Nýja dagblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 1
B-lístinn Símar: 1529 og 1629. rNTj/\ ID/\Q>IBIli\OIHÐ 6. ár. P Reykjavík, laugardaginn 22. janúar 1938. 17. blað ANN ÁLL 22. dagur ársins. Sólarupprás kl. 9.40. Sólarlag kl. 3.45. Árdegisháflæður 1 Reykjavík kl. 9.30. Ljósatími bifreiða er frá kl. 4 síðdegis til kl. 9.15 árdegis. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Útvarpið. 8.30 Dönskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómpl.: Endurtekin lög. 19.40 Aug- lýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Happið", eftir Pál J. Árdal (Leikstj.: Þorst. Ö. Stephensen). 21.45 Danslög. Skíðafélag Reykjavíkur fer í skíðaferð á sunnudagsmorgmi, ef veður og færi leyfir. Lagt af stað frá Austurvelli kl. 9. Messa i Laugarnesskóla kl. 5 á morgun. Ragnar Benediktsson stud. theol. pré- dikar. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Dómur í lögreglurétti. í gær var kveðinn upp dómur yíir Kristvin Guðbrandssyni, sem rændi mág sinn fyrir nokkru síðan og faldi peningana í Flosaporti. Var hann dæmdur til 8 mánaða betrunarhúss- vinnu. Ragnar Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, hefir verið sklpaður setudómari í máli, sem risið hefir út af sölu Kolbeins unga frá Akureyri. Málavextir eru á þá leið, aö fyrir nokkru síðan keypti H.f. Vest- fjarðabátur Kolbein unga af Sigurði Bjamasyni útgerðarmanni á Akureyrí, í því skyni að nota hann sem flutn- inga- og póstskip við Vestfirði. Fór fram aukaskoðun á skipinu á Akureyri í sumar vegna þessa, og var vottorð gefið af skipaskoðunarmanni. En þeg- ar til ísafjarðar kom, var skipið dæmt ósjófært og hefir legið þar aðgerðalaust síðan. Ragnar Jónsson fulltrúi fór í fyrrakvöld áleiðis til ísafjarðar og Ak- ureyrar. Charlie Chan í óperunni, heitir myndin, sem nú er sýnd í Nýja Bíó. Charlie Chan er frægasti leynilögreglumaður heimsins, að Sher- lock Holmes undanteknum. Warner Oland hefir skapað frægð hans í kvik- myndum. Charlie Chan er fyrst og fremst Kínverji að hugsunarhætti, eins og hin mörgu, snjöllu, kínversku orða- tiltæki hans sýna. Nákvæmni og rólyndi Austurlandabúans hafa gert hann að hinum óskeikanlega lögreglumanni. Hann grípur sjaldan til skammbyss- unnar, lætur samstarfsmenn sína hafa sínar skoðanir á drýgðum glæp, eða gerir góðlátlegt en meinlegt grín að þeim. En lausnin kemur, rökrétt hugs- uð og öllum á óvænt, meðstarfsmönn- um, glæpamanninum, hinum grunaða og ekki sízt áhorfendum frammi í saln- um — öllum nema Charlie Chan sjálf- um. — Bændafundir stóðu yfir í Árnessýslu og Gull- bringu- og Kjósarsýslu fyrir áramótin, og munu slíkir fundir hefjast í öðrum sýslum áður en langt um líður. Þessir fundír eru haldnir til fræðslu bændum um ýms mál er varða atvinnuveg þeirra, með tilstyrk Búnaðarfélags ís- lands, hvað snertir leiðbeiningar og samkvæmt óskum hlutaðeigandi bún- aðarfélaga og búnaðarsambanda. Einkasímar í sveitum. í fjárlögum þessa árs eru veittar 20 þúsundir króna til einkasima í sveit- um. Styrkur sá, sem veittur er til slikra einkasíma, er % kostnaöar, og háður því skilyrði, að einkasímafélag hafi verið myndað í hlutaðeigandi byggð- arlagi og félagssamþykkt fengizt stað- fest. Umsóknlr um styrk skal senda til póst- og símamálastjórnarinnar fyrir 1. maí. Árshátíð Samvinnuskólans verður haldin i Oddfellow-húsinu á sunnudagskvöldið kemur og hefst kl. Hvernig efnír íhaldið loforð sín? ISvafa Jónasdóttír á Syðra-Fjalli Það loíaði að hækka ekki skuldir bæjarins fyrir seín- ustu bæj arstjórnarkosníngar, en heíir hækkað þær um þriðjung Hún andaðist að heimili sínu, Syðra-Fjalli í Aðaldal 11. þ. m. og er til moldar borin þaðan í dag eftir 45 ára dvöl. Hún fæddist að Hraunkoti í sömu sveit 28. ágúst 1874. For- eldrar hennar voru Jónas bóndi Kristjánsson í Hraunkoti Þor- grímssonar (er síðar bjó í Leir- höfn á Sléttu) og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Flutt- ust þau hjón Jónas og Guðrún með 4 börn sín til Vesturheims vorið 1892, en Svafa varð eftir ein systkina sinna. Það vor giftist hún Jóhannesi Þorkelssyni og reistu þau þá bú á Syðra-Fjalli, og var þar heim- ili þeirra beggja til dauðadags. Voru þeir næstu nágrannar, bræðurnir, Jóhannes á Syðra- Fjalli og Indriði skáld á Ytra- Fjalli, báðir fræðimenn og um margt líkir, og má óhætt full- yrða, að ekki hafi önnur heimili verið ánægjulegri vottar þrótt- mikillar og ómengaðrar islenzkr- ar menningar. Þeim Syðra-Fjalls-hjónum varð fjögurra barna auðið. Þau voru: Ása (nú látin), gift Oddi Ólafssyni framkvæmdastjóra í Reykjavík, Signý gift Þrándi Indriðasyni bónda á Aðalbóli, Helga gift Högna Indriðasyni bónda á Syðra-Fjalli og dr. Þor- kell bókavörður í Reykjavik. Jó- hannes á Syðra-Fjalli lézt árið 1928, þá 68 ára aö aldri. Þau hjón höfðu hætt búskap það sama ár, en Svafa átti þó heima á Syðra- Fjalli til æfiloka og undi sér þar bezt í nálægð frænda og vina og minningum starfsamrar æfi. Nú er hún til moldar hnigin í æskudalnum sínum,þar sem æfi- saga hennar gerðist og þar sem hún bjó börnum sinum vega- nesti. Ein bezta og merkasta kona í Þingeyjarsýslum er þar sjónum horfin. Vel sé hún kvödd, og góð er minning henn- ar. G. G. 9. Til skemmtunar verða ræðuhöld, söngur karlakórs, kvennakórs og kvartetts, eftirhermur og dans. Barnavinafélagið Sumargjöf. Reikningar yfir viðskipti við dag- heimili félagsins í Grænuborg og Vest- urborg 1937 fást greiddir hjá gjald- kera Sumargjafar, Ingólfsstræti 14, frá kl. 4,30—5,30 í dag. Félag róttækra stúdenta heldur dansleik í Iðnó í kvöld, til ágóða fyrir blað sitt, Nýja Stúdenta- blaðið. Eitt af þeim loforðum, sem íhaldið gaf í seinustu bæj arst j órnarkosningum, var það, að sýnd skyldi var- kárni í útgjöldum bæjar- sjóðs og kappkostað að reka bæinn tekjuhallalaust og láta hann ekki safna skuld- um. Það er holt fyrir kjósendurna, að rifja það upp fyrir þessar kosningar, hvernig íhaldið hefir efnt þetta loforð sitt. Á því geta þeir bezt séð, hversu mikið mark er takandi á þeim loforðum, sem það gefur fyrir kosningarnar nú. Bæjarreikningar undanfarinna ára skýra frá því, að íhaldið hafi efnt þetta loforð sitt eins og hér segir: Skuldir bæjarsjjóðs við árslok 1933—36. 1933 3.366.213 kr. 1934 3.909.030 kr. 1935 4.801.729 kr. 1936 5.174.175 kr. Það er vitanlegt að skuldir bæjarsjóðs hafa enn aukizt að mun á síðastl. ári vegna þess að tekjur bæjarins hafa ekki hrokkið fyrir útgjöldum. Skulda- söfnunin öll á kjörtímabilinu er því talsvert meiri en framan- greindar tölur sýna. Öll þessi skuldaaukning hefir orðið til á þann hátt, aff eyðsla bæjarins vegna hinna föstu út- gjaldaliffa hafa orðið þetta hærri en útsvörin, þó þau hafi stór- hækkað á ári hverju. Ekki einn eyrir af skuldahækkuninni hefir fariff til nytsamra verklegra framkvæmda í bænum eða til þess að styrkja atvinnuvegi bæjarmanna. Þannig hefir íhaldið efnt lof- orð sitt. Þannig mun það efna loforð þau, sem það gefur nú, ef það heldur áfram meirihluta sínum í bæjarstjórninni. Vilja kjósendurnir láta ihald- inu haldast það uppi framvegis að gefa falleg loforð og svíkja þau? Því eiga þeir að svara í kosn- ingunum 30. jan. Þeir svara því rétt með því að efla þann flokk, sem einn er fær um að fara með úrslitavaldið i bæjarstjórninni, — og fylkja sér fast um lista hans, B-listann. Franska stjórnín nýjalýsti stefnu sinni í þinginu í gær LONDON: Chautemps og Daladíer lásu upp yfirlýsingu um stefnu hinnar nýju stjórnar i Frakklandí, í efri og neðri málstofum þingsins í gær, og var yfir- lýsingunni vel tekið í báðum deildum. Fyrst voru rifjuð upp tildrögin að falli fyrri stjórnar og skýrt frá því, undir hvaða kringumstæðum hin nýja stjórn var mynduð, og þvi næst var skorað á þjóðina að sameinast í baráttunni fyr- ir velmegun og friði á sviði atvinnu- málanna. Stjórnin telur það miklu máli skipta, að 'fjárlögin séu tekjuhalla- laus og að þriggjaveldasáttmálinn um gjaideyrismál sé ekki rofinn. Stjórn- in lýsir yfir stuðningi sínum við Þjóða- bandalagið, og vináttu sinni við Breta, en segist fús til þess að taka höndum saman við sérhverja þjóð um eflingu friðarins. Þá er sagt, að landvarnamálin muni verða endurskipulögð. Meðal nýrra frumvarpa, sem minnst er á í stjórn- aryfirlýsingunni er frumvarp það um vinnulöggjöf sem Chautemps hefir lagt sig fram til að semja, og sem hann hafði boðið bæði atvinnurekend- um og verklýðsfulltrúum að ræða við sig áður en fyrri stjóni hans féll. Gamelin hershöfðingi hefir með stjórnartilskipun verið gerður að for- manni landvarnaráðs. FÚ. Fær Abessíníukeís- ari Nobelsverðlaun? EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Sænsk blöð flytja nú hvert á fætur öðru fregnir um það, að næst muni verða stungið upp á Lindhagen, borg- arstjóra í Stockholmi og Haile Sel- assie Abessiníukeisara, til þess að hljóta frlðarverðlaun Nobels. Er Lind- hagen borgarstjóri víðkunnur maður í Notkun þjóðiánans á kjördegi Framsóknarmenn hafa ákveff- ið að láta íslenzka þjóðfánann blakta á hverri bifreið, sem flyt- ur kjósendur á þeirra vegum um bæinn á kjördegi 30. jan. n. k. Ástæðan er ekki sú að flokk- urinn telji þetta sjálfsagt eða eðlilegt. — Framsóknarmenn myndu þvert á móti vilja að þjóðfáninn væri hvergi notaður í baráttu flokkanna.- Þeir álíta að fáninn eigi að vera tákn allr- ar þjóðarinnar og allra íslend- inga, en ekki einhvers hluta af þjóðinni. En þar sem einn af stjórn- málaflokkunum hefir tekið upp þann sið að nota þjóðfánann sér til framdráttar á kjördegi, þá hafa Framsóknarmenn ákveðið að nota fánann fyrst um sinn á sama hátt. Þeir myndu óska þess, að samstarfsflokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, tæki upp sama sið, ef hann hefði verið frjáls sinna aðgerða í þessum efnum. Með því móti að allir flokkar nota fánann á kjör- degi mun sá flokkur sem tekið hefir upp þennan sið í pólitlsku áróðursskyni væntanlega verða knúður til að hætta þessari venju. Mun fáninn þá hætta að vera innbyrðis baráttumerki. J. J. Til mínnis Til viðbótar útsvörunum og öðrum tekjum hefir bæjarsjóffurinn fengiff nú og undanfarin ár um 360 þús. kr. af reksturshagn- affi vatnsveitunnar, gas- stöffvar og rafmagnsveitu. Þessar tekjur eru fengnar meff því aff selja þessar nauffsynjavörur þriffj- ungi dýraraen kostaff hefir aff framleiffa þær, þó tekiff sé tillit til alls kostn- aðar og afskrifta. Hér er því um að ræffa beinan neyzluskatt eða nefskatt, sem bitnar á öllum bæjar- búum, jafnt fátækum sem ríkum. f'/'»/N/VV«WN/v/VVS/V»W>/'/V'WV'WVV'/>/V'/W>/Wv/'/W hinu alþjóðlega íriðarmálastarfi, og hefir árum saman unnið í alþjóða- félagsskap friðarvina. Ástæðan til þess að hugsanlegt er talið, að stungið verði upp á Abessiníu- keisara er sú, að með vörn sinni gegn innrás ítala í Abessiníu hafi hann öðrum fremur gerzt málsvarí alþjóða- réttar og þeirra hugsjóna, sem Þjóða- bandalagið byggir á. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.