Nýja dagblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Kvennafundur.
Að tllhlutuii fulltrúaráðs Fram-
s<>kiiarfélagaima í Reykjavík, verð-
ur haldinn fundur i Snmbandsliús-
inu í dag (miðvikudag 12. janúar),
kl. 5 síðdegis, mcð konum þeim, er
efla vilja kosningafylgi Frainsókn-
arflokksins við hæjarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík, sem fram
eiga að fara 30. janiiar.
Nefnd fulltrúaráðsíns.
íbúð óskast.
Maður í fastri stöðu óskar eftir að
fá leigða íbúð, 2-—3 herhergi og eld-
hús, ásamt góðu geymsluplássi, í uýju
liúsi, frá 14. maí n. k. — Ábyggileg
greiðsla mánaðarlega fyrirfram. Upp-
lýsingar í síma 3948 eftir kl. 5 alla
virka daga.
Bðkunardronar
A. V. R.
Romdropar,
V anilludr opar,
Citrondropar,
Möndludropar,
Cardemommudropar.
Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi.
Öll glös eru með áskrúfaðrl hettu.
Afengisverzlun ríhisins.
Á krossgötum
Frá Akranesi.
Sjálfstæðismenn eiga nú í
harðri baráttu um einræði sitt
þar. Framsóknaímenn hafa
sterkan framboðslista og stór-
lega aukið fylgi, eins og sást á
fylgi Sigurðar Jónassonar í vor.
Allar líkur benda til að Fram-
sóknarmenn á Akranesi fái
oddaatkvæði milli socialista og
íhalds í kauptúninu við þessar
kosningar. Móti þessu berst í-
haldið eftir föngum, með djörfu
og hættulegu spili. Það setur út í
eldinn Harald Böðvarsson,
stærsta kaupmann bæjarins, með
tvo menn, sem eru honum háðir.
Nú er Haraldur að vísu mjög
röskur og fengsæll maður, en
svo bezt, að hann hafi ekki ein-
ræði, t. d. yfir síldarverksmiðj-
unni og fátækramálunum.
Eina ráðið til að hafa fullt
gagn af Haraldi Böðvarssyni, en
lítinn skaða, í hreppsnefnd
Akraness, er að hafa hann þar í
minnihluta, undir réttlátu að-
haldi miðflokksins.
í Keflavík
er Danival Danivalsson í öðru
sæti á lista sjómannafélagsins.
Hann er einn af elztu og reynd-
ustu Framsóknarmönnum í kjör-
dæminu, og einlægur í barátt-
unni fyrir viðreisn Keflavíkur.
Fram að þessu hafa íhaldsmenn
ráðið öllu í Keflavík og lítið orð-
ið að verki. Bærinn er sífellt til
sölu milli braskaranna, en í-
haldið reynir ekki að gera hann
að sjálfseign. Bærinn á engin
hafnarmannvirki. Þau eru byggð
og haldið við af spekúlöntum.
Barnaskóli kauptúnsins er eina
sameiginlega byggingin, sem
þorpið á, en er of lítill og van-
ræktur. Stingur mjög í stúf við
Ávörp Sorsætis-
rádherranna
EINKASKEYTI PRÁ KHÖFN:
Hermann Jónasson forsætisráðherra
er kominn til Kaupmannahafnar og
gekk á konungsfund í gær. Fundur
verður haldinn í ríkisráði íslands ein-
hverntima undir lok vikunnar.
í danska blaðinu „Uge-Journalen“,
birtist nýlega áramótaávarp frá öllum
fimm forsætisráðherrum Norðurland-
anna. í ávarpi sinu segir Hermann
Jónasson, meðal annars á þessa leið:
„Það er mér gleði að geta sent bræðra-
þjóðunum á Norðurlöndum innilegustu
áramótakveðjur. Einnig hér, lengst
norður frá, er vakandi áhugi fyrir þeim
vaxandi vilja til aukinnar menningar-
legrar og fjárhagslegrar samvinnu, er
einkennir Norðurlandaþjóðirnar. Ég á
engar betri óskir til handa frændum
vorum, en að bönd frændseminnar,
vináttunnar og samvinnunnar megi'á
þessum órólegu tímum verða eins og
verndarafl um hig friðsama starf og
hina sameiginlegu menningu Norður-
landaþjóðanna." Stauning forsætisráð-
herra skrifar meðal annars: „Norður-
landaþjóðirnar eru tengdar ótal bönd-
um, þrátt fyrir mismun þann, sem bæði
er á löndunum og fólkinu. Norrænu
þjóðirnar hafa fyrir löngu lagt niður
vopnin í viðurkenningu þess að þau
eiga ekki að skera úr málum milli þjóð-
anna.“ Nygaardsvold forsætisráðherra
segir meðal annars: „Það er innileg
ósk allrar norsku þjóðarinnar, að varð-
veitast megi meðal Norðurlandaþjóð-
anna andi samábyrgðar og samvinnu,
til eflingar friði og félagslegum fram-
förum, og að þann veg megi það verða
öðrum þjóðum til fyrirmyndar." Per
hið nýja kvikmyndahús, sem
byggt var í fyrra og jafnframt
er ágætt samkomuhús og vel
fallið fyrir unglingaskólann. —
Danival hafði mikla forgöngu í
því máli, og án hans hefði sú
bygging aldrei komizt í fram-
kvæmd. Mega Keflvíkingar sjá
af því máli, hverjum tökum
Framsóknarmenn vilja taka
málefni hins lengi vanrækta
kauptúns.
Albin Hanson forsætisráðherra segir
meðal annars: „Ef Norðurlandaþjóð-
irnar megnuðu að ryðja sínum skoðun-
um og viðhorfum til rúms í heiminum,
þá myndi miklum ófriði verða afstýrt.
Loks segir Cajander, forsætisráðherra
Finnlands, „að Finnland eigi sér enga
aðra ósk betri en þá, að Norðurlanda-
þjóðirnar megi án innbyrðis árekstra,
vinna saman að friði og menningu".
— FÚ.
Ódý
rar
vornrs
Matardiskar dj. og gr. 0,50
Bollapör, postulín 0,65
Matskeiðar og gafflar 0,75
Sykursett, postulín 1,50
Kaffistell, 6 manna 15,00
Kaffistell, 12 manna 23,50
Matarstell, 6 manna 19,50
Ávaxtastell, 6 manna 4,50
Vínstell, 6 manna 6,50
Ölsett, 6 manna . 8,50
Vínglös 0,50
o. m. fleira ódýrt.
K. Einarsson &
Rjörnsson.
Bankastræti 11.
KAUPIB
— . - ---
aðeins Loftur.
ÚTBREIÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ.
TAGE TAANING:
Ernest Hemingway og síðasta bók hans
(Framhald.) 1
Verulegan orðstír gat hann
sér þó fyrst, er bókin The Sun
also rises kom út. Það var djarf-
leg lýsing á lifnaðarháttum
amerískra blaðamanna í París.
Árið 1929 kom út bókin A Fare-
well to Arms.
Árið 1927 giftist Hemingway í
annað sinn og þremur árum
síðar fluttist hann búferlum til
Florida. Þar fæst hann við
fiskiveiðar sér til dægrastytting-
ar og fer í skemmtiferðalög til
Cuba. Hann er nú forseti í fé-
lagssamtökum amerískra fiski-
manna.
Þegar uppreisnin brauzt út á
Spáni, lagði hann þegar í stað
af mörkum 40 þús. dollara, sem
nota skyldi til þess að koma upp
hjúkrunarstöðvum fyrir særða
liðsmenn úr her stjórnarinnar.
Nokkru siðar fór hann sjálfur
skyndiferð til Spánar. En hann
undi ekki lengi í Ameríku eftir
heimkomu sína og bjó för sína
til Spánar að nýju. Hafði hann
safnað í Ameríku um 15 þús.
dollurum til styrktar spönsku
stjórninni. Dvelur hann nú í
nánd við vígstöðvarnar hjá Ma-
drid.
Þrátt fyrir karlmennsku sína,
líkamsþrótt og hugrekki, er
Hemingway þó hjátrúarfuilur.
Hefji hann einhverja ferð á
öðrum dögum vikunnar en
föstudögum, viðhefur hann
ýmsar kreddur og mæti hann
svörtum ketti, breytir hann för
sinni. Hann skrifar líka ávalt
með bleki og penna og notar
ekki ritvélar.
Síðasta skáldsaga hans, To
have and have not, ber frá
fremstu síðu til hinnar öftustu
merki ritsnillingsins.
í raun og veru er þetta sorg-
þrungin saga sjálfsvirðingar-
innar, sem getur gefið hverjum
manni styrk til að standa föst-
um fótum á meðan ábyrgðin
hvílir á herðum honum. En þeg-
ar þessum grundvelli er burtu
kippt, sogast maðurinn dýpra
og dýpra í blóðugan svelg, sem
búinn er hinum rótslitna lýð.
Söguhetj an deyr með skot í mag-
anum, eftir að hafa reynt að
myrða bankaræningja til fjár.
Hann gerir sína afsökun, afsök-
un, sem erfitt er að þýða á ís-
lenzkt mál:
„— A man ain’t got no, hasn’t
got any, can’t really, isn’t any
way out.“
Maðurinn á ekkert, býr engu
yfir, getur ekkert, þar eru engar
útgöngudyr. —
Síðan heldur höfundurinn á-
fram: „Augu hans luktust aft-
ur. Það hafði tekið lang-
an tíma að koma þessu í kring,
það hafði kostað hann allt hans
líf að læra það.“
Jafnhliða þessum manni,
bátseigandanum Harry Morgan,
er brugðið upp myndum af bylt-
ingarmönnum frá Cuba, kín-
verskum smygiurum, amerísk-
um stórglæpamönnum, óbreytt-
um sjómönnum, listamönnum,
ökumönnum, auðmönnum á
lystisnekkjum sínum og hverf-
lyndu kvenfólki, sem er þeim á-
hangandi. Þar mætist fólk af
ólíkum stigum, fólk ólíkt að
ytra útliti og innra hugarfari.