Nýja dagblaðið - 05.01.1938, Page 4

Nýja dagblaðið - 05.01.1938, Page 4
REYKJAVÍK, 5. JANÚAR 1938. NYJA PAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 2. BLAÐ „mi„ .V.W/. .v.v.v.wamia isio :■ Drotníng :■ frumskóganna Bráðskemmtileg og afar spennandi æfintýramynd. i í Aðalhlutverkið leikur hin fagra söngkona DOROTHY LAMOUR. Myndin jafnast á við beztu Tarzanmyndir og dýra- myndir er hér hafa verið sýndar. I v.v.v.v.v.w.v.w.v.v.v.v Stærsta mál (Pramh. af 3. síðu.) Um Pinn Jónsson er að vísu allt annað að segja, sökum hæfi- leika og manndóms, og allar lík- ur eru til, að saga verksmiðj- anna hefði orðið allt önnur, ár- ið 1935 og síðan, ef hann hefði komið í verksmiðjustjórnina í stað Jóns og Páls, með Þormóði Eyjólfssyni. En hinu ber þó ekki að neita, að lítill myndi vegur Finns Jónssonar utan ísafjarðar, án stuðnings Framsóknar- manna. Sína fyrstu 5 báta fékk hann vegna ríkisábyrgðar sem Framsóknarflokkurinn veitti. — Sína næstu 2 báta fékk hann út á áframhaldandi hjálp Fram- sóknarmanna og með því að setja í þá ágóða byrjunarársins, áður en kreppan skall á. Sín fyrstu sambönd um síldarsölu frá þessum ríkisbátum, fékk hann með meðmælabréfi frá Jóni Árnasyni í Sambandinu. Ábyrgð og viðbótarábyrgð um rafmagns- lán ísafjarðar hefir hann fengið með aðstoð Framsóknarmanna. Sama er að segja um vegtyllur hans í stjórn síldarbræðslanna, í síldarútvegsnefndinni og í Sölu- samlaginu. Ef enginn Framsókn- arflokkur hefði verið til, og það er heitasta ósk margra af helztu leiðtogum socialista, þá hefði í- haldið enn drottnað á ísafirði, yfir hálfútkulnuðu bæjarfélagi. Þar hefðu ekki verið neinir sam- vinnubátar, engin rafstöð frá fossum i nágrenninu, enginn verkamannaforkólfur í stjórn síldarbræðslu við Eyjafjörð, eða ráðandi þess, hvort Haraldur Böðvarsson fær að senda út Tollstjóra- skrífstoíunní verður lokað í dag kl. 10-12 í. h. vegna ilutníngs aí 2. hæð ál.hæðíArnarhvolí Tollstjórínn. nokkra síldartunnu úr landinu. í stað þess hefði Finnur Jónsson verið unglegur og hressilegur á svip, upptekinn ár út og ár inn við að afgreiða Mbl. og ísafold og útlenda póstböggla til trúaðra íhaldssálna á ísafirði. Finnur Jónsson getur að vísu sagt, að flokkur hans hafi stutt Framsóknarmenn við fram- kvæmd allmargra mála. En þar til er því að svara, að allt sem samvinnufélögin og Sambandið hafa gert, þar á meðal hin stór- felldu iðnfyrirtæki Sambandsins á Akureyri, hefir verið fram- kvæmt af samvinnumönnum án nokkurrar pólitískrar hjálpar, þar sem Alþýðufl. hefir yfirleitt á sama hátt fáu getað áorkað einn, nema kauphækkunum í fyrirtækjum, sem nú eru rekin með tekjuhalla. í öðru lagi hafa Framsóknarmenn aldrei að fyrra bragði leitað með ófriði á sam- starfsflokkinn. Finnur Jónsson hefir verið studdur við basl sitt með ísafjarðarbátana, en ekki rægður og tortryggður, eins og Alþýðufl. hefir gert við Þormóð Eyjólfsson. Ekki hafa ráðherrar Framsóknarmanna hrundið Al- þýðuflokksmönnum úr embætti, til að koma að sínum eigin mönnum, eins og Haraldur Guð- mundsson gerði við sr. Björn Magnússon. Og að síðustu hafa Framsóknarmenn ekki ráðizt með ofbeldi og dólpungshætti á fyrirtæki Alþýðufl., t. d. brauð- gerð hans, eins og Alþýðuflokk- urinn gerði á Akureyri, er hann stöðvaði með ofbeldi verksmiðj- ur Sambandsins í mánuð og lok- aði um vikutíma fyrir nálega alla aðflutninga að einu þýðingar- mesta samvinnuhéraði á land- inu, Eyjafirði. Hér hafa verið rakin megin- drög í hinu þýðingarmesta bar- áttumáli undangenginna ára. Alþýðuflokksmenn rufu þar grið og samninga við samstarfsflokk- inn, bæði um menn og málefni. Með rólegri og stefnufastri bar- áttu hefir þessari sókn verið hrundið. Framsóknarflokkurinn hvorki vill né getur sett þar upp flokksstjórn. En hann vill vinna að því, að þar komi sterk, gætin og réttlát stjórn, sem tekur tillit til allrar þjóðarinnar, en ekki sérstaklega til eins flokks eða einnar stéttar. Eftir tíu ára reynslutíma og fánýt átök um að geta misnotað stórvirki Magnús- ar Kristjánssonar, á nú að geta byrjað nýr tími, þegar verk- smiðjurnar byrja að starfa í anda hans, þegar útvegsmaður- inn og sjómaðurinn geta óhultir komið með sína vöru og fengið fyrir hana sannvirði, en þjóð- nýtingarbraskið endanlega lagt á hiiluna. J. J. Vopnahlé, en enginn friður Framh. af 2. síðu. hvern mun af þeim að stíga. Og tígrisdýrin eru hungruð. En — hvað er það, sem hinar þrjú hundruð milljónir Evrópu- manna þrá? Jú — friður og ró. Þeir óska að fá að njóta auðæfa lífsins. Þeir vilja kasta af sér einhverju af þessum byrðum, er þeir neyðast til að bera. Þeir vilja lifa í friði og hjálpa hver öðrum og gera gagn. Hví fá þeir ekki aö fylgja vilja sínum? Er það ekki þess vert, að allt sé gert, tekið á til hins ýtrasta til að koma í veg fyrir að vopnahléið snúist eigi aftur í styrjöld, að skapa varanlegan frið? Hví skyldu þeir ekki gera það? Stjórnir og þingmenn ætla ekki að geta staðizt þungann á bak við vilja þeirra. Þar að auki gefa vísindin og önnur friðaröfl Evr- ópumönnum fögur loforð um hamingjusamara líf, betur borg- aða vinnu, fjölbreyttari fæðu, meira frjálsræði, meiri frístund- ir, meira öryggi og gleði. Allt virðist liggja fyrir framan hend- ur vorar. Öruggar og samhentar ættu þjóðirnar að grípa þetta tækifæri og hverfa til nýs tíma, tíma frelsis, laga, réttar og frið- ar. — Hversu dýrlegt væri að sjá samhenta Evrópu, þar sem íbú- arnir lifðu í sátt og samlyndi. Hve heimskuleg er' ekki þessi martröð hernaðarins, gasgrímur og skotheld neðanjarðarhús gegn morðingjum úr loftinu? Hve hryggilegt er að sjá þjóðirnar byrgja sig á bak við hergirðingar og kastala. Hve ömurlegt, að þær skuli nota auðæfi sín til að koma af stað fjöldamorðum og tortím- ingu. Stuðlið að því, meðan enn er tími til, að þær snúi sér aftur að hinum tiu boðorðum guðs. Látið þær taka upp kristið siðgæði. — Látið þær nýta náttúruauðæfi sín öllum til gagns. Látið umburðar- lyndi og víðsýni komast til vegs og virðingar á ný. Látið þær bannfæra afturhaldssamar þjóð- ernisstefnur annarsvegar og sjúklegar draumórakenningar hinsvegar. Vér skulum að lokum gera vopnahléið að varanlegum friði. ýSSSAÍ Nýja Bíó ííífifi?? TöSravald tónanna Mikilfengleg og fögur þýzk tal- og tónlistarmynd frá Ufa. Aðalhlutverkin leika Lil Dagover, Willy Birgel og fleiri. . í w.w.v.v.v.v.w.v.vw.w Vanur barnakennari óskar eftir að lesa með börnum eða unglingum. Greiða má að ein- hverju leyti með fæði. Upplýs- ingar í síma 2610 kl. 6—7 og 8—9. Strætisvagnadeilan Framhald af 1. siðu. Reykjavíkur verður að telja það fullkomið álitamál, hvort því sé kleift að halda ferðunum áfram. Það hlýtur því að teljast bein skylda bæjarins, sem rétti- lega átti upptök að strætisvögn- um og gerir tillögur um það til sérleyfisnefndar hverjir skuli fá leyfið, að hann skerist í leikinn og hlutist til um þetta eða eitt- hvert annað félag verði eflt svo, að ferðirnar stöðvist ekki, því það er ósennilegt, að ekki megi með hagsýnni stjórn og góðu skipulagi láta strætisvagna- reksturinn bera sig. Otti Sæmundsson Framhald af 1. siðu. þakklæti fyrir viðskiptin og viðkynn- inguna. Fyrst mun Otti hvíla sig um stund, en síðan leita sér nokkurrar mennt- unar, eftir því sem kostur verður á. Ég vil nota tækifærið og þakka Otta fyrir samstarfið og viðkynninguna þau rúm 2 ár, sem ég hefi unnið við Nýja dagblaðið. Og ég óska honum gæfu og gengi í framtíðinni. Magnús Stefánsson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiliin ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii FESTARMEY FORSTJÓRANS 2 tuttugu og fimm shillings á viku. Og nú var ég að öllum líkindum að missa jafnvel þetta. Og hvað átti ég þá til bragðs að taka? Hvernig gat ég lagt til hálfa leiguna fyrir herbergið í Marconi Mansions? Gat ég meira að segja borgað ódýra máltíð og nauðsynlegasta klæðnað? Hvernig gat ég framfleytt lífinu? Það var sýnilegt, að ég var ekki vel til fallin að vera skrifstofiístúlka. Þessir þrír mánuðir á skrifstofunni höfðu greinilega sýnt mér það. „Yður vantar leikni, ungfrú Trant, eins og hr. Dun- donald, skrifstofustjórinn okkar, hefir oftar en einu sinni sagt við mig. Þér getið ekki einbeitt yður nógu vel. Þér væruð ágæt eiginkona, en þegar ég ætla að treysta á yður, hvað skeður? Ég sé, að þér gerið alls- konar hlægilegar skyssur, sem hver busi gæti forðast. Ég hefi margoft varað yður við. Hvernig haldið þér að þetta endi?“ Auðsjáanlega verð ég að taka saman pjönkur mínar einn góðan veðurdag. En hvað á ég að gera, ef svo fer? Það er ekkert hægt. Ekki get ég teiknað tízkumyndir eða skrifað greinar í tímaritin. Fara á leiksvið — nei, ég gæti aldrei munað „stikk“- orðin, jafnvel á leikæfingum. Mér þykir vænt um börn, en fólk vill, að heimiliskennarar þess séu kennarar að menntun og noti nýtízku aöferðir. Ég býst ekki við, að ég sé nógu stór til að afgreiða í búð. Það er ein ó- samkvæmnin hjá karlmönnum, að þeir yrkja kvæði um stúlkur, sem eru nettar og „ná þeim að hjarta- stað“, en auglýsa svo eftir stofustúlkum eða tízku- dömum, sem eiga að vera fimm fet og níu þumlungar að hæð, en það er ég ekki. En þó er ég ekki, hamingj- unni sé lof, stutt og digur, þótt ég hafi verið nefnd „Lilla“, eins og ungfrú Holt, sem heldur að aumur eiginmaður sé betri en enginn----- En hvernig er með þá venjulegu stöðu, sem konum býðst — að gifta sig? Jú, en ég sé engan karlmann — maður getur ekki kallað hvað sem er karlmann — sem ég vildi giftast. Auk þess er enginn, sem vildi kvongast mér, því ég á ekki neitt — nema ef til vill Sidney Vandeleur----? Hann Sidney gamli er vinur frá þeim dögum, er fjölskyldan stóð á föstum fótum og við höfðum yfir engu að kvarta. Síðan hefi ég hitt hann nokkrum sinnum og hann er alltaf sá sami, hjálpfús og skemmtilegur. Hann er slíkur ágætisfélagi og hefir eitthvað það við sig, sem styrkir mig í þeirri trú, að eitthvað myndi samstundis gerast, og ég ýtti undir hann. Það myndi líka verða frekar ánægjulegt að „ýta undir“ Sidney, þótt ég hafi aldrei verið ástfangin í honum. Ég er nú komin að þeirri niðurstöðu, að ég hafi ekki hina minnstu tilhneygingu til að verða skot- in. En Montresor majór, sem var í herdeild föður míns í gamla daga, sagði einu sinni við Jack bróður minn, að „hún Monica litla yrði svo mátulega ástleitin. Hún væri ein af þeim, sem myndu iðka slíkt með góðum árangri, án þess að finna sjálf til minnstu hrifningar.“ Og eftir að ég hefi hlustað svo oft á hjal þeirra stúlkna, sem hafa orðið hrifnar, og séð vonleysi þeirra, þá er ég þakklát fyrir, að ég er ekki ein af þeim. En mér gæti þótt vænt um fólk. Þannig gæti það verið með Sidney. Ég býst við, að endirinn verði sá, að ég fái hann til að kvongast mér-------. En ekki ennþá. Ég hefi ekki einu sinni heimilisfang hans! Hann fór með móður sinni í ferðalag til Japan, og þau munu ekki koma til þess að borða svo mikið

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.