Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Hljómsveit Reykjavíkur
Bláa kápan
Frumsýnmg verður á míðvíkudag
\ÝJA DAGBLAÐED
Útgefandi: Blaðaútgáían h.f.
Ritstjóri:
í ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritst j órnarstkrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Effir storminn
Kosningaveðrið hefir geisað
um landið og nú er aftur kom-
ið logn. Áróðursbyljirnir voru
víða harðir, og stormsveipir í
meira lagi. Nú liggja úrslitin
glöggt fyrir augum landsmanna.
Pramsóknarflokkurinn hefir í
fyrsta sinn sótt fram nálega á
allri víglínunni og unnið stóra
sigra. Allt í kring um land hafa
Framsóknarmenn nú fulltrúa í
bæjarstjórnum og hreppsnefnd-
um hinna stóru kauptúna, nema
á ísafirði og í Hafnarfirði. Á
báðum þeim stöðum hefir verið
gengið seinna til verks en
skyldi. En þó má bæta úr því
áður langir tímar líða.
Mjög víða í kaupstöðum og
kauptúnum hafa Framsóknar-
menn úrslitaatkvæði, og geta
myndað meiri hluta til vinstri
eða hægri. Það mun hvergi gert
nema að vel íhuguðu máli,
og jafnan í sambandi við úrslit
þýðingarmikilla mála.
Framsóknarflokkurinn hefir
frá upphafi viðurkennt tvo ná-
búaflokka, samkeppnisflokk og
sameignarflokk, sem viðbúan-
lega nágranna. En hann hefir
frá öndverðu risið á móti hin-
um erlendu byltingarflokkum,
sem standa undir erlendri
stjórn og yfirráðum. Mun bar-
áttan gegn þeim verða þvi á-
kveðnari og markvissari, sem
meiri möguleikar eru til að þeir
geti skaðað land og þjóð, sem
verkfæri í höndum erlendra
valdamanna.
Stefna Framsóknarmanna á
næstu árum mun að sjálfsögðu
markast fyrst og fremst af við-
horfinu til atvinnuveganna.
Keppinautar okkar til hægri og
vinstri hafa boðað samkeppni
eða ríkisrekstur. Þeir hafa
boðað sífellda atvinnustyrjöld
milli verkamanna og atvinnu-
rekenda. Þeir hafa um undan-
farin ár háð slíka styrjöld með
mikilli hörku. Báðir liggja í
valnum, mjög særðir. Atvinnu-
rekendur yfirleitt févana,
skuldugir og að réttu láns-
traustslausir, og sökum dýr-
tíðar hvorki samkeppnisfærir á
markaði innanlands eða utan.
Verkamenn atvinnulausir mik-
inn hluta árs, og dýrtiðarvinna
eða sveitarhjálp þrautaúrræðið.
Innan skamms munu þessir
tveir flokkar finna glöggt að
þeir' hafa siglt skipum sinum í
strand, og að lífið heimtar ný
úrræði.
Við samvinnumenn þekkjum
þetta úrræði, og það því fremur
sem það er ekki nýtt. Það er
samvinna á sjó og landi. Hér I
Reykjavík þarf mikinn nýjan
Það er útl’it fyrir að Hljóm-
sveit Reykjavíkur, með Tónlist-
arfélagið að bakhjalli, hafi tekið
það inn á stefnuskrá sína, sem
fastan lið, að sýna bæjarbúum
einn söngleik á vetri hverjum.
Er þetta vel farið og er óhætt að
segja, að það sé öllum leikhús-
og söngvinum hið mesta gleði-
efni. í fyrsta lagi er það í fullu
samræmi við starfsemi þessa fé-
DR. FRANZ MIXA.
lagsskapar, að veita á þann hátt
nemendum sínum, — bæði hljóð-
færaleikurum og söngfólki því,
sem menntun hefir hlotið á skól-
anum, tækifæri til að reyna
hæfileika sína frammi fyrir til-
heyrendum, — og hvar er betra
tækifæri til þess, en í góðum
söngleik í vandaðri uppsetningu,
þar sem söngstjóri og leikstjóri
gera hinar fyllstu kröfur til
leikendanna.
f öðru lagi er félagið hér að
leggja framtíðarundirstöðu að
vinsælum og glæsilegum lið 1
hljómlistarlífi höfuðstaðarins, og
um leið að byggja upp nýja grein
í hinni fátæklegu leiklist Reykja-
vikurbæjar.
Fréttamaður Nýja dagblaðsins
hefir snúið sér til hins duglega
framkvæmdastjóra Hljómsveit-
arinnar, Ragnars Jónssonar, er
hann hitti á leið á æfingu i Iðnó.
— Hvenær verður frumsýning
hjá ykkur?
— Miðvikudaginn 2. febrúar,
svarar Ragnar.
skipakost, sennilega að miklu
leyti þá tegund vélbáta, sem
liggja úti fyrir sunnan og vest-
an land á vetrarvertíð, en eru
hentugir til síldveiða fyrir norð-
an land. Allir menn á þessum
skipum, allir sem vinna að afl-
anum í landi, allir, sem vinna að
sölunni og á skrifstofum, verða
að vera félagsbræður og bera
úr býtum, eins og samvlnnu-
menn í sveitum, það sem varan
gefur á opnum markaði. Þessi
lausn mun í bili hvorki geðfelld
leiðtogum samkeppnismanna
eða sameignarmanna. Þeir
munu heldur ekki hallast að
þessu ráði fyr en þeir vita hvar
þeir standa með skip sín brotin
á flúðum samkeppni og inn-
byrðis styrjaldar. Þar hafa þeir
— Gerið þér yður góðar vonir
um sýninguna?
— Já,- mjög góðar. Annars vil
ég sem minnst um það segja nú.
Frumsýningin á að geta talað
fyrir sér sjálf. Þó er mér óhætt
að segja að glæsilegri óperetta
hefir ekki sézt hér í Reykjavík,
né jafngóður söngur í leik. Þessi
óperetta er eftir hina kunnu,
þýzku gleðileikahöfunda, Her-
mann Feiner og Bruno Hardt-
Warden. Hún er ein af þeim, er
mesta athygli hafa vakið í Evr-
ópu á síðustu árum, víða verið
sýnd og alstaðar hlotið geysilega
aðsókn, enda er hún leikin enn
víðsvegar um lönd. Árin 1927—28
var hún t. d. sýnd 340 sinnum á
sama leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn.
— Eftir hvern eru lögin?
— Walter Kollo, og söngtexti
eftir Willi Kollo. Þau eru svo
heillandi aðgengileg og auðlærð,
að hún er strax á hvers manns
vörum. Þess utan eru dansarnir
hinir fegurstu.
Hefir Ásta Norðmann samið og
æft dansana, og lagt í það mikla
vinnu, frá kl. 5—7 daglega nú í
margar vikur, og svo hefir sam-
æfing á leiknum verið frá kl. 8 til
12, svo þér sjáið, að það hefir
verið unnið ósleitilega að þessu.
— Dr. Mixa mun stjórna
hljómsveitinni, éins og áður?
— Já, hann stjórnar Hljóm-
sveit Reykjavíkur, sem sér um
undirleikinn, og svo stjórnar
hann söngnum, og er óhætt að
segja, að allir þeir, sem þarna
vinna, leggi sig alla fram, enda
lítur út fyrir að árangurinn verði
eftir því.
— Hvenær gerist þessi leikur?
— Forleikurinn fer fram árið
1816 í Potsdam, en fyrsti þáttur
30 árum siðar á sama stað. Hinir
tveir þættirnir gerast og 1 sömu
borg.
— Hvaða leikendur verða svo
í leiknum?
— Greifadæturnar Marie, Be-
ate og Anette leika þær Katrín
Mixa, Svanhvít Egilsdóttir og
Sigrún Magnúsdóttir. Frú Elísa-
sjálfir komið sínum málum.
Þeir geta ekki kennt öðrum um
gengisleysi sitt. Tap bankanna á
rekstri þeirra er sönnun þess,
að þjóðfélagið hefir trúað þeim
lengi og vel.
En þegar skipbrotsmennirnir
koma til okkar Framsóknar-
manna bæði frá hægri og
vinstri, þá mun okkur ljúft að
hefja með þeim nýtt landnám í
hinu gamla landi, þar sem öll
atvinna er látin bera sig, þar
sem allir vinna saman, þar sem
enginn nefnir atvinnustyrjald-
ir, og þar sem afrakstur fram-
leiðslunnar skiptist réttlátlega
milli allra. Sigur Framsóknar-
manna á sunnudaginn var,
gefur samvinnustefnunni byr
undir báða vængi. J. J.
HARALDUR BJÖRNSSON.
bet Einarsdóttir hefir og mjög
skemmtilegt hlutverk. Ungu
mennirnir, Jörgen, Heinz og
Hans eru leiknir af Bjarna
Bjarnasyni, Ragnari Árnasyni og
Magnúsi Sigurðssyni. Óskar
Guðnason leikur greifann, föður
systranna þriggja, og Pétur
Jónsson leikur frænda þeirra,
sem syngur mikið og nýtur hann
sín vel. Lárus Ingólfsson leikur
skritinn skósmíðameistara —
hann hefir og séð um búninga
alla og tjöld, en Arnór Halldórs-
son leikur sísyngjandi og dans-
andi skósmíðasvein.
Haraldur Björnsson leikur frí-
herra í forleiknum, Detlef von
Rankenau, sem óviljandi leggur
undirstöðuna að æfintýrum —
og alvöru leiksins, sem er ó-
venjulega áhrifamikill og efnis-
ríkur, eftir því sem þessi tegund
leikrita er vön að vera. Einnig
leika þeir þarna með, Hendrik
Berndsen og Valdemar Helgason,
sem hefir stórt þjónshlutverk.
— Hver hefir snúið leiknum á
íslenzku?
— Jakob Jóh. Smári þýddi
þennan leik fyrir mörgum árum,
eftir ósk Haraldar Björnssonar,
þótt ekki hafi hann fengið hann
sýndan fyrr en nú.
Nýja
björgunarskúfan
EINKASKEYTI PRÁ KHÖPN:
Björgunarskútan „Sæbjörg“,
sem smíðuð hefir verið á skipa-
smíðastöðinni i Frederikssund
í Danmörku, hefir nú farið
fyrstu reynsluför sína og tókst
ágætlega. Viðstaddir voru í för-
inni fulltrúar frá skipasmíða-
stöðinni, fulltrúi frá Bolinders-
félaginu í Svíþjóð. Þorsteinn
Þorsteinsson skipstjóri i Þórs-
hamri í Reykjavík, sem hefir
séð um smíði skipsins og fl.
Kristján Kristjánsson skipstjóri
og íslenzk áhöfn mun innan
fárra daga taka við skipinu og
er gert ráð fyrir að það leggi
af stað frá Danmörku í kringum
10. febrúar. — FÚ.
KAliPIÐ
tJTLÖND:
Hore-Belísha
Sá ensku ráðherranna, sem
hefir vakið mesta athygli á sl.
ári, er Hore-Belisha hermálaráð-
herra. Hann er kominn af Gyð-
ingaættum og er 45 ára gamall.
Menntun sína hlaut hann á há-
skólunum í Oxford og Heidel-
berg. Þegar heimsstyrjöldin
brauzt út, gekk hann í herinn
og vann sér liðsforingjanafnbót.
Hann varð þingmaður fyrir
frjálslynda flokkinn 1922 og hef-
ir jafnan síðan náð endurkosn-
ingu.
Síðan 1931 hefir hann fylgt
þeim hluta frjálslynda flokksins,
sem styður þjóðstjórnina. Árið
1934 varð hann samgöngumála-
ráðherra og innti mikið starf af
höndum, m. a. kom hann í fram-
kvæmd margvíslegum umbótum
til að draga úr slysahættu á
helztu samgönguleiðunum. Þeg-
ar Neville Chamberlain varð for-
sætisráðherra í maímánuði sl.,
uppskar Hore-Belisha árangur-
inn af þeim dugnaði sínum, með
því að honum var falið hið
vandasama embætti hermála-
ráðherrans.
Síðan hefir enginn enskur
ráðherra verið meira umtalaður
en Hore-Belisha. Jafnvel Eden
og Chamberlain hafa komizt í
skuggann. Hore-Belisha hefir
gert fjölmargar ráðstafanir til
að afla hernum vinsælda og
bæta kjör hans. Enski herinn
er allt öðruvísi uppbyggður en
herir annara landa. Menn eru
ekki skyldaðir í hann, heldur
er reynt að fá þá til að starfa í
honum um langt skeið af frjáls-
um vilja. Hore-Belisha vinnur
að því, að herþjónustan geti
orðið einskonar æfistarf þeirra,
sem hana stunda. Þannig eigi
Englendingar að eignast þjálf-
aðri og hraustari hermenn en
nokkur önnur þjóð.
Þessar ráðstafanir Hore-Be-
lisha virðast ætla að bera til-
ætlaðan árangur. Umsóknir um
inntöku í herinn hafa aldrei
verið fleiri en á siðastl. hausti.
Annað það, sem Hore-Be-
lisha hefir gert og mikla at-
hygli hefiT vakið, er það, að
hann hefir skipað nýja menn í
margar helztu trúnaðarstöður
hersins. Við val þessara manna
hefir hann þverbrotið eldri regl-
ur. Áður komust nær eingöngu
gamlir menn í þessar stöður;
hann hafi valið nær ein-
göngu unga menn.
Þó Hore-Belisha láti mikið á
sér bera í opinberu lifi, er einka-
líf hans mjög óbrotið. Hann er
ókvæntur, heldur bústað sínum
í London leyndum, og borðar
sjaldan á þekktari hótelum eða
klúbbum, eins og flestir enskir
stjórnmálamenn. Hann er sagð-
ur vera sístarfandi að áhuga-
málum sínum og minni hans
er viðbrugðið. Ræðumaður er
hann góður. Hann er ekki mik-
ill fyrir mann að sjá og ýmsir
segja, að honum svipi að ýmsu
leyti til Disraeli.
Ensk blöð benda til þess að
Hore-Belisha sé að vinna sér
einna mest traust enskra ráð-
herra og margir spá honum
(Framhald á 4. síðu.)