Nýja dagblaðið - 15.03.1938, Side 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Álþjóðlega skiðamótið i Lahti
Fínnar eru bezta skíðaþjóðín
Heimsmeíatlarlnn í skíðastökki
er 18 ára gamall
VÝJA DAGBLAÐB9
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritst j órnarskrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Eftir kl. 5: Sími 3948.
Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði. I
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Simar 3948 og 3720.
Falsbréííð og glæpa-
öldín í Rússlandi
Blað kommúnista hefir
tekið upp undarlega vörn í
falsbréfamálinu. Því þykir
sennilegt, að ég hafi sent út
nóttina fyrir kjördag mikinn
fjölda af bréfum til væntan-
legra kjósenda minna, með ósk
um það að þeir kjósi ekki lista
Framsóknarmanna, heldur lista
fjarlægustu andstæðinganna,
byltingarmannanna.
Slík rök þarf ekki að ræða.
Ealsbréfið er bæn við við-
takenda, sem voru Framsóknar-
menn, um að kjósa kommúnista
og svíkja sinn eigin flokk. Og
lögreglan hefir sannað, að
skrifstofa kommúnista hafði í
þúsundatali einmitt þau umslög
sem falsbréfin voru send í, og
að engin verzlun í bænum seldi
þessi umslög nema sú, sem lét
þau til kommúnistanna. Hér fer
saman tvennt: Hagur kommún-
ista af innihaldi falsbréfanna
og að kommúnistar hafa sent
þúsundir af bréfum út til sinna
manna í samskonar umslögum
og þau, sem falsbréfin voru í.
Kommúnistar hafa vitanlega
ekki haft gagn af bréfunum,
heldur eingöngu skömm og
skapraun. Bréfberinn á póst-
húsinu fékk sjálfur eitt fals-
bréfið þegar hann fyrir al-
mennan fótaferðartíma kom til
vinnu sinnar. Hann sá að hér
myndi vera um falsbréf að
ræða, og lét kosningaskrifstofu
flokksins vita undir eins. Síðan
var vitneskja um þennan glæp
móti Framsóknarflokknum sím-
uð til samherja í öllum helztu
kaupstöðum landsins.
Kommúnistum svíður það, að
öll þjóðin skilur hverskonar
menn hafa staðið hér að verki.
Þeir reyna að hvítþvo sig. En
í sömu blöðunum eru aðalfrétt-
irnar frá útlöndum hinar
hroðalegustu lýsingar, sem unnt
er að gefa á spillingu í nokkru
landi. Og þessar lýsingar gefa
íslenzku kommúnistarnir á
húsbændum sínum í Rússlandi.
Sjálfsagt líta Einar og Bryn-
ólfur svo á, að það sé lítið brot,
þó að einhverjar æstar undir-
tyllur í flokki þeirra, vitaskuld
án fyrirlags frá hinum virðu-
legu foringjum, búi til nokkur
falsbréf og taki traustataki um-
slög frá skrifstofunni, ef þessi
framkvæmd er borin saman við
það sem húsbændurnir í Moskva
leyfa sér.
Blað kommúnista segir dag-
lega frá því hvað þar gerist á
hæstu stöðum. Og þar er ekki
um smásyndir að ræða. Þjóð-
viljinn telur algerlega sannað,
að fjölmargir af helztu leiðtog-
um byltingarinnar rússnesku
séu og hafi verið gerspilltir
menn. Aðalfélagi Lenins, er að
dómi Einars og Brynjólfs höf-
uðglæpamaðurinn, verstur af
öllum. Hinir minni spámenn
svíkja land sitt, standa í leyni-
sambandi við alla óvini Rúss-*
lands. Þeir láta múta sér, þeir
gefa börnum og sjúklingum eit-
ur, þeir falsa skjöl, þeir stela,
þeir misnota trúnað, hvar sem
er. Aldrei í veraldarsögunni
hefir heyrzt getið um þvílíkt
samsafn af glæpum eins og blað
íslenzkra kommúnista telur
sannaða um fyrverandi átrún-
aðargoð sín í Rússlandi.
Falsbréfin eru stórglæpur hér,
en myndu þykja smásynd í
Rússlandi. J. J.
Ætla peir að sitja?
Hérna á dögunum ætluðu
ritstjórar Mbl. að ganga af göfl-
unum út af því, að hér í blað-
inu hafði verið um það spurt,
hvað borgarstjóranum myndi
líða og framkvæmdum hans í
útvegun hitaveitulánsins. N.
dbl. benti þeim Mbl.mönnum þá
á, að þetta mál hefði ýmsar
hliðar, meðal annars þá, að ef
hitaveitulánið ekki fengizt bæri
bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokltsins siðferðisleg skylda til
að leggja niður umboð sín í
bæjarstjórninni. Þegar á þetta
atriði var minnst, lækkaði
skyndilega rostinn í íhaldsdag-
blöðunum báðum, Mbl. og Vísi,
og síðan hafa þau ekki á málið
minnst.
Og það er heldur engin furða,
þó að bæjarstjórnarklíkan verði
ókvæða við, þegar það rennur
upp fyrir henni, hvar hún
stendur í þessu máli, ef hita-
veitulánið fæst ekki. Af hálfu
Sjálfstæðisflokksins var þetta
aðal kosningamálið — og raun-
ar eina kosningamálið — í bæj-
arstjórnarkosningunum. Fram-
bjóðendur C-listans lofuðu þvi
alveg ákveðið í blöðum, á
mannfundum og í útvarpi, að
ef Sjálfstæðisflokkurinn kæm-
ist í meirahluta, skyldi lánið
verða tekið strax og fram-
kvæmd hitaveitunnar byrja
á næsta vori. Þeir sögðu að
menn ættu að kjósa með eða
móti hitaveitunni. Þeir, sem
vildu „hitaveitu strax í sumar“,
ættu að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn!
Það verður vart í efa dregið,
að þessi skýlausu og ákveðnu
loforð Sjálfstæðismanna um
hitaveitu á næsta sumri, hafi
haft áhrif á afstöðu manna í
kosningunum. Sumir fullyrða
jafnvel, að þau hafi haft mjög
mikil áhrif. Og víst er um það,
að Sjálfstæðisflokkurinn heimt-
aði sjálfur, að kosið yrði um
þetta mál og loforð þau, er hann
hafði gefið í sambandi við Eng-
landsför Péturs Halldórssonar.
Þessvegna er það að svo fram-
arlega sem hitaveitumálið ekki
fæst og framkvæmd verksins
byrj ar ekki í vor — þá eiga bæj -
arbúar alveg ótvíræða kröfu á
því að nýjar bæjarstjómarkosn-
ingar fari fram. Þeir, sem kusu
C-listann vegna loforðanna um
hitaveituna, eiga að fá tækifæri
Seinustu dagana í febrúarmán-
uði fór fram heimsmót í skíða-
keppni í Lahti í Finnlandi.
Helztu þrautirnar, sem keppt
var í, voru 4X10 km. boðganga,
skíðastökk, 18 km. kappganga
og 50 km. kappganga.
Til fróðleiks fyrir íslenzka
skíðamenn verður hér sagt frá
úrslitum í þessum skíðagreinum
og helztu sigurvegurum.
4X10 km. boðgangan.
Úrslitin í henni urðu þessi:
1. Finnland........2.38.32
2. Noregur.........2.42.30
3. Svíþjóð.........2.43.05
4. Sviss...........2.49.21
5. Þýzkaland.......2.53.04
Næst í röðinni .voru Ítalía,
Tékkóslóvakía, Pólland, Aust-
urríki, Estland og Lettland.
Fyrsta heimskeppnin í slíkri
boðgöngu fór fram í Innsbruck
1933. Næstu þrjú árin á eftir
báru Finnar sigur úr býtum. í
fyrra sigruðu Norðmenn. Þetta
er því í fjórða sinn, sem Finn-
ar vinna gönguna.
Finnarnir, sem kepptu, voru:
Kurikkala, Lauronen, Pitkánen
og Harppinen. Karpinen er 30
ára, stundar landbúnaðarvinnu,
og hefir keppt í öllum boðgöng-
unum, sem greindar eru að
framan. Hann varð heimsmeist-
ari í 18 km. skíðagöngu 1935.
Kurikkala er sjómaður úr Aust-
urbotni. Hann var finnskur
meistari í 18 km. kappgöngu
1936. Lauronen er 24 ára, stund-
ar landbúnaðarvinnu. Hann
keppti fyrst opinberlega í fyrra
og þykir mjög efnilegur. Pit-
kanen verður getið síðar.
Kurikkala náði beztum á-
rangri. Hann byrjaði og rann
10 km. á 39.28 mín. Samt var
hann sigraður á þeirri leið af
Norðmanninum Ringstad, sem
var 38.13 mín. Var það lang-
bezti árangurinn í þessari
keppni. Ringstad er sveitamað-
ur frá Gjövik, 21 árs gamall.
Hann hefir unnið í öllum skíða-
göngum, sem þreyttar hafa
verið í Noregi í vetur og hann
hefir tekið þátt í.
18 km. kappgangan.
í henni urðu þessir fyrstir:
1. Pitkánen, Finnland, 1.09.37,
til að ráðstafa atkvæði sínu nú
— ef loforðin um hana reynast
fleipur eitt.
Sjálfstæðisflokkurinn getur
ekki verið þekktur fyrir það, að
beita þrásetu í bæjarstjórninni
eftir að hann hefir reynzt þess
ómáttugur að efna aðal kosn-
ingaloforð sitt. Það er skylda
hans að gefa kjósendum kost á
að taka afstöðu á ný, hvort sem
sú afstaða fleytti sama meira-
hluta eða öðrum inn í bæjar-
stjórnina.
2. Dahlquist, Svíþjóð, 1.10.02,
3. Jalkanen, Finnland, 1.10.56,
4. Matsbo, Svíþjóð, 1.11.03,
5. Lauronen, Finnland, 1.11.19,
6. Kurikkala, Finnland, 1.11.26,
7. Pallin, Svíþjóð, 1.11.33,
8. Hoffsbakken, Nor., 1.11.36,
9. Back, Svíþjóð, 1.12.01,
10. Niemi, Finnland, 1.12.07.
Pauli Pitkánen er 26 ára gam-
all. Hann keppti fyrst opinber-
lega 1929 við góðan orðstír. Ár-
ið 1936 gerðu Finnar sér einna
mesta von um hann á Olympiu-
leikjunum, en hann varð fyrir
meiðslum nokkru áður en
keppnin hófst og gat því ekki
keppt. Pitkánen er úr Austur-
botni og hefir stundað landbún-
aðarvinnu til skamms tíma. Nú
er hann lögregluþjónn.
Norðmenn voru mjög óánægð-
ir yfir sinni frammistöðu. Lars
Bergendahl, sem var heims-
meistari í fyrra, varð nú 23. í
röðinni og Ragnar Ringstad 24.
Bergendahl stundar landbún-
aðarvinnu eins og Ringstad.
Skíðastökk.
Fyrstir urðu þessir. (Hver
skíðamaður stökk tvisvar og er
lengd stökksins tilgreind í
metrum ásamt stigafjöldan-
um):
Stig Stökkl.
A. Ruud, Nor. 226,4 64,5 64
Marusarz, Póll. 226,1 66 67
Myhra, Noregur 225 66 64,5
Bradl, Austurr. 221,4 65 65,5
Andersen, Nor. 220,3 63 65,5
Konggaard, Nor. 218,9 63 64,5
Gulbrands., Nor. 217,4 65 64,5
Clock, Nor. 217,4 62,5 65
Tiihonen, Finnl. 217,1 61,5 63,5
Iguro, Japan 215,6 61 64,5
Norðmenn hafa langoftast
unnið skíðastökkið, en voru
hræddir um að bíða lægri hluta
nú. Bræðurnir Sigmund og Bir-
ger Ruud, eru á ferðalagi í Ame-
ríku, og sá Norðmaðurinn, sem
talinn var viss sigurvegari,
Reidar Andersen, meiddi sig við
æfingu tveim dögum fyrir
keppnina. Hann tók þó þátt í
henni, en náði ekki eins góðum
árangri og hann er vanur.
Sigurvegarinn Asbjöm Ruud,
er 18 ára gamall. Þegar bróðir
hans, Sigmund Ruud, varð
heimsmeistari í skíðastökki
1929, var haft eftir honum: Ég
verð ekki sigurvegari oftar, en
ég á lítinn bróður heima, sem
heitir Birger .... Birger varð
heimsmeistari 1931, 1932, 1935,
1936, 1937, en þá sagði hann:
Nú hygg ég að mitt skeið sé á
enda, en ég á lítinn bróður
heima, sem heitir Asbjörn. ...
Og Asbjörn er orðinn heims-
meistari.
Hann hefir þegar unnið yfir
100 verðlaun fyrir skíðastökk.
Hann vann fyrstu verðlaunin 5
ára gamall. Þá stökk hann 16
metra. Hann varð Noregsmeist-
ari í vetur.
Skíðastökkið fór fram í óhag-
stæðu veðri og er það talin or-
sök þess, að skíðamennirnir
náðu ekki betri árangri.
50 km. kappgangan:
Fyrstir í henni urðu þessir:
1. Jalkanen, Finnland, 4.00.09,
2. Rantalahti, Finnl., 4.10,44,
3. Bergendahl, Nor., 4.10.54,
4. Niemi, Finnland, 4.14.08,
5. Karppinen, Finnl., 4.14.41,
6. Tiainen, Finnl., 4.16.43,
7. Kurikkala, Finnl., 4.17.56,
8. Nurmela, Finnland, 4.18.07,
9. Markanen, Finnl., 4.18.56,
10. Heikkinen, Finnl., 4.23.17.
Keppendur voru alls 98 frá
14 þjóðum. í 18 km. göngunni
voru 54 keppendur og nokkuð
fleiri í skíðastökkinu.
Kalle Jalkanen er iðnverka-
maður, 30 ára gamall. Hann
hefir keppt nokkuð lengi. í
fyrstu var ekki reiknað með
honum sem framúrskarandi
skíðamanni. í Olympiuleikjun-
um 1936 var hann þó settur í
boðlið Finnlendinga, en var tal-
inn lélegasti maður þess. En
þá vann hann sinn mesta í-
þróttasigur. Hann æfði sig upp-
haflega með tilliti til 18 km.
kappgöngunnar, en fyrir tveim
árum byrjaði hann að leggja
meiri áherzlu á lengri gönguna.
Rantalahti er bóndasonur úr
Austurbotni, 25 ára gamall.
Hann keppti fyrst í fyrra og
er þetta fyrsti stórsigur hans.
Einn finnski keppandinn,
Vanninen, villtist, þegar hann
hafði farið 32 km. Hann var þá
langfyrstur. Hann var Finn-
landsmeistari í 50 km. göngunni
í fyrra og er talinn einna
snjallasti keppandi þeirra í
þessari göngu.
Skíðamótið í Lahti var sótt af
fjölmörgum erlendum gestum
og í blöðum Norðurlandaþjóð-
anna þriggja skipuðu fréttirn-
ar þaðan öndvegissess. Flestir
voru áhorfendurnir að skiða-
stökkinu, sem fór fram á sunnu-
degi. Þeir voru um 50 þús.
Finnlendingar virðast nú tví-
mælalaust bezta skíðaþjóðin.
Það er athyglisvert, að allir sig-
urvegararnir stunda erfiðis-
vinnu og flestir þeirra vinna við
landbúnað.
Samvínnuskólínn
Guðlaugur Rósinkranz skrifar
athyglisverða grein um sam-
vinnufræðslu í seinasta hefti
Samvinnunnar. Er þar drep-
ið á útvarpsfræðslu, smá-
ritaútgáfu, námshringa, mót og
námskeið og utanferðir, en ann-
ars fjallar hún að mestu um
Samvinnuskólann. Er með ljós-
um rökum sýnd nauðsyn þess
að bæta úr þeim þrengslum, sem
skólinn á nú við að biia. Skól-
inn hefir nú starfað um tuttugu
ára skeið og útskrifað yfir 400
nemendur. Hin síðustu ár hefir
(Frh. á 4. síðu.)