Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 1
Nýjar vöriar í VORTÍZKU koma í búðina daglega. Þrátt fyrir hækkaða tolla hef- ir vérðið ekkert hækkað. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. ID/^Q.IB 11/^0 IIC 6. ár. Reykjavík, miðvikuðaginn 2. marz 1938. 50. blaS Stér sigur fyrir íslenzka sönglist ANNÁLL 61. dagur ársins. Sólarupprás kl. 7,37. Sólarlag kl. 4,45. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 5,30. Ljósatími bifreiða er frá kl. 6,05 að kvöldi til kl. 7,15 að morgni. Næturlæknir er í nótt Jón G. Nikulásson, Preyju- götu 42, sími 3003 — Næturvörður er í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Enskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 íslenzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Pöstumessa úr Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 20,10 Kvöldvaka: a) Oscar Clausen: Rif á Snæfellsnesi, III. b) Vilhjálmur Þ. Gíslason: Úr Vatnsdælasögu, IV. Ennfremur söng- lög og harmóníkulög. 22,15 Dagskrár- lok. VeSriS (þriSjud. kl. 17): Vindur er vestanstæður um allt land, víða allhvass. Á Austurlandi er veður bjart en snjóél í öðrum landshlutum. Prost er 1—2 stig syðra, en 4—7 st. nyrðra. Ný lægð er að nálgast Suður- Grænland, svo að búast má við sunn- an átt með þíðviðri á morgun. VeSurútlit í Reykjavík: Vaxandi surman átt. Þykknar upp og hlýnar. Barnaskemmtun mjög fjölbreytta heldur Glímu- íélagið Ármann í Iðnó í dag. Hafa barnaskemmtanir félagsins xmdanfar- ln ár verið mjög vel sóttar og verið félaginu til sóma. Þarf ekki að efa, að svo verði enn. Aðgangur er aðeins 75 aurar. Merkjasala RauSa Krossins. Síðan Rauði Krossinn var stpfnaður hafa alltaf verið seld merki á ösku- daginn, til ágóða fyrir starfsemina. Hin vinsælu merki félagsins verða á boðstólum í dag, en með nýrri gerð. Merkin kosta 50 aura og 1 krónu, og væntir Rauði Krossinn þess að salan takist vel nú, sem fyrirfarandi ár. Börn, sem vilja selja merki Rauða Kross- ins í dag komi í Reykjavíkur Apótek. Skemmtanir í dag: Ármenningar halda öskudagsfagnað í Iðnó og hefst hann kl. 4. Sundfélag- ið Ægir heldur öskudagsfagnað, sem hefst kl. 9,30, í Oddfellowhúsinu. Stúd- endafélag Reykjavíkur heldur árshá- tíð að Hótel Borg, hefst kl. 7. í „Budbringer“, tímariti Dansk-islandsk Samfund, birtist nýlega grein eftir Hallgrim Jónasson kennara um hugmynd hans um kennaraskipti á milli íslands og Danmerkur. Fylgja greininni nokkur áréttingarorð og þakkar frá dr. Arne Möller í Haderslev, sem er formaður hinnar dönsku stjórnar Dansk-is- landsk Samfund. í sama riti er og viðtal við Hallgrím Jónasson um þessi mál og birtist það á sínum tíma í „Jydske Tidende“. Skátafélag var stofnað í Vestmannaeyjum 22. febr., á fæðingardag Baden-Powells. Pélagið er I þrem flokkum og eru stofnendur 24. Foringi er Friðrik Jes- son. Skátaráð var kosið til styrktar félaginu og eru í þvi Páll Bjarnason skólastjóri, Ólafur Lárusson læknir, Jes Gíslason prestur og Þorsteinn Einarsson kennari. Jón Oddgeir Jóns- son skátaforingi var i Eyjum og vann að undirbúningi félagsstofnunarinnar í nokkra daga. Nú munu starfandi skátafélög 1 landlnu vera 21. 3 " v /'f >> 1 H i 1 %Œjaá M 5 ft'* ■I' "'&l Jjg | 1 m 1 M 'R. fl >4 V,v i,-_ fEt! - yy \r. % | ■ fl Karlakór Reykjavíkur Ameríku SIGUBÐUR ÞÓRÐARSON söngstjóri HELGI LÁRUSSON gjaldkeri boðið tíl Karlakór Reykjavíkur barst í fyrradag símskeyti frá ameríska milljónafélag- inu Columbia Broadcasting, þar sem það býður kórnum til söngfarar vestur árið 1939, söngmönnunum að kostnaðarlausu. Félag þetta sem jafnframt hefir víð- tæka útvarpsstarfsemi með höndum, býður á ári hverju til Ameríku ýmsum beztu hljómlistarmönnum og söngvurum veraldarinnar. Karlakór Reykjavíkur hefir á undanförnum árum getið sér orðstír mikinn, bæði hér heima og erlendis. Hversu frægð hans hefir flogið víða, má meðal annars marka af þessu boöi. Það er ótvírætt hvílíkur sigur þetta er fyrir íslenzka sönglist og tónmenningu. Nýja dagblaðið hefir snúið sér til Sveins G. Björnssonar, sem hefir verið formaður karlakórs- ins um fjögurra ára skeið, og spurt hann um þetta boð am- eríska félagsins. Sagðist honum frá á þessa leið: — Fyrir tæpum tveimur ár- um athuguöum við möguleikana til þess, að kórinn tækist vest- | urför á hendur. En það kom í I ijós, að slík för, sem varaði í tvo mánuði, myndi ekki kosta okkur minna en á annað hundr- að þúsund króna og urðum við því að hverfa frá þeim ráða- gerðum. Þá tókum við það fangaráð, að skrifa Columbia Broad- casting og sendum við félaginu jafnframt ummæli danskra, norskra og sænskra blaða um frammistöðu okkar í söngför- inni 1935, í þeirri von, að það sæi sér fært að stuðla að vestur- för okkar. Svar félagsins hljóð- aði á þá leið, að þótt ummæli hinna norrænu blaða væru lof- samleg, gæti það ekki tekið á- kvörðun, að svo stöddu, en hins- vegar myndu ummæli blaða í Mið-Evrópu verða metin meira í þessu efni. Þegar við réðumst til utanfarar í sumar var það ráðið, að Colum- bia Broadcasting skyldi senda umboðsmenn sína á samsöngva okkar í borgum í Mið-Evrópu. Ræddum við sérstaklega við um- boðsmanninn i Wien og feng- um honum í hendur öll ummæli tékkneskra, austurrískra og þýzkra blaða um söng okkar. Voru þau síðan send vestur um haf. í fyrradag barst okkur svo símskeyti, þar sem félagið tjáði sig ganga að þeim skilyrðum, er (Frh. á 4. síOu.J SVEINN G. BJÖRNSSON formaður kórsins GUNNAR PÁLSSON ritari.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.