Nýja dagblaðið - 05.02.1938, Síða 3

Nýja dagblaðið - 05.02.1938, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 —„——,—.—.—.—>_—.— \¥JA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j órnarstkrif stof urnar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Hínn gullní meðalvegur Eina atkvæðagreiðslan, sem vakti eftirtekt á bæjarstjórnar- fundi Rvíkur í fyrrakvöld var kosning 4 manna í stjórn sjúkxatrygginganna. Þar voru kosnir tveir Mbl.menn og tveir Alþ.fl.menn. Oddamaðurinn verður síðar tilnefndur af tryggingarráði. Þeir tveir flokkar, sem hér eiga hlut að máli hafa barizt um það af mikilli hörku, og ef þeir verða þar einir um hituna, er tæplega annars að vænta en að það lendi í rústum af lélegri stjórn og sundurlyndi tveggja ósamþykkra aðila. Sjúkratryggingarnar í þeirri mynd sem þær eru nú, eru meg- in áhugamál Alþ.fl. frá síðasta kjörtímabili, eins og afurðasölu- lögin voru höfuðmál Framsókn- armanna. En leiðtogar Alþ.fl. voru að mörgu helzt. til bráð- látir, höfðu ónógan undirbún- ing og kjósendur þeirra lítt kunnir málinu. Létu verkamenn flokkinn fremur gjalda en njóta sjúkratrygginganna í kosningunum í vor sem leið. Mbl.menn beittu sér með hörku móti tryggingarmálinu á Alþingi og i blöðum sínum. Og þegar framkvæmd sjúkratrygg- inganna féll í hendur þeirra hér 1 Rvík, settu þeir flokksofbeldis- bragð á mikið af ráðsmennsk- unni. Ef frá var talinn Jakob Möller og fáeinir aðrlr af starfsmönnum fyrirtækisins, mátti segja, að mannvalið í tryggingarnar væri af allra lé- legasta tægi. Framsóknarflokkurinn hafði lagt til meirihlutann af því þingfylgi, sem með þurfti til að koma tryggingarlöggjöfinni fram, en látið hina tvo flokk- ana ráða mestu um fram- kvæmdina til að byrja með. En reynslan sýndi að það vantaði hin mildandi og bætandi áhrif Framsóknarflokksins á fram- kvæmd málsins. Á Alþingi í vetur var lögun- um um yfirstjórn trygginganna breytt. í fyrstu hafði Haraldur Guðmundsson útnefnt ein- göngu flokksmenn sína í trygg- ingarráðið. Nú eru þar þrír full- trúar, einn frá hverjum aðal- flokki þingsins: Helgi læknir á Stórólfshvoli, Stefán Jóhann Stefánsson og Jakob Möller eru aðalmenn. í fjarveru Helga læknis mæti ég í tryggingarráð- inu. Með þessum lögum er al- veldi Alþ.fl. í stjórn þessara mála afnumið, og í stað þess sett samráð allra flokka þings- ins. Og þessi umbót er gerð eft- ir kröfu Framsóknarmanna. Bæjarstjórnin velur 4 menn í stjórn sjúkratrygginganna, en tryggingarráðið útnefnir for- mann þeirra. Nú var eftir sú þraut, að losa um alveldi Mbl.- manna í stjórn sjúkratrygging- anna og koma þar á fullkomn- ara skipulagi og meira réttlæti. Mbl.menn hafa 9 fulltrúa í bæj- arstjórn, en hinir flokkarnir 6. — í hlutfallskosningu um 4 verður hlutkesti milli 3. manns sem 9 kjósa og 2. manns, sem er kosinn af sex. Ég tilkynnti Stefáni Jóhanni að ég mundi, í samráði við flokksráð Framsóknarmanna í Rvík kasta mínu atkvæði á lista Alþ.fl. ef á honum væru tveir Alþ.fl.menn. En ég myndi skila auðum seðli, ef kommúnisti væri á listanum. — Hinsvegar þótti mér sennilegt að kom- múnistar myndu af beiskju við íhaldið kjósa „krata“ í þetta sinn, og að þá gengi hlutkestis- dómur um málið. Spá mín reyndist rétt. Og dómur hlutkestisins gekk á móti íhaldinu. Tveir staðgóðir verka- mannasinnar, Felix Guðmunds- son og Guðgeir bókbindari, voru kjörnir í nefndina. Ef við Stefán Jóhann kjósum sams- konar mann sem formann, þá er íhaldið í minnihluta í stjórn sjúkratrygginganna næsta ár. Ef Framsókn væri nú hvergi nærri, mætti búast við, að byrj- að yrði á „hreinsun“, eins og hjá Stalin. En svo verður ekki. Umbrot, en ekki bylting, verður gerð í sjúkratryggingunum. Á sama hátt og mér finnst vel fara á að Stefán Jóhann verði formaður í tryggingarráðinu, á- lít ég að færasti maðurinn, sem sjálfstæðismenn hafa sett í tryggingarframkvæmdirnar, eigi að vera framkvæmdarstjóri sjúkramálanna. Á þennan hátt kemur rólegt samstarf flokk- anna um málið, og hið van- megnuga og að nokkru leyti vanskapaða fyrirtæki verður á þann hátt gott og gagnlegt fyrirtæki, samboðið þeirri Reykjavík, sem á að koma. J. J. Kílbom Undanfarin ár hefir starfað' í Svíþjóð sérstakur verkamanna- flokkur, sem stóð á milli jafn- aðarmanna og kommúnista. Hefir hann venjulegast haft í kringum 10 þingsæti og því ver- ið nokkru liðsterkari en kom- múnistar, sem skiptir eru í tvo flokka, Moskvakommúnista og þjóðlega kommúnista. Aðalforingi þessa flokks hefir verið Karl Kilbom og er það einkum talið hans verk, að flokkurinn hefir nokkurnveginn getað haldið fylgi sínu, þrátt fyrir hinn öra vöxt jafnaðar- mannaflokksins. Á síðastl. ári reis upp mikil misklíð í flokki Kilboms. Vildi Kilbom taka upp meiri hægri „línu“ en áður, en var ofurliði borinn. Sagði hann sig þá úr flokknum ásamt þremur öðr- um þingmönnum flokksins. Sóttu þeir um inntöku í jafnað- Sögnleg oddvitakosn- m á Húsavík Kommúnistar þordu ekki að taka á sig ábyrgðina, þegar á hólminn kom Oddvitakosningin á Húsavík, sem fór fram á fimmtudags- kvöldið var, er að ýmsu leyti merkileg, einkum um aðstöðu verkamannaflokkanna í land- inu. í hreppsnefndinni eiga sæti 7 menn. Framsóknarflokkurinn hefir tvo fulltrúa, íhaldsmenn einn, Alþýðufl. einn og kom- múnistar þrjá. Oddviti hreppsins var Karl Kristjánsson, einn af helztu leiðtogum samvinnumanna í Suður-Þingeyjarsýslu. Kaup- túnið á við marga erfiðleika að stríða. Það hefir byggt stóra óg dýra hafskipabryggju, sem mik- il skuld hvílir á. Sveitarþyngsli eru í meira lagi. Auk þess er mikill vandi á kauptúninu um hversu tekst með rekstur hinnar nýju síldarbræðslu, sem er full- búin og tekur til starfa næsta vor. Er mikið í húfi fyrir þorpið að vel takist með rekstur þess fyrirtækis, því að það er raun- verulega stofnsett til að bæta úr atvinnuskortinum á Húsavík. Allir kunnugir vissu.að fram- tíð kauptúnsins um næstu ára bil var undir því komin.að Karl Kristjánsson færi með forustu bæjarmálanna og að ekki var völ á neinum öðrum manni jafn- hæfum honum. Þegar kjósa skyldi oddvitann báðu Alþ.fl.menn og kommún- istar -um frest og það svo dög- um skipti, til að athuga hvort armannaflokkinn og var þeim veitt hún eftir áramótin. Þetta er áframhald þeirrar þróunar, sem verið hefir i stjórnmálabaráttu verkamanna í Svíþjóð og Noregi. Upphaflega voru hinir byltingarsinnuðu flokkar fullt eins sterkir og þeir, sem vildu starfa á friðsamlegan hátt innan ramma núverandi þjóðskipulags. En smátt og smátt hefir fylgið klofnað frá byltingarflokknum og horfið yf- ir til jafnaðarmanna. Kilbom hefir því farið í troðna slóð. Nú má segja að byltingarflokkarnir séu orðnir fullkomlega áhrifa- lausir í þessum löndum en styrkleiki hinna lýðræðissinn- uðu verkamannaflokka að sama skapi meiri. Fyrir íslenzka verkamenn er þessi dómur stéttarbræðra þeirra í Noregi og Svíþjóð at- hyglisverður. Þeir mega vera vissir um, að hann er byggður á íhugun og reynzlu. Hinir nor- rænu stéttarbræður hafa séð hvaða vinnubrögð gáfust þeim bezt. Skapgerð hinna norrænu þjóða fellir sig heldur ekki við ofbeldi og niðúrrifsstarf. Það er ekki jarðvegur fyrir stefnu, sem byggir úrlausnir sínar á hnefarétti og undirokun. þeir ættu að áræða að taka að sér stjórn kauptúnsins. En hér var mikill vandi á ' höndum. Oddvitinn varð að vera kommúnisti, og þeir höfðu haft stór orð og lofað miklu, ef þeir fengju meirahlutaaðstöðu. En þegar á reyndi varð þeim ljóst, að þeir voru ekki vaxnir á- byrgðinni. Þeir sáu að þeir myndu hvergi hafa nokkurt • traust. Engin verzlun, enginn enginn einstaklingur myndi trúa þeim fyrir fé eða verðmæt- um þessa heims. Ef þeir tækju að sér stjórn kauptúnsins, hlaut það að verða gjaldþrota innan fárra vikna. Svo fór öllum bæj- um og borgum í Noregi, þar sem kommúnistar fengu völd, meðan sá flokkur var til þar í landi. Fulltrúi Alþ.fl. á Húsavík vissi þetta, og áleit vissasta veginn til að gereyðileggja kommún- istana, væri að láta þá fá völd og ábyrgð og sýna í verkinu, að þeir væru óhæfir til allra stjórnarstarfa. Kommúnistar voru nú í mikl- um vanda. Þeir höfðu lofað miklu, en sáu fyrirfram, að þeir hlytu að bregðast öllum heitum og verða hlægilegir frammi fyrir öllum landsmönn- um. Forráðamenn Kommún- istafloklbins munu hafa séð, að fyrirsjáanlegur ósigur þeirra á Húsavík myndi allsstaðar annarsstaðar á landinu verða til þess að kjósendur sannfærð- ust um algert fánýti hinnar rússnesku byltingarstefnu. Þegar loks kom að kosningu kaus Alþýðufl.fulltrúinn kom- múnista sem oddvita, vel vit- andi, að hann var með því að setja kommúnistana í gapa- stokkinn. Einn kommúnistanna, sá sem minnstur var fyrir sér, kaus félaga sinn, og fékk hann þannig 2 atkvæði. íhaldsmað- urinn og Karl Kristjánsson skiluðu auðum seðlum. Hinn Framsóknarmaðurinn kaus Karl Kristjánsson. Og hið sama gerðu tveir skynsamari kommúnist- arnir — út úr neyð, eingöngu til að forðast ábyrgð, sem þeir höfðu boðizt til að taka að sér, en fundu sig ekki menn til. Eftir þrjár atrennur, sem all- ar fóru á sama veg, var Karl Kristjánsson talinn rétt kosinn oddviti. Hann hefir enga samn- inga gert um stuðning annara flokka. En hann hefir raun- verulega bak við sig stuðning allra hugsandi manna i kaup- túninu, þó að meirihlutinn af hinu framkomna kjörfylgi í hreppsnefndinni, sé frá þeim flokki, sem gat tekið á sig á- byrgðina, sem hafði lofað að taka á sig ábyrgðina, en fundið vanmátt sinn þegar á hólminn var komið, og neyðst til að biðja Framsóknarmanninn að leysa t T L Ö N D : Kjor lisfarínnar í eínræðíslönd- unum Nazisminn stefnir ekki aðeins að því marki að skapa nýja stjórnmálastefnu, heldur einnig ný trúarbrögð og nýja list. Síðastl. sumar voru haldnar í Múnchen tvær listsýningar. Önnur átti að sýna þýzka list eins og hún er frá sjónarhæð nazismans. Hin átti að sýna óþýzka og afvegaleidda list. Á þeirri sýningu voru verk flestra þekktustu listamanna Þjóðverja frá síðustu tímum. í áfram- haldi af þessum sýningum hef- ir verið unnið að því að færa þau listaverk úr opinberum söfnum, sem ekki falla í smekk nazismans. Því fer fjarri að allir listdóm- arar og listunnendur, sem telja sig nazista, séu samþykkir þess- ari nýju stefnu. Nýlega flutti einn forvígismaður hennar fyr- irlestur, þar sem hann útskýrði hana nánara. Viðstaddir voru margir þekktustu liistdómarar Þýzkalandsins. Ræðumaðurinn sagði, að úrkynjun listarinnar gerði ekki aðeins vart við sig nú á dögum, heldur hefði henn- ar sézt merki hjá ýmsum eldri málurum. M. a. nefndi hann van Gogh, Matthias Grúnewald og Rembrandt. Þegar hann nefndi Rembrandt kváðu við mótmæli víða um salinn og nokkrir báðu um orðið. En þeir fengu það ekki. Út af þessum atburði standa nú harðar deilur, því mótmæli hafa verið send til stjórnarinnar. Eru það talin einna líklegust endalok, að allir þeir, sem hafa undirritað mót- mælaskjalið, missi stöður sínar. Þetta ófrelsi listarinnar er ekki einsdæmi. Það er víðar en í Þýzkalandi. Það er meira og minna í öllum einræðislöndun- um. Valdhafar Rússlands reyna engu síður en nazistarnir að svipta listina frelsi sínu og beina henni inn á þær brautir, að verða einsýn túlkun þeirra lífsskoðana, sem þeir bera fyrir brjósti. Að vísu er ekki útilokað, að listaverk geti skapast undir slíkum kringumstæðum. En í flestum tilfellum er ófrjáls lista- maður eins og vængstýfður fugl. Hæfileikar hans fá ekki að þrosk ast eins og þeim hentar bezt. vandann, af því hann einn væri til þess hæfur. Saga um þessi átök flokkanna á Húsavík er eftirtektarverð og lærdómsrík. Kommúnistar fá mikið fylgi, og geta tekið völdin, ef þeir vilja. Á móti er Fram- sóknarflokkurinn. Hann lofar kjósendum því einu, sem hann veit að hægt er að standa við. En bæði fylgismenn og and- stæðingar vita.að trúnaðarmenn hans muni efna meira en þeir hafa heitið. Niðurstaðan á Húsavík varð sú, sem við mátti búast. Þegar mikið reynir á, hnígur fylgi manna til þeirra, sem eru fær- astir um að bera hinar þungu byrðar. Liðléttingarnir gefast upp baráttulaust. J. J.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.