Nýja dagblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 4
6. ÁRGANGUR — 119. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐIÐ
REYKJAVÍK, 26. MAÍ 1938.
WWiVrami0 hí/. V.W.V
iríllllla IHO ■AW.V
! PARNELLI
I* Stórfengleg og áhrifa-
I; mikil söguleg kvikmynd
^ frá Metro Goldwyn Mayer
f; um samtíðarmann Glad-
;í stones, írsku frelsishetj-
í una Parnell, sem kallaður
:■ var »hinn ókrýndi kon-
í; ungur íra«.
Aðalhlutverkin leika
hinir vinsælu leikarar:
Clark Gable og
Myrna Loy.
Sýnd kl. 6yz og kl. 9.
í
Barnasýning kl. 4yz:
■
Aumíngja míll-
í jónamænngarnír ji
V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V
Hvar erum vift staddir
(Framhald af 3. síðu.)
og að það er þjóðarnauðsyn
að notast geti allir möguleikar
til þess að afla þjóðinni raun-
verulegra tekna.
Það verður að hafa vakandi
auga á því, að ekki skapist hér
það ástand til frambúðar, að
það „borgi sig ekki“ að stunda
þá bjargræðisvegi, sem frá
öndverðu hafa verið undir-
staða fjárhagslegrar afkomu
þjóðarinnar, eða aðra, sem
nýrri geta talizt, og líklegir eru
til þess að bæta afkomu henn-
ar.
Aldrei hefir verið lagt fram
meira fé en undanfarin
ár til styrktar atvinnuvegum
landsmanna beinlínis, enda
þörfin meiri en oft áður. Pram-
sóknarflokkurinn hefir ávalt
haft glöggt auga fyrir þörfum
framleiðslunnar. Mun svo verða
hér eftir sem hingað til.
Eysteinn Jónsson.
Þjóðeroiskennd ungra
Vestur-Íslendínga
þeirra i þjóðrækishreyfingunni
hefir aldrei verið eins virk og
i vetur. Þá stofnuðu þeir sín
eigin félagssamtök til þess að
vinna að þessum málum. Fé-
lag þeirra er deild í Þjóðræknis-
félaginu, hefir sama markmið
og það. og lýtur sömu lögum.
Þetta tel ég stórt spor í rétta
átt. Þeir eldri og yngri eiga
sjaldnast algera samleið, þó
að markið sé hið sama. Þeir
ungu eiga því að hafa sitt
félag með sinni sérstöku stjórn
og þeir eldri sitt, og síðan
eiga þessi félög að starfa eftir
sömu meginreglum.
— Hverju þakkið þér þennan
vaxandi áhuga unga fólksins?
— Það þakka ég Þjóðræknis-
félaginu hiklaust.
— Hvernig getum við hér
heima létt ykkur þjóðernisbar-
áttuna?
Með meiri afskiptum af þjóð-
arbrotinu vestxa, segir Ásmund-
ur brosandi. Vestan hafs býr nú
líklega fjórði hluti íslenzku
þjóðarinnar, og þeim hluta ætt-
uð þið að gefa gaum.
— Teljið þér mannaskipti
æskileg?
— Tvímælalaust. Prá ykkur
hafa komið til okkar ýmsir góð-
ir gestir. Ungfrú Halldóra
Bjarnadóttir nú siðast. Hún var
mér samskipa til Englands, eftir
að hafa dvalið nálega ár vestra.
Ungfrú Halldóra ferðaðist um
flestar byggðir íslendinga
vestra, allt vestur að hafi og
suður til Seattle. Hún flutti
fjölda erinda og sýndi íslenzkan
heimilisiðnað.
— Fylgjast íslendnigar vestra
vel með íslenzkum málum?'
— Já, þeir gera það. íslenzk
blöð eru nokkuð lesin, og blöðin
okkar birta allar almennar, ís-
lenzkar fréttir úr ykkar blöðum.
Og það er óhætt að fullyrða, að
fréttirnar héðan eru okkur ein-
hverj ar hinar kærkomnustu
fréttir, sem við fáum. Við gleðj-
umst yfir góðum fréttum héð-
an að heiman, en hryggjumst
yfir þeim lakari.
— Hvað er að segja um bóka-
útgáfu ykkar?
(Framhald af 1. síðu.)
mikils hagnaðar fyrir þá báða.
Það er sannfæring mín, að
tengja þyrfti enn sterkari bönd
samhuga og bræðraþels milli
íslendinga vestra og íslendinga
hér heima. Sambandið milli
þeirra þyrfti að vera öflugra,
kynni þeirra hvors af öðrum
meiri.
— Hvernig tekst ykkur að
halda við íslenzkri tungu og
þj óðernistilfinningu?
— Þjóðernishreyfingin er
blómleg eftir vonum. Úti um
byggðirnar, er íslenzkan í mikl-
um heiðri höfð enn þann dag í
dag, og það má óhætt segja, að
þær séu rammíslenzkar enn.
Um bæina er aftur á móti ekki
hið sama að segja. Þar er málið
í mun meiri hættu, en Þjóð-
ræknisfélagið gerir allt, sem 1
þess valdi stendur, til þess að
draga úr þeirri hættu.
— Hver er afstaða unga
fólksins í þessum efnum?
— Þjóðerniskennd þess er tví-
mælalaust vaxandi. Þátttaka
— Hún er enn nokkur. Auk
blaðanna tveggja, Lögbergs og
Heimskringlu, sem bæði hafa
komið út samfellt um hálfrar
aldar skeið, og Tímarits Þjóð-
ræknisfélagsins, kemur út nokk
uð af öðrum bókum, einkum
ljóðabókum.
— Hvað er að segja um tíðar-
farið vestra?
— Síðastl. vetur hefir tíðar-
far verið einmuna gott. Fram
til jóla var snjólaust og jörð
orðin alauð um 10. marz. Síðan
hefir tíð verið góð.
— NokkraT sérstakar fréttir?
— .Engar merkilegar, að ég
man, aðrar en þær, að nýlátnir
eru tveir merkir fslendingar
vestanhafs, þeir dr. Björn B.
J.ónsson, prestur fyrsta lúth-
erska safnaðarins í Winnipeg,
og fyrv. kirkjufélagsforseti um
margra ára skeið, stórmerkur
maður og áhrifaríkur, og Albert
C. Johnson, konsúll Dana og
fslendinga I Winnipeg. Lát þess-
ara manna var mér tjáð með
Jarðarför manasíns míns
Einars Hjörleifssonar Kvaran
rithöfundar
fer fram frá Fríkirkjunni, laugardaginn
25. maí, er hefst með bæn frá heimilinu,
Sólvallagötu 3, kl. 1 e. h.
Gíslína Kvaran.
Kveðjuathöfn yfir Guðrúnu Bjarnadótt-
ur frá Laugardælum, fer fram laugar-
daginn 28. p. m. kl. 3,10 e. m. frá Dóm-
kirkjunni. Líkið verður flutt út til bál-
farar með e. s. »Brúarfoss« sama dag.
Athöfninni verður útvarpað.
Vandamenn.
.".V.V.V wr'. AV.V.V
.".v.vw Ayja isio .v.vv.v
:■ Tunglskins- •:
:[ sónafan ■:
í Unaðsleg ensk tónlistar-
■: kvikmynd, þar sem fólki
J; gefst kostur á að sjá og ;■
;í heyra frægasta píanósnill- ■:
!; ing veraldarinnar, /
IGNAZ PADEREWSKI, í
spila Tunglskinssónötuna
eftir Beethoven, As-dur-
Polonaise .. eftir .. Chopin,
Ungverska Rhapsodi eftir
Liszt og Menuet eftir Pa-
derewski.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lækkað verð kl. 5.
V.W/.VWW.V.V/.V.V.V.V:
Sólríkt herbergí
til leigu
á Bergstaðastræti 82.
Föstudaginn 27. maí
verður skrifstofu vorri og verksmiðju
lokað frá kl. 12 á hádegí vegna
jarðarfarar.
Vínnufatagerð Islands.
Laugarholt
við Laugarásveg
er til sölu.
Magnús Stefánsson, sími 2429.
(á
éröbréfsibanKinn
(_ ^.cisturstr. ð si'mi 5652.Opió kl.11-12cíjb-íii
annast kaup og sölu
alískonar verðbréfa.
símskeyti til Kaupmannahafnar
16. þ. m.
— Þér vitið auðvitað, að ung-
frú Pearl Pálmason er nýkomin
til bæjarins og hyggst að halda
hér hljómleika?
— Já. Og mér þykir vænt um,
að Reykvíkingum skuli gefast
kostur á að hlýða á fiðluleik
hennar. Ungfrú Pálmason er
tvímælalaust mjög efnilegur
fiðluleikari. Við Vestur-íslend-
ingar styrkjum hana til náms-
ins í þeirri öruggu vissu, að hún
veki alheimsathygli sem fiðlu-
leikari. Hæfileikar hennar eru
frábærir og ástundunarsemi
við námið eftir því. Strax og hún
hafði lokið námi við tónlistar-
skólann í Toronto, sem er fremst
ur slíkra skóla í Canada, var
henni boðin kennarastaða við
skólann, og lagt fast að henni að
taka hana. En ungfrúin heldur
áfram námi — sem betur fer.
Vestan hafsins bíðum við þess
með eftirvæntingu, að hún ljúki
námi, því að við væntum mikils
af henni í framtíðinni.
Viðræðum okkar Ásmundar
er lokið. Ég kveð hann með
þakklæti fyrir greinagóðar
upplýsingar og óska honum og
öllum Vestur-íslendingar heilla
í baráttu þeirra fyrir verndun
íslenzkrar tungu og þjóðernis.
V. J.
Skeiðará
(Framhald af 1. síðu.)
„Skeiðará hefir fjarað mikið í dag
nokkurn spöl fyrir vestan Jökulfell,
en vaxið meira en því nemur austur
við Fellið. Vatnið, sem fram rennur
einum kílómetra austan við sæluhúsið
hefir mikið vaxíð 1 dag og hefir þar
komið fram töluverð jökulhrönn. Sælu-
húsinu virðist ekki vera hætta búin.
Vatnið er enn lítið komið austur fyrir
Ingólfshöfða..
PR E NTM YN DASTO FAN
LEIFTUR
Hafnaritræti 17, (uppi),
býr lil 1. íloUUs prenfmyndir.
S í m i , 333 4__
aðcins Loftur.
VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A
LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF-
UNNAR.
Viðtækjaverzlunin veitlr kaupendum viOtækja meiri
tryggingu um hagkvæm viOskipti en nokkur önnur
verzlun mundl gera, þegar bilanlr koma fram í tækj-
unum eOa óhöpp bera aO höndum.
Ágóia VlOtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt
elngöngu varlO til reksturs útvarpslns, almennrar út-
breiOtlu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum.
Takmarkið er: Viðtækl inn i hvert belmili.
Víðtækjaverzlun ríkisíns
Lækjargötu 10 B. Sími 3823.