Nýja dagblaðið - 12.04.1938, Page 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
„Þjóðhetjan“ Planetta
Hafa aðalvitnm í málínu gcgn
Schussnígg verið myrt?
Þýzku nazistarnir hafa á-
kveðið að hefja sakamál gegn
fyrv. kanzlara Austurríkis,
Schussnigg, og eru sakarefnin
þau, að hann hafi ætlað að
falsa atkvæðagreiðsluna í Aust-
urríki og að hann beri ábyrgð
á aftöku Planetta, en það var
nazistinn, sem myrti Dolíuss.
Þessi málaferli eiga jafn-
framt að vera til þess að
hreinsa nafn Planetta af öllum
vanheiðri og gera hann að
frelsishetju og þjóðardýrðlingi
eins og Horst Wessel. Lík Plan-
etta hefir þegar verið grafið
upp og lagt í „heiðursgröf*.
Planetta var undixforingi 1
austurríska hernum 1 heim#-
styrjöldinni, en var síðan
lengstum atvinnulaus. Hann var
pólskur í aðra ættina og tékk-
neskur í hina. Hann var orð-
lagður æfintýramaður og æst-
ur nazisti. Hann var hengdur
fyrir morðið á Dolfuss og hróp-
aði „Heil Hitler“ i gálganum.
Það var þá m. a. talin ein sönn-
un þess, að Þjóðverjar mjmdu
ekki vera algerlega saklausir
um morð Dolfuss.
Dolfuss var myrtur á þann
hátt, að nokkrir tugir nazista
klæddu sig eins og lögreglumenn
og komust þannig inn 1 stjórn-
arráðsbygginguna. Fey major
var á fundi með Dolfuss, þegar
nazistarnir brutust inn til hans.
Töldu margir að Fey myndi
hafa verið I vitorði með nazist-
um, þar sem honum var þyrmt.
Hann átti einnig að gæta þess
að lögregluvörðurinn væri
nægilega sterkur.
Þegar fréttirnar um tiltæki
nazista bárust út, var herdeild
send á vettvang og handsam-
aði hún morðingjanna. Fyrir-
liði hennar var Neustádter-
Sturmer.
Tap á rússneskn
riklsbúnnum.
í „Udenrigsministeriets Tids-
skrift“ birtist fyrir nokkru yf-
irlit um atvinnuvegina í Rúss-
landi á síðastl. ári. Þar er m. a.
vitnað 1 grein, sem yfirmaður
ríkisbúanna skrifaði í „Izvestia"
skömmu eftir áramótin. Þar
segir, að rekstrarkostnaður bú-
anna hafi lækkað á árinu, en
flest búin séu þó enn rekin
með tapi. Þess er ennfremur
getið að verkfærakosti búanna
og kynbótarækt sé enn mjög á-
bótavant. Þá er kvartað undan
því, að aðbúnaður verkamanna
sé ekki eins góður og skyldi á
mörgum búunum og stundum
verði þeir að bíða í 5—6 mán-
uði eftir því að fá kaup sitt
greitt.
Þar sem slík gagnrýni kemur
fram i opinberu málgagni
stjórnarinnar, er ljóst, að á-
standinu er meira en lítið áfátt.
Greinin mun líka skrifuð í þeim
tilgangi að róa geðsmuni þeirra
óánægðu með fyrirheiti um
nýjar umbætur og bættan að-
búnað.
Þessir tveir menn, Fey major
og Neustádter-Sturmer, ásamt
Kreisler málafærslumanni,
höfðu þá aðstöðu, að þeir hlutu
að verða aðalvitni í þeim hluta
málaferlanna gegn Schussnigg,
sem fjölluðu um aftöku Pla-
netta.
En samkvæmt fregnum frá
Austurríki hafa allir þessir
menn framið sjálfsmorð,
Kreisler með því að kasta sér út
um glugga, en hinir eiga að
hafa skotið sig.
Fjölmörg erlend blöð telja
þessar fréttir mjög grunsamleg-
ar og ýms þeirra fullyrða, að
Fey og Neustádter-Sturmer hafi
verið myrtir og færa fyrir því
rök, er fréttaritarar þeirra hafa
orðið áskynja um.
Þau telja að vitnisburður
þessara manna hefði getað
orðið nazistum óþægilegur og
þeir hafi þess vegna talið
heppilegra að losna við þá.
Það er ekki nýtt í sögu þýzka
nazismans, að reynt sé að gera
morðingja að þjóðhetjum.
Þann 17. júlí 1934 var af-
hjúpað í Þýzkalandi minnis-
merki, sem á var letrað:
„Hinn 27. júlí 1922 dóu hér
hetjudauða liðsforingjarnir Er-
win Kern og Hermann Fischer“.
Kern og Fischer höfðu fram-
ið sjálfsmorð á þessum stað eft-
ir að hafa myrt mikilhæfasta
stjórnmálamann Þýzkalands,
Walther Rathenau.
Við afhjúpun minnismerkis-
ins flutti Himmler, yfirmaður
leynilögreglunnar, aðalræðuna.
Hann lýsti því yfir, að hið nýja
Þýzkaland liti á verk þeirra
Kerns og Fischers sem „þjóð-
lega hetjudáð" og myndi halda
minningu þeirra hátt á lofti.
Berorður víð Hítler
Hoover í heimsókn
hjá einvaldanum
Fyrv. forseti Bandaríkjanna,
Hoover, hefir verið á ferð í Ev-
rópu og m. a. hitt Hitler að máli.
í viðtali við enska blaðið
Sunday Referee segist Hoover
hafa m. a. sagt við Hitler:
— Ef þér haldið áfram þeirri
stjórnmálastefnu, sem þér hafið
haft, munuð þér steypa Evrópu
og öllum heiminum í meiri ó-
gæfu en þekkzt hefir hingað til.
Hitler reyndi 1 samtalinu að
sýna fram á árangurinn af
sigri nazismans og talaði sam-
fleytt í hálfa klukkustund eins
og hans er vandi, þegar hann
vill komast hjá að svara spum-
ingum.
Hoover segist hafa stöðvað
þetta ræðuhald hans með þvl
að grípa fram í og segja:
— Þér hafið ef til vill fengið
einhverju áorkað fyrir þýzku
þjóðina, en þér hafið hvorki
gefið henni brauð eða andlegt
frelsi, sem mér og flestum öðr-
um manneskjum þykir meira
virði en allt annað.
Hoover var svo gramur yfir
Páskaraír nálgast
— Gerið páskaínnkaupín í tíma. --
BÖKUNARVÖRUR: Hveiti, smjörlíki, súccat,
möndlur, kókosmjöl, púðursykur, skrautsykur,
sýróp ljóst og dökkt, marsípanmassi, yfirtrekks-
súkkulaði, flórsykur, ávaxtasultur, svínafeiti, ísl.
smjör, egg o. m. fl.
HÁTÍÐAMATUR: Norðlenzkt dilkakjöt, svína-
kotelettur, svínalæri, kjúklingar, buffkjöt, gul-
lace-kjöt, nautakjöt í steik, hangið kjöt, lifur og
hjörtu, nýsviðin dilkasvið, kálmeti og allskonar
garðávextir, grænar baunir í dósum og lausri
vigt, agúrkur, asíur, rauðrófur og pickles í glös-
um og fjöldamargt fleira.
PÁSKAEGG, mikið og gott úrval ,lágt verð.
NESTIVÖRUR í páskafríið.
GLEÐILEGA HÁTÍÐ.
LÉREFTSTUSKUR
hrelnar og heillegar,
(mega vera mislitar),
kaupir Prentsmiðjan
EDDA h.f., Lindar-
götu 1D.
Tónlist og stjórnmál.
Samkv. hinni nýju stjórnarskrá
enska friríkisins á bráðlega að
kjósa þar forseta. Írsk-ameríski
söngvarinn, John McCormack,
er talinn hafa mesta möguleika
til þess að ná kosningu.
McCormach er tvímælalaust
vinsælasti söngvari hins ensku-
mælandi heims og nái hann
forsetakosningu, er það fyrst
og fremst söngfrægð hans að
þakka.
Fyrsti forsætisráöherra Pól-
lands, Paderevski, er heimsfræg-
ur píanóleikari og hlaut ráð-
herraembættið ekki hvað sízt
fyrir þá athygli, sem hann hafði
vakið á Póllandi með tónlistar-
frægð sinni.
Karlakórínn Fóstbræður
syngur í Gamla Bíó miðvikudaginn
13. aprll kl. 7,15.
AÐGÖNGUMIÐAR
seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
og Hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar.
Síðasta sinu.
Kjóla- kápu- ogdragta-
efni
Verzlunio Snót
Vesturgötu 17.
Hangikjöt á ekki saraan neraa nafnið.
þessu samtali vlð Hitler, að
hann neitaði nokkrum dögum
seinna að taka þátt í miðdegis-
verði, sem Hitler bauð honum
í, þrátt fyrir ýtrustu tilraunir
sendiherrans til að fá hann til
að þiggja boðið.
í lok viðtalsins við Sunday
Referee, segir Hoover að lokum:
— Ég hefi aldrei verið jafn á-
kveðinn fylgismaður lýðræðis-
ins og eftir þessa för til Evrópu,
sérstaklega þó eftir samtalið við
Hitler.
Munið pvl, pegar pér pantið
I páskamatinn:
Fæst I öllum helztu matvöru-
verzlunum bæjarins.
Samband isl. samvinnufélaga
Síml 1080.