Nýja dagblaðið - 20.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 20. MARZ 1938.
6. ÁRGANGUR — 66. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐIÐ
XÍXwCamla BíówSv
I
TAYLOR
SKIPSTJÓRI.
;■ Hin æfintýralega sjóferða-
I* og æfintýramynd, með
í
■: GARY COOPER
í George Raft og
Frances Dee.
£ Sýnd kl. 7 (lækkað verð)
;! og kl. 9.
Myndin bönnuð börnum
:■ innan 14 ára.
Barnasýning kl. 5:
!; Smámyndasafn I.
:■ m. a. 3 SKIPPER-SKRÆK
!; teiknimyndir.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.
unNtui muníui
»Fyrirvínnan«
Eftir W. Sommerset Maugham.
Sjónleikur í 3 þáttum.
Sýning í kvöltl kl. 8.
Lækkað verð.
Síðasta sinn!
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1
í dag.
Ný sundmet
Þrjú ný íslandsmet voru sett
á sundmótinu, sem háð var í
sundhöllinni á þriðjudagskvöld
og föstudagskvöld.
Ingi Sveinsson setti nýtt met
í 500 m. bringusundi, 8 mín. 16,3
sek. Ingi er 18 ára gamall og á
íslenzku metin í 50 m., 100, 200,
400 og 500 m. bringusundi.
Minnie Ólafsdóttir setti met i
50 m. sundi kvenna, frjáls að-
ferð, 35,7 sek. Gamla metið átti
Jóhanna Erlingsdóttir.
Jónas Halldórsson setti nýtt
met í 500 m. sundi, frjáls aðferð,
6 mín. 58,8 sek., og er það 35.
sundmetið, sem hann setur.
AðalSundur
(Frh. aj 1. síðu.)
ur til neytenda var hækkaður
úr 25 aurum í 30 aura.
Samlagið varð 10 ára gamalt
6. þ. m. Á þeim 10 árum hefir
það tekið á móti 16.500.000 kg.
af mjólk og greitt framleiðend-
um fyrir 3,3 millj. kr.
Verð á mjólkinni til bænda
hefir orðið að meðaltali öll árin
20,11 aurar fyrir hvern lítra.
Á fundinum ríkti mikil á-
nægja meðal bænda yfir starf-
semi samlagsins og sérstaklega
var samlagsstjóranum, Jónasi
Kristjánssyni, þakkað fyrir vel
unnið starf en hann hefir veitt
því forstöðu allan þennan tíma.
Ákveðið var að gefa út á þessu
ári rit um 10 ára starfsemi fé-
lagsins.
Reyfcíd
Fést / álítim verzfun um.
TC
Yfir landamærin
Hálfdán yngri frá Hnífsdal
kvartar undan að Pramsóknar-
menn á Akranesi vildu ekki fela
nema gætnum og ráðsettum
mönnum fjármálaforustu í
hreppnum. Er ekki nóg fyrir þá
félaga að bera ábyrgð á bruna-
bótasjóönum?
*
Frú Soffía sem skrifar í Vísi
segir að Framsóknarmenn hafi
lokað menntaskólanum fyrir fá-
tæku börnunum í Reykjavík.
Hún ætti að gleðjast yfir, ef
börn úr heimilum íhaldsins eru
þar ein um hituna. Frúnni er
illa við gáfnapróf fyrir börnin.
Greind börn eiga æfinlega
greindar mæður.
Templarar á Akranesi buðust
til að taka við hinu vanrækta al-
menna bókasafni í kauptúninu
og rétta það við. Hálfdán úr
Hnífsdal studdi það í bókasafns-
nefndinni, en gleymdi fyrri
ákvörðun sinni þegar á hrepps-
nefndarfundinn kom.
*
Framsóknarmönnum sýnist ný
sönnun fengin fyrir ágæti flokks
þeirra í sambandi við Alþýðu-
flokkinn. Þeir sem bregðast
Framsóknarflokknum skrifa
miklu betur og greindarlegar,
þrátt fyrir allt, heldur en þeir
sem yfirgáfu socialista. Blað
Héðins er stórum lélegra en blað
Jóns í Dal.
X. Y. Z.
.VV.V.V w ' - , KÍA AV.V.V
.WAVV i^yja »10 ;vv.w.;
í LEYAI- í
;■ FARÞEGIM >
!; með undrabarninu: V
:■ Shirley Temple ■:
:■ Mynd þessi er talin ein «;
:; bezta mynd þessa óviðjafn- í
!; anlega litla leikara. Jafn f.
■: ánægjuleg fyrir fullorðna í
v • _■
sem börn.
!; Sýnd á barnasýningum kl. •:
í; 3 og kl. 5 og fyrir full-
í; orðna kl. 9. f
Barnamiðar að • sýningun- v
í; um 3 og 5 verða seldir milli
]: ki. ii og i2. •:
:■ þar sem ■:
■: LÆYIRKIM :■
:j SYIVGER j:
í; drífandi fögur söngvamynd v
;■ frá Wien, leikin af v
V MARTHA EGGERTH
I; Þessi ágæta mynd verður
í; sýnd á alþýðusýningu kl. 7. V
:■ ■:
w.v.w.w.w.w.v.w.v.v
Bjarní Bjornsson
endurtekur skemmtun sína í
Gamla Bíó í dag kl. 3 í 11. og
síðasta sinn. — Það sem óselt
verður af aðgöngumiðum verður
selt eftir kl. 1 í Gamla Bíó.
UTBREIÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ,
FESTARMEY FORSTJÓRANS 45
„Sagði ég ekki? Albert frændi er reglulegur hrossa-
brestur. En finnst þér, Nancy, að hann tali eins og ég,
ha? Billy er alltaf að striða mér með þvi“.
„Theo. Varaðu þig. Hann getur heyrt til þín. Glugg-
arnir á herberginu hans eru opnir. — Ó, ég vona að-
eins, að þegar ég trúlofast, að þá eigi minn tilvonandi
ekki svona ruddalega ættingja, sagði Blanche.
„Það er þó betra en þessar lymskulegu rógtungur,
sem baktala mann, svaraði Theo. „Og það var líka
greinilegt, að Albert frænda leizt vel á hana“.
„Já“, viðuxkenndi Blanche, „en er það ekki næstum
því eins slæmt og þótt honum félli hún ekki i geð?“
„Það er miklu verra“, sagði ég við sjálfa mig og fór
að hafa fataskipti fyrir máltíðina. Theo mæltist til,
að ég færi í hvíta kjólinn og gerði ég það. Hún hefir
víst einhverja ástæðu til að óska að ég sé einmitt í
honum. Jafnvel þótt maður væri mikið ástfanginn, þá
væri slíkur frændi næg ástæða til að maður íhugaði,
hvort ástin gæti vegið á móti. Ég ætla að vona að Al-
bert frændi komi ekki í of margar eftirlitsferðir að
ári.
17. KAPÍTULI.
Theo fær að vaka frameftir.
Já. Það var alveg í samræmi við öll óhöppin þennan
dag, að úrið mitt hafði flýtt sér um tíu mínútur. Þar
af leiddi, að ég flýtti mér niður í stofu, löngu áður en
með þurfti.
Hér rakst ég á forstjórann. Hann var einn (Náttúr-
lega. Hvrnig gat annað verið þennan óhappadag?)
Hann þaut upp og ýtti til mín stól. (Hann leit út
eins og hann óskaði, að hann gæti ýtt stólnum og mér
út um frönsku gluggana, út úr húsinu í eitt skipti
fyrir öll og það strax. Og hamingjan veit, að ég tók
undir þá ósk hans).
Ég settist.
Svo kom það, sem ég með sjálfri mér er farin að
kalla: ein af okkar sérstqku þögnum.
En ég fann, að í kvöld gátu taugar mínar ekki þol-
að þögn. Ef hann vildi ekki segja neitt, þá varð ég að
gera það; alveg sama, hvað það var.
„En — en hve veðrið er lognmollulegt! Haldið þér
ekki, að komi þrumuveður í nótt?“
Það var líka annað þrumuveður í aðsigi, en hann
svaraði kurteislega: „Jú, það er nokkuð heitt. Á ég að
opna glugga?" Hann stóð upp og gekk í áttina til hans.
í sömu svifum kom litið kvikindi skriðandi undan
legubekknum. Það var Cariad. Hann hafði stóra, hvíta
silkislaufu um hálsinn.
„Greyið Carriad“, sagði ég og klappaði litla dýrinu,
sem var óvenjulega rólegt. „En hve þú hefir fengið
fína slaufu. Þú ert samt ekkert ánægður með hana,
ha?“
Nú gat það ekki bjargað mér til lengdar að sitja og
þvaðra við mállaust kvikindið. Ég varð að finna upp
á einhverju öðru. Þess vegna notaði ég hundinn til að
geta sagt eitthvað við húsbónda hans, sem virtist jafn
mállaus.
„Mig hefir alltaf langað til að vita, hvaðan hann
hefir fengið þetta undarlega nafn“, sagði ég, „Hvað
þýðir það?“
„Það er keltneskt“, mælti forstjórinn þurlega; hann
stóð enn úti við opinn gluggann. „Það þýðir elskhugi“
— (Fyrst þér endilega viljið vita það, mátti skilja á
málróm hans.)
„Svo-o .... það er keltneskur rottuhundur?“
„Já, við fengum hann frá Wales. Frá Anglesey, þar
sem fjölskylda mín er stundum í sumarfríinu“, sagði
forstjórinn. Það olli honum auðsýnilega erfiðis að
tala. „Staðurinn heitir Port Cariad — höfn elskend-
anna“.“
„Undarlégt nafn“, sagði ég, og hugsaði einungis um
að halda samtalinu áfram. „En sumt fólk skírir allt á
þennan hátt“. (Ekki veit ég eiginlega, hvað ég meinti
með þessari athugasemd, en ég hélt bara áfram). Er
það niður við sjó?“
„Hvað — já, það held ég“.
„O, já, vitanlega; hvað er ég að þvaðra. Hafnir eru
náttúrlega alltaf, alltaf .... Er það — er það fallegur
staður?“
„Já, yndislegur. Enn þá er ekki búið að eyðileggja
hann. Skínandi fallegur fjörður". Þögn.
„Svo-o? Ó, segið mér frá honum.“
„O já! Frá hverju á ég þá að segja? Þar eru tveir
sumarbústaðir. Og mikið af þyrnum og lyngi“.
„O — svo yndislegt.“ Svo flýtti ég mér að bæta við,
því ég fann, að nú lá við þögn — „Er þar ekki neitt
rneira?"
En áður en hann svaraði, opnuðust dyrnar. For-
stjórinn vatt sér snögglega við, og er hann sá, hver
það var, sagði hann í ósviknum vandlætingatón:
„Theo. Er ekki kominn tími til, að þú farir að
hátta?“
„Nei, því að ég ætla alls ekki að fara að hátta. Mér
var leyft að vera við kveldverðarborðið svona einu
sinni“, mælti barnið og kom sigri hrósandi til okkar.
Hún var í hvítum kjól, og fyrir neðan hann sáust
langir fætur í rauðgulum silkisokkum. „Ég spurði
mömmu, hvort ég mætti það, og gamli, góði maðurinn
(vesalings majórinn.) mælti með því, og þá fékk ég
leyfi. — Nancy, finnst þér hárið fara vel eins og ég
setti það upp?
Hún hafði bundið hvítu silkibandi — af sömu gerð,
sem greyið hann Carriad var svo hnugginn yfir, um
stuttklipptu lokkana.
„Hvað á þetta að þýða? Er það til þess að varna
vitinu útgöngu", spurði bróðir hennar önugur.
En Theodora hristi bara gulu lokkana og svaraði, að
majórinn hefði haldið, að hún væri sextán ára, og
hún ætti að sitja við hlið hans, og nú skyldum við
bara bíða róleg og sjá hvaða óvæntur atburður gerð-
ist yfir borðum.
* * *
Þessi óvænti atburður — eða réttara sagt mörgu ó-
væntu atburðir — birtust mér ekki strax með öllum
sínum ósköpum.
í vel lýstri borðstofunni sátum við við kringlótt borð
með skínandi hvítu postulíni, silfurborðbúnaði og
kristalsglösum. Á miðju borðinu var glerplata, greipt í
silfur, og á henni miðri stóð stór silfurbikar með á-
letrun, sem ég gat aðeins lesið nokkuð af, frá þeim
stað, sem ég sat.
19..
50 metra sun .
6. flok ...
W. Wat ...
í bikarnum var vöndur af gulum, ilmandi blómum,
og einn og einn lítill, hvitur lyngkvistur innan um.
Greinar af sama blómi voru ofnar í kring um fótstall-