „heitum“ stöðum. En allt var þetta gert gegn harðvítugri andstöðu íhaldsins. En Framsóknarþingmaðurnin Bjarni Ásgeirsson var brautryðj- andinn á sviði blóma- og aldin- ræktar við orku jarðhitans. Þegar Laugarvatnsskólinn var reistur, var leitað ráða verkfræð ings, sem var sérfræðingur um hitalagnir. Lét hann grafa í jörð pípurnar sem leiða áttu heita vatnið frá hvernum í skólahúsið, smíða utan um þær timburstokk og fylla síðan með mómylsnu. Þetta gafst illa. Rigningarvatn og annað jarð- vatn komst inn í stokkinn og mómylsnuna. Verkið var ónýtt. Leikmenn komu þá til, grófu upp pípurnar og lögðu ofanjarð- ar og breyttu jafnframt til um einangrunaraðferð. Sýnir þetta atvik, ásamt nið- urstöðum verkfræðinganna um hitaveituna að Álafossi á sínum tíma, að bókvitið eitt náði skammt, þegar um hagnýtingu þessara tiltölulega sjaldgæfu náttúrugæða er að ræða. Áður en langt um leið, linaðist nú andstaða íhaldsins gegn notkun jarðhitans. Sundhallar- málið átti sinn mikla þátt í því. Lögin um Sundhöllina voru samþykkt á fyrsta þinginu eftir að Framsóknarflokkurinn hafði myndað stjórn. Hana skyldi reisa inni í bænum. Heita vatnið þurfti að leiða all-langan veg og skyldi jafnframt notað til að hita upp Landsspítalann og j Austurbæjarskólann. ]\!lorgunbl. skal ekki heimska sig á því, að halda því fram, að Reykjavík eða aðrir aðilar hér á landi gætu fengið lán erlendis, ef erlendir fjármálamenn héldu að ríkisgjaldþrot væri yfirvof- andi. Það er óbreytanlegt lögmál fjármálamanna að lána ekki til slíkra landa, a. m. k. ekki öðrum aðilum á undan ríkinu sjálfu, því þeir vita, að það hefir for- gangsréttinn að skattþegnunum og sterkustu aðstöðuna til að afla tekna. Morgunblaðið skal heldur ekki heimska sig á því, að reyna að telja nokkrum manni trú um, að hingað hefði fengizt erlent lánsfé, ef ríkis- stjórnin hefði haft áfram sama halla á verzlunarjöfnuðinum og var hjá íhaldinu og Ásgeiri 1934. Það er hin sterka forysta fjár- málaráðherrans í gjaldeyrismál- um, sem er að byggja upp álit og traust landsins aftur, og veldur því að Pétri Halldórssyni tekst nú betur en Jóni Þorláks- syni 1935, enda þótt Pétur hafi ekki helminginn af fjármála- hyggindum Jóns. Þegar almenningur sá, hversu heppnaðist að hita stórbygging- ar í bænum með laugavatninu og eimstrókana lagði upp úr skólpræsunum af heita vatninu, sem bersýnilega hafði ekki lokið ætlunarverki sínu, þótt það væri búið að funhita hinar tvær miklu byggingar, þá var tekið að leiða þetta heita vatn í einkaíbúðir manna í bæjarhluta þeim, sem bezt lá við, og reyndist þar einn- ig að gera kraftaverk. Samhliða þessum fram- kvæmdum vaknaði hugmyndin um hitaveitu sem nægði allri Reykjavík. Sjálfur foringi íhaldsins, Jón Þorláksson, hafði nú lært af reynslunni og tók að beitast fyr- ir um þetta stórfellda velferðar- mál. Fyrst var hafin leit að heitu vatni með jarðborun við Laug- arnar innan við bæinn. Var það sjálfsögð ráðstöfun. Boranirnar á þessum stað báru nokkurn ár- angur, einkum jókst heita vatn- ið talsvert við fyrstu borholurn- ar, en hlutfallslega lítill árang- ur varð þó af allt að tveggja ára starfi við jarðboranirnar á þess- um slóðum, og minni en þurft hefði að vera, ef óhapp hefði ekki steðjað að, sakir reynslu- leysis eða þekkingarskorts. Sprenging var framkvæmd þarna á staðnum, vísast til að greiða fyrir vatnsrennslinu, en við það hvarf æðimikill hluti af þvi heita vatni sem fengið var og hefir þess ekki orðið vart síðan. Orsökin mun hafa verið sú, að kísillinn í hinu efsta jarð- lagi mun hafa sprungið svo við sprengingu þessa, að heita vatn- ið átti nú hlaupvítt í allar áttir. Má af þessu marka, hversu tak- markaða þekkingu verkfræðing- arnir, sem við þetta fengust, höfðu á viðfangsefninu. Þegar sýnt var, að ekki fékkst nægilegt heitt vatn í næsta ná- grenni Reykjavíkur, þá var gerður samningur við eigendur Reykjatorfunnar í Mosfellssveit um réttindi til að framkvæma jaröborun í landi þeirra. Skyldu þeim greiddar 15 þús. krónur, ef borunin bæri ekki æskilegan árangur, en þætti Reykjavíkurbæ til kostandi að virkja heita vatnið sem fyrir hendi yrði, þá var svo um samið, að þeir seldu vatnsréttindin fyr- ir 150 þús. krónur, að undan- skildum 7 lítrum á sekúndu, er ætlaðir voru til heimanotkunar á hlutaðeigandi bæjum. Á fimmta ár hefir nú veriö unnið að jarðborun eftir heitu vatni á Reykjum. Þar er nú fyrir hendi heitt vatn, sem talið er að nægi hálf- um bænum, þegar frá eru talin öll úthverfi hans, svo sem Skerjafjörður, Grimsstaðaholt, Kirkjusandur, Sogamýri og aðr- ir slíkir bæjarhlutar. Menn taki eftir þessu: Heíta vatnið sem fyrir hendi er að Reykjum, nœgir aðeins sem svarar öðru hverju húsi í bcenum, þrátt fyrir það, þótt öll öll úthverfin séu sniðin af, eins og þau heyri bœnum ekki til. Þegar hinar langvinnu jarð- boranir að Reykjum höfðu ekki borið meiri árangur en raun er á, og líkurnar ekki miklar fyrir tTLÖND: Halif ax Nafn Halifax innsiglisvarðar hefir oft verið nefnt í blöðunum undanfarnar vikur. Margir hafa haldið að hér væri um nýjan stjórnmálamann að ræða, en svo er ekki. Halifax hefir verið framarlega í stjórnmálalífi Breta um langt skeið, en hann hefir ekki gengið undir Halifax- nafninu nema í þrjú ár, og af þvi stafar ókunnugleiki margra um störf hans. Afi hans hét upphaflega Char- les Wood og var ráðherra í flest- um þeim stjórnum, sem frjáls- lyndi flokkurinn myndaði á 19. öldinni. Hann var kvæntur dótt- ur Grey jarls, sem um skeið var forsætisráðherra og áhrifamesti stjórnmálamaður Englands. — Nokkru áður en Ch. Wood lézt var hann aðlaður og hlaut þá nafnið Halifax. Fyrst þegar Halifax innsiglis- vörður byrjaði stjórnmálaferil sinn, gekk hann undir hinu forna nafni afa síns, Wood. Hann byrjaði snemma þátttöku í stjórnmálum og varð þingmað- ur 1910, þá þrítugur að aldri. Þingmennskunni hélt hann til 1925. Gengdi hann stundum minniháttar ráðherrastörfum á þeim tíma. 1925 varð hann land- stjóri eða vara-konungur Breta í Indlandi og var það til 1931. Var hann aðlaður áður en hann hlaut embættið, og gekk nú undir nafninu Irwin lávarður. Hann gat sér gott orð í Indlandl og hefir t. d. Gandhi farið um hann viðurkenningarorðum. Hann var á vlxl hermálaráð- herra og menntamálaráðherra I ráðuneytum þeirra MacDonalds og Baldwins 1932—37, og á sið- astliðnu voru varð hann innsigl- isvörður í ráðuneyti Chamber- lains. Hann fékk Halifax-nafn- bótina, þegar faðir hans lézt 1934. Halifax þykir ekki sérstakur skörungur, en er vel menntur og slyngur samningamaður. And- stæðingar Edins í enska íhalds- flokknum hafa helzt augastað á Halifax til þess að verða efttr- mann hans. því, að þar fáist nægilegt vatns- magn til hitaveitu fyrir allan bæinn, þá kröfðust Framsóknar- menn þess, að fenginn yrði val- inn verkfræðingur frá því landi, sem mesta reynslu hefir um virkjun jarðhita, og hann látinn athuga hver úrræði væru hag- kvæmust í þessum málum. Fullvíst er talið, að jarðhitinn í Henglinum og Krísuvik, hvor um sig, sé svo orkumikill, að nægja mundi Reykjavík og Hafnarfirði, ekki aðeins eins og þessir bæir eru nú, heldur einnig vexti þeirra um all-langa hrið. Framsóknarmenn hafa bent á það, að óvarlegt sé að ráðast í virkjun á jarðhita, sem aðeins fullnœgi hluta af bænum, án þess að rannsaka aðrar orku- stöðvar, sem liklegar vœru til þess að fullnœgja bœði Reykja- vik og Hafnarfirði, og það um langa framtíð. Þá hefir einn hinn lærðastí (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.