Nýja dagblaðið - 20.03.1938, Blaðsíða 1
■4
O
O
O
o
o
O
O
o
O
o
o
o
é
tTSALA
þessa viku.
Lolcað
næstu viku vegna viSgerðar
á búðinni.
V-E-S-T-A
Sími 4197. Laugaveg 40.
ID/^Gp IB \UMÐ II \Ð
6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 20. marz 1938. 66. blað
ANNÁLL
79. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 6,35. Sólarlag kl.
6,38. — Árdegisháflæður í Reykjavík
kl. 7,55.
Veðurútlit í Reykjavík:
Norðaustan gola. Léttir til.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 6,50 síðdegis til kl. 6,25
árdegis.
Næturlæknir
er í nó'tt Halldór Stefánsson, Ránar-
götu 12, sími 2234. Næstu nótt Jón G.
Nikulásson, Freyjugötu 42, sími 3003.
— Næturvörður er þessa viku í lyfja-
búðinni Iðunn og Reykjavíkurapóteki.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 9,45 Morguntónleikar: Tónverk
eftir Bach (plötur). 10,40 Veðurfr.
12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Enskuk., 3.
fl. 13,25 íslenzkuk., 3. fl. 14,00 Guðs-
þjónusta í útvarpssal (Ræða: séra
Bjöm Magnússon). 15,30 Miðdegistón-
leikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans.
b) Klassískir valsar (plötur). 17,10
Esperantók. 17,40 Útv. til útl. (24,53m).
18,30 Barnatími. 19,10 Veðurfr. 19,20
Erindi Búnaðarfél.: Jarðvegur og jarð-
lög (Jakob H. Líndal bóndi). 19,40
Augl. 20,00 Fréttir. 20,15 Norræn kvöld,
IV.: Svíþjóð. a) Ávarp (Jón Eyþórs-
son). b) Ræða: Aðalræðismaður Svía,
Otto Johannsson. c) (20.30) Sænsk
tónlist. (Endurvarp frá Stokkhólmi).
d) (21,00) Erindi: Guðlaugur Rósin-
kranz yfirkennari. e) Sænsk tónlist.
f) Frá Stúdentalífi í Uppsölum: Sigur-
björn Einarsson, fil. kand. g) Glunta-
söngvar (plötur). h) Upplestur á
sænsku (plötur). i) Sænsk tónlist.
Hlé. Danslög. 24,00 Dagskrárlok.
Póstferðir á morgun:
Frá Reykjavik: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnarnes. Fagranes til Akra-
ness. Grímsness- og Biskupstungna-
póstar. Selfoss til útlanda.
Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnames. Fagranes frá Akra-
nesi. Lyra frá útlöndum.
Flokkakeppni í fimleikum
verður háð 26. apríl. Keppt verður
um Farandbikar Oslo-Turnforening,
handhafi Glímufélagið Ármann. Öll-
um félögum innan í. S. í. er heimil
þátttaka. Keppendur gefi sig skrif-
lega fram við Glímufélagið Ármann
og sendi stundaskrá flokkanna eigi sið-
ar en 11. apríl n. k.
Laugamenn
fóm í kynnisför til Akureyrar í
fyrradag eins og sagt var frá í blað-
inu í gær. Kaupfélagið bauð þeim
ásamt nemendum menntaskólans á
sýningu ágætrar samvinnukvikmyndar
í kvikmyndahúsi bæjarins. Um kvöldið
var danzað í húsakynnum mennta-
skólans.
Drengjahlaup Ármanns
verður háð sunnudaginn fyrstan í
sumri (24. apríl). Keppt verður um
nýjan bikar, gefinn af Eggert Krist-
jánssyni stórkaupmanni. Keppt er í
fimm manna sveitum. Öllum félögum
innan í. S. í. er heimil þátttaka.
Keppendur skulu hafa gefið sig fram
skriflega við stjórn Glímufélagsins
Ármanns, eigi síðar en viku fyrir
hlaupið.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnír í kvöld í síðasta sinn sjónleik-
inn „Fyrirvinnan".
Miðstlórnar-
fundnr
verður haldinn í Eddu-
húsinu á morgun, mánu-
dag, klukkan 5.
Kaupfélag Evfirðinga heldur áfram að vaxa
Lithauar
létu undan
Öllum kröfum Pól-
verja hefir verið
Það gók viðskipti sín verulega
á síðastl. ári og félagsmönn-
um þess fjölgaði um 3 hundruð
Kaupfélag Eyfirðinga hélt
aðalfund á Akureyri á mið-
vikudag og fimmtudag síð-
astliðinn. Á fundinum voru
mættir 137 fulltrúar hinna
23 félagsdeilda, auk fram-
kvæmdastjóra, stjórnar og
endurskoðenda.
Meðlimir kaupfélagsins voru
um síðustu áramót samtals 2843
og hefir þeim þá fjölgað á ár-
inu um 282.
Félagið seldi erlendar vörur
og innlendar iðnaðarvörur fyrir
rúmar 3 millj. króna á árinu
1937 og er það rúml. 600 þús. kr.
meira en í fyrra. í sláturhúsi fé-
lagsins var slátrað 26443 kind-
um. í smjörlíkisgerðinni voru
framleidd 189241 kg. af smjör-
líki og feiti eða 6,5 þús. kg.
meira en 1936. Auk þess voru
þar framleidd 1738 kg. af safti
úr íslenzkum berjum og 2000 kg.
af ávaxtamauki. Frá verksmiðj-
unum Sjöfn og Freyju, sem
kaupfélagið á að hálfu á móti
S. í. S., voru vörur seldar fyrir
372449 kr. eða rúmlega 68 þús.
kr. meira en árið áður.
Tekjuafgangurinn var 165 þús.
krónur. Var samþykkt að greiða
skyldi félagsmönnum 10% af á-
góðaskyldum vörum, 10% ágóða
af vörum úr brauðbúðinni gegn
afhendingu sölumiða, 10% af
vörum og lyfjum frá lyfjabúð-
inni, sem starfrækt hefir verið
í tvö ár, kr. 1,50 í uppbót á
hverja smálest salts og 1 krónu
á hverja smálest kola. Þó seldi
félagið kolin lægra verði, en aðr-
ar verzlanir, sem höfðu kol á
boðstólum.
Endanlegt verð 1. flokks ullar
varð kr. 4,80 hvert kg. eftir að
reiknuð hefir verið 30 aura upp-
bót. Önnur ull var bætt upp með
20 aurum.
Innstæður félagsmanna í
stofnsjóðum sínum voru við árs-
lokin 1.318 þús. kr. og sameign-
arsjóðir 1356 þús. kr.
Skuldir félagsmanna hafa
farið minnkandi á árinu.
Á fundinum var samþykkt það
nýmæli, að starfsfólk félagsins
skuli leggja 3% af kaupi sínu í
lífeyrissjóð og leggi þá kaupfé-
lagið af mörkum jafnháa upp-
hæð.
Aðalfundur
iullnægt
LONDON:
Stjórnmálahorfurnar í Evrópu hafa
nokkuð batnað við það að stjórnin í
Lithauen hefir gengið skilyrðislaust að
kröfum pólsku stjórnarinnar, en þær
voru í aðalatriðum þær, að stjóm-
málalegu sambandi væri komið á milli
Póllands og Lithauen og að samgöng-
ur milli landanna yrðu opnaðar á ný,
en þetta hvoru tveggja hefir legið
niðri síðan 1920.
Sendiherra Lithaua í Eistlandi fór í
gær á fund sendiherra Pólverja í Eist-
landi og tilkynnti honum þessa á-
kvörðun stjórnarinnar í Lithauen.
Landamærin voru opnuð þegar í gær,
og samgöngur verða komnar í fullt
lag fyrir mánaðarlok. Sendisveitir
verða settar á fót áður en mánuður-
inn er úti.
Ögnir loftárás-
anna á Spání
442 þýzkar og ít-
alskar flugvélar í
notkun hjá upp-
reisnarmönnum
LONDON:
Franska stjórnin hefir lagt fram
mótmæli í Salamanca vegna hinna
tíðu árása sem flugvélar uppreisnar-
manna hafa gert á Barcelona undan-
farna sólarhringa. Hún hefir einnig
snúið sér til brezku stjórnarinnar með
tilmæli um að hún mótmæli þessu
einnig. Þá hefir franska stjórnin sent
brezku stjórninni afrit af skjölum til
sönnunar því að 442 þýzkar og ítalsk-
ar flugvélar séu nú í notkun hjá upp-
reisnarmönnum. '
Það er sagt að á síðastliðnum þrem-
ur dögum hafi 1300 manns farizt í
18 loftárásum á Barcelona. FÚ.
T ékkoslo vakí a
slakar til við
Þjóðverja
LONDON:
Stjórnin í Tékkóslóvakíu hefir úr-
skurðað að í hverju héraði skuli stjórn
þannig skipuð að þjóðernisminnihlut-
ar eigi sæti i stjórninni í hlutfalli við
fólksfjölda í hverju héraði. Með þessu
móti hyggst stjórnin að friða Sudeten-
Þjóðverja, með því að þeir verða nú
að heita má einráðir í héraðsmál-
um sínum. FÚ.
Eilend olíufélög
míssa eígnír sínar
og réttíndí í Mexiko
Þau neituöu að
hlýðnast gerðar-
dómi í kaup-
gjaldsmálum
LONDON:
Stjórnin í Mexico hefir svift brezk
og amerísk olíufélög þar í landi starfs-
réttindum sínum og tekið framleiðslu-
tæki þeirra eignanámi en þau eru met-
in á 80 milljónir sterlingspunda. Þeim
verða greiddar skaðabætur í næstu 10
ár. Þessar ráðstafanir stjórnarinnar
eru gerðar vegna þess að olíufélögin
hafa ekki hlýtt úrskurði hæstaréttar,
um að greiða verkamönnum sínum
launahækkun og veita þeim aðrar
kjarabætur, sem þeir höfðu verið
með gerðardómi dæmdir til að veita
þeim.
Þjóðbankinn í Mexico hefir einnig
ákveðið að gull- og erlend gjaldeyris-
verzlun skuli lögð niður um stundar-
sakir. FÚ.
Mjólkursamlagsíns
AÖalfundut Mjólkursamlags
K. E. A. var haldinn fyrir
nokkru. Voru þar mættir 53
fulltrúar mjólkurframleiðenda,
auk margra gesta.
Jónas Kristjánsson samlags-
stjóri skýrði frá starfsemi sam-
lagsins á siðastl. ári. Samlaginu
hafði borizt 2.762.866 y2 kg.
mjólkur með 3.596% meðalfitu-
magni. Miðað við árið 1936 varð
mjólkuraukningin um 225 þús.
kg.
Af áðurnefndu mjólkurmagni
hafði samlagið selt sem nýmjólk
858.838 lítra, en úr 1.9 millj. kg.
var unnið smjör og skyr og ost-
ur.
Á árinu hafði framleiðendum
verið greitt kr. 455.565,09, en
eftirstöðvar á reksturreikningi
um áramót urðu kr. 51. 589,26,
sem samþykkt var að verja tli
verðuppbótar. Meðalverð mjólk-
ur til framleiðenda varð þannig
19 aurar fyrir lítrann.
Á árinu var útsöluverð mjólk-
(*rh. á 4. síðu.J
ú
IDanir heiðra
minningu Jóns
Baldvinssonar.
Fundir beggja deilda
danska þingsins í fyrradag
hófust með því, að forset-
arnir fluttu minningar-
ræður um Jón Baldvins-
son og minntust hans
sem hins gagnmerkasta
stjórnmálamanns og
myndi orðstír hans lengi
lifa heima og erlendis.
Er það i fyrsta skipti, sem
minning látins íslendings
er á þann hátt heiðruð í
H erlendu þjóðþingi.
Fjórir togfarar
fara á ufsaveiðar
Fyrsti árangurinn
af gerðardóms-
lögunum
Árangur gerðardómslaganna
hefir þegar orðið sá, að þrír tog-
arar hafa farið á ufsaveiðar og
sá fjórði fer út í dag eða á
morgun.
Voru það Tryggvi gamli, Kári
og Belgaum, sem fóru í gær, en
Otur varð ekki fullbúinn í gær-
kveldi.
Margir togarar hefðu verið á
ufsaveiðum í vetur, ef verkfallið
hefði ekki verið, því þó sam-
komulag væri um kaupið á
ufsaveiðum,. vildu . útgerðar-
menn ekki láta þá fara út fyr
en samkomulag hefði náðst um
kaup á öðrum veiðum.
Það er víst, að þessir togarar
væru í höfn enn, ef deilan hefði
haldizt óbreytt.
Gerðardómurínn
Gerðardómurinn lauk ekki störfum
sínum í gær en mun að öllum líkind-
um gera það á morgun og í síðasta
lagi á mánudagsmorguninn. Hefir
hann fengið öll gögn sáttasemjara og
sáttanefndar til afnota og flýtir það
mjög fyrir störfum hans.
Vínnudeílan á SígluL
Samningaumleitanir hafa farið fram
að undanförnu á milli stjómar Síld-
arverksmiðja ríkisins og verklýðsfé-
lagsins á Siglufirði, án þess að þær
hafi nokkurn árangur borið.
Stjórn síldarverksmiðjanna hefir
því óskað eftir að sáttasemjari tæki
upp afskipti af málinu og freistaði,
hvort ekki væri hægt að koma á sætt-
um.