Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Qupperneq 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ Nýjar bækurs Upp ftil fjalla Sigurður Jónsson: Upp til f jalla. Kvæði. 148 bls. Verð kr. 3.50 innb. ísafoldar- prentsmiðja gaf út. Hver einasti maður, sem ljóð kann á landi hér, þekkir Sigurð á Arnarvatni. Hann hefir verið vinsælt þjóðskáld fullan þriöj- ung aldar. Þó var fyrsta og eina ljóðabókin hans að koma út í haust. Sigurður hefir ekkert gert til að vekja athygli á sér og helzt viljað láta lítið yfir sér og „yrkja sér til hugarhægð- ar“. En „borg, sem stendur á fjalli, fær eigi dulizt". Og skáld, sem yrkir kvæði eins og „Fjalladrottning móðir mín“, hlýtur að verða þjóðskáld, þó að hann vilji það ekki sjálfur. „Upp til fjalla“ er lítil bók fyrirferðar, aðeins 9 arkir í litlu broti. En hún er það, sem hún sýnist — engar eyður á papp- írnum né bláþræðir í efninu. Hér er ekki „allt hirt og birt“, heldur valið og vandað. Að bók- arlokum finnst lesandanum hann hafa lesið stóra bók, svo mikið skilur hún eftir. Sveitin mín, Glímusöngur, Herðibreið, Járnburður, Jól, Ég fagna þér, vor, hvert kvæðið öðru snjall- ara, og þýðir ekki að þylja nöfnin tóm. Sigurður Jónsson hefir búið búi sínu á Arnarvatni, við erfið kjör og komið stórum barna- hópi vel til manns. Hann hefir ekki haft nema slitróttar tóm- stundir til að sinna ljóðagerð, — til að lifa eins og gáfur hans og eðli hans bentu honum til. Hann hefir verið prýði í bænda- stétt landsins, og vafalaust á bóndinn, sveitamaðurinn, sinn mikla þátt í þeim skáldlega þroska, sem hann hefir náð. En eigi verður hjá komizt að blóð- sjá eftir því, að Sigurður á Arnarvatni skuli ekki hafa mátt vera sjálfráður tíma sins. Hann segir í litlu kvæði, sem heitir Tíminn líður: .... Ennþá bíður, bíður ósmíðað efni, sem ég hef víða viðað að, vildi sníða og prýða það. Hefir lengi, lengi ‘ gengið svona: Hreyft við strengjum endur og eins. Aldrei fengið ró til neins. . . Og þó gefur hann út aðra eins bók og Upp til fjalla! A. Sigm. Kristmann Guðmundsson gerist austur á Krít fyrir þús- undum ára. Aðalsöguhetjan, Kalkas, er piltur frá Þrakíu. Hann er konungaættar, en veldi feðra hans ex liðið undir lok, og hann er örsnauður og lifir á flækingi. Hann tekur það fangaráð, að leynast um borð í skipi, sem ræningjar ætla að sigla til Krítar og höggva þar strandhögg og nema nesnám. Hann hefir heyrt, að á Krít sé gott að vera. Fyrirætlun ræn- ingjanna misheppnast og þeir eru allir drepnir. Kalkas, sem flýr frá þeim, leitar sér hælis á bóndabæ einum og er tekið hið bezta. Síðan heldur hann til borgarinnar Knossos og kemst þar í uxamusterið svokallaða, sem er undirbún- ingsskóli þeirra, sem ganga viija í lærdómsmusterið. Hann er námfús og kappsamur og að liðnum fáum árum nær hann prestsvígslu. En þá gýs upp drepsótt í landinu. Kalkas veikist, þar sem hann er einn í skóginum og er hjúkrað af hirðingjastúlku, sem finnur hann þar. Senn nær hann sér eftir sjúkleikann og lyktar þessari bók, sem er fyrri hluti sögunnar, með því, að Kalkas strýkur frá hirðingjastúlkunni og hyggst að halda áfram námi sinu i lærdómsmusterinu. Sumt í skapgerð Kalkasar, söguhetjunnar, eT kannske bundið við kaflaskipti í æfi Kristmanns sjálfs. Hann hefir að nýju leitað heim til ættlands síns, eftir að hafa sótt fram til sigurs sem skáld á erlendum vettvangi. í huga Kalkasar, ung- lingsins, sem virðist eiga opna leið til mikils frama, byltist heimþráin, löngunin eftir heim- byggð sinni og frjálsu lífi þar, þótt ekki beri hún hærra hlut í þeásum hluta sögunnar. Yfir þessari sögu hvílir víða blær austurlenzkra leyndar- dóma og skuggar rammrar forneskju. Þar hefir hin skap- andi hugsun Kristmanns feng- ið notið sín á áður ónumdu sviði. En að þvi er tekur til sálarlífslýsinganna í sögunni, sækir mjög í sama horf og í fyrri bókum höfundarins; þar er langt um of byggt á lang- dregnu og sífelldu vomi í kring- um kynferðishneigðir söguper- sónanna og enn tönnlast á dá- semd „ferskra vara“, sem manni er minnisstæð úr eldri bókum höfundar. Hættan, sem vofir yfir skáldfrægð Krist- manns, liggur líka í hinum þrálátu endurtekningum þess, sem hann hefir sett fram í fyrri bókum sínum. Á stöku stað koma fyrir í bók- inni orð, sem tæpast eiga óðals- rétt í íslenzkri tungu, svo sem „mektarmaður", „kostulegur“ og svo framvegis. Að öðru leyti ber orðfærið svipbragð hins þroskaða og margreynda rithöf- undar. Það virðist einsætt, að skáld- ið hafi fórnað miklum tíma til þess að kynna sér þær heimldir, sem hann náði til um lifnaðar- háttu, átrúnað og hugsunar- hátt fornþjóða við austanvert Miðjarðarhaf, án þess að neinn dómur skuli lagður á fornfræði- leg sannindi hennar. Framh. á 3. síðu. Kaupum tómar Söskur þessa viksi. mánudag til föstudags, kl. 9—12 f. h. og 1—5.30 e. h. Keyptar verða sömii tegundir og áður. Flöskunuin er veitt móttaka I TVýborg. Gyðjan og uxinn Kristmann . Guðmunds- son: Gyðjan og uxinn, 220 bls. Verð kr. 6.50 ób., 8.50 ib. — Ólafur Erlings- son gaf út. Áfengisverzlun ríkisins. Kristmann Guðmundsson er einna afkastamestur íslenzkra rithöfunda. Þótt hann sé enn á unga aldri, hefir hann skrifað ellefu stórar skáldsögur og auk þess fleiri smásögur en tölu verður á komið. Gyðjan og uxinn, sagan, sem Kristmann lætur frá sér fara í ár, er að því leyti einstök í ís- lenzkum bókmenntum, að hún Kj arnar — (Essensar) Höfum birgðír af ýmiskonar kjörnum ftiliðnaðar Áfengisverzlun ríkisins. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. Verð á hráolíu lækkar frá og með 15. desember j>. á. hér í Reykjavlk niður í 16 aura kíióið. 01í« verzlun Islands h.í H.Í. Shell á Islandí. Garnir Kaupum saltaðar, rel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.