Nýja dagblaðið - 08.05.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 08.05.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 8. MAÍ 1938 NYIA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 104. BLAÐ JSJKyjCamla I?í« v'v.v/ ji KUGGURINN MINN j; Gullfalleg og bráðskemmti- ;I leg frönsk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika j; Lucien Baroux ;! og ;! þrettán mánaða snáðinn í Phillippe, sem með hrífandi leik sín- um fær áhorfendur til að hlæja og gráta með sér. Sýnd kl. 5, kl. 7 og kl. 9. :* Alþýðusýning kl. 7. í; Barnasýning k. 5. N v.w.v.v.w.v.w.v.w.v.v' :! :■ :! í SSilSB „SKÍRIV, SEM SEGIR SEX!“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Sýning í kvöld kl. 8. Lækkað verð. Næst síðasta sinn! AÐGÖNGUMIÐAR seldir í Iðnó eftir kl. 1. TilkTHHÍnirar Góð jörð til leigu í ná- grenni Reykjavíkur. Upplýsingar á Kárastíg 9, uppi. Sýslumennirnir og pjóðfélagið (Frh. af 3. síðu.) hægt er að taka á móti sýslu- nefndinni eða álíka stórum gestahóp úr héraðinu, því að sýslumaðurinn þarf að hafa þá aðstöðu, að hann geti haldið uppi hóflegri, en þó allmikilli risnu. Það skiptir miklu, að hægt verði að fá heppilegar og listrænar fyrirmyndir að sýslu- mannssetrum, og hafa tveir af byggingafræðingum landsins tekið vel í að gera uppdrætti til leiðbeiningar í því efni. Telja má viðunanlegt að byggja eitt sýslumannssetur á ári hin næstu ár, því að nú sem stend- ur eiga allmargir af sýslumönn- um landsins hús, sem þeir munu una við í bili, þó að þau séu ekki til frambúðar. Mannfélagið íslenzka hvílir að verulegu leyti á starfi sýslu- manna. Embættin eru vinsæl í héruðunum, en hafa verið van- rækt á margan hátt síðan dýr- tíðin óx á stríðsárunum. Það er ekki hægt að halda uppi virð- ingu þessara nauðsynlegu em- bætta nema með því að starfs- mennirnir hafi embættisbústaði við hæfi starfsins, og það verð- ur ekki hægt að fá í sýslu- mannsembættin það úrval af mönnum, sem þangað þarf að leita, nema með því, að þessi embætti haldi á ókomnum ár- um þeim rausnarsvip, sem þau hafa haft á liðnum öldum og fram á síðustu ár. Sú tillaga, sem hér er flutt, ætti, ef sam- þykkt verður, að mynda grund- völl að nýju skipulagi í þessu efni, þar sem byggt er á alda- gömlum venjum, með þeim breytingum, sem leiðir af nú- tíma lifnaðarháttum og lífs- venjum. Sundnámskeið í Sundhöllinní hefjast að nýju þriðjudaglim 10. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram á mánudag og þriðjudag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímiuii í síma 4059. Jarðarför minnar hjartkæru konu, móður, dóttur og systur, Kristínar Waage, hefst að heimili hennar, Suðurgötn 14, þriðjudaginn 10. maí kl. 1 e. h. Sigurður Waage og börn. Regínu Helgadóttir. Steinunn Vilhjálmsdóttir. Ingihjörg Waage. Vegna jarðarfarar verður verksmíðjan SANITAS lokuð þríðjudagínn 10. maí n. k. Reykjavlkurbær fær ríkísábyrgð (Frh. af 1. síðu.) ábyrgð, og trúnaðarmenn lán- veitenda telja undirbúninginn fullnægjandi. En verknaður Sjálfstæðisfl. er hinn sami fyrir það. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði í stað þessara vinnubragða, reynt að sameina öll velviljuð öfl, Al- þingi, ríkisstjórn, banka, bæjar- stjórnina og almenning um að framkvæma málið, í stað þess að reyna að vekja um það pólitíska togstreitu, myndi hitaveitumálið standa öðru vísi og betur nú. En menn verða að skilja á milli framkomu Sjálfstæðis- flokksins og hitaveitunnar. Þótt Framsóknarflokkurinn styðji framkvæmd hitaveitunnar og veiti henni allt sitt fulltingi, þýðir það ekki, að hann hafi gleymt misgerðum Sjálfstæðis- flokksins í málinu. Og það er líka víst, að allur meginþorri kjósendanna í þessum bæ mun hafa svipaða aðstöðu, þar sem flokkurinn hefir líka blekkt þá með stórkostlegum fölsunum í þessu máli í bæjarstjórnarkosn- ingunum síðustu. KÍNVERJAR SÆKJA FRAM VIÐ LUNG-HAI Kínverjar segjast hafa sótt fram 48 km. vegar norður á bóginn frá Lung- hai járnbrautinni um 200 milum fyrir vestan Tientsin-Pukow járnbrautina. í Shantung eru nú miklar rigningar og eru Knverjar að bíða eftir því að vegir verði svo slæmir vegna rigning- anna, að Japanir muni ekki geta flutt aukalið eða hergögn á vígstöðvarnar og ætla Kínverjar þá að gera árás á Austur-Lung-hai vígstöðvunum. Japanir segjast hafa unnið á í grennd við Hai-chow. í frétt frá Peiping segir, að japansk- ar flugvélar hafi rekið hernaðarflota Kínverja í grennd við borgina, á flótta. — PÚ. Sandbylur (Frh. af 1. síðu.) þessum slóðum hefir verið ákaflega þurrkasamt síðan i haust, og veldur það því að tjónið hefir orðið meira en ella. Víðsvegar annarstaðar á norðan- verðu Jótlandi var líka sandbylur og víða liggur sandur og mold eins og fannir á vegum og teppa umferð. —FÚ. .WAV,' Xýja Bíó waSv í ÉG ÁKÆRI . . í í 5 Þættir úr æfisögn :■ Emile Zola ■: I; Stórkostleg amerísk kvik- ■: !; mynd af æfiferli franska ;! í; stórskáldsins og mikil- ;í V mennisins, EMILE ZOLA. í V í myndinni er rakið frá J; upphafi til enda Dreyfus- !; ;■ málið alræmda. !; ' Aðalhlutverkin leika Paul Muni (sem Zola), Joseph Schildkraut (sem Dreyfus), Robert Rarratt (sem Esterhazy major) o.fl. Sýnd kl. 7 og kl. 9. JLitli Willie Winkie Leikin af Shirley TEMPLE verffur sýnd fyrir börn kl. 3 og kl. 5. Affgöngumiffar aff barna- sýningunum verffa seldir frá kl. 11—12. Aff öffrum sýningum eftir kl. 1. S Reykjavíkurannáll h.f.: REVYAN 29. sýning í dag kl. 2 e. h. Venjulegt leikhúsverff 3 0. sýning þriðjudagskvöld kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar seldir á morgun (mánudag) kl. 4— 7 og þriðjudag frá kl. 1. Venjulegt leikhúsverff eftir kl. 3 daginn sem leikiff er. Aæsí síöasta siiin! FESTARMEY FORSTJÓRANS 75 nokkuð kom fyrir, sem varnaði honum að fygja mér einn til Holyhead og til Euston-lestarinnar. Mér til mikillar gleði kom bíll Carriers. Hann kom eins og kalaður. í honum var hr. Charrier sjáfur með mikið af viðskiptaskjölum og ungfrúin, sem hafði svo augljós erindi að reka, að hvert barn gat séð. Ég tók með gleði á móti boði þeirra, að aka mér og farangri mínum til stöðvarinnar í Holyhead, og svo fórum við fjögur af stað. Ég sat við hlið þessarar frönsku fegurðardísir, sem virtist vilja vera almennileg við mig — (Hvers vegna? Það hlýtur að vera af því, að stúlkan, sem hann er trúlofaður álítur það skyldu sína, að vera vingjarnleg við stúlkutetrið, sem hann hefir fengið til að leika unnustu sína). Mér varð allt í einu þungt um hj artarætumar og óskaði þess, að ég hefði afþakkað að aka með þeim. Við fórum allt of hratt eftir beinum þjóðveginum í áttina til svartra fjallanna við Holyhead. Við mynd- um koma þangað of snemma. Hamingjan hjálpi mér. Við þyrftum að bíða hálftíma á stöðinni, og þá fengi hann tækifæri til að segja það, sem hann vildi. Hví hafði ég ekki hugsað um það? Ó, bara að eitt- hvað kæmi fyrir .... Það varð. Aldrei hefir bílbilun verið fagnað eins af farþega. Ég blessaði þessa heppilegu tilviljun, sem seinkaði olckur um hálfa klukkustund, meðan herra Carrier og forstjórinn gerðu alt til að koma vélinni af stað aftur. Ungfrúin sat í gulu kápunni með skrítna hattinn uppi á lágum grjótvegg. Ég sat hjá henni og var í sömu brúnu silkiferðafötunum, er ég var í, þegar ég fór fyrst heim til Waters-fjölskyldunnar. Ég var svo him- inlifandi yfir töfinni, að ég gat hlegið að masinu í henni. „Það er alltaf sama sagan. í hvert skipti, sem við tókum einhvern með til að flýta fyrir honum, þá kem- ur alltaf eitthvað fyrir .... Er hann nú tilbúinn? Ekki? .... Lítið á föður minn, ungfrú Nancy. Þarna liggur hann á jörðunni, nærri undir bílnum. Og lít- ið á Billy. Sjáið, hvað hann reynir á sig.....Er það að lagast, Bily? Nei? .... O, hann dregur tímann vilj andi .... svo missum við af lestinni, og þá verður ungfrúin að fara með honum aftur heim .... jú, þetta er vel útreiknað“. Guð minn góður. Fara aftur heim með honum? — Það væri ómögulegt að fara með næturestinni — þá yrði ég að bíða til morguns. — Ó, — nei. Ég fékk á- kafan hjartslátt af tilhugsuninni .... Við komum á stöðina réttum tveimur mínútum áð- ur en lestin fór af stað. Við stukkum út úr vagnin- um, eftir að hafa kvatt Frakkann og þakkað honum í flýti, þutum inn í litla stöðvarsalinn, með skökku reykháfunum, sem minna mig á skakkturninn í Pisa, og út á stöðvarpallinn. Engan tíma mátti missa. Hann fann hornsæti handa mér í klefa, þar sem önnur kona var fyrir. Hann sá um farangur minn með þeirri ró og þeim flýti, sem einkenna þá menn, sem vanir eru að skipa fyrir, og svo leit hann beint framan í mig og byrjaði: „Það er enginn tími nú, en ég ætla —“ Aftur greip ég fram í fytir honum. „Ó, ég hefi ekkert að lesa“, kallaði ég, eins og ég væri mjög leið vegna þess. „Viljið þér ekki kaupa hana mér blað — eða eitthvað, sem þér náið í?“ Hann yppti öxlum og fór út að blaðsölunni, og ég hallaði mér aftur á bak í hornið og renndi augunum yfir manngrúann á stöðvarpallinum og auglýsinga- spjöld með farþegaskipum á tunglskinsbjörtu hafi. Hvers vegna fórum við ekki af stað — brottferðartím-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.