Nýja dagblaðið - 14.04.1938, Síða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Heímsveldíssýníng
í Glasgow í sumar
Gert er ráð íyrír 15 millj. gesta
í sumar verður einskonar
heimssýning í Glasgow. Auk
Skotlands, Englands og írlands,
taka þátt í henni öll samveldis-
löndin og nýlendurnar, sem til-
heyra brezka heimsveldinu.
Sýningu þessari er ætlað að
gefa fullkomið yfirlit yfir iðnað-
arframleiðslu og náttúruauðlegð
brezka héimsveldisins.
Eitt mesta mannvirkið á sýn-
ingunni verður um 300 feta hár
turn úr stáli og eiga um 600
manns að geta komizt fyrir í
Seínasti sígur
Austurríkismanna
Þeir unnu glæsileg-
an sigur í knattsp.-
keppni móti Þjóð-
verjum
Seinasta knattspyrnukeppnin
milli Austurríkis og Þýzkalands
fór fram sunnudaginn 27. fyrra
mánaðar í Vínarborg. Keppni
þessi hafði verið ákveðin löngu
fyrirfram og var því ekki aflýst,
þótt Austurríki væri hætt að vera
sjálfstætt ríki.
Úrslitin urðu þau, að Austur-
ríkismenn unnu með 2: 0 mörk-
um. Sýndu þeir mikla yfirburði
allan leikinn og siðari hluta
seinni hálfleiks var hnötturinn
næstum undantekningarlaust á
vallarhelmingi Þjóðverja.
Áhorfendur skiptu tugum þús-
unda. Þetta var seinasta íþrótta-
keppnin, sem Austurríkismenn
háðu sem fulltrúar þjóðar sinn-
ar.
Austurríkismenn hafa verið
annálaðir fyrir íþróttir sínar,
einkum hafa þeir borið af í
knattspyrnu og skautaiþrótt. Nú
verður íþróttalíf þeirra bundið
í sama form og íþróttastarfsemi
Þjóðverja og sett undir sömu
stjórn. Er álitið að það múni
skapa íþróttunum í Austurríki
óhentug starfsskilyrði, þar sem
íþróttastarfsemin þar hefir verið
með allt öðru sniði en í Þýzka-
landi.
Rcfír drepast
af kjöteítrun
í Siykkíshólmi
og HaSnarSirðí
Tveir refir drápust nýlega í
refagirðingu í grennd við Hafn-
arfjörð og var talið að kjöteitrun
hefði orðið þeim að bana.
í refagirðingu við Stykkishólm
hafa þrír refir drepizt á svipað-
an hátt, vegna þess að þeim var
gefinn fugl, sem slík eitrun hafði
myndazt í.
Refir þola mjög illa skemmda
fæðu og ekki hvað sízt ef um kjöt
er að ræða, og ættu menn að vara
sig á að gefa þeim nokkuð það,
er hætt er við, að skemmt sé orð-
ið. —
einu á þaki hans. Turninn verð-
ur á sérstakri hæð, sem sýning-
arhverfið er byggt umhverfis, og
verður því mjög gott útsýni af
honum.
Skotar vanda mjög til sýning-
arinnar. Þeir munu leitast við að
láta sinn hluta sýningarinnar
gefa heilsteypt yfirlit um at-
vinnuvegi þeirra, sögu, menn-
ingu og íþróttalíf. Þá verða alls-
konar íþróttavellir, útileikhús o.
s. frv. til og frá um sýningar-
svæðið.
Gert er ráð fyrir að um 15
millj. gesta muni sækja sýning-
una.
Tílraunabú
Frv. Srá Jörundi
Brynjólfssyni
Jörundur Brynjólfsson flytur
frv. til laga um stofnun til-
raunabúa. Samkvæmt frv. er
ríkisstjórninni heimilt að stofna
fjögur tilraunabú, eitt í hverjum
sambandsfjórðungi, þegar á-
stæður leyfa.
Tilgangur tilraunabúanna er
að afla vísindalegrar og verk-
legrar þekkingar í þeim málum,
sem landbúnaðinn varðar. Aðal-
verkefni þeirra skulu vera til-
raunir með jarðargróða, tilraun-
ir með kynbætur alidýra og fóð-
urtilraunir. Ennfremur skulu
þau annast jarðvegsrannsóknir
eftir því, sem ástæður leyfa.
Nemendur bændaskólanna
skulu eiga kost á því að vorinu
og sumrinu að vinna að sem
fjölbreyttustum búnaðarstörfum
á tilraunabúunum.
Frv. fylgir ítarleg greinargerð.
Eru þar nefnd ýms erlend dæmi
um árangur ýmissa tilrauna.
Vafalaust myndi slík tilrauna-
starfsemi hér einnig geta borið
góðan árangur. En hún sé enn í
bernsku og fjölmörg atriði hafi
enn verið fullkomlega vanrækt.
Það sé t. d. miklu hyggilegra að
byrja með að bæta sitt eigið
gripakyn en að flytja hingað dýr
frá útlöndum. Þeim flutningi
fylgir ætíð mikil áhætta um, að
gripirnir beri sýki með sér til
landsins, og oft vill það fara svo,
að húsdýr frá útlöndum þola illa
hin breyttu lífsskilyrði og þrífast
illa af þeim sökum og veikjast
oft (nautgripir t. d. af berklum).
Verðhækkun á
sm örlíki
í Noregi
í Noregi hefir verð á smjörlíki
nýlega verið hækkað. Ástæðan til
þess er sú, að blöndun smjörs í
smjörlíkið hefir verið aukin úr
17% í 19%, samkvæmt stjórnar-
fyrirskipun.
Eru nú fyrirliggjandi miklar
birgðir af smjöri í Noregi, sökum
aukinnar mjólkurframleiðslu.
M.s. Dronníng
Alexandríne
fer mánudaginn 18. þ. m. kl. 6
síðdegis til Kaupmannahafnar
(um Vestmannaeyjar og Thors-
havn). Farþegar sæki farseðla
fyrir kl. 3 nk. laugardag. Tekið
á móti vörum til kl. 3 á laugar-
dag.
Skípaafgreiðsla
Jes Zímsen
Tryggvagötu. Sími 3025.
PRENTMYNDASTOFAN
LEIFTUR
Haínarsfrœii 17, (uppi),
býr iil 1. flokks prentmyndir.
Sími 3334
K A V P í »
Bálfarafélag fslands.
Skrifstofa: Hafnarstrœti 5.
Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr.
Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100
krónur, og má greiða þau í femu lagi,
á einu ári. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu félagsins. Sími 4658.
LÉREFTSTUSKUR
hreinar og heillegar,
(mega vera mislitar),
kaupir Prentsmiðjan
EDDA h.f., Lindar-
götu 1D.
„Brúarfoss"
fer á páskadagskvöld 17. april
kl. 10 til Breiðafjarðar, Vest-
fjarða, Sigluf jarðar og Akureyr-
ar.
Aukahafnir: Súgandafjörður
og Bolungarvík í vesturleið, og
Sauðárkrókur í suðurleið.
Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi á laugardag.
Ú T BRE IÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ.
Káputau -- Dragtaeíni
nýkomín -- íjölbreytt úrval
Verksmiðjuútsalan
Gefjun -- Iðunn
Skrifstofur bæiarins
verða lokaðar laugar-
daginn fyrir páska
(16. m.)
Borgarst j órinn.
Ný bók efftír Huldu:
Fvrir miðia morgunsól
Ellefu æfintýrí.
Þegar veturinn varð andvaka í Bláhrauni
Vörðurnar Perlurnar
Sunnudagur kisu Síðhetta
Snati lærir að syngja Fjalldrapínn angar
Hulduskipið Svanur
Fjallið, sem alltaf var að kalla.
Dessi æfintýri eru hvert öðru fallegra, enda hefir Hulda
fyrir löngu fengið alþjóðar viðurkenningu fyrir skáldskap sínn.
Tílvalín feimíngar- og sumargjöL -
ms oo rnnirois
verða lokaðar laug-
ardaginn íyrir páska
Gula bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið.
í heildsölu hjá
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 1080.