Nýja dagblaðið - 16.06.1938, Side 4

Nýja dagblaðið - 16.06.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 16. JÚNÍ 1938 NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 135. BLAÐ SsXí’Gamla Bíó3£R% í I Framhald ,granna mannsins4 (Efter den tynde Mand) Afar fjörug og spennandi leynilögreglu-gamanmynd. Aðalhlutverkin leika af framúrskarandi snilld MYRNA LOY og WILLIAM POWELL ásamt hundinum ASTA. Börn fá ekki aðgang. I Eitirlit m. útlendingum (Framhald af 3. síöu.) herra heimild til að vísa útlend- ingum úr landi. Fyrst og fremst er skylt að vísa útlendingi úr landi, ef hann verður hér fram- færsluþurfi, eða verður sekur að lagadómi um verk, sem svívirði- legt er að almenningsáliti, enda hafi hann ekki dvalizt hér í full 5 ár. Heimilt er ráðherra að vísa útlendingi úr landi, ef hann gef- ur rangar skýrslur um sig og til- gang dvalar sirrnar héT, vanræk- ir tilkynningaskyldu sína eða „ef hegðun hans eða hagir að öðru leyti gefa tilefni til brott- vísunar". Ráðherra hefir því mjög ríkt vald til þess að visa útlendingum úr landi. Útlendingar sem hér dvelja, njóta að sjálfsögðu sama réttar hér og landsmenn sjálfir, þar sem löggjöfin ekki sérstaklega mælir á annan veg fyrir. Svo hefír verið gert að nokkru, að því er snertir rétt útlendra manna til að stunda hér at- vinnu. Lög um það efni voru sett 31. maí 1927. Samkvæmt þeim lögum er einstaklingum og fyrir- tækjum er reka atvinnu hér á landi, bannað að ráða í þjónustu sína útlenda menn, gegn ann- arri kaupgreiðslu en fæði og húsnæði. Atvinnumálaráðherra er þó heímilað að veita undan- þágu frá þessu banni. Einnig eru i lögunum sjálfum víðtækar undantekningar frá því. Mönn- um er heimilt að ráða í þjónustu sína útlenda sérfræðinga og kunnáttumenn, svo og útlenda frændur sína, og loks er bænd- um heimilt að ráða til sín erlend vinnuhjú. Lögin taka aðeins til þehra starfa, sem útlendir menn vinna hér í annarra þjónustu. Þau taka ekki til þeirra manna útlendra, er hér starfa sjálfstætt eða setja upp fyrirtæki. Það er útlendum mönnum því heimilt með sama hætti og innlendum. Þeir geta því sett hér upp verzlun, útgerð, iðnaðarfyrirtæki og búskap, ef þeir uppfylla sömu skilyrði og íslenzkum mönnum eru sett. Til þess að reka verzlun, iðju, iðnað og veitingar hér á landi, þarf að leysa sérstakt ieyfi, sem ekki má veita mönnum nema þeir hafi verið búsettir hér á landi síðasta árið áður en leyfi er veitt og hindrar það ákvæði útlendinga frá því að setja sig niður í þeim starfsgreinum fyrr en þeir hafa dvalið hér þann tíma. Frh. 104 fulltrúar sóttu stofnfund Sambands ungra Framsóknarm. (Framhald af 1. síðu.) Jörundsson, Hvanneyri. Vara- maður: Kláus Eggertsson, Leir- árgörðum. Mýrasýsla: Daníel Kristjáns- son, Gljúfurá. Varamaður: Leifur Finnbogason, Hítardal. Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla: Daníel Ágústinusson, Stykkishólmi. V ar amaður: Gunnar Guðbjartsson, Hjart- arfelli. Dalasýsla: Jón Emil Guð- jónsson, Kýrunnarstöðum. — Varamaður: Gísli BTynjólfsson Hvalgröfum. Barðastrandarsýsla: Grímur Arnórsson, Tindum. Varamað- ur: Sæmundur Björnsson, Hrís- hóli. Vestur-ísafjarðarsýsla: Hall- dór Kristjánsson, Kirkjubóli. Varamaður: Hjörtur Hjartar, Þingeyri. N.-ísafjarðarsýsla: Kjartan Ólafsson, Strandseli. Varamað- ur: Ásgeir Höskuldsson, Tungu. Strandasýsla: Ingólfur Jóns- son, Prestsbakka. Varamaður: Torfi Jónsson, Prestsbakka. Vestur-Húnavatnssýsla: Vig- fús Vigfússon, Fallandastöðum. Varamaður: Árni Sigfússon, Hvammstanga. A. -Húna vatnssýsla: Þórður Þorsteinsson, Grund. Varamað- ur: Torfi Sigurðsson, Mánaskál. Skagaf j arðarsýsla: Magnús Gíslason, Eyhildarholti. Vara- maðúr: Anton Tómasson, Hofsós. Siglufjörður: Þorst. Hannes- son, Siglufirði. Varamaður: Jón Kjartansson, Siglufirði. Eyjafjarðarsýsla: Jóhann Valdimarsson, Möðruvöllum. — Varamaður: Hreiðar Eirlksson, Reykhúsum. Akureyri: Ásgeir Halldórsson, Akureyri. VaramaðuT: Harald- ur Sigurðsson, Akureyri. S. -Þingey j arsýsla: Finnur Kristjánsson, Halidórsstöðum. Varamaður: Kristján Karlsson, Húsavík. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurður Björnsson, Grjótnesi. Varamað- ur: Björn Pétursson, Þórshöfh. N.-Múlasýsla: Baldvin Tr. Stefánsson, Stakkahlíð. Vara- maður: Vilhjálmur Ámason, Háeyri. S.-Múlasýsla: Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku. Vara- maður: Guttormur Sigbjörns- son, Gilsárteigi. A.-Skaftafellssýsla: Jón Ó- feigsson, Hafnarnesi. Varamað- ur: Halldór Sæmundsson, Bóli. V.-Skaftafellssýsla: Haukur Magnússon, Reynisdal. Vara- maður: Sigurj. Pálsson, Söndum. Vestmannaeyjar: Bjami G. Magnússon, Vestmannaeyjum. Varamaður: Helgi Sæmunds- son, Vestmannaeyjum. Rangárvallasýsla: Þorsteinn Jónsson, Stórólfshvoli. Vara- maður: Ólafur Sveinsson, Stóru-Mörk. Árnessýsla: Guðmundur Böð- varsson, Selfossi. Varamaður: Ingimar Sigurðsson, Fagra- hvammi. SnæbjörníHergílscy látinn Snæbjörn Kristjánsson, fyrrum bóndi í Hergilsey, andaðist í Sjúkra- húsinu í Stykkishólmi í gær, kl. 15 — 83 óra að aldrei. Hann var yfir 50 ár hreppstjóri i Flateyjarhreppi og lengst af bjó hann I Hergilsey, en síðustu ár- in dvaldi hann hjá tengdasyni sínum, séra Jóni Þorvarðssyni á Stað á Reykjanesi. Snæbjörn 1 Hergilsey var einn hinna merkustu Breiðfirðinga, allt í senn, búhöldur góður, sægarpur mikill og héraðshöfðingi. íslandsmótið (Framhald af 1. síðu.) tekið er tillit til þess, hve veðrið var leiðinlegt. Vikingar léku nú betur en þeir hafa gert hina leikina. Þeir eru mjög duglegir hver einstakur maður, og náðu þeir nú góðum samleik á stimdum. Þeim hættir þó við að falla fyrir þeirri freistingu að gefa stór hæðarspörk fram. Slík spörk koma sjaldnast að tilætluðum notum. Vals- menn ná oft ágætum samleik, þessum stuttu, léttu jarðarspörkum, sem jafn- an reynast happadrýgst. Þeir tapa samt oft illa valdi yfir böltanum, þegar komið er undir mark mótherjanna. Svíakonungur áttrædur í dag EINKASKEYTI frá KHÖFN: Um 100.000 manns eru nú komnir til Stokkhólms í tilefnl af hátíðahöldun- um í sambandi við áttræðisafmæll Gu- stavs Svíakonungs. Var borgin öll fán- um skreytt í gær og undirbúningur undir hátíðahöld í öllum borgum og bæjum Sviþjóðar. Þegar tekið var á mótl konungum Noregs og Dan- merkur og forseta Finnlands, blakti íslenzki fáninn á stöng með fánum hinna Norðurlandaríkjanna. Sjálfur afmælisdagurinn er í dag og hefjast hátíðarhöldin með guðsþjón- ustu i Storkyrkan i Stokkhólmi. Síðan tekur Gustav konungur á móti fuUtrú- um frá öllum héruðum Sviþjóðar. FÚ. A N N Á L L (FramhaXd af 1. síðu.) Bændafundur, mjög fjölmennur, var haldinn í Oslo nú nýlega. í skrúðgöngu um götur Osloborgar tóku þátt um 30 þús. bændur. Hákon konungur fluttl ræðu á fundinum og fór miklum viðurkenn- ingarorðum um þýðingu bændastéttar- innar fyrir atvinnuvegi og menningu landsins. Elsa Sigfúss heldur síðustu mikrofonhljómleika sína í kvöld í Iðnó. Norræna verkfræðingamótið var sett á mánudaginn var 1 Oslo. Taka þátt í því um 1600 manns. ís- lendingar, sem þar láta til stn heyra, eru þeir Finnbogi Rútur Þorvaldsson, Valgeir BJörnsson, Trausti Ólafsson og Geir Zoéga. Sr. Hermann Hjartarson á Skútustöðum i Mývatnssveit, er staddur hér i bænum um þessar mund- ir. — Misritazt hefir í frásögn Nýja dagblaðsins af störfum Landsþings Sambands ungra Framsóknarmanna á sunnudaginn, nafn Vilhjálms HJálmarssonar frá Brekku í Mjóafirði. Skólasel Menntaskólans Dregið verður í happdrætti skóla- selsins á morgun. Enn eru fáeinir miðar eítir, og geta menn íengið þá í skólanum. Þeir, sem tekið hafa miða til sölu, og ekki skilað ennþá, eru beðnir að gera skil fyrir föstudags- kvöld. Menntaskólanum verður sagt upp i dag kl. 1. Elsa Sigfúss: MIKBOFON -.p.p.pp. ULJÓMLEIKAR í 1 . ..:5 kl. 8i/2 í kvöld. C. BILLICH VIÐ HLJÓÐFÆRIÐ. Aðgöngumiðar i Hljóðfærahús- inu, hjá K. Viðar og Eymundsen. = = Síðasta simi! = = Eldsvoðí Kona og barn brenna til bana. Kona og barn í Borgarfirði eystra fórust í húsbruna í gær. Fréttaritari útvarpsins að Hallormsstað lýsir at- burðinum þannig: í gær kl. 8 kviknaði í húsinu Bakka- gerðiseyri í Borgarfirði. íkvikmmin varð mjög skyndilega. Eldurinn læsti sig í föt aldraðrar konu og stóðu þau í ljósum loga er hún kom út úr eldin- um, og var hún þá næstum meðvit- undarlaus. Hafðl hún reynt að bjarga ársgömlu barni, en misst það. Barnið og konan brunnu til bana. Konan hét Ragnheiður Sigurbjörg ísaksdóttir frá Seljamýri. En barnið átti Sigurður sonur liennar. Húsinu varð bjargað. — FÚ. Vatnsflóð hindrar sókn Japana Allur her Japana I Aorður-Kína í hættu. LONDON: Vatnsflóð Gulafljóts hefir 1 svipinn bundið enda á framsókn Japana 1 Ho- nan-héraðl. Á einum stað skilur fimm mílna breitt vatnsflóð heri Kínverja og Japana. Japanir telja sig hafa kom- izt undan flóðinu án verulegs mann- tjóns, eftir vonlausar tilraunlr til þess að gera við flóðgarðana. Hinsvegar segja þeir, að óhemju fjöldi manna, sem ekki taki þátt í bardögunum, hafi farizt á flóðasvæðinu, eða allt að 100 þúsund manns. Telja japönsku fregn- imar að 900 enskra fermilna svæði só undir vatni og að 2000 þorp hafi farið á kaf. Vatnið beijar austur eftir frá Cheng-Chow, í áttina til strandar, með fimm mílna hraða á klukkustund. Bændur af þessu svæði flýja í allar áttir, til þess að forða sér undan ílóð- inu. Kínverjar segja aftur á móti að það hafi ekki farizt mjög margir menn meðal íbúanna, en 1200 japanskir her- menn hafi drukknað og allur her Ja- pana í Norður-Kína sé í allverulegri liættu. Nýjar sprungur eru sagðar vera að koma í flóðgarðana neðar 1 ánni og er þá hætt við vatnsflóði i Shantung- héraði. Mest af landi því sam nú er undir vatni, hefir verið á valdi Japana síðan þeir tóku Su-chow fyrir þrem vikum. Eins og nú standa sakir, er vatns- í'lóðið komið 65 mílur enskar til aust- urs, þaðan sem flóðgarðarnir brotnuðu j fyrst. Vatnið vex að magni og straum- hraða, þar sem mjög miklar rigningar hafa gengið og eru flóðin líkleg til þess að fara vaxandi. Um þetta leyti árs byrjar Gulafljót að vaxa og er venju- lega mest í júlílok. Það er talið hugs- anlegt, að Japanir megi með öllu hverfa af þessu svæði. — FÚ. rvýja BÍ6-£fZ$& í * - 5 B !* jj (Þættírúræfisögu ij ■: 5 EMILE Z0LA) ;! Þessi afburða góða ame- ríska kvikmynd verður vegna margítrekaðra skorana sýnd í kvtíld. '.•.V.V.W.V.V.V.WAV 4 - Kaup og sala - SSifreiðar. 5 og 7 manna bifreiðar og vörubifreiðar iy2 tonns, til sölu. Stefán Jóhannsson, sími 2640. Fallegt úrval af vorkápum og sumarfrökkum kvenna. — Gott snið. Lágt verð. Verzl. Kristínar Sigurðardóttur, Laugaveg 20 A. Nýtízku silkiundirfatnaður kvenna. Mikið úrval. Verð frá kr. 9.85 settið. Verzl. Kristínar Sigurðardóttur, Laugaveg 20 A. Múrara- verkfæri : Múrskelðar, Skelskeiðar, Stálbelti, Glattbretti, Múrfilt. Verzlunín BRYNJA. Hjá JÓNI & STEIAGIÚMI fœst bœði — -- NtR FIJGL ----- og — IVÝR FISKIJR —-— PRENTMYNDASTOFAN LEIFTUR Hafnarsfræti 17, (uppi), býr til 1. íloUUs prentmyndir. aðeins Loftur. Ú TBRE3ÐIÐ NÝJA DAGBLADID!

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.