Nýja dagblaðið - 12.04.1938, Side 3

Nýja dagblaðið - 12.04.1938, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 XYJA DAOBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j ómarskrif stofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Hefir Sjálístæðis- ílokknum snúizt hugur aftur? Þegar vakin var athygli á því hér í blaðinu í vetur, að beiðnir stórútgerðarmanna um opin- bera hjálp eða ívilnanir hlyti að leiða til þess, að fram yrði að fara opinber rannsókn á hag og rekstri togaraútgerðarinnar, risu dagblöð Sjálfstæðismanna upp með miklum þjósti og töldu fjarstæðu að hreyfa slíku. í rekstri togaraútgerðarinnar væri ekkert, sem þyrfti að rann- saka, sögðu þessi blöð. Þar væri hver hlutur á sínum stað og ekkert hægt að spara. Útgerðina vantaði bara peninga, og þessir peningar yrðu að koma úr rík- issjóði. Um sömu mundir var haldinn fundur Sölusambands Isl. fisk- framleiðenda, þar sem stórút- gerðarmennirnir „gáfu tóninn“. Grein Nýja dagblaðsins um rannsókn togaraútgerðarinnar var þar sérstaklega gerð að um- talsefni og harðlega mótmælt þeim ræðumönnum, er næst standa Mbl. og Kveldúlfi. Þessir ræðumenn töldu að N. dbl. hefði með þvi að rita um málið á þennan hátt gert sig bert að hinum furðulegasta „fjand- skap“ við togaraútgerðina. Staðhæfðu þeir með hreinlegu orðbragði, að ekki kæmi til mála, að ganga að slíkri rann- sókn. Ríkið ætti að telja út um- yrðalaust þá peninga, sem tog- araútgerðina vantaði, taka skýrslur útgerðarmannanna sjálfra, sem óvéfengjanleg gögn í þessu máli og láta reksturs- fyrirkomulag og aðra forsjón „eigendanna“ afskiptalausa eins og verið hefði. Svo liðu nokkrir dagar. Þá báru þeir Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson fram frumvarp Pramsóknarflokksins um skipun nefndar til að rann- saka hag og rekstur togaraút- gerðarinnar. Það voru nákvæm- lega sömu vinnubrögðin og N. dbl. hafði áður bent á, og þá voru fordæmd bæði af íhalds- blöðunum og stórútgerðar- mönnum á fundi S. í. F. En nú var komið nýtt hljóð í strokk- inn, því að formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, lýsti yfir því við 1. umræðu frv., að hann teldi samþykkt þess eðlilega og að flokkurinn myndi greiða því atkvæði. Og nú er frv. gengið gegnum allar um- ræður í neðri deild og komið til efri deildar. Um þessa breyttu afstöðu í herbúðum Sjálfstæðisflokksins mátti segja: Batnandi manni er bezt að lifa. Og full ástæða var til að vera ánægður með þá hugarfarsbreytingu, sem þarna virtist hafa átt sér stað. En í Mbl.á laugard. er aftur byrjað að tala í hinum gamla „tón“ um þetta mál. Auðvitað breytir það ekki gangi málsins héðan af á Alþingi, enda nóg atkvæða- magn til að koma frv. fram án Sjálfstæðismanna. En það er leiðinlegt til þess að vita, ef sigur heilbrigðrar skynsemi í Sjálfstæðisflokknum hefir svo skammvinnur oxðið, sem Mbl.- greinin á laugardaginn gefur til kynna. Alþýðublaðíð, Sígur- jón og Guðmundur Alþýðublaðið heldur áfram að klifa á því að ábyrgir jafnaðar- mannaflokkar í öðrum löndum vilji heldur lögfestingu á kaupi en gerðardóm. í nýútkomnu áliti vinnulög- gjafarnefndar, undirrituðu af tveimur Aiþýðuflokksmönnum, Sigurjóni Á. Ólafssyni og Guð- mundi Guðmundssyni, eru veitt- ar athyglisverðar upplýsingar um þetta atriði. Þar segir á bls. 17 að stjórn Staunings hafi leyst vinnudeilu 1933 og 1936 með gerðardómi. Á bls. 22—23 segir að á þingi 1922 hafi norskir jafnaðarmenn og kommúnistar í samvinnu við vinstri menn sett lög um gerðar- dóm í vinnudeilum og þessi gerðardómur hafi kveðið upp ekki færri en 111 dóma. Þess er hvergi getið 1 nefndaráliti, að jafnaðarmenn í Noregi hafi nokkurntíma lagt til að lögfesta ákveðið kaupgjald. Á bls. 54 segir að Leon Blum hafi komið á vinnulöggjöf haustið 1936, þar sem gert sé ráð fyrir gerðardómi, ef sam- komulag næst ekki milli aðila. Þess er hvergi getið að lögfest hafi verið þar ákveðið kaupgjald eða verkamannaflokkarnir gert það að tillögu sinni. Enginn efar það, að Sigurjón og Guðmundur hafi meiri þekk- ingu í þessum efnum en rithöf- undur Alþýðublaðsins, enda er vitnisburður þeirra á allt aðra leið. Frásögn þeirra sannar, að þeg ar jafnaðarmenn hafa leyst kaupdeilu með löggjöf hafa þeir valið gerðardómsleiðina, vegna þess, að hún er réttlátasta að- ferðin og með henni er skapað áhættuminnst fordæmi. ,Útgjaldahæstu‘ {járlog Morgunblaðið er aftur farið að tala um „útgjaldahæstu fjár- lögin“. Hvað há hefðu útgjöld ríkissjóðs orðið á þessu ári, ef allar hækkunartillögur íhaldsins á seinasta þingi hefðu verið samþykktar? Hversu mikill hefði tekjuhalli ríkissjóðs orðið, ef hann hefði jafnframt verið sviptur þeim tekjustofnum, sem íhaldsmenn vildu afhenda bæj- arfélögum og stórútgerðarmönn um? Þegar Morgunblaðið hefir svarað þessum spurningum verður hægt að ræða við það um „útgjaldahæstu fjárlög“ og „mestan tekjuhalla“. Skáld hinna nvin bnnaðarhátta Ljóðabók eflir Gudmund Inga kemur út næsftu dag-a Innan fárra daga kemur á markaðinn ný ljóðabók eftir ungan, vestfirzkan höfund, Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði. Þótt Guðmundur Ingi sé ungur að aldri, um þritugt, og þetta fyrsta bók hans, munu ljóð hans kunn þorra manna. í kvæðum þeim, sem birzt hafa eftir hann í blöðum og tímaritum, hefir hann tiðast slegið á aðra strengi heldur en skáld samtíðarinnar. Yrkisefni sin sækir hann flest til sveit- anna og yrkir um lífið þar og störfin á svipaðan hátt og Jeppe Aakjær um daglegt lif og vinnu józka bændafólksins. Guðmundur Ingi er fæddur og uppalinn að Kirkjubóli við Önundarfjörð, innsta bænum í byggðinni. Þar hefir faðir hans, Kristján Guðmundsson, búið alla sína búskapartíð. Barn að aldri byrjaði hann að yrkja vísur og kveðast á við systkini sín, sem eru skáldmælt öll þrjú, eins og fleiri nánustu ættmenna hans, þar á meðal Kristján faðir hans. Á unga aldrl byrjaði Guð- mundur Ingi að starfa i ung- mennafélagsskapnum og gerð- ist þar fljótlega mjög liðtækur. Hefir hann um langt skeið ver- ið forvígismaður vestfirzkra ungmennafélaga um flesta hluti. Þegar honum óx enn þroski, fór hann til náms í þann hér- aðsskóla landsins, sem elztur er af þeim, er reistir hafa verið á heitum stöðum, alþýðuskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Síðar stundaði hann tveggja vetra nám við samvinnuskól- ann, en hvarf að loknu námi heim til ættstöðva sinna til bú- sýslu og ræktarstarfa. Uppeldi og menntun Guð- mundar Inga hefir mjög stefnt að því, að þroska skáldgáfu hans. Innan vébanda ung- mennafélaganna var ekki þröngt um slíkan mann. Þar var um nóg viðfangsefni að velja, sem gátu í senn bæði eflt félagsskapinn og hann sjálfan. Hann var líka alinn upp i grennd við einn af héraðsskól- unum, og einmitt þann, sem er í nánustum og traustustum tengslum við ungmennafélögin. Síðar naut hann þó i miklu rík- ara mæli hins frjóa og heilbrigða anda alþýðuskólanna og sam- vinnunnar í landinu. Guðmundur Ingi hefir verið hér í bænum nú um hríð og undirbúið prentun og útkomu bókar sinnar. Hefir Nýja dag- blaðið átt við hann tal og fer hér á eftir útdráttur úr því. — Hvenær kemur bók þín út? — Ég býst við, að hún komi í bókabúðir eftir hálfan mán- uð. Hún nefnist Sólstafir, og er um 120 blaðsíður að stærð. Kvæðin eru um fimmtíu alls. — Yrkirðu ekki mest um sveitalífið enn sem fyrr? — Jú. Fyrri hluti bókarinnar eru að mestu sveitaljóð. Þar fléttast saman náttúrulýsingar og lýsingar á daglegum störf- um. Ég kveð ekki aðeins um mjólk, heyþurrk og gimbrar, heldur líka um sáðsléttur, vot- hey og salat og annað það, sem tilheyrir búnaði hins nýja tíma. Einnig er mikið af kvæðum, sem varða ungmennafélögin, héraðsskólana, sem ég á fram- ar öðru að þakka þroska minn og menntun. Og að sjálfsögðu á ástin líka sinn reit, þarna sem annarsstaðar. Aftast í bókinni eru sögu- kvæði, sem flest eru sótt 1 Landnámabók eða Sturlungu — Frá hvaða árum eru kvæð- in einkum? — Flest kvæðanna eru frá seinustu árunum; mörg alveg ný. Fyrsta kvæðið 1 bókinni var ort 22. marz i vetur. Það er yngst. Elzta kvæðið orti ég seytján ára gamall árið 1924. Það er um Önundarfjörð. Um margra ára bil hefir það verið notað sem söngur byggðarinnar á samkomum og við önnur slík tækifæri. Ég vildi gjarnan minnast á eitt kvæði, sem heitir Stjörnu- lundur og er ort um lítinn trjá- lund í skrúðgarðinum heima á Kirkjubóli. Fyrir nokkrum árum siðan kom sú þraut í esperanto-blaði einu, hvernig tíu tré gætu myndað fimm raðir þannig, að fjögur tré stæðu í hverri röð. Ég leysti þessa þraut og það á svo áþreifanlegan hátt, að ég gróð- ursetti tiu reyniplöntur í garð- inum heima. Það er Stjömu- lundurinn, sem ég orti svo síð- ar um. Á þennan trjáreit hafa söngvarar frá Tyrol, sem eitt GVÐM. INGI KRISTJÁNSSON. sinn gistu að Kirkjubóli, minnzt á skemmtilegan hátt í sænsku esperantoblaði. — Hvenær byrjaðir þú að að yrkja? — Sem smábarn. Sjö ára gamall gat ég sett saman vísur með réttum stuðlum og endarími. Þessi ljóðhneigð dvínaði aldrei. Ég gerðist ungmennafé- lagi, þegar ég hafði aldur til og orti kvæði í blað félagsins. í Laugaskóla stofnaði ég á- samt tveimur herbergisfélögum mínum, öðrum úr Dölum en hinum úr Svarfaðardal, svo- nefnt Hendingafélag. Að lok- inni skólavistinni gáfum við skólanum bókina, sem höfðum skrifað vísur okkar í . Hún er nú geymd í bókasafni skól- ans. í bók minni verður eitt kvæði frá þessum tíma. — Hvert er uppáhaldsskáld þitt? — Józka skáldið Jeppa Aa- kjær. Það er nú liðinn meira en áratugur síðan ég las fyrst Rugens Sange eftir Jeppe Aa- kjær. Síðan hefir sú bók og annað, sem Jeppe Aakjær hefir ritað, orðið mér sérstaklega hjartkær. Og vel má vera að skáldskapur minn hefði hneigzt í aðra átt, ef ég hefði aldrei kynnzt bókum hans. J. H. Káputau -- Dragtaefni nýkomín -- fjölbreytt úrval Verksmíðj uútsalan Gefjun - Iðunn Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar gamir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Simi 4241.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.