Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Side 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
3
Jón Árnason
og Huxidseid
NÝJADAIÍBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. |
Ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. I
Ritstjómarskrif stofin:nar:
Lindargötu 1). Símar 4373 og 2353 !
Afgr. og auglýsingaskrifstofa: j
Hafnarstræti 16. Sími 2323.
kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Sími 3948.
Kröiuflokkarnir og
»lífsvenjubreyting«
Á Alþingi hefir undanfarið
staðiö yfir hörð deila um síldar-
verksmiðjur ríkisins. Aðalsenn-
an hefir snúizt um það, hvort
reka skuli verksmiðjurnar á
samvinnugrundvelli eða sem á-
hættufyrirtæki. Framsóknar-
menn hafa barizt fyrir því, að
verksmiðjurnar önnuðust vinslu
sildarinnar fyrir sannvirði, þ. e.
a. s. borguðu útgerðarmönnum
og sjómönnum fullt verð afurð-
anna, að frádregnum eðlilegum
rekstrar- og viðhaldskostnaði.
Þannig væri tryggt að útgerðar-
menn og sjómenn yrðu aldrei fé-
flettir í viðskiptum sínum við
verksmiðjurnar, en ríkið yrði
heldur ekki fyrir óeðlilegum
halla vegna þessarar hjálpar, er
það veitir síldariðjunni.
Sósíalistar og íhaldsmenn
hafa gengið i „samfylkingu" á
móti þessu. Þeir heimta að síld-
in verði keypt föstu verði. Þann-
ig má heita tryggt, að alltaf halli
á annan hvorn aðilann, sjómenn
eða verksmiðjurnar. Þau ár geta
komið, að verksmiðjurnar geti
með þessu móti haft fleri hundr-
uð þús. kr. af sjómönnum. Hitt
er heldur engu ósennilegra, að
verðhrun eða aðrir slíkir örðug-
leikar geti orsakað slíkt tap á
starfrækslu verksmiöj anna, að
ríkið fái tæpast undir því stað-
ið. Meö þessu fyrirkomulagi er
það líka tryggt, að þessir tveir
aðilar, sjómennirnir og verk-
smiðjurnar, hljóta að líta 'á sig
sem tvær andstæður. Takmark
beggja verður að reyna að hagn-
ast sem mest á kostnað hins.
Dugleg verksmiðjustjórn vill láta
verksmiðjurnar græða, þó það
kosti féflettingu sjómanna og
útgerðarmanna. Samtök útgerð-
armanna og sjómanna munu
hínsvegar reyna að knýja verk-
smiðjurnar til að greiða sem
hæst verð, enda þótt af því geti
leitt stórfelldan rekstrarhalla og
óbærileg útgjöld fyrir ríkið.
Þessi stefna, að skapa stéttum
eða fyrirtækjum aðstöðu til að
hagnast ranglega á annarra
kostnað, er enganvegin ný hér á
landi. Hún er a. m. k. jafngömul
og þeir tveir flokkar, sem vilja
láta ríkisverksmiðjurnar starfa
á þessum grundvelli. íhaldsmenn
eiga upptök hennar. Þegar stór-
iðjan hófst við sjóinn og verzlun
þjóðarinnar óx, skapaðist til-
tölulega fjölmenn stétt hátekju-
manna við sjávarsíðuna. Mark-
mið þessa fólks var að lifa dýru
eyðslulífi á kostnað vinnustétt-
anna í landinu. Stjórnmálasam-
tök þess, íhaldsflokkurínn, hafði
Alþ.bl. hefir óviljandi gert
góðum málstað mikið gagn.
Það hefir byrjað á að bera
saman tvo þýðingarmikla menn,
íslending og Norðmann. Þessir
menn eru þeir Jón Árnason
framkvæmdastjóri í Samband-
inu og höfuðleiðtogi norskra
samvinnúbænda, fyrverandi
forsætisráðherra, Hundseid.
Hitt er önnur hlið á málinu,
að fyrir fáfræði og lága afbrýði-
semi eru þau einstöku atriði
sem blaðið segir um þessa tvo
menn, vísvitandi ósannindi.
í mörg ár hefir Alþýðubl. og
nokkur hluti af leiðtogum Al-
þýðuflokksins borið í brjósti öf-
und og persónulega vanmáttar-
tilfinning gagnvart Jóni Árna-
syni. Og um Hundseid birti blað-
ið afbakaðan fréttaburð, um
ræðu, sem hann átti að hafa
haldið og talað eins og sósíalisti.
Fréttin var tekin eftir norsku
verkamannablaði. En þegar það
blað kom út, mótmælti Hund-
seid rangfærslu sósíalista opin-
berlega. En Alþ.bl. þagði um
það atriði.
En kjarninn í þessum saman-
burði er sá, að Hundseid og Jón
Árnason eru hvor í sinu landi
höfuðleiðtogar og brautryðj-
endur um að koma félagslegu
skipulagi á framleiðsluna. í
Noregi hefir Hundseid, sem
leiðtogi norsku samvinnubænd-
anna mótað og komið í fram-
kvæmd skipulaginu um sölu á
kjöti, fleski og mjólk. Verka-
mannaflokkurinn hefir stutt
þetta, en öll forystan og fram-
kvæmdir og hinn skapandi
máttur í þessu umbótamáli, er
frá samvinnubændum. Auk þess
hafa norskir verkamenn nú um
stund lagt þjóðnýtinguna á
hilluna, og hétu því, fyrir síð-
ustu kosningar, að þótt þeir
fengju meiri hluta, að hreyfa
ekki við þessu höfuðáhugamáli
sínu, fyr en flokkurinn hefði til
það fyrst og fremst fyrir mark-
mið, að viðhalda þvi skipulagi
sem tryggði þessu fólki áfram
aðstöðuna til óhófslifnaðar,
enda þótt af því leiddi þrengri
og örðugri kjör alls þorra þjóð-
arinnar.
í skjóli þessa skipulags hafa
samtök sósíalista vaxið upp.
Fordæmi eyðslustéttanna hafa
knúið fram kröfur um fullkomn-
ari kjarabætur verkalýðsins, en
efni þjóðarinnar hafa raunveru-
lega leyft. Þessar kröfur hafa
verið byggðar á sama grundvelli
og kröfur eyðslustéttarinnar: Að
ætlast til þess af öðrum að
tryggja svona og svona miklar
kjarabætur, án tillits til getu at-
vinnuveganna og efnahags þjóð-
arinnar.
Þó þessa harðsnúnu kröfu-
flokka við sjávarsíðuna skilji á
um margt, sýnir þó reynslan í
framannefndu máli, að skyld-
leiki þeirra segir til sín, þegar
nema á burtu aðstöðuna, sem
báðir byggja tilveru sína á:
Aðstöðuna til þess að geta gert
þess meirihluta eftir kosningar,
sem snérust um þjóðnýtingu.
En þeirra kosninga mun langt
að bíða.
Gjálfurmennum þeim, sem
skrifa í Alþ.bl., mun lítið um
20 ára verk Jóns Árnasonar fyr-
ir samvinnufélögin. Þeir munu
meta lítils forustu hans um
sölu á afurðum frá búum ná-
lega allra bænda á landinu, og
að undir hans stjórn er fram-
kvæmd þeirra mála orðin einn
heilbrigðasti og gagnlegasti
þáttur í öllum verzlunarmálum
landsins. Þeir munu lítið þakka
forgöngu hans um frystihús
kaupfélaganna og kæliskipið.
Enn síður munu þeir vilja við-
urkenna að gagn hafi verið að
hinum stórfelda iðnaði sam-
vinnufélaganna, sem vaxið hef-
ir upp undir handleiðslu Jóns
Árnasonar, meðan sósíalistar
hafa sýnt sinn mátt í rekstri
síldariðjunnar á Norðfirði og
Seyðisfirði, þar sem bæði fyrir-
tækin eru að fara undir ham-
arinn, þrátt fyrir stórfelda
hjálp ríkisins um útvegun
stofnfjárins.
Sú hlið á starfi Jóns Árna-
sonar, sem eingöngu veit að
samvinnufélögunum, skal ekki
rakin hér, heldur sá þátturinn,
sem snýr að samanburðinum
við Norðmanninn Hundseid.
Sósíalistar hafa sýnt hvað
þeir vilja í atvinnumálunum.
Flokkurin n bar, árum saman,
fram frv. um ríkiseinkasölu á
saltfiski. Ef sósíalistar hefðu
haft meirihluta á þingi 1934,
má telja fullvíst, að þeir hefðu
komið á einkasölu með þessa
vöru og valið til forustu Jón er-
indreka og Pál Þorbj arnarson.
Ef til vill hefðu þeir síðan tekið
Svein Benediktsson sem sér-
fróðan leiðbeinanda.
En ekkert þvílíkt gerðist í
verzlunarmálunum. Samvinnu-
menn settu svipmót sinnar
kröfur og að sá aðilinn, sem
reynist slyngari og sterkari í
leiknum, geti hagnazt á kostnað
hins.
í þessu máli kemur það ljóst
fram, hvað skilur leiðir sam-
vinnuflokksins og hinna tveggja
höfuðflokkanna. — Samvinnu-
flokkurinn vill að komið sé á
bróðurlegri samvinnu um skipt-
ingu arðsins og að hver fái sinn
rétta hlut en heldur ekki meira.
Hinir vilja skapa sinni stétt að-
stöðu til að geta fengið meira en
henni ber og jafnvel meira en
hagsmunir þjóðfélagsins leyfa.
Fátæk þjóð, sem býr við marga
örðugleika og vill vernda sjálf-
stæði sitt, mun aldrei halda því
til lengdar, ef kröfuflokkunum
á að líðast það áfram að
spenna bogann of hátt. Ef þjóðin
á að halda sjálfstæðinu og um-
bótastarfinu áfram, verða báðir
kröfuflokkarnir að taka upp
„lífsvenjubreytingu“ og minnka
kröfurnar, og þó fyrst og fremst
sá, sem fer með umboð eyðslu-
stéttarinnar.
ABSENT:
Götuljósin
Það mikilsverðasta, sem
Reykjavík hefir eignazt á þessu
ári, er hinn mikli ljósgjafi, Sogs-
stöðin. Raforkan frá Ljósafossi
er geysi mikil og er nú ekki not-
uð nema að nokkru leyti. Mikið
af þessu dýrmæta afli fer til
einskis.
í skammdeginu er ekki bjart
hér nema fjórðapart sólar-
hringsins. Á öðrum timum verð-
ur umferðin að notast við götu-
ljósin.
En hvernig er svo götulýsing-
in? Það er víst óhætt að segja,
að hún sé í mjög slæmu lagi,
ljósin eru lítil og strjál. í sumum
hverfum bæjarins má heita
myrkur.
Það mætti ætla að fyrsta verk
bæjarstjórnarinnar, eftir að
Sogið tók til starfa, hefði verið
það að koma þessu í viðunandi
horf. Ekki vantar vinnukraftinn
til framkvæmda. Tugum þús-
unda er nú varið til atvinnubóta,
en margt af þeirri vinnu er
sannarlega hallærisráðstöfun.
Ef nokkur hugkvæmni væri til
hjá ráðamönnum bæjarins,
hefðu þeir átt strax i haust að
láta auka götulýsinguna stór-
kostlega.
Allur kostnaðurinn er nokkur
hundruð staurar, ljósker og
þræðir.
Ljósið og vinnuaflið er fyrir
hendi. Mikill hluti af stórborg-
um álfunnar er lýstur með raf-
magni, sem framleitt er með olíu
eða kolakyndingu, sem er dýr.
Þó eru þær uppljómaðar, svo að
víða nálgast það dagsbirtu. Með
þeirri aðstöðu, sem við höfum,
gæti Reykjavík orðið bjartasta
borg í heimi. H.
stefnu á allar aðgerðir í þessu
efni. Og Jón Árnason hefir átt
meginþátt í að búa í hendur
þings og stjórnar þær nýjungar,
sem mestu skipta.
Jón Árnason ritaði fyrstur
manna hér á landi um að
blanda smjöri í smjörlíki. Um
það var sett löggjöf 1933. Um
sama leyti skrifaði hann í
blöð Framsóknarmanna um
nauðsyn þess skipulags, sem nú
er um verzlun með kjöt og
mjólk. Hann undirbjó málið og
hélt um það frumræðuna á
fundi kaupfélagsstjóra snemma
árs 1934. Á þeim fundi sömdu
leiðtogar Sambandsins og kaup-
félaganna frv. um sölu á kjöti
og mjólk, sem Framsóknar-
flokkurinn gerði síðan að höf-
uðmáli sínu í samningum um
stjórnarmyndunina 1934. Við-
rétting landbúnaðarins eftir
verðhrunið 1932—34, er nálega
öll byggð á þessum tvennum
lögum, sem Framsóknarmenn
hafa barizt fyrir og komið á.
Það er þess vegna ekki með öllu
óeðlilegt, að öfundarmönnum
Framsóknarflokksins þyki feng-
ur í að vega að þeim manni, sem
á langmestan þátt í að þessi
umbót hefir komizt á.
Sennilega verður það ekki til
að bæta geðsmuni þeirra sem
lagt hafa undir sig strandlengj-
una og ætla að hertaka sveit-
Nýjar bækur
Framh. af 2. síðu.
En sagan er það innlegg í ís-
lenzkar bókmenntir, sem fyllir
áður auðan sess. J. H.
Margtbýr í sjónum
Árni Friðriksson: Margt
býr í sjónum. 106 bls. Verð
kr. 2,75, stífheft. Reykja-
vík 1937. Ólafur Erlings-
son gaf út.
Þær bækur, sem ætlaðar eru
börnum og unglingum til lest-
urs, eru venjulega fullar frá-
sagna um fáránlegustu hluti,
sem enga stoð eiga sér í veru-
leikanum. En svo er ekki um
þessa bók Árna Friðrikssonar.
í henni er allt það til hliðar
lagt, sem ekki á sér raunveru-
lega stað, og skortir þó áreiðan-
lega ekki á, að blær æfintýranna
hvíli yfir henni. Þar er hermt frá
ýmsum kynjadýrum, einkum
þeim, sem hafast við í sjónum og
fylgja 23 myndir af ýmsum fá-
séðum skepnum. Frásögnin er
öll látlaus og skemmtileg, en
málið kannske nokkuð þungt
ungum börnum, enda erfiðleikar
á að lýsa hinum fágætu sjávar-
dýrum og hátterni þeirra á mjög
léttu máli.
Að öllu samanlögðu, verður
ekki annað sagt ,en að bókin
éigi skilið að ná góðum vinsæld-
um meðal unglinganna og skipa
veglegri sess heldur en margt af
því hugarsmíði, sem borið hefir
verið fyrir hina yngri lesendur.
Og ekki væri ólíklegt, þótt full-
orðnu fólki þætti líka bæði gam-
an og fróðleikur að því að blaða
í henni. J. H.
irnar, ef þvi er bætt við að Jón
Árnason hefir líka átt megin-
þáttinn í að móta skipulag
Sölusamlags fiskframleiðenda,
fiskimálanefnd og síldarnefnd-
ina, sem Finnur Jónsson stýrir.
í öllum þessum nefndum er
blönduð stjórn: Samvinnumenn,
sameignarmenn og samkeppnis-
menn. Þjóðin öll á þessi fyrir-
tæki, en ekki neinn einstakur
flokkur eða stétt. Jóni Árna-
syni tókst að koma áhrifum
samvinnumanna og j afnaðar-
manna inn í stjórn Sölusam-
lagsins þó að kaupmenn séu þar
í meirihluta, af því meirihluti
fiskiframleiðenda hallast að
þeirra skoðun.
Hvatir Alþ.bl. til að bera sam-
an Jón Árnason og Hundseid, eru
að vísu ekki hrósverðar. Samt
má snúa svo lítilfjörlegri máls-
meðferð til góðs, ef rétt er á
haldið. Ég álít enganveginn ó-
heppilegt að Alþ.bl. haldi um
skeið áfram stefnunni í þessu
efni. Jón Árnason er búinn að
valda svo miklum og ánægju-
legum straumhvörfum í at-
vinnumálum landsins, síðustu
20 árin, að það má teljast vel
viðeigandi, að þýðing þess starfs
sé rædd og metin af allri þjóð-
inni. Og andstæðurnar i þeirri
málsmeðferð verða ennþá skýr-
ari, ef þeir sem gagnrýna verk
hans, eru þýðingarlausar per-
sónur, sem ekki hafa til brunns
að bera neitt verulegt annað
en vanmáttartilfinningu og öf-
undsýkisblandinn kala.
J. J.