Nýja dagblaðið - 19.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
\ÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARXNN ÞÓRARINSSON.
Ritstj órnarskrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Simi 2323.
Eftir kl. 5: Sími 3948.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Fráför Haraldar
Guðmundssonar
Alþýðuflokkurinn hefir nú
fylgt fram þeirri ákvörðun
sinni, að draga ráðherra sinn
úr ríkisstjórninni, ef gerðar-
dómsfrumvarpið yrði samþykkt.
Þegar litið er á málsástæður
mun flestum finnast að ágrein-
ingurinn milli stjórnarflokk-
anna í þessu máli hafi ekki
verið svo mikill að hann þyrfti
að kosta samvinnuslit.
Það er rétt að Alþýðuflokkur-
inn og hliðstæðir flokkar hafa
yfirleitt verið því andvígir að
leysa vinnudeilur með gerðar-
dómi. Og yfirleitt eru allir lýð-
ræðisflokkar þeirrar skoðunar.
Samningsfrelsið er einn þáttur
lýðræðisins. En það gildir þó
með það frelsi eins og allt ann-
að, að það má ekki fara út í
öfgar heldur verður að halda sér
innan vissra takmarka. Annars
gæti það orsakað fullkomið
stjórnleysi og upplausn þjóðfé-
lagsins.
Þessvegna hafa lýðræðis-
flokkarnir í stóru löndunum
slegið fastri þeirri reglu, að ann-
ar réttur sé enn helgari og það
sé réttur þjóðfélagsins til að
lifa. Fyrir honum verði allt ann-
að að víkja. Réttur 30 manna
til að deila við 500 menn megi
ekki orsaka það, að sjálfstæði
heillar þjóðar sé eyðilagt.
Undir slíkum kringumstæðum,
þegar afkoma og frelsi þjóðfé-
lagsins sé í veði, verði réttindi
einstakra manna og einstakra
stétta, að víkja fyrir rétti þjóð-
arinnar til að lifa.
Þetta hafa jafnaðarmanna-
flokkarnir í Noregi, Danmörku
og Frakklandi viðurkennt með
því að leysa vinnudeilur undir
slíkum kringumstæðum með at-
beina löggjafarvaldsins.
Allir flokkar þingsins hafa líka
viðurkennt, að vinnudeilan hér
væri komin á það stig, að lög-
gjafarvaldið yrði að grípa í
taumana. Deilan væri það alvar-
legs eðlis, að samningsrétturinn
yrði að víkja, þar sem deiluaðilar
hefðu heldur ekki komið sér
saman, þrátt fyrir ítrustu sátta-
tilraunir.
Ágreiningurinn milli stjórnar-
flokkanna er því ekki risinn af
því, að Framsóknarflokkurinn
hafi viljað láta samningsrétt-
inn víkja í þessu tilfelli fyrir
hagsmunum heildarinnar, en
Alþýðuflokkurinn hafi verið því
andvígur.
Þvert á móti viðurkenndi Al-
þýðuflokkurinn það eins augljóst
og hægt var að hann áliti að
Héðinn Yaldimarsson
og skipti hans við
F ramsóknarilokkínn
XII.
Sú tvískifting í eðli H. V., sem
olli því að hann viðurkenndi
lýðræði í orði, en vann sem
kommúnisti að félagsmálum,
kom oft óþægilega við sam-
herja hans í Alþýðuflokknum.
Eins og hann taldi sjálfsagt að
beita ofbeldi í vinnudeilum, ef
þess þyrfti með til að beygja
andstæðingana, var honum
tamt að beita hinni mestu
hörku og ósanngirni í daglegum
skiptum við ýmsa af leiðtogum
alþýðusamtakanna. Fengu flest-
ir á þvi að kenna, en þó mest
þeir, sem hóglátastir voru og
sanngjarnastir. Eftir aö hann
hafði hrakið úr áhrifastöðum í
stjórnarnefndum flokksins
marga þá menn, sem sýndu
persónulegt sjálfstæði og kom-
ið i þeirra stað fólki, sem lítið
gat starfað nema greiða atkvæði
eftir beinu valdboði, varð fram-
koma hans í flokknum hættu-
lega blandin ósanngirni. Þó að
hann kallaði sig jafnaðarmann,
voru vinnubrögð hans bæði
heima fyrir og út á við byggð á
einræði minnihlutans, fullkom-
lega eftir anda og bókstaf kom-
múnismans. Höfðu þessar
starfsaðferðir H. V. að flestu
leyti lamandi áhrif á þróun Al-
þýðuflokksins, og það því frem-
ur, sem olíuframkvæmdir hans
voru stöðugt ásökunarefni á alla
verkamannahreyfinguna.
Þegar flokksþing alþýðu-
manna 1936 sendi Framsóknar-
| mönnum hina ruddalegu til-
kynningu gegnum útvarpið um
að annaðhvort yrði Framsókn-
arflokkurinn að taka upp þjóð-
nýtingartrúarbrögð socialista
innan þriggja mánaða, eða vera
ella útlægir úr ríkisstj órninni,
þá var enginn í vafa um, að þar
var H. V. að verki með læri-
sveinum sínum. Krafan til sam-
starfsmannanna, og aðferðin við
að bera kröfuna fram, var alger-
lega í anda hinnar rússnesku
ofbeldisstefnu. Framsóknar-
menn gerðu góðlátlega gys að
þessu offorsi og virtu tilkynn-
inguna aldrei svars. En þeir sáu
glögglega að vænta mátti kosn7
inga vorið 1937 og kölluðu
saman flokksþing skömmu eftir
nýár, til að búa samherjana
undir þau átök, sem sýnilega
yrðu með vorinu. Bar sú liðs-
könnun góðan árangur, svo sem
raun bar vitni um.
Þegar leið fram á fyrstu vik-
ur þingsins 1937, vakti H. V.
upp baráttuna um að» taka
Kveldúlf herskildi með Alþing-
isvaldi. í augum H. V. var það
mál tilvalið sem kosninga-
bomba. Aðferð sú, sem hann
valdi, var byltingarkennd, há-
vær og öfgafull. Framsóknar-
flokkurinn gat ekki orðið sam-
ferða honum á þessati braut,
nema með þ.ví að afneita stefnu
sinni og viðurkenna í verki
þriggja mánaða víxilinn. En það
var sama og gerast undirdeild í
sveit H. V. Honum var að vísu
samningsrétturinn yrði að víkja,
þar sem hann bar fram frv. um
lögfestingu á kaupgjaldi, sem
hann taldi, að báðir aðilar væru
búnir að hafna.
Báðir stjórnarflokkarnir voru
því fullkomlega sammála um
að samningsrétturinn yrði að
víkja í þessu máli. Um það var
enginn ágreiningur.
Hinsvegar var ágreiningur um
það, hvort Alþingi, fyrst það á
annað borð hóf afskipti af deil-
unni, ætti að gera ráðstafanir
til að leysa hana alla eða nokk-
urn hluta hennar.
Framsóknarflokkurinn leit svo
á, að það væri litlu nær að
þvinga fram lausn á saltfisk-
veiðum en hafa deilumálin við'-
komandi sildveiðum eftir sem
áður óleyst. Það er vitanlegt að
deilan er risin vegna síldveið-
anna og þar er ágreiningur
deiluaðila mestur. Þar var úr því
sem komið var, engin von um-
friðsamlegt samkomulag milli
þeirra. Þegar síldveiöarnar byrj-
uðu stæði ríkisstjórnin því í ná-
kvæmlega sömu sporum og nú.
En þá væri ekkert þing og málið
komið í enn meira óefni en nú.
Um þetta virðist aðalágrein-
ingur stjórnarflokkanna hafa
verið. Virðist það lýsa minni
íhugun hjá Alþýðuflokknum en
skyldi að láta þetta atriði valda
friðslitum, þar sem hann var
búinn að viðurkenna nauösyn
þess að leysa þyrfti nokkurn
hluta deilunnar með þingvaldi.
Alþýðubl. í gær minnist á ann-
an ágreining. Alþýðuflokkurinn
hafi viljað hafa dóminn skipað-
an þannig, að sjónarmið sjó-
manna yrði þar meira ráðandi
eða m. ö. o. dómurinn yrði hlut-
drægur. Á slíkt gat Framsóknar-
flokkurinn ekki undir neinum
kringumstæðum fallizt. Með að-
ferð Alþýðuflokksins var and-
stæðingum verkamanna gefið
allt of hættulegt fordæmi, ef
þeir kæmust til valda. Þeir gátu
þá skipað gerðardóm í kaup-
gjaldsmálum, sem dæmdi þeim
í vil. Með því aö tryggja óhlut-
drægan dóm var loku fyrir það
skotið aö slíkt fordæmi yrði síð-
ar meir notað gegn verkamönn-
um.
Þegar athuguð eru þessi tvö
ágreiningsatriði, sem voru einu
ágreiningsatriði stjórnarflokk-
anna i málinu, hlýtur ákvörðun
Alþýðuflokksins að koma mönn-
um einkennilega fyrir sjónir, og
það verður tæpast komizt hjá
því að álykta að það sé ekki
þetta mál, heldur miklu fremur
óttinn við yfirboð og samkeppni
klofningsmannanna í verka-
lýöshreyfingunni, sem mestu
hafi ráðið um þessa ákvörðun.
ljóst, að Framsóknarmenn
myndu alls ófúsir að fara þá
leið. En hann vonaði að Kveld-
úlfsmálið yrði sér heppileg
„hvell-bomba“, einskonar á-
framhald af ritmennsku skjól-
stæðings hans, Finnboga Valdi-
marssonar, á forsíðu Alþýðu-
blaðsins, en að Framsóknar-
menn hefðu vansæmd og álits-
tjón af málinu.
Jón Baldvinsson og allir
framsýnir menn Alþýðuflokks-
ins voru algerlega mótfallnir
aðgerðum H. V. í Kveldúlfsmál-
inu. Þeir voru samþykkir Fram-
sóknarmönnum um að taka
tryggingar þær, sem í boði voru
og fara að öllu löglega og eftir
venjulegum viðskiptareglum að
þessu fyrirtæki, þó að pólitísk-
ir andstæðingar ættu í hlut. Má
segja að H. V. hafi raunar við
ákvörðun þessa^máls raunveru-
lega slitið sig frá Alþýðufíokkn-
um. Með hinu lélega málaliði
sínu þar, sem heita mátti að
enginn maður væri læs eða
skrifandi, að frátöldum sjálfum
leiðtogunum, braut, hann und-
ir sig Jón Baldvinsson, Har-
ald Guðmundsson, Stefán
Jóhann Stefánsson, og flesta
hina þekktari menn í flokkn-
um. H. V. hafði sitt fram með
hinu mesta offorsi. Minnihlut-
inn í flokknum beygði sig, nauð-
ugur að vísu og sennilega viss
um að illt eitt myndi hljótast af
þessum tiltektum. Hermann
Jónasson varð að rjúfa þing og
boða nýjar kosningar. Þingið
gat ekki lokið við að gera fjár-
lög fyrir 1938. Til þess varð að
kalla saman nýtt þing um
haustið. Allur kostnaður við það
þinghald og öll sú fyrirhöfn,
leiðindi og óþægindi, sem af því
leiddu, er beinlínis að kenna
H. V. og á ábyrgð hans. Má af
því vel sjá, hve dýrt það er
þjóðinni, og einstökum flokkum,
að hafa misheppnaða forustu-
menn.
Alþýðuflokkurinn gekk nauð-
ugur og vonlitill til kosning-
anna. Allir útreikningar H. V.
um árangur af „hvellbombum"
reyndust rangir. Sjómennirnir á
togaraflotanum voru hræddir
við brölt hans og fylktu sér um
merki íhaldsins. Verkamönnum
þótti framferði hans ógætilegt
og illa grundað. Forustumenn
flokksins höfðu verið neyddir út
í andstöðu, sem þeir höfðu
megna óbeit á. Haraldur Guð-
mundsson, sem venjulega held-
ur góðar ræður á þingi eða al-
mennum fundum, talaði í út-
varpinu eins og viðvaningur,
þegar hann átti að færa fram
fyrir almenning þau stólfóta-
rök, sem H. V. hafði fengið hon-
um í hendur. Sjálfur var H. V.
sigurviss og vonsæll um kosn-
ingaúrslitin, einkum í Reykja-
vík. Þar taldi hann sér viss 7000
atkvæði, en fékk rúmlega helm-
ing þess fylgis, sem hann hafði
búizt við. Nokkuð á sama veg
fór víða annarsstaðar á land-
inu. Hin mikla sókn H. V.,
sem að nafni til var hafin móti
Kveldúlfi og íhaldinu, en var í
raun og veru stefnt móti Fram-
sóknarflokknum, í því skyni að
draga úr fylgi hans og gera
hann að „varaliði" socialista,
hafði gersamlega misheppnazt.
Sigurvonirnar höfðu snúizt í al-
gerðan flótta og fullkominn ó-
sigur.
Eftir kosningarnar var H. V.
um stund lamaður undir þunga
atburðanna, eins og hann er
alltaf eftir tapaðar kosningar.
Jón Baldvinsson lá veikur norð-
ur á Akureyri. Hinir föllnu
frambjóðendur og þeirra vinir
voru ekki myrkir í máli um
hverjum væri að kenna ósigur-
inn. H. V. fann bylgju almennr-
ar andúðar og traustleysi gegn
sér í flokknum. Manna á milli
komu fram nokkuð háværar
raddir um að réttast væri að
víkja honum úr flokknum.
Sjálfum var honum ljóst, að
hann hafði í taili stórlega lækk-
að í áliti. Hann gat búizt við,
ef ekki bæri happ að höndum,
að hann yrði framvegis lítils-
megandi og lítils virtur í þeim
flokki, sem hann hugðist að
stýra að mestu leyti eftir því
sem honum þótti bezt henta.
Nú stóð H. V. á þýðingarmestu
vegamótum æfi sinnar. Hann
gat tekið ósigrinum, viðurkennt
að sér hefði yfirsézt. Hann gat
byrjað nýtt líf, byrjað að koma
nýju og réttlátu skipulagi á
olíumálin, til hagsbóta fyrir sjó-
menn. Hann gat beitt þekkingu
sinni og hæfileikum til að rétta
Alþýðuflokkinn við, sverfa að
kommúnistum og safna hinum
eiginlegu verkamönnum sínum í
frjálslyndan, hóglátan og á-
hrifamikinn umbótaflokk.
En H. V. fór ekki þessa leið.
Hann sá að kommúnistar í
Reykjavík höfðu um það bil þá
atkvæðatölu, sem hann hafði
vantað, til að fylgja áætlun.
Hann sá, að Alþýðuflokkurinn
og kommúnistar höfðu til sam-
ans lítið eitt meiri atkvæðatölu
en Framsóknarflokkurinn. Hon-
um sýndist leiðin auðveld. Hann
treysti á að hann hefði Alþýðu-
flokkinn algerlega í greip sinni,
og gæti gert við hann hvað sem
vildi. Kommúnistar höfðu boðið
samstarf og samfylkingu. Sjálf-
ur hafði hann barizt manna
mest á móti því. Haustið áður
hafði hann á flokksþingi al-
þýðumanna staðið manna mest
að þeirri yfirlýsingu.að Alþýðu-
flokkurinn afneitaði í eitt skifti
fyrir öll öllu samneyti við kom-
múnista. Nú afræður H. V. að
brjóta algerlega gegn þessari
samþykkt og gegn allri fortíð
sinni í málinu. Og hann afræð-
ur að gera þetta einn, án allra
umbúða, án röksemda, án sam-
komulags við samherja sína í
flokknum.
Héðinn Valdimarsson byrj ar
sókn sína á almennum félags-
fundi í Dagsbrún. Þar kemur
hann fram með tillögu um að
kjósa nefnd til að semja við
kommúnista. Margir af forustu-
mönnum flokksins voru ekki ,á
fundinum. Jón Baldvinsson var
veikur. Flokksstjórnin, sem ein
gat tekið málið til meðferðar,
var leynd þessum aðgerðum.
Það sem Alþýðuflokkurinn hafði
treyst á með sínum fjölmennu
nefndum og ráðum, var að eng-
inn einstakur maður gæti leik-
ið sér með líf og heiður flokks-
ins. En nú var þetta orðið að
veruleika. H. V. var búinn að fá
eitt af verkamannafélögunum,
(Frh á 4. síðu.)