Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 6. JANÚAR 1938.
6. ÁRGANGUR — 3. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐIÐ
wwöKGamla BíóCOww
Drotnmg
lj írumskóganna 5
Bráðskemmtileg og afar
spennandi æfintýramynd.
Aðalhlutverkið leikur
hin fagra söngkona
DOROTHY LAMOUR.
Myndin jafnast á við beztu
Tarzanmyndir og dýra-
myndir er hér hafa verið
sýndar.
'.■.V.W.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V
Másn@ði
Herbergi, með einhverju af
húsgögnum, vantar handa að-
komumanni frá janúarlokum til
vors. — Guðbrandur Magnússon.
Sími 2391.
TUkjiuiÍ£f»f
Prófið matsöluna Fossvellir,
Skólavörðustíg 3.
1.0. G.T.
Áramótafagnaður
Templara verður haldinn að Hótel ís-
land laugardaginn 8. þ. m. og hefst
með sameiginlegu borðhaldi kl. 8 síð-
degis, stundvíslega. — Þáttakendur
gefi sig fram í dag. Áskriftarlistar í
Hanskagerðinni Austurstræti 5, verzl.
Bristol og í verzlun Guðm. Gunniaugs-
sonar, Njálsgötu 65.
Aðeins fyrir templara.
Afmælísfagnaður
Glímufélagsins Ármann verður
haldinn í Iðnó föstudaginn 7.
jan. kl. 9 síðd. og hefst hann
með sameiginlegri kaffidrykkju.
Til skemmtunar verður:
Ræðuhöld.
Söngur.
Eftirhermur.
Danz.
Hljómsveit Blue Boys spilar.
Aðgöngumiða fá félagsmenn
fyrir sig og gesti sína á afgr.
Álafoss og hjá Þórarni Magnús-
syni og kosta þeir kr. 3,00. (Veit-
ingar innifaldar).
Stjórnin.
KAUPiB
sÆ
aðeins Loftur.
Alfadan
o g*
nnu
halda knatfspyrmi£élög>£n FRAM og VALUR
á Ipróttavellinum í kvöld og verður kveykt
í hinum geysímíkla bálkesti klukkan 9.
í hinni skrautlegu áliafylkingu felst hvorki meira né minna en heill
KARLAKÓR (30—40 manns) er alla mun gleðja með sínum fagra söng
— Auk þess sem LÚDRASVEITIN SVANUR leikur parna allan tímann,
verður margt annað fásýnt og skemmtilegt að sjá og heyra.
Fogrum flugeldum verður skofið í loit upp öðruhvoruallantímann
Vírðingarfyllst
Knattspyrnufélagíð FRAM
Knattspyrnufél. V A L U R.
Aðgangur er 1 kr. fyrír fullorðna
50 aura fyrir börn.
Athugið að klæða ykkur, en pó
sérstaklega börnin vel.
r
3
r&st / a/íam v&ræ/aman,
__..........•••••- •:......'nli,.uw,M,l
tc:
Sjávarútvegurinn og stjórnarflokkarnir
(Pramh. af 3. siðu.)
séu fullt svo mikið af ofurkappi
sem rökum runnar.
Til þess hefir verið vitnað, að
fram hafi verið lagðar af út-
vegsmönnum í lok síðasta árs
skýrslur, sem sýni, að þorri út-
gerðarinnar hafi tvö undanfar-
in ár verið rekin með stór-
felldu tapi, svo að jafnvel nemi
á annað hundrað þúsund króna
á hvert botnvörpuskip. Því skal
eigi mótmælt hér, að slíkar
skýrslur hafi við rök að styðjast.
Á það skal þó bent sem stað-
reynd í þessu máli, að ógerlegt
má virðast, að byggja rekstur
togaraútgerðar framvegis á
þeim hörmungar aflabrögðum,
sem verið hafa tvær siðustu
vetrarvertíðir. Þá afkomu, sem
verður á togaraútgerðinni,
þegar hvert veiðiskip fær ekki
nema helming af venjulegum
afla, er ekki unnt að leggja til
grundvallar sem „normal“ á-
stand. Ef ganga ætti út frá því,
að fiskimiðin íslenzku væru
þrotin að meira eða minna leyti,
megnar enginn mannlegur
máttur að láta útgerð bera sig
á þessu landi. Þó að allir sjó-
menn togaraflotans gerðust
matvinnungar eða minna, næg-
ir það ekki einu sinni til að
bæta slíkt afhroð.
Og það verður að sjálfsögðu
að viðurkenna, að opinberar
ívilnanir, sem gerðar hafa verið,
svo sem afnám útflutnings-
gjalds, eftirgjöf kola- og salt-
tolls o. s. frv. hrökkva skammt
til að mæta þeim halla, sem nú
þarf að horfast í augu við sam-
kvæmt skýrslum útgeröar-
mannanna. Og þó að takast
mætti að endurgreiða á ein-
hvern hátt þá tolla (um tekju-
skatt eða eignaskatt er auðvit-
að ekki að ræða), sem segja má
að enn hvíli að einhverju leyti
óbeint á útgerðinni, þá hrykki
það vitanlega enn skemmra*).
En um viðleitni ríkisvaldsins í
þessa átt verður ekki deilt,
þegar athugaðar eru þær stað-
reyndir, sem rifjaðar eru upp
hér að framan. Og um það þarf
ekki heldur að deila, að nokkru
muni sú viðleitni orka.
Þær opinberar ráðstafanir,
sem verulega gætu áorkað, um-
fram það sem nú hefir gert
verið af ríkisvaldsins hálfu, eru
vaxtalækkun hjá bönkum
landsins og gengisfelling ís-
lenzkrar krónu.
Eins og bankalöggjöf lands-
ins nú er háttað, er vaxtalækk-
un ekki á valdi þings og stjórn-
ar. Bankarnir munu fyrir sitt
leyti hafa fært að því all sterk
rök, að íslenzk lánastarfsemi
þoli ekki neina verulega vaxta-
*) Á það má minna, að Jón heitinn
Þorláksson var á sínum tíma lofaður
hástöfum í blöðum Sjálfstæðismanna
fyrir að gefa eftir gengisviðaukann á
kola- og salttolli. En þegar núverandi
fjármálaráðherra býðst til að gefa eftir
allan tollinn þykir það í sömu blöðum
einskis virði og helzt bera vott um
„fjandskap" við útgerðina! Slík eru
heilindin.
.’.V.V.V .T'., ■>.’.V.V.V
.v.v.’.v »10 .v.v.’.v
I
Töfravald
tónanna
Mikilfengleg og fögur þýzk
tal- og tónlistarmynd frá
Ufa.
Aðalhlutverkin leika
Lil Dagover, Willy Birgel
og fleiri.
I
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
lækkun. Og möguleikarnir til
vaxtalækkunar á hverjum tíma
hljóta vitanlega að vera alger-
lega háðir þeim kjörum, sem
bankarnir sjálfir búa við um
vaxtakjör þess veltufjár inn-
yfir að ráða og svo hversu þeim
innheimtist fé sitt.
Um gengislækkun er það m. a.
að segja, að það er eftirtektar-
vert, að til hennar hafa þeir, sem
hæst glamra í þessum málum,
þ. e. Sjálfstæðisflokkurinn, enga
afstöðu viljað taka, þó að hún
vitanlega væri róttækasta og á-
hrifaríkasta úrræðið, sem til er.
Og allt ber því að þeim sama
brunni í þessum málum, að þeir
sem „ráðkænastir“ hafa þótzt í
útgerðarmálum, geta sjálfir ekki
komið með nein ráð, sem mögu-
legt er að hugsa sér að gæti vegið
upp á móti rekstrarhalla, sem
nemur á annað hundrað þúsund
krónum á hvern togara.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
sýnist vera allra manna úrræða-
lausastur í þessum málum. —
Nefnd útgerðarmanna, sem leit-
aði ásjár formanna flokkanna,
fékk hjá honum loðin svör. Og
í umræðum á eldhúsdegi voru
svör hans ennþá loðnari. Það
eina, sem þessi maður og hans
samherjar virðast hafa til þess-
ara mála að leggja, er hin venju-
lega „neikvæða barátta“, að níða
niður og afflytja þá viðleitni,
sem aðrir hafa haft til úrbóta í
þeim vanda, sem þjóðin öll þarf
að mæta.1)
Það er að vísu haft á orði, að
formaður Sjálfstæðisflokksins og
hans nánustu samherjar séu nú
eitthvað tungumýkri en áður um
menn og málefni, sem þeim hafa
andstæð verið. Kunnugir skýra
þá hógværð með því, að visst
stórútgerðarfyrirtæki hafi í fyrra
þurft að afla sér innskotsveða
til að halda rekstri sínum gang-
andi og hafi verið óheppið I síld-
arsölu á nýliðnu ári. Um það er
ekki nema gott að segja að
reynslan geri menn hyggna. En
því aðeins eru þau reynsluhygg-
indi til greina takandi, að meiri
sanngirni og minna skrumi sé
beitt og fyllri ábyrgö í umræðum
viðhöfð en hingað til hefir vei’ið
af hálfu þessara aðila, um þau
viðkvæmu og vandasömu mál,
sem sjávarútveginn snerta. Því
að það mega allir glöggt vita, að
til þess munu engir verða að láta
undur ske í þeim málum fremur
en fyrirtækjum formanns Sjálf-
stæðisflokksins hefir tekizt að
gera kraftaverk á viðskipta-
reikningum sínum í bönkum
landsins.
1) í áramótahugleiðingum sínum í
Mbl. segir Ó. Th. að ríkisstjómin hafi
„ekkert gert til að afstýra voðanum".