Nýja dagblaðið - 12.04.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 12. APRÍL 1938.
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 85. BLAÐ
/w.v.v «Jim 1 a Ifiio ".v.v.v
5
í
I
STÚLKAIV
frá
SALEM
Áhrifamikil og vel leikin
mynd, um galdrabrennur
miðaldanna.
Aðalhlutverkin leika
Claudette Colbert
Og
Fred McMurray
Bönnuð börnum innan
12 ára.
v.v.v.v.v.v.v.w.wv.w.v
XX
atfeinx hoftur.
M.s. Dronníng
Alexandríne
►
fer til vestur og nord-
urlandsíns í kvöld
Sókn Kínverja
(Frh. af 1. síðu.)
stöðvum, og að 5—6 þús. japansklr her-
menn hafi fallið í orustunni um
borgina.
í frétt frá Hankow segir, að fregnin
um að Kínverjar væru búnir að taka
Fsi-nan-fu, höfuðborg Shangtung-
fylkis, sé ótímabær, en að barizt sé
i borginni. Ennfremur segir að kín-
verski hershöfðinginn, sem stjórnar
hernum í grennd við Nanking, sími
að gera megi ráð fyrir að Kínverjar
nái Nanking og Hangchow aftur úr
höndum Japana áður en langt líð-
ur. FÚ.
Gamla verðið ennþá
Matarstell 6 m. 19.50
Matardiskar dj. og grunnir 0.50
Desertdiskar 0.30
Bollapör 0.65
Vatnsglös 0.45
Skálasett 5 st. 4.00
Ávaxtasett 6 m. 4.50
Ölsett 6 m. 8.50
Vínsett 6 m. 6.50
Kaktuspottar meS skál 1.75
Áleggsföt 0.45
Undirskálar stakar 0.15
Matskeiðar og gafflar 0.35
Teskeiðar 0.15
K. EIMRSSOA
& BJÖMSSON
Bankastræti 11.
Útbod
Hérmeð gefst múrarameisturum kostur á að
gera tilboð í utanhúðun Háskólans. Upplýs-
ingar á teiknistofu húsameistara ríkisins.
Reykjavík 12. apríl 1938.
Guðjón Samúelsson.
Sparísjóður Reykjavíkur
og nágrennis
verður opínn Iaugardagínn fyrír páska
kl 10-12 f. h. og kl- 3-4 e. h.
íþróttafélag kvenna
heldur
skemmtifu.nd
í Oddiellowhúsinu, föstudaginn 22. apríl.
Áskriftarlisti liggur frammi í Hattaverzl.
Hadda I dag, á morgun og eftir páska.
Kjarnar — (Essensar)
Höfum birgðir af ýmiskonar kjörnum til iðnaðar
Áfengisverzlun ríkísíns.
kl. 6.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Tryggvag. Sími 3025.
LITLA ÍBÚÐ með öllum þæg-
indum vantar mig 14. maí.
SIGFÚS JÓNSSON, sími 2336.
iiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiM
► Borgið Nýja dagblaðíð!
■".WAV mj' n'' .V.V.W
.waw Alyja «10 .V.v/.v
í Grímumennírnír ;j
Spennandi og æfintýra- £
;■ rík Cowboy-mynd. í;
í Aðalhlutverkið leikur kon- £
ungur allra Cowboykappa í
;■ Ken Maynard og :■
í undrahesturinn «;
j; TARZAN. j;
:■ AUKAMYND: jj
■; Jegersvogleyminn ■:
amerísk skopmynd
leíkin af:
Harry Landon. •;
■; Bönnuð fyrir börn. ■;
V.v.w.w.w.v.w.w.w.v
LEGUBEKKIR,
mest úrval á Vatnsstíg 3.
Húsgagnaverzlun
Reykjavíkur.
PRENTMYNDASTOFAN
LEIFTUR
Hafnarstræti 17, (uppi),
býr iil 1. floUks prentmyndir.
Sími 3334
K AV P M »
FESTARMEY FORSTJÓRANS 58
— „með í samningnum“, var ég næstum búin að
segja.
„Það er þessi bölvaður samningur, sem eyðileggur
allt!“ tautaði forstjórinn gremjulega og, þar sem
Cariad var ekki viðstaddur, þá sparkaði hann í möl-
ina. „Getið þér ekki gleymt honum, a. m. k. augna-
blik? Það myndi verða miklu auðveldara------“
„Ef til vill fyrir yður, já, því trúi ég“, svaraði ég,
„en ekki fyrir mig. Ég get ekki fundið til vináttu við
neinn eftir skipun“.
Hann svaraði ekki strax. En eftir nokkra stund
þyrjaði hann rólega á ný: „Með öðrum orðum, að þér
viljið ekki vingast við mig?“
„Ég hvorki vii né vil ekki. Ég þekki yður ekki nóg
til þess“, sagði ég kuldalega. „Og hvað höfum við tvö
— þér og ég — sameiginlegt, svo að við gætum búizt
við, að eitthvað ynnist með slíkri vináttu?“
Ég vissi vel að ómögulegt var að svara þessari
spurningu, um hvaða tvær manneskjur, sem væri að
ræða.
Hann sagði líka, alveg í vandræðum: „Nú hvern
skrattann — hvað hafið þér sameiginlegt með------“
Ég fann, að nafnið Sidney Vandeleur hékk á milli
okkar í myrkrinu, eins og kista Múhameðs milli hinna
tveggja segulpóla.
En forstjórinn hætti við að nefna nafn hans.
Hann sagði:
„Hvað hafið þér t. d. sameiginlegt með manni eins
og Montresor? Þér eruð tuttugu og eins. Hann er —
hvað gamall? — Fimtugur, sextugur? Og þó getið þér
talað — þér getið komið yður svo ágætlega saman við
hann“.
„Já, náttúrlega“, svaraði ég.
Forstjórinn þagði.
Hann rétti upp hendina og þreif í eina grein rauð-
beykitrésins, sem við stóðum undir.
Hana nú. Það leit út fyrir að eiga að verða langar
rökræður.
Ég settist á garðbekk, nokkur fet frá og snéri mér
undan og horfði á mjallhvít blóm tóbaksjurtarinnar,
sem óx á bak við bekkinn. Alltaf er eitruð lykt af tó-
baki nema þegar það er þannig. O, mörg voru tó-
baksbeðin heima .... og ilmurinn dreifðist yfir allt á
kveldin ....
„Montresor majór þekkti mig heima, eins og hann
sagði yður. Hann þekkti alla fjölskyldu mína“, hélt
ég áfram, hægt. „Hann þekkti alla staði, sem ég kom
á, áður en ég var slitin burt frá öllu, sem ég unni, og
varð að vinna fyrir daglegu brauði í yðar andstyggi-
legu borg“.
„Þér talið eins og ég eigi borgina, eins og ég beri á-
byrgð á, að þér neyddust til að vinna þar — eins og
það væri allt mér að kenna. Er það réttlátt? Á ég að
gjalda fyrir það allt? Hefði það nú ekki verið þar, sem
þér hittuð mig í fyrsta skipti, Nancy?“
í fyrsta skipti nefndi unnusti minn nafnið alveg
eðlilega.
„Haldið þér ekki“, hélt hann áfram, „að við hefðum
þá getað orðið beztu vinir?“
„Hvernig á ég að vita það?“ Á þá braut, sem hann
var nú kominn inn á, vildi ég ekki fylgja honum. Ég
fann, að það myndi svifta mig einhverju, án þess að
gefa mér neitt í staðinn.
„Reynið að hugsa yður“, hélt hann áfram, „að ég
ég hefði þekkt yður heima hjá yður eins og þessi —
hvað heitir hann nú aftur-------“
Nafnið — Vandeleur flögraði aftur á milli okkar.
— „eins og Montresor. Hugsið yður, að ég hefði
aldrei verið á skipamiðlunarskrifstofum Vestur-Asíu-
félagsins — aldrei heyrt staðinn nefndan. Ég óska
jafn vel oft sjálfur, að ég hefði aldrei þekkt hann‘,‘,
heyrðist hrygg rödd forstjórans út úr myrkrinu. „í
stað þessara sífelldu varnargarða-----“
„Mitt einasta athvarf“, hugsaði ég, „og nú reynir
hann að svifta mig því“.
„— gæti áreiðanlega komið eitthvað sem líktist
vináttu okkar á milli. Haldið þér það ekki?“
Ég svaraði stutt í spuna: „Ef til vill. Ég veit ekki“.
Hann færði sig til. Það var ekki nógu bjart til að
sjá andlit hans. Aðeins flibbinn bar eins og 'nvítur
blettur við greinina og breiðar herðar hans báru
dökkar við rauðbláan himininn.
„En ég veit“, mælti hann rólega, „að þér gætuð —
að þér gætuð orðið-------“
Hann þagnaði.
„Hvað“, spurði ég hálf kvíðin, „að ég gæti orðið
hvað?“
„Reglulega góður vinur minn, ef þér vilduð“, sagði
forstjórinn.
— „Reglulega góður félagi“. Hélt hann það virki-
lega um mig? Ég var fegin myrkrinu undir rauðbeyk-
inu, því að ég vildi ógjarnan, að forstjórinn sæi, að
orð hans hefðu engin minnstu áhrif á mig. Fjögur
smáorð ættu sannarlega ekki að nægja til að fá mann
til að gefast upp .... eða koma blóðinu upp í kinn-
arnar. Ég ætlaði ekki ....
En það varð stutt þögn, áður en ég gat ákveðið,
hvað ég ætlaði að segja. Ég var fegin, að hann stóð
dálítið frá mér ....
í sömu svifum kom hann og settist á bekkinn hjá
mér.
„Jæja“, sagði hann eftirvæntingarfullur.
„Jæja þá — já“, heyrði ég sjálfa mig segja og and-
varpa.
„Þér viljið það? Að friður sé okkar á milli?“
„Já“, sagði ég hikantíi.
„Og að þér í staðinn fyrir að vera“, — hann brosti
við, — „aðeins kærasta mín, samþykkið að vera vina
mín — minn góði félagi?“
„Já, eins og þér vilj ið“, andvarpaði ég aftur. „Það
er hægt að kalla það hækkun í tigninni, ha“, sagði ég.
Ég vildi þó ekki vera of kurteis við hann.
„Nancy, ég veit vel, að ég er stundum óttalega
þrælslegur“, játaði hann hreinskilnislega. „Yður
finnst, að ég sé hræðilega skapstirður, er ekki svo?“