Nýja dagblaðið - 16.06.1938, Qupperneq 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Eftírlit með útlendingum
Ellír RAGNAR JÓNSSON
iulltrúa lögreglustjóra
I \ÝJA DAGBLAMÐ
Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f.
Rltstjórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Rltstj ómarskrlf stof umar:
Llndarg. 1 D. Síraar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Eftir kl. 5: Slmi 3948.
Áskrlftarverð kr. 2,00 á. raánuðl.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmlðjan Eklda h.f.
Simar 3948 og 3720.
Þing S. U. F.
Nú er nýlokið 1. þingi Sam-
bands ungra Framsóknar-
manna. Framsóknarmenn munu
yfirleitt hafa verið bjartsýnir
um þetta þing, en þó leikur
ekki á tveim tungum, að það
mun hafa tekizt enn betur en
þeir bjartsýnustu gerðu sér
vonir um. Þingið var fjölsótt úr
nálega öllum kjördæmum
landsins. Ungt fólk úr sveit og
frá sjó sendi fulltrúa sína þang-
að til þess að eiga með því hlut
að stofnun S. U. F. og hylla
umbótastefnu og raunhæfar að-
gerðir Framsóknarflokksins.
Yfir þingheimi og störfum
þingsins hvíldi sú yfirlætis-
lausa festa, sá hávaðalausi
kjarkur og hikleysi, sem ávallt
hefir verið einkennandi fyrir
samtök Framsóknarmanna. Það
Var ánægjulegt að líta yfir full-
trúahópinn, því að þar var sam-
an komið myndarlegt fólk og
gervilegt. En þó var enn á-
nægjulegra að kynnast þessu
fólki. Framkoma þess var rhjög
látlaus og blátt áfram. Það var
fremur fámælt að fyrra bragði,
en tæki maður það tali, duldist
ekki, að hjá því fór yfirleitt
saman rik athyglisgáfa og góð
greind, einmitt þeir kostir, sem
eru höfuð máttarstoðiT þing-
ræðisskipulagsins og stefnu-
fastra umbótaflokka eins og
Framsóknarflokksins.
Þingið var í alla staði hið á-
nægjulegasta. Þar fór saman
hófleg glaðværð og alvara
starfsins, svo að á hvorugt hall-
aði.
Það mun þó engum dyljast,
að ýmsir annmarkar hafi verið
á því að halda þetta þing. Sam-
tök unga fólksins i Framsókn-
arflokknum eru enn lltt skipu-
lögð, og aldrei hafði áður verið
boðað til landsmóts sem þessa.
Auk þess er öllum ljóst, að fólk-
ið i dreifbýlinu á mjög erfitt
með að sækja samkomur 1 öðr-
um landshlutum, bæði sökum
annrikis heima fyiir og kostn-
aðar við ferðina. En þetta stóð
ekki teljandi í vegi fyrir þvi,
að ungir Framsóknarmenn
gætu haldið sitt fyrsta Sam-
bandsþing með þeim myndar-
skap, sem lengi mun í minnum
hafður. Orðstír þingsins mun
uppi verða fyrlr það, að þetta
þing er tvímælalaust merkileg-
asta og glæsilegasta pólitíska
mótið, sem ungir menn hafa
gengizt fyrir. En þingsins mun
ekki siður verða minnzt fyrir
þær sakir, að það sýnir betur en
nokkuð annað, hversu traustum
fótum Framsóknarflokkurinn
stendur. Flokkur, sem haldið
getur slíkt æskulýðsmót, þarf
engu að kviða um framtíðina,
honum er tryggt gengi og áhrif
um langan tíma. En það er ekki
einasta fylgi æskunnar, sem.
tryggir þetta, heldur líka það,
hversu flokkurinn stendur ó-
skiptur um stefnu sina, hversu
samheldni og samstarf flokks-
mannanna er gott. Andstæðing-
arnir hafa látið sér tíðrætt um
það undanfarið, að sundrung
væri innan Framsóknarflokks-
ins, að formaður hans væri að
missa traust flokksmanna sinna,
og þá einkum unga fólksins, o.
s. frv. Þing unga fólksins að
Laugarvatni sýnir ljóslega, að
hér er um tilefnislausan þvætt-
ing að ræða. Frá því er skýrt á
öðrum stað hér í blaðinu, að
þingið kaus farmann Framsókn-
arflokksins, Jónas Jónssón, sem
heiðursfélaga S. U. F. Slíkt sýnir
betur en mörg orð, að formaður
flokksins nýtur einhuga trausts
meðal unga fólksins í flokkn-
um, ekki síður en meðal þess
eldra.
Stofnun S. U. F. er ekki tak-
mark i stjómmálastarfsemi
ungra Framsóknarmanna, held-
ur leið að takmarki, leið að þvi
takmarki, að skapa Framsókn-
arflokknum aukin áhrif í þjóð-
lífinu, að gera hann að fjöl-
mennasta stjórnmálaflokki í
landinu. Stofnun S. U. F. er
hinsvegar fyrirheit þess, að
þetta muni takast. Ungra Fram-
sóknarmanna um land allt biða
ærin verkefni á næstu árum.
Hin mikla þátttaka í fyrsta
landsmóti þeirra lofar góðu um
launsn þeirra verkefna. V. J.
Fréttir um
blndmdismál
Frumvarp hefir komið fram 1
þinginu 1 Japan, er banni alger-
lega ungum mönnum undir 25
ára að aldri að neyta áfengis.
— Einn af stuðningsmönnum
frumvarpsins er K. Miyaki, pró-
fessor við háskólann 1 Tokyo, og
segir hann að sálarsjúkdómar
og úrkynjun sé 1 vexti meðal
þjóðarinnar, og áfengisneyzlu
sé þar mest um að kenna.
*
Nýlega talaðí skólastjóri einn
frá Manchester um hina vax-
andi áfengisneyzlu þjóðarinnar,
sérstaklega æskunnar, sem þjóð-
ar böl, og sagði: „Ef slíku böli
verður ekki útrýmt, getur farið
svo að ritað verði í sögu þjóð-
anna: Áfengi eyðilagði merkustu
þjóð heimsins.“
•
Elzta bindindisfélagið, og móð-
urfélag annarra slíkra samtaka,
er tallð vera „The British Tem-
perance League“. Það var stofn-
að árið 1834, svo enn eTu ekki
nema rúm 100 ár síðan fyrst
hefjast samtök um þessi mál.
Það er vart hægt að vænta
þess, að nýr helmur skapist á
einni öld. Áfengisbölið vofir að
vísu enn yfir þjóðunum, en á-
fengisnotkunin er þegar for-
dæmd af allri heilbrigðri skyn-
semi og hinum markverðustu og
beztu öflum meðal allra siðáðra
þjóða. Það er mikill sigur og
framkvæmdin hlý.tur að koma
á eftir. Pétur Sigurðsson.
I.
Haustið 1936 kom hingað til
lands enskt kolaskip. Tveim dög-
um eftir að það lét úr höfn héð-
an gáfu sig fram á lögreglu-
stöðinni tveir menn, sem höfðu
orðið eftir af því, voru peninga-
lausir og allslaúsir og báðust á-
sjár.
Þeir skýrðu frá þvl, að þeir
væru rússneskir að ætt, hefðu
flosnað upp 1 byltingunni 1917,
þá börn að áldri, komizt til
Stambul í Tyrklandi og flækzt
síðan um heiminn án föður-
lands, án þegnréttinda i nokkru
landi.
Saga þeirra var óslitin röð
af felum og fangavistum. Hvar-
vetna var þeim meinaður sama-
staður. í allri víðáttu heimsins
áttu þeir hvergi föðurland. Um
stutta tíma tókst þeim við og við
að ráða sig einhversstaðar, helzt
á skip, siðan reik um hafnar-
borgirnar, unz lögreglan tók þá
til að koma þeim úr landi.
Síðast voru þeir staddir í Hels-
ingfors á Finnlandi og reikuðu
þar um. Þar heyrðu þeir sagt frá
Suður-Ameríku og að þar væri
rúm fyrir menn. Þeir ákváðu að
fara þangað, og ætluðu gegnum
Rotterdam. Ætluðu þeir að læð-
ast um borð i skip er þangað átti
áætlun og leynast með þvi þang-
að. En þeir fóru skipavillt og
lentu i hinu enska kolaskipi. Þar
földu þeir sig dögum saman, unz
sulturinn svarf að þeim, svo að
þeir neyddust til að gefa sig
fram við skipstjóra.
Skipstjóri sigldi með þá til
Englands. Enska lögreglan greip
þá strax við komu skipsins, lét
þá í fangelsi og geymdi þar unz
skipið fór aftur. Þá voru þeir
fiuttir um borð og skipstjóra til-
kynnt að í Englandi fengju þeir
ekki að vera, skipið yrði að sitja
uppi með þá, þangað til það gæti
komið þeim annarstaðar fyrir.
Og hvenær sem skipið tæki land
á Bretlandseyjum, með þá inn-
anborðs, yrðu þeir geymdir 1
fangelsi unz skipið færi aftur;
þá yrði það að taka við þeim.
Skipið sigldi siðan hingað og
hér urðu þeir eftir. Skipstjóri
sagði að þeir hefðu strokið af
skipinu, þeir sögðu, að skipstjóri
hefði rekið sig 1 land.
Örlög þessara manna sýna,
hvaða þýðingu ríkisborgararétt-
urinn hefir fyrir hvern mann.
Menn hugsa sjaldan út í það.
Menn skoða hann sem sjálfsagð-
an hlut, sem ekki getur verið
öðru visi, og gera sér ekki grein
fyrir þvi, hvaða þýðingu það
hefir að njóta borgararéttar ein-
hvers rikis. í raun og veru er
hann lífsskilyrði. Fyrir þá, sem
ekki njóta hans, er hvergi pláss
á allri jörðunni, nema i tugthús-
um og þó illa þar. Ekkert ríki
þarf að leyfa þeim landsvist, þeir
eiga hvergi dvalarrétt.
Á þeim tíma var eftirlit með
útlendingum ekki tekið upp, og
þessvegna var það fyrst eftir
að skipið var farið, að lögregl-
an varð þeirra vör. En hin
nýju lög um eftirlit með út-
lendingum voru þá gengin 1
gildi fyrir nokkrum dögum. Sam
kvæmt þeim tókst að koma fram
ábyrgð gagnvart útgerð skipsins
út af komu þeirra hingað til
lands og láta hana bera kostnað
við dvöl þeirra hér á landi. Út-
gerð skipsins mun hafa, með að-
stoð stjórnar sinnar, gert ítrek-
aðar tilraunir til að koma þeim
af sér og fá eitthvert ríkl til að
taka við þeim, en árangurslaust.
Annar þeirra strauk síðan héðan
sem laumufarþegi og frétti lög-
reglan síðar til hans í Rotter-
dam.
Hinn dvaldi hér þangað til nú
fyrir nokkrum vikum, að skipið
sem hann flutti hingað, kom
hér aftur. Þá var sklpstjóri
knúður til að taka vlð honum
aftur.
Þetta dæmi hefir verið rakið
hér til að sýna neyð þeirra
manna, er hvergi eiga borgara-
rétt og aðstöðu þeirra 1 öðrum
löndum. En það sýnir líka, að
hér á íslandi verður ekkl, frekar
en annarsstaðar komizt hjá að
hafa nákvæmt eftirlit með
komum útlendinga, og hver er
höfuðþýðing sliks eftirlits.
n.
Það var eitt af fyrstu verk'um
Alþingis, eftir að landið fékk
fullveldl, að semja löggjöf um
eftirllt með útlendingum (Lög
nr. 10, 1920). Var það sjálfsagt
verk. Framkvæmdirnar fóru þó
ekki eftir því, sem til var stofn-
að, því segja má, að eiginlegu
eftirliti hafi aldrei verið komið
á samkvæmt þeim lögum. Vega-
bréfa var ekki krafizt af útlend-
ingum, sem til landsins komu og
engar ráðstafanir gerðar til að
fylgjast með ferli þeirra eftir að
hingað kom. Þess varð líka vart,
að hingað barst fólk, sem engir
óskuðu eftir og starfaði hér og
athafnaði sig á ýmsan hátt, sem
almenningi þóttl óþarfur. Af al-
þýðu manna var lögreglunni títt
legið á hálsi fyrir afsklptaleysi
um hagi og háttsemi þessa fólks
en af stjórnarvöldum landsins
var henni 1 raun og veru ekki
ætluð afskipti af því, nema það
kæmist undir hegningarlögin
eða yrði bjargþrota.
Núverandi forsætisráðherra
gekkst fyrir því að láta endur-
skoða þessa löggjöf og koma upp
þvi eftirliti, sem til þess tíma
hafði orðið 1 undandrætti, að
stofna til. Árið 1936 voru sett ný
lög um éftirlit með útlendingum
(nr. 59,1936). Voru ákvæði hinna
eldri laga að ýmsu leyti skerpt
og aukin. Vorið 1937 (24. maí),
var síðan sett reglugjörð sam-
kvæmt lögum þessum og þá um |
haustið voru lögreglustjórum H
landsins sett ákveðin og ítarleg |
fyrirmæli um framkvæmd eftir- I
litsins og komið á skoðun vega- |
bréfa. Lögreglustjóranum í Rvík (
var falin framkvæmd eftirlitsins -
yfirleitt og umsjón með því um
land allt, en sýslumenn og bæj-
arfógetar fara með það hver i
sinu umdæmi. Yfirstjóm eftir-
litsins hefir dómsmálaráðherr-
ann.
III.
Höfuðatriði eftirlits þess, sem
haldið er uppi með útlendingum,
er að gæta þess, að hingað komi
ekki til landsins erlendir menn,
sem líklegt er að valdi vandræð-
um eða íslenzk stjórnarvöld af
einhverjum ástæðum ekki vilja
fá inn í landið. Þótt unnt sé að
visa slikum mönnum úr landi
eftir á, er þó miklu sjálfsagðara
og auðveldara að neita þeim um
landgöngu, ef ástæða til þess er
þá fyrir hendi. Þegar útlending-
ur tekur hér land, verður hann
þessvegna að gefa lögreglustjóra
skýrslu um hagi sína og fyrir-
ætlanir og sýna vegabréf sitt.
Eftirlitsmaður vegabréfa getur í
vissum tilfellum synjað útlend-
ingi um landgöngu eða lagt mál
hans íyrir dómsmálaráðherra og
fengið úrskurð um það. Þrjú
slík tilfelli hafa komið fyrir I
vetur eftir að þetta eftirlit var
tekið upp. í sambandi við þetta
er lögð sú skylda á stjómendur
skipa og loftfara, er flytja far-
þega hingað, að leggja fram far-
þegalista, og flytja þá menn af
landi burtu aftur, sem ekki fá
hér landgönguleyfi.
Eftirlitið með útlendingum
þeim, er hér fá landgöngu, fer
nokkuð eftir því, 'hvort þeir eru
hingað komnir til dvalar eða
einungis í stutt ferðalag. Skipa-
afgreiðslurnar eru skyldar til að
gefa lögreglunni greinilegar upp
lýsingar um útlendinga þá er ut-
an fara, svo lögreglan hefir á
hverjum tíma skrá um alla út-
lendinga, sem í landinu dvelja.
Skrá fyrir allt land er haldin hér
í Reykjavik, en sýslumenn og
bæjarfógetar halda skrá fyrir
sín umdæmi.
Ef útlendingur er hingað kom-
inn í kynnisferð eða einhverjum
erindisrekstri í snöggva ferð og
ætlar ekki að dvelja hér lengur
en 3 mánuði, er skýrsla sú, er
hann gefur við komu sína, alla
jafna látin nægja, og lögreglan
þarf yfirleitt engin önnur af-
skipti af honum að hafa. En ef
útlendingur kemur hingað í þeim
tilgangi að setjast hér að, eða
starfa eða dvelst hér lengur en
3 mánuði, er hann skyldur að
gefa sig fram hjá lögreglustjóra
og gera þar nánari grein fyrir
sér. Lögreglustjóri veitir honum
dvalarskírteini, ef ástæður eru
fyrir hendi, en leggur ella mál
hans fyrir dómsmálaráðherra,
sem þá tekur ákvörðun um hvort
honum skuli leyfð landsvist eða
vísað úr landi. Þessir útlending-
ar hafa sérstaka skyldu til
þess að tilkynna lögreglunni á-
vallt þegar þeir skipta um heim-
ilisfang.
Þótt útlendingur hafi sezt hér
að, geta alltaf komið fram slðar
atvik, er geri það æskilegt, að
vísa honum úr landi. Samkvæmt
lögunum hefir dómsmálaráð-
(Framhald á 4. síSu.)