Nýja dagblaðið - 19.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 19.03.1938, Blaðsíða 2
N Ý J A DAGBLAÐIÐ O íé Blekkíngar Gísla Jónssonar eítír Pálma Loítsson iorstjóra Gísli Jónsson hefir nú í nokkra daga undanfarið sent mér tóninn í Morgunblaðinu. Kallar hann það svar til mín, við hverju, veit ég ekki, þar sem ég hefi ekki til þessa svarað Gísla í sambandi við ádeilu hans á mig í þetta skipti. Hefi satt að segja, með hliðsjón af fortíð Gísla og áliti ísl. sjó- og far- manna á honum, ekki fundið það mér sæmandi að ræða við hann um tillögur, sem ég hefi gert til yfirboðara minna um bætt fyrirkomulag á strandferð- um, enda gerist slíkt varla þörf, skrif Gísla tala fyrir sig sjálf nú eins og áður. Skulu tekin örfá dæmi því til sönnunar: Gísli segir, að fyrirhugað strandferðaskip þurfi að vera 3500 br. smál. til þess að geta tekið allt að 150 farþega. Við því er Gísla bent á að Esja, sem er ekki nema 749 br. smál. hefir hvílurúm fyrir 130 farþega. Gísli segir að skipið þurfi að vera 350 feta langt til þess að geta haldið nægilegum hraða. Þá er Gísla bent á, að Ægir sem er 166 feta langur, fer 13,6 míl- ur. Gísli segir að milli Glasgow og Reykjavíkur séu 960 mílur. Þá er honum bent á, að stytzta siglingaleiðin sé ekki nema 850 mílur. Gísli segir að dieselvél í Esju hefði kostað um 80 þús. kr. Þá er honum bent á tilboð frá Bur- meister & Main í Kaupmanna- höfn í 1000 hesta dieselmótor ásamt hjálparmótorum á 285 þús. kr. Þá segist Gísli hafa getað selt 1200 hesta mótor fyrir 30 þús. kr. í því sambandi skal Gísla bent á, að hér er hægt að fá kg. í gömlum mótorum fyrir 8—10 aura. Gísli segir að v/s. Þór hafi verið ósjófær þegar hann kom hingað. Þá er honum bent á, að á leiðinni hingað hreppti skip- ið eitt það versta veður, sem sögur fara af, og einn af togur- unum fórst við hliðina á Þór að heita mátti, en Þór sakaði ekki. Gísli skoðar það sem sérstak- an sóma fyrir sig, að leitað hefir verið til hans um skipakaup, vitandi það, að ég hvorki get né vil aðstoða einstaklinga í slíku, en Gísli hinsvegar gert kaup- mennsku á skipum og vélum að atvinnu sinni. Þegar skip eru keypt tilbúin, er ekki hægt að búast við, að þau hæfi algerlega fyrir þær ferðir, sem þeim eru ætlaðar, en þegar skip eru sér- staklega byggð til. ákveðinnar notkunar, þá er það ófyrirgefan- legur klaufaskapur, ef þeim er til muna ábótavant. M.s. Laxfoss var byggður til ferða milli Reykjavíkur og Borgarness, og Gísla falið sjálf- dæmi í að gera skipið sem bezt hæft til ferðanna. Þá gafst Gísla gott tækifæri til að uppfylla sitt landsfræga grobb um hæfni sína sem skipafræðings. En hvað skeður? Þegar skipið kemur, sýnir það sig, að á því eru marg- vísiegir gallar. Eg vil nefna eitt dæmi. Eitt af aðalverkefnum skipsins eru bílaflutningar milli Reykjavíkur og Borgarness. Þetta vissi Gísli vel, en lætur þó setja mastrið þannig, að það er varla mögulegt að taka bíla urn borð í skipið. Þetta er fyrirkomu- lagsgalli, sem rýrir mjög nota- gildi skipsins, og hefi ég minnzt á hann vegna þess, að hann er öllum, sem fara með skipinu svo augljós. Gisli segir, að Laxfoss hafi reynzt prýðilega. Ójá, víst er (Frh. á 4. síSuJ Steínolía notuð við fjárpestínní Frásögu HalMórs Sigurðssonar á Þverá Nú um skeið hafa bændur, sem eiga við hinn geigvænlega sauðfjárfaraldur, borgfirzku pestina, að búa, verið að reyna að lækna sýkina með steinolíu- innsprautunum. Upphafsmaður þessara lækningatilrauna er Halldór Sigurðsson bóndi á Efri-Þverá í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Halldór er á ferð hér í bænum urn þessar mundir og hefir Nýja dagblaðið átt tal við hann um lækningatilraunirnar. Sagðist honum svo frá: — Um veturnætur í haust tók að bera á veikinni í fé mínu og hugkvæmdist mér þá að reyna að sprauta steinolíu í barkann á kindunum og gerði ég fyrstu tilraunina á tveimur ám, sem talið var að væri með veikina. Laust eftir nýárið skoöaði sami skoðunarmaður kindurnar og áður hafði talið þær sýktar og virtist honum þær þá að mestu heilar. Síðan hafa þrjár kindur veikzt hjá mér og hefi ég sprautað steinolíu í barkann á þeim öll- um. Virðast þær nú allar vel hraustar. Bændur í Þverárhreppi og til og frá um alla Vestur-Húna- vatnssýslu, hafa tekið upp þess- ar lækningatilraunir. Suður í Borgarfirði munu bændur einnig byrjaðir á hinu sama. Að því er ég bezt veit hefir hefir engin kind drepizt, sem sprautuð hefir verið með stein- olíunni. Á Hörgshóli í Þverár- hreppi hafa 40 sýktar kindur verið sprautaðar síðan um há- tíðar og eru þær nú allar sæmi- lega hraustar, og er beitt. Að svo komnu máli vil ég þó ekki staðhæfa neitt um gagnsemi þessara lækninga til frambúð- ar, en þær virðast óneitanlega gefa góðar vonir. Þessar tilraunir voru gerðar þvert ofan í ráð lækna, sem töldu að steinolía myndi skemma og brenna lungnavefina og leiða kindina til dauða. Reynslan varð sú, að kindurnar veiktust mikið fyrst í stað, um sólarhring, að M.s. Dronning Alexandríne fer mánudaginn 21. þ. m. kl. 6 síðd. til ísafjarðar, Síglufjarð- ar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. Þeir, sem fengið hafa loforð fyrir fari, sæki farseðla fyrir kl. 3 í dag. — Annars seldir öðrum. Fylgibréf yfir vörur komi í dag fyrir kl. 3. Sktpaafgreiðsla Jes Zímsen Tryggvag. Sími 3025. „Selfoss(( fer á máimdag 21. marz um Vestmaima- eyjar til Grimsby, Ant- werpen, Hamborgar og Hull og heim aftur. vs. SKIPAUTCERÐ ■ piwsnwsM ' : ^ Esja austur um miðvikudag 22. marz kl. 9 síðd. Flutningi veitt mót- taka á mánudag. — Farseðlar óskast sóttir degi fyrir burt- ferð. því er séð varð, en jöfnuðu sig úr því. Batnaði mæðin fljótlega. Nú nýlega höfum við tekið að blanda steinolíuna með bómolíu til helminga og veikjast kind- urnar þá minna, en árangurinn virðist sami. Alla jafna sprautum við 2 kú- bikcentimetrum (4 bólusetning- arskömmtum) í kind í einu og lítur út fyrir, að stærri skammt- ur sé ekki til bóta. Hefir tíðast þurft að sprauta kindurnar oft- ar en einu sinni og hefir það þá verið gert með nokkurra daga millibili, eftir því sem líðanin hefir bent til. Komið hefir fyrir, að við höfum sprautað sömu kind fimm sinnum. Jarðskjálftatrvggingar Eins og að undanförnu trygg- um vér hús yðar gegn j a r ð- skjalfta með beztu fáan- legum kjörum. TROLLE & ROTHE H.F. Skrifstofa 111. hæð Eímskipafélagshúsínu Sími 3235 (II línur). IHi oniH tHi iáum vér með m.s. „Dr. Alexandríne*4 þ. 26. næstk. Pantanír sendíst oss iyrír þ. 24. þ. m. Samband isL samvinnufélaga Sími 1080. Sölusamband ísl. fiskframleið- anda hefir ákveðið að styrkja 4 unga menn tíl markaðsleita erlend- is um þriggja ára skeið hvern. Umsóknir með meðmælum send- íst stjórn S. í. F. fyrir 10. apríi n. k. en peir, sem hafa sétt, purfa eigi að endurtaka umsóknir sínar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.