Nýja dagblaðið - 22.03.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Fjárhagur sildarverksraiðja rikisins Eítir Þorstein M. Jónsson NÝJA DAGBLAÐD) Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Bitstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskrií stof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Slmi 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuðí. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. i ■—c —c —°iuiu^u»°—n — , Hallað réttu máli í Alþýðublaðinu í gær er talað um það, „hvernig Fram- sóknarflokkurinn lét skipa í sáttanefndina“ og að Fram- sóknarflokkurinn hafi „krafizt" þess „að fá að ráða einn, hvern- ig sáttanefndin og gerðardóm- urinn væri skipaður". Hér er, vægast sagt, mjög einkennilega að orði komizt. Framsóknarflokkurinn réð engu um það, hvaða menn voru skipaðir í sáttanefndina. For- sætisráðherrann snéri sér með samþykki beggja meðráðherra sinna til hæstaréttar og bað hann að tilnefna mennina. Hæstiréttur fékk vitanlega engin fyrirmæli um það frá neinum, hvaða menn hann ætti að velja, enda var ekki hægt að binda réttinn við nein slík fyr- irmæli. Og óhætt er að fullyrða það, að af Framsóknarflokknum var síður en svo óskað eftir því, að Framsóknarmenn væru skip- aðir í þessa nefnd. Hæstiréttur réð að sjálfsögðu þar öllu um. Það er líka íjarri öllum sanni, að Framsóknarflokkurinn hafi heimtað að fá fulltrúa sína í gerðardóminn. Framsókn- arflokkurinn lagði einmitt höf- uðáherzlu á það, að strangasta hlutleysis væri gætt við val í dóminn. Þessvegna var hæsta- rétti falin útnefning meirahluta dómsins. Svo stranglega var frá þessu hlutleysi gengið, að í lög- unum var hvorum aðila um sig veittur réttur til að ryðja þeim manni úr dóminum, sem hann helzt teldi líkindi á, að kynni að líta einhliðá á málið andstætt hagsmunum aðilans. Og Alþýðublaðið hefir líka síður en svo ástæðu til að kvarta. Því að úrskurður gerð- ardómsins er greinilega sjó- mönnum í vil, miðað við þær til- lögur, sem áður lágu fyrir í deil- unni til lausnar. Bráðlætí Morgunblaðið og Vísir hafa áhyggjur stórar út af brottför Haralds Guðmundssonar úr ríkisstjórninni og framkvæmd verka hans í stjórnarráðinu nú næstu daga. Virðast blöð Sjálf- stæðisflokksins um þetta miklu áhugasamari en fulltrúar hans á Alþingi. Því að þegar forsæt- isráðherra skýrði frá afsögn H. G. og hversu störfum hans væri ráðstafað í bili, gerði Sjálfstæðisflokkurinn á Al- þingi enga athugasemd við það — ekki svo mikið sem fyrir- spurn um, hvort stjórn Her- manns Jónassonar nú styddist við þingræðislegan meirahluta. En skrifarar flokksins hjá Mbl. og Vísi virðast nú skyndi- lega hafa orðið „gripnir af miklum ótta“. Þessi ótti er um það, að svo kunni að fara, að Alþýðuflokkurinn veiti Fram- sóknarflokksstjórn stuðning eða hlutleysi, og að engin stjórnarskipti fari fram. í- haldsblöðin bæði keppast nú við það, að sýna fram á, hví- lík fjarstæða slíkt væri, og Al- þýðuflokknum algerlega ó- samboðið. Þykir þessum vel- unnurum Alþýðuflokksins hörmung til þess að vita, ef hann sýndi slíka „auðmýkt“ gagnvart Framsóknarflokknum, og óttast (!) þeir það mjög, að Alþ.fl. yrði þá ekki langrar framtíðar auðið. Það er auðvitað mikils virði fyrir Alþýðuflokkinn, að fá ráðleggingar gefnar af góðum hug á timum neyðarinnar. En ýmsum mun nú detta í hug, að það sé ekki umhyggjan ein- skær fyrir velferð Alþýðu- flokksins, sem þessu veldur. á bak við allt þetta þykjast sum- ir sjá glampa í „vonaraugun“ sem stundum hefir skotið upp áður, þegar örðugleikar hafa verið á samvinnu Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. Og við því er heldur ekkert að segja, þó að lið Morgunblaðs- ins sé farið að yfirvega í leyn- um möguleikann til þess að skipa mann í hinn auða stól Haralds Guðmundssonar eða komast í vinsamlega stuðnings- eða hlutleysisaðstöðu gagnvart ríkisstjórn. Flokki, sem búinn er að tapa mörgum kosningum og orðinn þreyttur á andstöð- unni, er auðvitað ekki óljúft að hugsa til hvíldar á hinni -löngu göngu um eyðimörkina. En langlundargeð er einna nauðsynlegast allra dyggða. Bráðlætið hjá skrifurum Mbl. getur ekki orðið Sjálfstæðis- flokknum til neinna happa í þessu máli. Ljósvíti á Þrídröngum Blaðinu er skrifað frá Vest- mannaeyjum, að mikill og al- mennur áhugi sé þar meðal sjómanna fyrir því að byggður verði ljósviti á Þrídröngum. Segja sjómenn, að ekki sé hægt að gera farmönnum við suðurvesturströndina meira gagn til öryggis þeim en að ðyggja vita á þessum stað. Er jafnvel álitið, að hefði ljósviti verið þarna, myndi hið hörmulega slys, sem varð á byrjaðri vertíö, ef til vill ekki hafa komið fyrir. Mun sá atburður hafa allmik- ið komið mönnum til að fylkja sér einhuga um þetta ópóli- tiska velferðarmál Vestmanna- eyinga. Jóhann Jósefsson flytur þingsályktunartillögu þessa efnis í sameinuðu þingi. mðeins Loftur. Framkvæmdastjóri S. R. hr. Jón Gunnarsson skrifar í Nýja dagblaðið 22. febrúar um fjár- hag ríkisverksmiðjanna og ræðir þar sérstaklega um rekstursafkomu þeirra s. 1. ár, í grein þessari gerir hann nokkrar athugasemdir við grein mína um þetta sama mál, sem birtist í Nýja dag- blaðinu 19. febrúar. Um stofn- kostnað verksmiðjanna að við- bættum áhöldum, sem keypt hafa verið, og endurbótum ber okkur alveg saman, enda eru þær tölur teknar eftir- bók- um verksmiðjanna. En það sem hann telur athugavert við reikningsfærzlu verksmiðj anna s. 1. ár er: a. Að rétt sé að telja miklu meira af viðbótum og endur- bótum verksmiðj anna á við- haldsreikning en gert hafi verið, eða sem nemi 136,713,06 kr. í viðbót við þær 130,000,00 kr., sem þegar höfðu verið færðar, sem viðhald á þessu eina ári. b. Að afskrifa beri nýju þróna um 178,931, 57 kr. Vitflialdskostnaðiir. í grein minni fór ég eingöngu eftir þeim tölum, sem færðar voru í bækur verksmiðjanna. Verksmiðjustjórnin hafði sjálf ekki ákveðið neitt um það, hvað skyldi færast á viðhalds- reikning og hvað teljast viðauk- ar og umbætur á verksmiðj- unum, reiknað til eignar s. 1. ár, Enda mun það jafnan hafa verið venja, að framkvæmda- stjóri í samráði við skrifstofu- stjóra hafi metið, hvað beri að telja af umbótum til eigna og hvað til viðhalds. Að sjálfsögðu getur það oft verið álitamál, hvað telja beri eigna-aukningu og hvað viðhald. Samkvæmt því, sem ég hefi áður skýrt frá, þá hefði verið talið til viðhalds verksmiðjunni á síðastl. ári um 130 þúsund krónur, og er það miklu meira, en reiknað hefir verið nokkru sinni fyrr, eða um 9 þúsund kr. meira en öll árin til samans frá því verksmiðjurnar voru byggðar og keyptar og til ársloka árið 1935. Hr. Jón Gunnarsson vill reikna af fé því, sem lagt var í umbæt- ur og viöhald S. R. s. 1. ár um 267 þúsund krónur til viðhalds, sem er miklu hærri upphæð en allt það fé, sem lagt hefir verið til viðhalds verksmiðj- unum frá byrjun að meðtöldu árinu 1936, en þá var lagt í við- hald, sem nam rúmum 68 þús. kr. Ef þetta mat framkvæmda- stjórans væri að öllu leyti rétt, þá sýnist verksmiðjunum hafa verið allmikið ábótavant og að of lítið hafi verið gert, til að halda þeim við, allt fram til s. 1. árs. Ég er á sama máli og hr. Jón Gunnarsson um það, að fremur beri að reikna of mikið en of lítið af umbótum verk- smiðjanna á viðhaldsreikning, en þar verður þó að gæta hófs. Reikningar verksmiðj anna fyrir árið 1937 eru enn óendurskoð- aðir, en fyrr en það er gert og ríkisstjórnin hefir samþykkt þá, er vitanlega ekki hægt að slá neinu algerlega föstu um útkomu þeirra í öllum atrið- um. Afskrift á nýju þróimi. Það mun aldrei hafa verið venja að afskrifa neinar sér- stakar fasteignir S. R.; hins- vegar er myndaður fyrningar- sjóður af fyrningarsjóðsgjaldi. Árlegar afborganir eru reikn- aðar sem afskriftir en ekki sem eignaaukning, þegar reikning- ar verksmiðjanna eru gerðir upp ár hvert. Oft má deila um, hvort byggingar og aðrar fram- kvæmdir hafi ekki orðið of dýrar. Flestir, sem til þekkja, á- líta að verksmiðjan S. R. ’30 hafi orðið allt of dýr, miðað við afkastagetu hennar, allt að hálfri milljón króna. Aldrei hefir um það verið rætt, að minnsta kosti er það ekki bók- að í fundargerðarbækur verk- smiðjustjórnarinnar, að það beri að afskrifa hana sérstak- lega. Ef afskrifa ætti nýju þróna, og það þegar á fyrsta ári, þá er hér um nýjung að ræða hjá verksmiðjunum. Það mun líka vera óvenjulegt hjá hvaða fyrirtæki, sem er, og með hvaða formi, sem er á reikningshaldi þeirra, að af- skrifa byggingar sama árið og þeim er komið upp. Þessi af- skrift, sem hr. Jón Gunnarsson vill gera á nýju þrónni er held- ur ekkert smáræði — 178,931,57 kr. — Til mála gæti alveg eins komið að afskrifa S. R. ’30 og fleiri byggingar verksmiðjanna og ef allar þær afskriftir væru settar á rekstursreikning árs- ins 1937, þá þarf ekki um það að ræða að útkoma á árinu sýndist óglæsileg. Hvað myndi ríkisskattanefndin segja, ef verksmiðjurnar væru einstakl- ings fyrirtæki, nýja þróin kostað 248 þúsund krónur, en eigandi ekki reiknað hana sama árið, sem hún var byggð, nema 70 þúsund króna virði, en fært mismuninn sem reksturs- útgjöld á árinu(!). lVýja þróin. Því, sem framkvæmda- stjórinn segir um þróna að öðru leyti, ætla ég ekki að svara hér. Full reynsla á henni er ekki fengin ennþá. Og þótt síld skemmdist í neðri þrónni s. 1. sumar, þá er það ekki eins- dæmi. Það eru takmörk fyrir því, hvað lengi má geyma síld- ina i hvaða þró sem er. En skemmdirnar i síldinni í nýju þrónni stöfuðu meðal anttars af því, að síldin var skemmd, þegar hún kom í þróna og var geymd í þrónni óhæfilega lengi. Annars ber fyrverandi fram- kvæmdastjóra að svara fyrir gerðina á þrónni. Hann fékk, sem verkfræðingur að ráða gerð hennar og hafði sér til aðstoðar tvo aðra verkfræðinga. Þróin fór langt fram úr þvi verði, sem verksmiðjustjórnin hafði leyft framkvæmdastjóra að hún mætti fara, eða úr krón- um 175,000,00 upp í nál. krónur 248,000,00. En þar færði hann sér til málsbóta, ófyrirsjáan- lega verðhækkun á efni o. fl. Aths. hr. Jóns Gunnarssonar viðvíkjandi færzlum til fyrn- ingarsjóðs tel ég réttar. Raunverulega fjárhagslega þýðingu fyrir verksmiðjurnar hefir það enga, hvort farið ,yrði eftir tillögum hr. Jóns Gunnarssonar með færzlu á reikningnum fyrir s. 1. ár eða ekki. Á pappírnum kæmi það þannig út, að í stað 921,309,56 kr., sem verksmiðjurnar hefðu bætt fjárhag sinn s. 1. ár, samkv. grein minni 19. febrú- ar, þá teldist það, samkvæmt tillögum hr. Jóns Gunnarsson- ar 605,664,93 kx. En hinsvegar lækkar þá stofnkostnaður verk- smiðjanna með umbótum, sem teljast til eignar úr 4,070,049,72 kr. í 3,654,384,79 kr. En eftir hvorri aðferðinni sem reiknað yrði, þá verða ógreiddar skuldir verksmiðjanna óbreyttar. Umbætnruar á síðastl. ári. Ég áleit það mjög óheppi- lega ráðstöfun, þegar hr. Jón Gunnarsson var látinn fara frá verksmiðjunum fyrir tveim ár- um siðan, og var ég þvi ein- dregið fylgjandi að koma hon- um að aftur sem framkvæmda- stjóra, þegar tækifærið gafst nú um s. 1. áramót. Þegar hann kemur nú aftur að verksmiðj- unum, þá sýnist honum margt hafa verið gert á annan veg, en hann myndi hafa látið gera, ef hann hefði ráðið. Ég efast ekki um hagsýni hr. Jóns Gunnars- sonar, en þrátt fyrir það, þá kann ég ekki vel við að hann þegar felli eins þungan dóm og hann hefir gert, yfir manni þeim, sem séð hefir um fram- kvæmdir verksmiðjanna s. 1. ár, þar sem hann segir að framkvæmdir verksmiðjanna séu þannig úr garði gerðar, að þær að miklu leyti séu einkis virði. Allmiklu fé hefir verið varið í skilvindur. Ég held að gæði þeirra séu hin sömu hver sem hefði keypt þær. Lýsis- tankinn á Raufarhöfn, sem byggður var af Landssmiðj- unni, vatnsleiðsla á Raufar- höfn, girðing um verksmiðj- urnar á Siglufirði, síldarpressa á Siglufirði. Þetta nefni ég að- eins af handahófi af því, sem framkvæmt var s. 1. ár. Eru þetta allt einkisverðar fram- kvæmdir? Hitt má allt af deila um, hvort rétt sé að ráðast í miklar framkvæmdir eða ekki. Árið 1936 var óvenjulega hag- kvæmt ár verksmiðjunum. Þær græddu þá allmikið og var (Frh. á 4. síöu.J

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.