Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Sjávarútvegurinn, stjórnar- flokkarnir og „úrræðí“ Ólals Thors Iwýjadai;blaðis Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. i Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | Ritstj órnarskrif stof umar: Lindargötu 1.1. Símar 4373 og 2353 ! Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. ! í lausasöiu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Betri bær Fallegrí bær Vísir hefir stundum kalla'ð Framsóknarmenn óvini Reykja- víkur. Ég held, að það virðulega blað hafi jafnvel álitið þann flokk vera óvini nr. 1. Þessi stór- yrði hafa hrotið af vörum óvin- veittra blaðamanna, þegar Framsóknarflokkurinn var að lyfta einhverju megintaki fyrir landsheildina, stöðva óhagstæð- an verzlunarjöfnuð við útlönd, stöðva myndun eyðsluskulda erlendis o. s. frv. Þessum mönnum verður sjálf- sagt ekki vel við í bili, þegar þeir heyra, að þessi flokkur láti sér ekki nægja að setja svip fram- faranna og hinnar endurvöktu, þjóðlegu menningar á dreifbýlið og kauptúnin. Þeir ætli sér líka að fara að vinna í sjálfri Rvík og á sama hátt. En þessi undrun verður varla langvarandi. Sum- um svefnstyggum sálum í sveit- unum var nóg boðið, þegar fólk átti kost á samvinnuverzlun í eigin búðum, þegar byrjað var að girða túnin, leggja dýra vegi yfir fjöll og firnindi og brýr yfir reginvötn. Ekki batnaði þegar sjúkrahús eins og Kristnes reis eins og höll langt upp í sveit, eða stórbyggingar með öllum nú- tímaþægindum voru byggðar við hitalindir langt uppi í fjalldöl- um. Nú furðar engan á þessu. Nú vita menn, að þessi átök Framsóknarmanna voru byggð á stórhug, framsýni og gætni. Þessi verk standast öll dóm tím- ans. Nú vekja þau réttmæta sig- urgleði í hugum allra sæmilegra íslendinga. Þeir finna, að hér er sameign allra, sem er þjóðinni allri til sóma. Og nú kemur röðin að Reykja- vík. Það er talað um að gera bæ- inn betri. Á að byrja nýtt kapp- hlaup við sr. Bjarna, Friðrik og Árna um að bæta hjartalag Reykvíkinga, svo að um muni? Vel munu þessir menn vinna, en nóg mun samt rúm fyrir aðra í nánd við þá, sem velji sér meira af jarðneskum viðfangs- efnum. í þessu sambandi er átt við bæ, sem er betra að búa í heldur en núverandi Reykjavík. Það á að vera bær, þar sem hreinn og ó- skemmdur fiskur er seldur með sæmilegu verði í hreinlegum búðum. Það á að vera bær með ódýru ræktarlandi fyrir alla bæj- arbúa, sem vilja framleiða græn- meti og garðmat handa sér og sinum. Það á að vera bær, þar Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefir mjög um það geipað í blöðum sínum, og haft til þess aðstoð manna eins og Sigurðar Kristjánssonar, að núverandi stjórnarflokkar hafi sýnt sjáv- arútveginum kæruleysi og jafn- vel fjandskap, og á engan hátt verið málum hans sinnandi á Alþingi eða í ríkisstjórn. Þessum rógi til hnekkingar hefir hér í blaðinu verið skýrt frá staðreyndum um það, á hvern hátt stjórnarflokkarnir unnu að málefnum sjávarút- vegsins á síðasta Alþingi. En að þessu sinni skulu til frekari glöggvunar stuttlega rif j aðar upp helztu aðgerðir Alþingis til stuðnings sjávarútvegin- um síðan núverandi stjórn kom til valda sumarið 1934. Má þá fyrst á það minna, að á haustþinginu 1934 var út- flutningstollur á síld lækkaður og færður til samræmis við hið almenna útflutningsgjald sjáv- arafurða. Var tollurinn endur- greiddur fyrir árið 1934, og hefir þvi ívilnun þessi komið síldveiðendum til góða í 4 ár. Mun lækkunin hafa numið sem næst 125 þús. kr. árlega eða samtals 500 þús. kr. á þessum 4 árum. Til Fiskimálasjóðs hefir ríkið greitt á þessum árum samtals um 850 þús. kr., sem tekið var að láni, og varið til markaös- leita, rannsóknar aflamiða og margskonar nýbreytni í fram- leiðslu sjávarafurða, sumpart sem beinum framlögum, sum- sem menn geta byggt yfir sig hús með sæmilegum húsbúnaði, án þess að vera lífsþrælar alla æfi. Og það á að vera bær, þar sem lítil börn fá að sofa fram eftir myrkum skammdegis- morgnum og eru leidd til for- eldrahúsanna af velviljaðri lög- reglu, löngu áður en fullorðið fólk gengur til svefns. En auk þess á Reykjavík að geta orðið fallegur bær. Til þess þarf hann að fá skipulag, eins og Keflavík og Eyrarbakki, Blöndu- ós og Skagaströnd. Hann þarf að fá opin svæði frá Tjörninni og suður að Skerjafirði. Hann þarf að fá vel lagaðar og breiðar götur og fögur hús, þar sem mest ber á þeim, þar sem þau setja svip á bæinn. í stuttu máli: Reykjavík þarf að verða betri bær og fallegri bær fyrir þá, sem þar eiga að lifa og fyrir landið allt. Þess vegna þarf Framsóknarflokkurinn að ráða miklu um hag Reykjavíkur. Þess vegna þarf bærinn, vegna sjálfs sín, að láta Framsóknarflokkinn vinna mikinn sigur við næstu bæj arst j órnarkosningar. part sem vaxtalágum lánum til atvinnurekenda. Greiddar hafa verið úr ríkis- sjóði samtals um 100 þús. kr. vegna ofviðrisskaða, aðallega á vélbátum. Útflutningsgjald á saltfiski hefir verið afnumið með lögum og nemur sú ívilnun 220—230 þús. kr. árlega fyrir útgerðina, miðað við útflutning síðustu ára, en tilsvarandi hærri upp- hæð, ef afli og sala kemst í meðallag eða hærra. Næstum allt, sem þá er eftir af útflutningsgjaldi sjávaraf- urða, eða 400 þús. kr. árlega, hefir nú ríkið gefið eftir til Fiskimálasjóðs, og verður því samkvæmt sérstökum lögum varið til styrktar hraðfrystihús- um og niðursuðuverksmiðjum og til að stuðla að því að hingað verði fenginn af félagsskap sjó- manna nýtízku togari í til- raunaskyni. Ennfremur mun ríkisstjórnin samkvæmt heimild þingsins, ef ekki stendur á tilsvarandi í- vilnun frá hlutaðeigandi bæj- arfélögum, endurgreiða veiði- skipum salttollinn og kolatoll á saltfisksvertíð á yfirstandandi ári. Nemur sú eftirgjöf væntan- lega um 150 þús. kr. Samþykkt hafa verið lög um skuldaskil fyrir vélbáta og línu- skipaútveginn. Samkvæmt þeim lögum hefir Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda lánað um 1 millj. 350 þús. kr. til útgerðar- manna og á þann hátt keypt þeim samninga og niðurfellingu skulda svo að mörgum milljón- um skiptir. Til að standa straum af þessari starfsemi, leggur ríkissjóður nú fram-160 þús. kr. á ári. Árin 1936 og 1937 voru út- gerðarmönnum hér syðra að til- hlutun ríkisins veit t samtals um 350 þús. kr. að láni til að standa straum af hinni óhag- stæðu vetrarvertíð og geta kom- ið bátum sínum á síld. Þá mætti gjarnan minna Ólaf Thors og hans menn á það, að í árslok 1935 námu stjórnar- flokkarnir úr lögum hið óvin- sæla og tilfinnanlega verð- jöfnunarsjóðsgjald á saltfiski, sem nam að meðaltali 5 krónum á hvert skippund. Var þar með létt af útveginum álögum, sem myndu hafa numið um 2 millj. kr. samtals á árunum 1936 og 1937, og hlutfallslega á yfir- standandi ári. En þessi skattur var eins og kunnugt er arfur, sem núverandi stjórn tók við eftir ráðsmennsku Sjálfstæðis- manna og bandamanna þeirra í utanríkismálum, svo sem nánar var frá skýrt í greinum J. J. um þetta mál hér í blaðinu fyr- ir tveim árum1). Vel mætti líka á það benda, hvernig núverandi stjórn hefir aðstoðað útgerðarmenn með til- högun innflutningsleyfa, þar sem innflytjendum hefir í stór- um stíl verið gert skylt að kaupa' vörur frá Ítalíu og Þýzkalandi til þess að hægt væri að selja þangað ' fram- leiðslu sjávarútvegsins. Hafa aðrir landsmenn þannig í mörg- um tilfellum verið skattlagðir til aðstoðar útgerðinni, þar sem hinar þýzku og ítölsku vörur oft hafa verið dýrari en sambæri- legar vörur annarsstaðar. Samkvæmt framansögðu má slá því föstu, að bein lækkun og niðurfelling skatta á útgerð- inni á árunum 1934—38, miðað við það ástand, sem var, þegar núverandi stjórn tók við, nemi samtals sem næst fjórum millj- ónum króna. Þar við bætist svo annar sá stuðningur, sem útgerðin hefir hlotið og talinn er hér að fram- an, og fólginn er í hagkvæmum lánveitingum, skuldaskilum, framlögum ríkisins til Fiski- málasjóðs, svo og þeim 400 þús. kr. af útf lutningsgj aldi, sem áður runnu í ríkissjóð, en nú verður varið til styrktar hrað- frystihúsum, niðursuðuverk- smiðjum o. s. frv., ennfremur sú hjálp, sem fisksölunni hefir verið veitt með áðurnefndri út- hlutun innflutningsleyfa. Til viðbótar má svo nefna þá mikilsverðu lagavernd, sem síldar- og saltfisksölunni hefir verið fengin og síðari tímar munu betur meta að verðleik- um en nú er gert af pólitískum æsingamönnum. Blöð og skrafskúmar Sjálf- stæðisflokksins hafa löngum legið á þvi lúalagi, að halda því fram, að fé því, er Fiskimála- nefnd hefir verið falið til ráð- stöfunar, sé á glæ kastað. Er oftast svo á þeim að skilja, að Héðinn Valdimarsson, sem ver- ið hefir formaður nefndarinnar, útdeili einn þessu fé og hafi þar um öll ráð. Þetta er þó firra ó- hlutvandra manna og annað ekki. Fiskimálanefnd er lögum samkvæmt skipuð 7 mönnum, sem tilnefndir eru af eftirfar- andi aðilum (einn af hverjum): Landsbanka íslands, Útvegs- banka íslands h/f., Fiskifélagi íslands, botnvörpuskipaeigend- um, Sambandi ísl. samvinnufé- laga, Alþýðusambandi íslands og atvinnumálaráðherra. Það er ekki einu sinni svo, að hinn stjórnskipaði maður, sem at- 1) Svo viðkvæm var samvizka Sjálf- stæðismanna, þegar á þetta mál var minnzt, að þeir stukku úr utanríkis- málanefnd og hafa ekki sézt þar síðan. t T L Ö n D : Atvínnulíf Fínnlands Finnsku bankarnir hafa ný- lega gefið út skýrslu um starf- semi sína á tímabilinu 1. okt. 1936—30. sept. 1937. í skýrslu þessari er að finna margvíslegar upplýsingar um afkomu at- vinnuveganna þar í landi á þessu tímabili. Eftir yfirliti þessu að dæma, virðist afkoman hafa farið batn- andi. Liggur einkum til þess sú ástæða, að verð á allskonar trjá- vörum hefir stórhækkað í verði, en skógarhögg og trjáiðnaður eru með helztu atvinnuvegum Finnlands. Verðhækkun hefir einnig orðið á mörgum landbún- aðarafurðum. Þetta hefir aukið tekjur bænda og skógarhöggs- manna og hin aukna kaupgeta þeirra hefir stuðlað að aukinni innanlandsframleiðslu á ýmsum iðnvörum, eins og t. d. skóvörum og ýmiskonar byggingarvörum. Verzlunarjöfnuðurinn hefir ekki orðið eins hagstæður á þessu tímabili og oftast áður, sem staf- ar af því að aukizt hefir inn- flutningur á vélum og hráefnum til iðnaðar, en innflutningur neyzluvara hefir minnkað. Þessi breyting á utanríkisverzluninni, ásamt því að fjölmörg ný at- vinnufyrirtæki hafa verið skrá- sett seinustu mánuðina, ber þess merki, að atvinnuvegirnir séu í blómgun. Inneignir sparifjáreigenda í bönkum hafa á þessu tímabili aukizt um 1368 millj. marka, en útlán bankanna hafa aukizt um 879 millj. marka. Bankarnir hafa allan tímann legið með miklar peningabirgðir, sem þeir hafa ekki komið í notkun; síðan í júní hafa þær venjulega numið yfir eina milljarð marka. Þetta hefir haft þær afleiðingar, að vextir hafa lækkað. Vextir af sparifé eru nú 3y2% og vextir af útlánum hjá Finnlandsbanka 4%. Framfærslukostnaður er talinn hafa hækkað um 7y2% síðan 1935. í lok ágústmánaðar síðastl. voru 2794 menn skráðir atvinnu- lausir í öllu landinu. Á sama tíma 1934 voru skráðir 5064 at- vinnuleysingjar, en skráningin var þá ekki eins fullkomin. —y- vinnumálaráðherrann velur (i þessu tilfelli Héðinn Valdimars- son), sé sjálfkjörinn formaður nefndarinnar. Samkvæmt lög- unum á nefndin að kjósa sér sjálf formánn og hefir líka gert það. Það er erfitt að sjá, að nefnd, sem á að ráðstafa opin- beru fé handa sj ávarútveginum, geti vexið samsett á eðlilegri hátt en þennan, og hafi nefnd- inni í einhverju verið mislagðar hendur, þá er það ekki sök Al- þingis, heldur þeirra aðila, sem áttu að skipa menn í nefndina og engin sérstök ástæða var til að vantreysta í því efni. Enda mun það svo vera, að árásirnar á nefnd þessa og störf hennar J. J. Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.