Nýja dagblaðið - 15.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 15.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Hneykslanir og skrílsháttur Eftír Pétur Sigurðsson Oft hefi ég hugsaö: Ég skal nú hætta að hneyksla menn. Hætta með þessar aðfinnslur og útásetningar. En hvernig er þetta hægt? Hvernig er hægt að þegja. Ég hefi legið heilar nætur vakandi, eins og í hálfgerðum kvölum, eftir að hafa verið sjón- arvottur að slíkri ómenningu, sem lætur mann standa ráð- þrota og álykta, að þar sé öll menningarbarátta vonlaus. — Hér er eitt dæmi. Það skal á gang, hve mikið sem það kann að hneyksla. En nú skal ég eng- an stað nafngreina. Kvöld eitt var ég á fundi í kauptúni. Þar var heill hópur af ungum mönnum. Þeir héldu sér reyndar furðulega í skefjum á þessum fundi, en hið niður- bælda kæruleysi og þrjózkan smitaði andrúmsloftið í kring- um mann. Ég sá strax að slík- um öflum mundi ekki vera auð- velt að stjórna. Einn af beztu ungu mönnum þorpsins sagði á fundinum: „Við urðum að hætta við fundarhöld fyrir rúmu ári, vegna framkomu unglinganna. Það mátti segja, að þeir kæmu dansandi inn, dönsuðu á fund- inum og færu dansandi út. Er ég kom út á götuna, var ég stundum spurður: voruð þið full, eða vitlaus.“. — Hreppstjórinn sagði við mig: „Við höfðum ný- lega almennan fund um eitt áhuganiál þorpsins. Til þess að fá betri frið á fundinum, leyfð- um við ekki unglingum yngri en 14 ára að sitja fundinn. Strax er menn byrjuðu að tala, var kallað hátt fyrir utan húsið, og hrópað inn: Haltu kjafti, haltu kjafti, haltu kjafti Jón — mað- urinn hét samt ekki Jón“. Ungur kennari, nýkominn á staðinn sagði við mig: „Hér er ekki hægt að koma á almennar samkomur þokkalega til fara. Það er hrækt á menn og þar eru ryskingar og stimpingar, bæði af drukknum og ódrukknum mönnum“. Annar kennari á staðnum sagði hið sama, að ekki væri eiginlega hægt að koma á almennar samkomur. Ég ræddi það við kaupfélagsstjórann, og hann sagði: „Því miður kann- ast maður við þetta“. Á þessum stað hefir félagslíf verið í hinni mestu niðurníðslu undanfarið. Félög hafa ekki þrifizt og kirkjulíf er þar stein- dautt, að heita má. Nú vil ég spyrja. Má nokkur þjóð við því, að stunda uppeldi kynslóðanna þannig? Hvað er að? Eru menn orðnir kjarklaus- ir, eða vonlausir, eða gersam- lega kærulausir? Er mönnum sama, hvernig allt veltur? Hvað er ríkið að gera með landið fullt af embættismannastéttum, ef ekki er hægt að afstýra slík- um ósóma? Er ekki nóg til af atvinnulausum mönnum, og er ekki allmiklu kostað til atvinnu- bótavinnu? Væri ekki eins gott að setja eitthvað af þeim at- vinnulausu mönnum fyrir lög- reglu á slíkum stöðum, eins og láta þá vinna eitthvað annað lítt arðberandi? Auðvitaö þarf fleira og meira en lögreglu, og eftir því þarf fyrst og fremst að líta. — En slíka ómenningu og þessa, sem hér hefir verið lýst, á að fordæma, úthrópa og kveða niður. Þaö er enganveginn ætlan mín, að slík ómenning þrífist vegna þess, að efniviðurinn sé svo lé- legur. Nei, það er óræktin í fé- lagslífinu, sem á fyrst og fremst sök á þessu, og slíkt er ófyrir- gefanlegt, en auk þess er það ómetanlegt tjón fyrir land og lýð. Hinn bezti matjurtagarður kemst í hnignun og óþrif, ef hann er ekki hirtur, og svo er um félagslíf og menningu manna. Ef menn skyldu heimta frekari röksemdir, þá er hægt að láta þær í té. P. S. Nýjar þíngvísur í gær var til umræðu í neöri deild frv. til laga um húsmæðra- fræðslu. Meðal ræðumanna var Bjarni Bjarnason. Taldi hann upp verkefni skólanna, sem m. a. ætti að vera það að fræða um allt, sem lyti að uppeldi barna, lifnaðarhátt mæðra um með- göngutímann o. s. frv. Tveir þingmenn gerðu þá þessar vís- ur: Kvennaskólum öllum á — eftir kröfu Bjama: Meyjar skulu fræðslu fá um fyrstu myndun barna. Skilyrði þó er hér eitt um þá menntun kvenna: Ef sú fræðsla verður veitt vill hann sjálfur kenna. Talsverðar deilur hafa staðið um það, hvað aldurstakmarkið ætti að vera. Ýmsir þingmenn vilja binda það við 16 ára aldur, landbúnaðarnefnd, sem hafði málið til athugunar, hallaðist helzt að 18 ára aldri, en Ásg. Ásgeirsson kom með 17 ára ald- ur sem málámiðlun. Þá var kveðið: Ýmsir beita orðum heitum — um er þráttað, hvað er betra: Ungar meyjar upp í sveitum 18 eða 16 vetra. Sextán átti ýmsra hylli, 18 taldi nefndin betra. Ásgeir var þar mitt á milli mat þær beztar 17 vetra. KAtJPIÐ Maður í fastri stöðo óskar eftir 2—3 herbergja íbúð ásamt stúlknaherbergi, frá 14. maí n. k. Tilboð merkt „Fyrirfram- greiðsla", sendist í pósthólf 1037. „Gullf oss“ fer í kvöld um Vestm. eyjar, til Leith, Kaup- mannahafnar og Gauta borgar. „Goðafoss" fer frá Kaupmanna- höfn 19. marz beint til Rey k j a ví kur. Ferð skipsins 17. marz frá Reykjavík vestur og norður Sellur niður. I Prjónavélar Husqvarna- prjónavélar eru viðurkend- ar fyrir gæði Þó er verðið ótrúlega lágt Samband ísl. samvinnuiélaga Skipið fer væntanlega 28. marz til Hull og Hamborgar. Ódýrar vornrs Bílar frá 0.85 Blýbílar — 1.00 Húsgögn — 1.00 Dýr, ýmisk. — 0.75 Smíðatól — 0.50 Skóflur — 0.35 Sparibyssur — 0.50 Dægradvalir — 0.65 Hringar — 0.25 Armbandsúr — 0.50 Töskur — 1.00 Skip — 1.00 Kubbakassar — 2.00 Endo — 2.00 IJndrakíkirar — 1.35 Boltar — 1.00 K. EINARSSON & BJ«RXSSO\ líankastræti 11. .... og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góð. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. :zú& Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241. Miðvikudaginn 16. marz verður verksmiðjan og skrifstoian lokuð allan dagínn. Smjörlíkisgerðín Ljómi. aðeins Loftur. ► Borgíð Nýja dagblaðíð!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.