Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Blaðsíða 1
Þér berið af í —P—E—Y—S—U— frá V E S T U Laugaveg 40 — Sími 4197 id/^Gp ib ii^y ð imð 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 24. apríl 1938. 92. blað Svipii) tiíFir stirínaaiii ogitistjöra- SUill í liilhÍSltíl!) Þíngsályktunartíllaga írá Jónasi Jónssyni ANNÁLL 114. dagur ársins. Sólarupprás kl. 4.29. Sólarlag kl. 8.24. Árdegisháflæður í Rvík kl. 0.00. Veðurútlit í Reykjavík: Vestan- og norðvestan kaldi. Úr- komulaust að mestu. Fremur kalt. Ljósatími bifreiða er frá kl. 8.55 að kvöldi, til kl. ”4 að morgni. Sunnudagslæknir er í dag Páll Sigurðsson, Hávallag. 15, sími 4959. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson Laugaveg 15, sími 2474. Nætur- vörður er í Laugavegs og Ingólfs Apó- teki. Dagskrá útvarpsins. 9.45 Morguntónl.: Tónverk eftir Mo- zart og Chopin (plötur). 10.40 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Ensku- kennsla, 3. fl. 13.25 ísl.kennsla, 3. fl. 14.00 Messa í Dómkirkjunni. Ferming. (sr. Fr. H.). 15.30 Miðdegistónl., ýms lög (plötur). 17.10 Esperantókennsla. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 18.30 Barnatími. 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómpl.: Danssýningarlög. 19.40 Aug- lýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Hvaðan — hvert?. I. (sr. Bj. Magnús- son). 20.40 Hljómpl.: Frægir kórar. 21.00 Upplestur: Sagnir að vestan (Jón úr Vör). 21.30 Danslög. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjarnar- nes. Grímsness- og Biskupstungnapóst- ar. Fagranes frá Akranesi. Brúarfoss frá Akureyri. Leikfélag Reykjavíkur verður að láta sýningu á „Skírn, sem segir sex“ falla niður í kvöld, vegna meiðsla, sem einn leikandinn, Indriði Waage varð fyrir. Næsta sýning verður að öllu forfallalausu næstkomandi fimmtudag. Trúlofun, Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Regína Emilsdótt- ir frá Stuðlum og Karl J. Thorarensen járnsmiður, Laugaveg 28 c. Jakob Kristinsson skólastjóri að Eiðum, hefir sagt lausu starfi sínu við skólann. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefir samkvæmt heimild í fjárlögum ákveðið að kalla tvo presta til aðstoðar í Dómkirkjusöfnuðinum, í samráði við biskup og sóknarnefnd. Hefir biskupi verið falið að útbúa köllunarbréf til handa þeim préstunum séra Garðari Svavarssyni, aðallega í Austurbæjarút- hverfunum, og séra Sigurjóni Árnasyni í Vestmannaeyjum í úthverfunum vestan og sunnan bæjar, ásamt Sel- tjarnarnesi. Er hér aðeins um bráða- birgðaráðstöfun að ræða, eða um setn- ingu í bili, því að öðrum kosti hefði orðið að efna til kosninga lögum sam- kvæmt. — FÚ. Höfnin. í gær komu af saltfisksveiðum togar- arnír Egill Skallagrímsson með 112 föt lifrar og Þórólfur með 147 föt. Af ufsa- veiðum kom togarinn Otur með 80 föt lifrar. Til Hafnarfjarðar komu af veiðum í dag togararnir Maí með 108 tunnur lifrar, Júni með 126 tunnur, Júpíter með 102 tunnur eftir 6 daga útivist. Rán með 53 tunnur og Surprise með 103 tunnur. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrradag. Goðafoss er væntanlegur til Vestm.eyja í dag. Brúarfoss og Lagar- foss voru á Akureyri í gær. Dettifoss er í Hamborg. Selfoss fór í gær til Akra- ness og útlanda. Dr. Alexandrine kom til Khafnar kl. 8 í gærmorgun. Súðin fór frá Rvík í gærkvöldi í strandferð vestur um land. Esja liggur í Rvík og Franska stjórnín hyggur á sérstakar aðgerðír vegna ijár- málaástandsíns Daladier og Bonnet fara til London á fimmtudag. LONDON: Daladier, forsætisráðherra Frakka, átti í gær ráðstefnu við Bonnet utan- ríkismálaráðherra um fyrirhugaða för þeirra til London á fimmtudaginn kemur. Daladier tilkynnti í gær, að til- lögur stjórnarinnar um sérstakar fjár- málaaðgerðir, myndu verða ræddar á ráðherrafundi á mánudaginn kemur. Einnig, að það væri tilhæfulaus orð- rómur, sem gengið hefði um það, að stjórnin væri ekki ásátt innbyrðis í því máli. Aðalritari Þjóðabandalagsins, Avenol, staddur í París. Avenol, aðalritari Þjóðabandalagsins, kom til Parísar í gær og átti þegar í stað tal við Bonnet utanríkismálaráð- herra. Frá París fer hann til London, og ráðgerir að eiga tal við Halifax lá- varð, utanríkismálaráðherra Breta. Er för hans í sambandi við Þjóðabanda- lagsráðsfund þann, sem fyrir dyrum stendur, en Bretar hafa, eins og kunn- ugt er, farið þess á leit, að Abessiníu- málið verði tekið þar til meðferðar þegar í stað. Hermálaráðherra Breta, Hore- Belisha, kemur til Parísar í dag. Hore-Belisha, hermálaráðh. Breta, er nú í heimsókn i Róm. Borðaði hann árdegisverð með Ciano greifa í gær- morgun, en hélt síðan á fund Musso- linis. í dag leggur Hore-Belisha af stað til Parísar og mun þá eiga tal við Daladier. — FÚ. Spánska sljórnin eykur liðsafnað sinn í Castellon- héraðinu LONDON: Stjórn Castellon-héraðs á Spáni hef- ir kvatt til herþjónustu alla menn á aldrinum 18 til 45 ára, í öllum borgum og bæjum héraðsins. Uppreistarmenn segjast hafa tekið bæ nokkum um 40 kilometrum fyrir norðan Castellon de la Plana, höfuðborg héraðsins, en í fréttum frá stjórninni er sagt frá við- ureignum enn norðar á þessum víg- stöðvum. Borgin Castellon de la Plana er við járnbrautina milli Valencia og Barce- lona, nokkru sunnar en miðja vegu milli Tortosa og Valencia. — FÚ. fer i strandferð austur um land n. k. þriðjudag. Jónas Jónsson flytur í efri deild svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar um undirbúning að endurbygg- ingu stýrimannaskólans: „Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að Iáta fram fara fyrir næsta Alþingi rannsókn á því, hve mikið myndi kosta að reisa byggingu handa stýri- manna og vélstjóraskólanum á Valhúshæð á Seltjamamesi, og [ hve mikið mætti fá fyrir núver- andi hús stýrimannaskólans og lóð þá, er honum fylgir.“ í greinargerð segir: Það er nú viðurkennt af öllum, að það sé ekki hægt miklu leng- ur að una við það húsnæði, sem stýrimannaskólinn og vélstjóra- skólinn eigi við að búa. Hefir komið til orða að reisa stýri- mannaskólann inni í bænum, t. d. við Skólavörðutorgið, en jafn- framt hafa komið fram sterkar raddir frá hálfu sjómanna, að þeir vilji hafa sinn skóla á þeim stað, sem mest ber á frá sjónum, þegar skip koma og fara frá höf- uðstaðnum. Og sá staður er Val- húshæðin á Seltjarnarnesi. Það er talið, að skipstjóri einn, sem á þessa hæð, muni vera fús til að gefa þar nægilega stóra lóð. Sandur og möl er svo að segja á staðnum. Og það þykir sennilegt, að ef þess væri leitað, þá myndi skipstjóra- og vél- stjórastéttin líkleg til að kaupa skuldabréf, þótt vextir væru lág- ir og afborgunartími langur, ef andvirðið gengi til að reisa glæsi- lega byggingu handa þeirra stétt. í Osló er stýrimannaskólinn voldug bygging, sem gnæfir á hömrum við innsiglingu að borg- inni. Þannig minna Norðmenn á þýðing sjómennskunnar, þegar gestir koma sjóleiðis til höfuð- borgarinnar. Á Valhúsahæðinni myndi bygging á stærð við Flensborgar- skólann, klædd í ljósa steining íslenzkra bergtegunda, vera á- berandi minnismerki um sjó- mannastétt landsins. Sjómanna- skólinn yrði fyrsta íslenzka stór- byggingin, sem mætti auga far- mannsins, þegar hann kemur af hafi til Reykjavíkur. Menn segja, að skólinn yrði á þennan hátt út úr bænum, að þangað yrði of löng skólaganga fyrir nemendur og kennara. í sveitum ganga mörg börn á skólaaldri miklu lengra frá heimilum sínum, heldur en sem svarar leiðinni úr Reykjavik vestur á Valhúsahæð. En nú ganga almenningsbifreiðar reglu lega úr miðbænum vestur á Sel- tjarnarnes, svo að ekki stendur vegalengdin í vegi, ef viljinn er til að byggja vestur þar. En auk þess er ein meginá- stæða ótalin, sem mælir með því, að byggja sjómannaskólann fremur utan en innan bæjar, og | það eru hinar óþekktu framtíð- | arkröfur skólans. Það var búið ! að ætla Háskóla íslands eina lóð inni í bænum. Ef hallazt hefði verið að þeirri ráðagerð, myndi nú allt byggingarrúm vera þrot- ið, og rannsóknarstofa atvinnu- veganna ekki með, og útilokaður allur vöxtur þessarar mennta- stofnunar. En með því að tryggja háskólanum 7—8 ha. af óbyggðu landi, hefir hann vaxtarskilyrði um margar aldir. Sama er að segja um sjómannaskólann. Hann þarf mikið húsrúm nú, en vafalaust miklu meira er fram líða stundir. Uppeldi sjómanna, vélstjóra, loftskeytamanna og skipsþjóna verður margbreytt- ara þegar tímar líða. Enginn sér fyrir þróun langrar framtíðar. Eina tryggingin fyrir fjölþætta og merkilega stofnun eins og sjó- mannaskólann, er að hafa nóg landrými fyrir langa þróun. Og þau skilyrði standa skólanum til boða á Valhúsahæð, auk þess sem þessi stofnun gæti þar verið djarfmannleg auglýsing til veg- farandans um starf og þýðingu hinnar íslenzku sjómannastétt- ar. — Furðulegtir þjófnaður London: Fimm dýrindis málverkum hefir ver- ið stolið úr Chilhamhöll í nánd við Kantaraborg, en höllin er eign Sir Edmund Davis. Málverkin eru eftir heimsfræga meistara, tvö eftir Gains- borough, eitt eftir Reynolds, eitt eftir Rembrandt og eitt eftir Van Dyke og er Rembrandtsmálverkið eitt út af fyr- ir sig talið 50 þús. sterlingspunda virði. Ekki varð vart við þjófnaðinn fyrr en í gærmorgun og þykir þetta tiltæki furðu djarflegt, þar sem málverkin eru svo verðmæt og kunn, að engar líkur þykja til að þjófarnir geti nokkurstað- I ar selt þau. — FÚ. Fnudnr í F.U.F. Félag ungra Framsókn- armanna heldur fund í Sambandshúsinu næstk. mánudagskvöld (25. þ. m.). Rætt verffur um sumar- starfsemi fél. og þátttöku þess í stofnun landssam- bands ungra Framsóknar- manna. Indriffi Indriffason frá Fjalli hefur umræffur. Kosnir verffa fultrúar á stofnfund landssambands- ins. Fundurinn hefst stund- víslega kl. 9. Mætiff vel og stundvís- lega, ungir Framsóknar- menn! Ný höggmynd eftir w Sígurjón Olafsson Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari er nú að vinna að nýju stóru myndlistarverki. Er það hópur af leikandi börnum og er fyrirhugað sem hluti af minnis- merki æfintýraskáldsins H. C. Andersen. Um minnismerki þetta fór fram samkeppni í fyrra og komu fram 3 uppástungur og voru allar dæmdar jafngóðar og fengu allar fyrstu verðlaun. Ein af þessum uppástungum var sameiginlegt verk þeirra Sigur- jóns Ólafssonar og danska húsa- meistarans Fleming Feisen. Er uppástunga þeirra í því fólgin, að minnismerki H. C. Andersens verði stórt, fagurt hús, þar sem bæði sé bókasafn og barnaleik- hús og allt skreytt myndlistar- verkum. Sigurjón hefir nýlega tekið þátt í þremur sýningum í Kaupmannahöfn og fengið mjög góða dóma. Kona hans, Tove Ól- afsson, er einnig myndhöggvari og hefir hún nýlega fengið 11 hundruð króna verðlaun fyrir mynd, sem hún sýndi á Charlot- tenborgarsýningunni. Sigurjón ráðgerir að koma til íslands í sumar. — FÚ. Síldveíði á Austíjörðum Magnús Tómasson, Firði í Mjóafirði, hefir nýlega náð 2—300 málum síldar í landnót. Telur hann allmikla síld í firðinum, og síld er einnig talin vera í Eskifirði. Síldarbræðslurnar í Seyðis- firði og Noröfirði geta eins og stendur ekki tekið. sild til bræðslu og síldin er ekki hentug til frystingar í beitu, og kemur því að litlu gagni. Bátar úr Seyðisfirði hafa orðið þorskvarir á færi, er gefið hefir á sjó. —FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.