Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Garnír Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og ianga úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. María Markan í Kaupmannahöín EINKASKEYTI FRÁ KHÖPN: Öll Kaupmannahafnarblöðin in fara lofsamlegum orðum um söng Maríu Markan, en hún söng á vegum danska útvarpsins í fyrradag. T. d. skrifar „Ber- lingske Tidende“ á þá leið, að María Markan sé framúrskar- andi dugleg söngkona, sem með óvenju fagurri rödd hafi sungið Ariu eftir Weber og Puccini. Ennfremur að áheyrendur hafi virzt vera mjög ánægðir með söng hennar. Á svipaða lund skrifa hin blöðin og öll taka þau það fram að rödd söngkonunn- ar sé óvenjulega tilkomumikil. — FÚ. aðeins Loftur. LÉREFTSTUSKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f., Lindar- götu 1 D. Sporöskjurammar, Rúnnir rammar, Veggmyndir, Málverk, i fjölbreyttn úrvali. Myndir innrammaðar. Mynda- og rammav. Sími 2105. Freyjugötu 11. Tilkynníng Srá Félagí kjötverzlana í Reykjavík Samkvæmt samþykkt á fundi félagsins 26. janúar 1938 verð- ur, frá og með 1. febrúar 1938 að telja, enginn nýr viðskipta- maður tekinn í reikning og yfirleitt eigi sér engin reiknings- viðskipti stað, til annara en þeirra, er áður hafa haft slík við- skipti hjá hverri einstakri kjötverzlun. Ennfremur, eins og áður hefir verið auglýst, skulu vörur, sem sendar eru með kontant nótum, því aðeins skildar eftir, að meðfylgjandi nótur séu um leið að fullu greiddar, nema öðruvísi hafi verið um það samið. — Matarverzl. Tómasar Jónssonar, Laugaveg 2, Laugaveg 32, og Bræðraborgarstíg 16. Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar, Grettisgötu 50, Grettisgötu 64. Fálkag. 2. og Verkamannabúst. Matardeildin, Hafnarstræti 5. Matarbúðin, Laugavegi 42. Kjötbúðausturbæjar, Laugavegi 82. .Kjötbúð Sólvalla, Sólvallag. 9. Kjötbúðin, Týsgötu 1. Verzlunin Von, Laugavegi 55. Kjötverzlunin Herðubreið, Fríkirkjuvegi 7. Verzlunin Liverpool. Guðjón Guðmundsson, Kárastíg 1. Verzlunin Baldur, Framnesv. 23. Kjötbúðin Goðaland, Bjargarstíg 16. J. C. Klein, Baldursgötu 14. Kaupfélag Borgfirðinga, Laugavegi 20. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. S/F. Nordalsíshús. Kjötbúðin Borg, Laugavegi 78. Kjötbúðin Búrfell, Laugaveg 48. Kjöt & Fiskur, Baldursgötu. Lárus Ottesen, Laugavegi 134. Verzlunin Vegur, Vesturgötu 52. Milnerskjötbúð, Leifsgötu 32. Elís Jónsson, Reykjavíkurvegi 5. Drífandi, Laugavegi 63. Jóhs. Jóhannsson, Grundarst. 2. Kaupum ilöskur þessa víku fram tíl föstudags. Keyptar verða sömu tegundír og áður. Flöskunum veitt móttaka í Nýborg. Áiengisverzlun ríkísins. Kiljan og Vestfirðir Eftir Jóhann Skaptason sýslumann „Vestfjarðakjálkinn er alla leið úr Breiðafirði talandi tákn um hrörnun sveitalifs- ins.“ H. K. L. Laxness er mikilvirkur rithöf- undur og kemur víða við. Skáld- fákur hans fer oft á kostum hreinum, þótt stundum sullist hann yfir ár og læki á hunda- vaði. Nýlega leit ég í bók hans, „Dagleið á fjöllum“, og rakst þá á ofanskráða brunaskóf úr potti skáldsins. í síðustu málsgrein sama pistils segir hann: „Það virðist blátt áfram bera vott um einhverskonar geðbilun, að stunda búskap i sumum sveit- um fyrir botni Breiðafjarðar, t. d. í Múlasveitinni og Gufudals- sveitinni, og víðar á Vestfjarða- kjálkanum, ekkert undirlendi, engar samgöngur, grjót niður í sjó.“ Skáldið segir ennfremur: „í einni sveit, sem var langt komin að tæmast, var helmingur búendanna ýmist sjúklingar eða gamalmenni, sem komast ekki burt þótt fegnir vildu.“ Þetta er ljót lýsing og illa væru Vestfirðingar á vegi staddir, ef sönn væri. En lýsingin er ósönn. Þeir, sem ekki þekkja Vest- firði af öðru en þessari ritsmið Laxness, gætu ályktað, að lands- hlutinn sé óbyggilegur og fyrir hann væri ekkert gerandi, þar lifðu nú eintómir fávitar, sjúk- lingar og örvasa gamalmenni. Ég hefi fullyrt, að orð skálds- ins væru röng. Ég ætla nú að færa fyrir því nokkur rök. Fyrst vil ég þó geta þess, að ég veit ekki við hvaða sveit skáldið á, er það talar um, að helmingur búendanna hafi ýmist verið sjúklingar eða gamalmenni. Sú sveit er ekki til i Barðastrandar- sýslu. Skáldið segir, að það virðist blátt áfram bera vott um ein- hverskonar geðbilun, að stunda búskap í Gufudalssveit og Múla- sveit. Ætla mætti, að skáldið væri sveitunum nákunnugt, er það fullyrðir slíkt. Lesandinn, sem af forvitni ferðast til þess- ara hrjóstrugu útkjálka, býst við að mæta þar hjárænulegum bjánum, stafkörlum, sjúkum og voluðum. Gufudalssveit er fæðingarsveit Björns Jónssonar fyrrum ráð- herra. Hann fæddist I Djúpadal, sem er með afskekktari bæjum þar. Matthias Jochumsson er fæddur rétt utan hreppamark- anna. Haraldur Guðmundsson, núverandi atvinnumálaráðherra, er fæddur í Gufudal, og mun hafa alizt þar upp að einhverju leyti. Faðir hans bjó í Gufudal í 15 ár. Þetta eru allt þjóðkunnir menn. Þjóðin verður sjálf að dæma um það, hvort útlit sé fyr- ir, að þeir séu afkomendur sturl- aðra manna. Ég þekki alla bændur í Gufu- dalshreppi, að einum eða tveim- ur undanskildum. Þeir eru flest- ir á aldrinum 34 til 44 ára, 3 eru um fimmtugt og 3 eða 4 yfir sextugt. Einn þeirra, sem er yfir sjötugt, heldur sér svo vel, þrátt fyrir mikla vinnu, að fáir myndu ætla hann yfir sextugt. Sá maður er auk þess hreint valmenni og mikils metinn að verðleikum. Flestir þessara bænda hafa komið á öll manntalsþing, sem ég hefi haldið í hreppnum, og hefi ég hvergi séð meira bænda- val samankomið og hefir mér oft til hugar komið, að meðan ís- lenzk bændastétt ætti slíku mannvali á að skipa, væri ís- lenzkri menningu borgið, því það er slík bændastétt, sem flest skilyrði hefir til að skapa afburðamenn. Allmörgum þessara manna hefi ég kynnzt talsvert persónu- lega og öðrum af afspum og veit, að þeirra andlega ástand er miklu heilbrigðara en sumra þeirra manna, sem nú undan- farið hafa sezt á háan stól vand- lætara og siðameistara. Svipað mætti segja um bænd- ur í Múlasveit. Það eru mynd- armenn, á öllum aldri, eins og gerist og gengur, og að jafnaði heilsuhraustir. Um sveitirnar get ég verið stuttorður. Þær eru að mörgu leyti búsældarsveitir. Vart get- ur fallegra sauðfjárland en þar inn af fjarðarbotninum, en á nesjum eru allmiklar hlunn- indajarðir. Af 15 jörðum, sem byggðar eru í Múlasveit, er kópaveiði á 9, æðarvarp á 6, lundaveiði á 3, hrognkelsaveiði á 8 og silungsveiði á 2. Á sum- um jörðunum er þetta allt nema silungsveiði. Af 19 jörðum í Gufudalssveit er hrognkelsaveiði á einni, sil- ungsveiði á 5, kópaveiði á 5 og æðarvarp á 4. Sauðfé er ágæta- vænt og landið er víða kjarri og skógi vaxið. Bílvegir eru engir í þessum sveitum og engin bílaómenning. Mótorbátur er í föstum áætlun- arferðum milli Flateyjar og landsveitanna og landpóstferð- ir eru tvær hvora leið á mánuði, eftir endilangri sýslunni. Um efnahag bændanna er það að segja, að þar eru til efnamenn á bændamælikvarða, en flestir komast sæmilega af og eiga þó nokkrar eignir um- fram skuldir. Sveitaþyngsli eru nú ekki mikil, en fyrir 1936 allveruleg vegna manna, sem flutzt höfðu til Reykjavíkur og annara byggilegri sveita, á mælikvarða skáldsins. Byggingar eru hvorki verri né betri en annarsstaðar á landi hér. En það þýðir, að mikils sé víða ávant. Þess má geta, að kot það, er skáldið dvaldi á fyrir nokkrum árum í Múlasveit, er nú í eyði, og veit ég ekki hvort nokkurt hús er þar nú uppi standandi. Tveir austustu hreppar sýsl- unnar, Reykhólahreppur og Geiradalshreppur, eru þekktar búsældar- og menningarsveitir. Þar er allt vafið í gróðri, mikil hlunnindi á sumum jörðum af veiðiskap og varplöndum. Þar eru meira að segja bílvegir. Víða er sæmilega byggt, sérstaklega í Geiradalshreppi og þar er efna- hagur góður, enda hefir sveitin allan síðasta mannsaldur verið í hröðum uppgangi. í hreppn- um eru aðeins 12 búendur, en 7 þeirra greiða eignarskatt. Frh. Jóhann Skaptason.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.